Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 24

Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín Bragðgott, ho llt og næringa rríkt Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hálfbróðir Kim Jong-un, einræðisherra Norð- ur-Kóreu, var myrtur með eiturefninu VX sem Sameinuðu þjóðirnar hafa skilgreint sem ger- eyðingarvopn og er öflugasta taugaeitur sem vitað er með vissu að hafi verið framleitt. Stjórnvöld í Malasíu og Suður-Kóreu saka einræðisstjórnina í Norður-Kóreu um að hafa fyrirskipað morðið, en hún neitar því og mjög ólíklegt er að nokkurn tíma verði hægt að full- sanna ásökunina, að sögn fréttaskýranda breska ríkisútvarpsins. Líklegt er að með því að nota svo öflugt eiturefni vilji einræðisstjórnin senda óvinum sínum „sterk skilaboð og viðvörun“, að mati Melissu Hanham, sérfræðings í afvopnunar- málum og málefnum Austur-Asíu við rann- sóknastofnunina Middlebury Institute of International Studies í Monterey í Kaliforníu. Líklegt er að drápið skjóti norðurkóreskum andstæðingum einræðisherrans skelk í bringu, jafnt þeim sem hafa flúið heimaland sitt og þeim sem vilja flýja þaðan undan ógnar- stjórninni. Eiga allt að 5.000 tonn af eitri VX er öflugasta taugaeitur sem vitað er um og komist lítill dropi af því á húð manns kemst það auðveldlega inn í líkamann og getur valdið dauða innan nokkurra mínútna. Það er á meðal eiturefna sem eru bönnuð samkvæmt alþjóð- legum sáttmála, CWC, um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra. Norður-Kórea er á meðal sex ríkja sem hafa ekki undirritað sáttmálann, að sögn fréttaskýranda BBC. Aðeins Bandaríkin og Rússland hafa viður- kennt að þau hafi framleitt VX og hafa skuld- bundið sig til að eyða eiturbirgðum sínum. Tal- ið er að fleiri lönd hafi orðið sér úti um eitur- efnið. Sérfræðingar í afvopnunarmálum segja að Norður-Kórea eigi þriðju mestu VX- birgðirnar í heiminum, á eftir Bandaríkjunum og Rússlandi. Varnarmálaráðuneytið í Suður- Kóreu sagði í skýrslu árið 2014 að talið væri að einræðisstjórnin í Pjongjang ætti 2.500 til 5.000 tonn af VX og öðrum eiturefnum til hern- aðar. Hermt er að nokkrar stofnanir í Norður- Kóreu geti skipulagt árásir með VX, þeirra á meðal öryggisstofnun sem gegnir því hlutverki að vernda Kim Jong-un og samstarfsmenn hans. Fjórir menn eru í haldi vegna rannsóknar málsins, þeirra á meðal Norður-Kóreumaður og tvær konur; önnur frá Indónesíu og hin frá Víetnam. Konurnar tvær eru grunaðar um að hafa nuddað klút á andlit Kim Jong-nam í inn- ritunarsal alþjóðaflugvallarins í Kúala Lúmp- úr 13. febrúar. Jong-nam dó nokkrum mín- útum síðar. Rannsókn á sýnum úr andliti og augum hans leiddi í ljós að VX var notað til að bana honum. Lögreglan í Malasíu vill yfirheyra sjö Norður-Kóreumenn til viðbótar, en talið er að fjórir þeirra hafi farið til Norður-Kóreu skömmu eftir morðið. Á meðal sjömenning- anna er hátt settur starfsmaður sendiráðs Norður-Kóreu í Malasíu en vegna friðhelgi hans sem stjórnarerindreka getur lögreglan ekki yfirheyrt hann nema hann ákveði að gefa sig fram. Sagður „spúa lygum“ Einræðisstjórnin í Pjongjang hefur harð- neitað því að hún standi á bak við morðið. Hún krafðist þess að lík Norður-Kóreumannsins yrði sent til Norður-Kóreu þegar í stað og að þau sem voru handtekin yrðu leyst úr haldi. Hún hefur einnig sakað yfirvöld í Malasíu um að bera ábyrgð á dauða Norður-Kóreumanns en ekki staðfest að Jong-nam sé sá sem var myrtur. Utanríkisráðherra Malasíu svaraði með því að hóta að vísa sendiherra Norður- Kóreu úr landi nema hann hætti að „spúa lyg- um“ um morðið. Lögreglan í Malasíu er meðal annars að rannsaka hvernig eiturefnið komst til landsins. Fréttaveitan AFP hafði eftir sérfræðingi í ör- yggismálum að ekki væri erfitt fyrir Norður-- Kóreumenn að smygla eiturefnum til