Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 13
vegar plaköt með svartfuglseggjum ásamt steinplöttum sem eru tákn- mynd bjargsins,“ segir Margrét og víkur að hugrenningatengslum við liðna tíma. „Pabbi gekk alltaf með snær- isspotta á sér og hafði kaðla í bíln- um til að draga vegfarendur upp úr skurðum og sköflum. Hann kenndi mér pelastikk þegar ég var lítil og mér varð alltaf hugsað til hans þeg- ar ég gekk út á höfn og sá kaðlana, sem annaðhvort voru allir í flækju, eða snyrtilega undnir utan um poll- ana – eins og hefði verið honum að skapi. Hann lét æskudraum sinn rætast á gamalsaldri og fékk sér bát sem hann hafði í Hafnarfjarð- arhöfn og sigldi endrum og sinn- um.“ Svona leiðir eitt af öðru, eftir kaðlana komu svartfuglseggin inn í myndina. Margrét heldur áfram: „Þegar móðir mín veiktist fór ég að hugsa mikið um kynslóð foreldra minna sem þurfti að hafa virkilega mikið fyrir að draga björg í bú á sín- um yngri árum, jafnvel hætta lífi sínu til að ná í nýmeti að vori. Nota þurfti kaðla til að síga í björg og ná í svartfuglsegg, svo dæmi sé tekið,“ segir Margrét og verður frekar óræð þegar hún er spurð hvað komi á eftir egginu. Enda svarið ekki allt- af augljóst … Björg í bú Steinplattar úr fjörubergi sem m.a. má nota til að bera fram sushi, forrétti, eftirrétti og osta. Hitaplatti Eikar hitaplatti með lögun hreindýramosa ein- angrar vel og passar undir kaffikönnur, potta og pönnur. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Sími 788 2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is Allt fyrir ferðaþjónustuna Við tökum vel á móti þér Við bjóðum heildarlausnir fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús, veisluþjónustur. Fyrsta smiðjan í Ljóðadjammi Borgarbókasafnsins, röð ljóðasmiðja sem safnið stend- ur fyrir í febrúar og mars, fer fram kl. 10-13 í dag, laugardag 25. febrúar, í Borgar- bókasafninu Kringlunni. Ásta Fanney Sigurðardóttir, ljóð- skáld og myndlistarkona, stýrir þá smiðju um vídeóljóð og mörk mynd- og ljóðlistar. Aðrar smiðjur í röðinni eru: Kött Grá Pje, rappari og skáld, stýrir smiðju um orðfáa texta, ljóð, rapp og kjaftæði í Borgarbókasafninu Gerðu- bergi, laugardaginn 4. mars. Viku síðar, laugardaginn 11. mars, stýrir Vigdís Ósk Howser Harðardóttir, fyrrverandi Reykjavíkurdóttir, slammari og skipu- leggjandi ljóðakvölda Hispursmeyja, smiðju um ljóðaslamm og ljóð á sviði í Borgarbókasafninu Spönginni. Smiðjurnar eru þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning: vertumed- @borgarbokasafn.is og má skrá sig í eina eða fleiri smiðjur í einu. Í kjölfar smiðjanna fer fram árlegt Ljóðaslamm Borgarbókasafnsins í Tjarnarbíói 30. mars. Skráning í slammið hefst 2. mars. Fyrsta smiðjan í Ljóðadjammi Borgarbókasafnsins Kælan mikla Tríóið sigraði í ljóðaslammi fyrir fáum árum og hefur síðan notið velgengni. Ungskáldin láta í ljós sitt skína Morgunblaðið/Styrmir Kári Með verkum á sýningunni Nautn/ Conspiracy of Pleasure í Listasafni Árnesinga í Hveragerði er efnt til orð- ræðu um margslungna útfærslu á hugtakinu nautn. Blásið er til mál- þings um efnið kl. 14 í dag, laug- ardag, 25. febrúar. Frummælendur eru Auður Ava Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöf- undur, Ágústa Ragnarsdóttir, mynd- listarkennari og grafískur hönnuður, Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýningardeildar Listasafns Reykja- víkur, og Salvör Nordal, for- stöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ. Umræðudagskrá í Listasafni Árnesinga í Hveragerði Hin margslungna nautn Auður Ava, Ágústa, Salvör og Markús. „Sem neyslufrekasta þjóð heims þurfum við Íslendingar að hugsa okkar gang. Okkur langar því að biðja þig að kaupa ekki vörurnar okkar bara til að kaupa eitthvað. En ef þú fellur kylliföt/flatur fyrir hönnun okkar þá tökum við þér opnum örmum og vonum að varan okkar eigi eftir að fylgja þér langan veg. Við viljum bara vera viss um að við séum ekki að fram- leiða vörur sem enda í sorptunnu morgundagsins,“ segir á vefsíðunni www.gola.is. Margrét vinnur að endurbótum á síðunni, því meiningin er að gera hana að sölusíðu áður en langt um líður. Vörurnar verða þó eftir sem áður til sölu í Skúmaskoti við Skólavörðustíg, sem hún rekur ásamt fleiri hönnuðum og listamönnum. Auk þess að hanna vörur til heimilisprýði heldur Margrét alls konar námskeið í handverki og hönnun. Kaupa eða ekki kaupa? GOLA & GLÓRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.