Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 27

Morgunblaðið - 25.02.2017, Page 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Eyrarbakki Á þessum árstíma er allra veðra von og í gær var víða spáð óveðri. Hvað sem öllu veðri leið gekk lífið sinn vanagang, hvort sem menn voru á leið að kirkju eða frá. RAX Öryggisnefnd Fé- lags íslenskra at- vinnuflugmanna (ÖFÍA) hefur ítrek- að lýst yfir efasemd- um sínum um að þær skýrslur sem Efla verkfræðistofa vann fyrir Isavia um nothæfisstuðul og nothæfistíma Reykjavíkurflugvallar séu í sam- ræmi við alþjóðareglur en áhættu- matsskýrsla Isavia vegna lokunar svokallaðrar neyðarbrautar, flug- brautar 06/24, var unnin með hlið- sjón af þeim. Taldi ÖFÍA að skýrslan um nothæfisstuðul væri ekki rétt þar sem leggja bæri fleiri forsendur til grundvallar útreikn- ingunum. Hefur það nú verið stað- fest af Alþjóðaflugmálastofnuninni. Eins og kunnugt er hefur svokall- aðri neyðarbraut verið lokað þrátt fyrir þetta. Var það gert á grund- velli dóms Hæstaréttar sem snerist um það að samningar skyldu halda en ekki um flugöryggi. Skýrsla Eflu um nothæfisstuðul Í skýrslu Eflu um nothæfisstuðul Reykjavíkurflugvallar er hann ein- göngu reiknaður miðað við tvær forsendur, þ.e. hliðarvind eingöngu og hliðarvind, skyggni og skýja- hæð. Ekki er reiknað með vind- hviðum, ókyrrð og bremsu- skilyrðum þó svo að það eigi að gera þegar veðurskilyrði kalla á slíkt. Er því sleppt með eftirfar- andi rökum: „Ekki er talið að sér- stakar vindaðstæður séu við Reykjavíkurflugvöll sem kalli á skoðun á vindhviðum. Þótt vind- hraði sé mikill í samanburði við flugvelli í Evrópu sýna mælingar að hviðustuðull sé eðlilegur og meðalvindhraði lýsir því aðstæðum vel.“ Þetta stangast þó algjörlega á við niðurstöður NLR, hollensks ráðgjafafyrirtækis sem sérhæfir sig í flugtæknilegri ráðgjöf, en í skýrslu þeirra frá 2006 segir: „In comparison with other European airports the wind climate of Reykjavik Airport is considered extreme, because there exists a very high probability of strong winds from various directions.“ Niðurstaða Samgöngu- stofu 1. júní 2015 Í niðurstöðu Samgöngustofu frá 1. júní 2015 um áhættumatsskýrslu Isavia vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautarinnar kemur fram að áhættumatið nái hvorki til áhrifa á flugvallarkerfið í landinu í heild sinni, neyðarskipulags almanna- varna né áhrifa á sjúkraflutninga. Þá nái það ekki til fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur. Bendir Sam- göngustofa á að gera þurfi sérstakt áhættumat ef ákveðið verði að loka flugbrautinni. Engum sögum fer af því að bætt hafi verið úr þeim van- köntum sem Samgöngustofa til- tekur í niðurstöðu sinni. Sam- göngustofa gerði ekki athugasemdir við skýrslu Eflu um nothæfisstuðul en rýndi hvorki né tók afstöðu til skýrslu Eflu um not- hæfistíma, enda er orðið „nothæf- istími“ ekki skilgreint hugtak þeg- ar kemur að nýtingu flugvalla eða annarra þátta í flugi. Hefur meiri- hluti borgarstjórnar þó ítrekað vís- að til þeirrar skýrslu máli sínu til stuðnings við það að taka neyð- arbrautina af skipulagi. Athugasemdir ÖFÍA við niðurstöðu Samgöngustofu Rúmum þremur mánuðum eftir niðurstöðu Samgöngustofu eða 9. september 2015 sendi ÖFÍA at- hugasemdir til innanríkisráðu- neytis, Samgöngustofu, Isavia og umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að í skýrslu Eflu um nothæfisstuðul sé hvergi vitnað í leiðbeiningarreglur Alþjóðaflug- málastofnunarinnar en í þeim sé að finna nánari skýringar á þýðing- armiklum öryggisatriðum sem Efla tæki ekki til greina sem leiddi til þess að skýrslan innihéldi alvar- legar villur. Taldi ÖFÍA skýrsluna ónothæfa og óásættanlegt væri að áhættumatsskýrsla Isavia væri byggð á henni við ákvörðunartöku um breytt fyrirkomulag Reykjavík- urflugvallar. Borið hafi að taka mið af hemlunarástandi flugbrautar, skyggni, skýjahæð, vindhviðum, brautarbreidd og stærðum flugvéla sem flugvellinum sé ætlað að þjóna. Þar sem þessara atriða hafi ekki verið gætt sé útreikningur nothæfisstuðuls rangur. Þá gerir ÖFÍA athugasemdir við að áhættu- matsskýrslan taki ekki mið af sjúkraflugi. Gerir ÖFÍA alvarlegar athugasemdir við framvindu máls- ins og bendir á að það sé grund- vallaratriði að úrvinnsla sem varði flugöryggismál sé unnin með lög- mætum og óvefengjanlegum hætti. ÖFÍA leitaði álits Alþjóðaflug- málastofnunarinnar (ICAO) Í nýjasta fréttabréfi Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna er grein eftir Ingvar Tryggvason, flug- stjóra og formann ÖFÍA. Þar kemur fram að eftir ítarlega at- hugun hafi ÖFÍA komist að þeirri niðurstöðu að útreiknaður nothæf- isstuðull Reykjavíkurflugvallar skv. ICAO-staðli án brautar 06/24 í skýrslu Eflu væri rangur. Alvar- legasta villan væri sú að bremsu- skilyrði á flugbrautum væru ekki tekin með í reikninginn. Bendir hann á að þar sem engin viðbrögð hafi borist við bréfinu frá 9. sept- ember 2015 hafi verið ákveðið að fá álit Alþjóðaflugmálastofnunar- innar. Svar hafi borist ÖFÍA þar sem túlkun ÖFÍA á grein 3.1.3 í Annex 14 hafi verið staðfest, þ.e. að taka skuli bremsuskilyrði og önnur veðurfarsleg atriði með í reikninginn þegar nothæfisstuðull sé reiknaður. Þá hafi ICAO tekið undir túlkun ÖFÍA á SARPS- hugmyndafræðinni, að leitast ætti við að ná nothæfisstuðli flugvallar eins háum og unnt væri, nema landfræðilegar takmarkanir væru til staðar. Þá segir hann: „Það blasir því við að skýrsluhöfundar hafa mistúlkað grein 3.1.3 í Annex 14 og lokun brautarinnar var að endingu réttlætt með gallaðri verkfræðiskýrslu.“ Alþjóða flugmálastofnunin staðfestir að forsendur voru ekki réttar Eftir Guðfinnu Jóh. Guðmunds- dóttur og Gretu Björg Egilsdóttur » Gerir ÖFÍA alvar- legar athugasemdir við framvindu málsins og bendir á að það sé grundvallaratriði að úr- vinnsla sem varði flug- öryggismál sé unnin með lögmætum og óve- fengjanlegum hætti. Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir Borgarfulltrúi og varaborgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina. Greta Björg Egilsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.