landsins, t.a.m. með diplómatapósti sem er friðhelgur samkvæmt alþjóðlegum sáttmála. Yfirvöld í Malasíu hafa einnig fyrirskipað hreinsun flugvallarbyggingarinnar og svæða sem konurnar eru taldir hafa farið á. Frétta- veitan AP hefur eftir eiturefnafræðingi að efn- ið hverfi seint og geti stefnt fólki í hættu í lang- an tíma. Ekki er vitað til þess að neinn farþegi, flugvallarstarfsmaður eða bráðaliði hafi veikst vegna eiturmengunar. Talið að her Saddams hafi beitt VX Japanski sértrúarsöfnuðurinn Æðsti sann- leikur notaði VX til að myrða starfsmann skrifstofu í Osaka árið 1994. Þetta er eina morðið sem vitað er að hafi verið framið með VX, fyrir utan drápið á Kim Jong-nam, að sögn fréttaveitunnar AFP. Leiðtogi safnaðar- ins, Shoko Asahara, var dæmdur til dauða fyr- ir að hafa skipulagt morðið og fleiri glæpi, meðal annars sarín-taugagasárás í jarðlesta- kerfinu í Tókýó sem kostaði tólf manns lífið ár- ið 1995. Grunur leikur á að VX sé á meðal þeirra eiturefna sem hersveitir einræðisherrans Saddams Husseins notuðu í efnavopnaárásum á Halabja, bæ Kúrda, árið 1988 þegar að minnsta kosti 5.000 manns létu lífið. Einræðis- stjórnin í Sýrlandi framleiddi einnig VX og fleiri eiturefni og byrjaði að afhenda þau til eyðingar árið 2012. Ætlunin að hræða óvini Kims  Hálfbróðir einræðisherra N-Kóreu myrtur með eiturefni sem er skilgreint sem gereyðingarvopn  Talið er að með því að nota svo öflugt vopn vilji Kim skjóta andstæðingum sínum skelk í bringu Viðtaki Vöðvi Taug Taugaeitrið VX var notað til að myrða hálfbróður einræðisherra Norður-Kóreu á flugvelli í Kúala Lúmpúr, að sögn lögreglunnar í Malasíu Eiturefnið VX Heimild: Bandaríska stofnunin Centers for Disease Control and Prevention (CDC)/The Center for Research Information/National Academies Áhrif á líkamann: Meðvitundarleysi Hjartabilun Öndun stöðvast 5 milligrömm á húð duga til að drepa fullorðinn mann Þröngt sjáaldur Vöðvakrampi Velgja Rykkjakrampi Litlaust í hreinu formi en er oftast gulbrúnn vökvi Framleitt í Bretlandi á sjötta áratug aldarinnar sem leið og Bandaríkjaher framleiddi það í miklummæli á sjöunda áratugnum Hægt er að nota móteitur í formi atrópíns ef það er gert nógu fljótt Vöðvar hreyfast eftir boðum sem berast með taugum líkamans Þegar hreyfiboðin hafa komist til skila„slekkur“ ensím á taugaboðunum Hvernig verkar það?Hvað er það? Hvað gerir það? Lyktarlaust og bragðlaust Taugaboðin halda áfram af krafti og valda stöðugu áreiti, þannig að vöðvar og kirtlar þreytast og öndun stöðvast að lokum Kemst í líkamann við innöndun og smýgur einnig auðveldlega í gegnum húð Ráðist var á Kim Jong-Nam á alþjóðaflugvelli Kúala Lúmpúr 13. febrúar. Hann fékk slag skömmu síðar og dó í sjúkrabíl á leið á sjúkrahús „Sterkast af öllum taugaeiturefnum“: CDC VX gerir „slökkvara“ líkamans fyrir boð til kirtla og vöðva óvirkan Hefur seigju smurolíu Gufar hægt upp Hægt er að framleiða það í óvirku formi og nota brennistein til að gera það virkt 1 2 3 4 AFP Grunaðar um morð Myndir af konunum tveimur sem voru handteknar vegna málsins. Fréttavefur Spiegel í Þýska- landi hefur sakað þýsku leyniþjón- ustuna BND um að hafa njósnað um erlenda frétta- menn. Leyniþjón- ustan er m.a. sögð hafa komist í tölvupósta og hlerað síma í London og Afganistan, m.a. frétta- manna breska ríkisútvarpsins, Reuters og The New York Times. Njósnirnar hófust árið 1999 að sögn Spiegel, sem hyggst veita frekari upplýsingar um málið í dag. „Þessar ásakanir valda okkur miklum vonbrigðum,“ sagði tals- maður BBC um málið. „Fréttamenn okkar ættu að geta starfað frjálst og örugglega og veitt heimildar- mönnum sínum fulla vernd. Við hvetjum öll stjórnvöld til að virða starfsemi frjálsra fjölmiðla.“ ÞÝSKALAND Sögð hafa njósnað um fréttamenn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.