Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 25.02.2017, Qupperneq 48
48 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. FEBRÚAR 2017 Sýning á verkum eftir myndlist- armanninn Steingrím Eyfjörð, Kvenhetjan, stendur nú yfir í Hafn- arborg í Hafnarfirði og verður mál- þing í tengslum við hana haldið þar í dag kl. 14. Í tilkynningu segir m.a. að það sé viðkvæmt í samfélagi dagsins í dag að fá karlmann til að tjá sig um konur eða eigin sýn á tilfinningar þeirra og stöðu. Mikilvægi þess að endurspegla samfélagið með marg- radda og ósamhljóma kór allra kynja sé þó stöðugt og réttilega áréttað. Þá hafi hugmyndin um femíníska sýningarstjórnun fyrst og fremst snúist um að sýnd séu verk kvenna undir stjórn annarra kvenna. Með sýningunni sé hins vegar tekinn annar vinkill á þá hugmynd og Steingrímur taki sér stöðu í liði kvenna og skoði orðræðuna um konuna sem tákn jafnt sem hina ei- lífu togstreitu milli marglaga veru- leikans og ímyndarinnar um konur. Til að greina og skoða stöðu lista- mannsins gagnvart þessu við- kvæma efni mun Birta Guðjóns- dóttir sýningarstjóri leiða samtal milli Steingríms og þriggja kvenna: Kristínar Ómarsdóttur rithöfundar og menningar- og kynjafræðing- anna Mörtu Sigríðar Pétursdóttur og Nönnu Hlínar Halldórsdóttur. Málþing haldið í Hafnarborg í tengslum við sýningu Steingríms Eyfjörð Í Hafnarborg Steingrímur Eyfjörð. Bíó Paradís og Stockfish kvik- myndahátíðin, sem stendur nú yfir í kvikmyndahúsinu, bjóða til teitis annað kvöld í tilefni af Óskars- og Edduverðlaunahátíðunum sem fara þá fram um kvöldið og nóttina. Gleðin hefst kl. 22.30, að lokinni af- hendingu Edduverðlaunanna, og mun DJ Óli Dóri þeyta skífum. Kl. 00.20 verður svo opnað inn í sal 1 þar sem sýnt verður beint frá rauða dreglinum á Óskarsverðlaun- unum en verðlaunahátíðin sjálf hefst kl. 1.30. Opið verður í Bíó Paradís þar til verðlaunahátíðinni lýkur. Teiti eftir Eddu og sýnt frá Óskarnum AFP Óskar Gullstyttan eftirsótta. Stórsveit Reykjavíkur á 25 ára af- mæli um þessar mundir og mun hún halda upp á það með afmælistón- leikum í Kaldalóni í Hörpu í dag kl. 16. Stjórnandi, höfundur tónlistar og einleikari verður þýski básúnu- leikarinn Ansgar Striepens en hann mun vera einn af helstu stór- sveitafrömuðum Þýskalands og starfar meðal annars mikið með Stórsveit þýska útvarpsins í Köln. Stórsveit Reykjavíkur hélt sína fyrstu æfingu 17. febrúar árið 1992, undir stjórn Sæbjarnar Jónssonar, og hefur upp frá því markað sér sess í menningarlífi þjóðarinnar með reglulegu og fjölbreyttu tón- leikahaldi. Hún hefur haldið tæp- lega 200 tónleika, gefið út sjö hljómdiska og komið fram á fjórum öðrum. Stórsveit Reykjavíkur fagnar afmæli Ljósmynd/Mark Wohlrab Stórsveitafrömuður Þýski básúnu- leikarinn Ansgar Striepens. Hrævareldur, sýning á verkum íslenskra graf- íklistamanna, félagsmanna í Íslenskri grafík, verður opnuð í galleríinu Nordens ljus í Stokk- hólmi í dag kl. 13. Sýningarnefnd félagsins valdi úr innsendum verkum og bauð auk þess þremur gestum að sýna með sér sem allir hafa lagt sig eftir að vinna í grafík. 28 félagsmenn sýna verk sín auk gestanna þriggja. Nordens Ljus er gallerí um borð í báti og var opnað árið 1984 af sama félagi og stofnaði Grafikens hus sem er þekktur staður í Stokk- hólmi meðal grafíklistamanna. Félagsmenn eru listamenn, leikarar, tónlistarmenn, við- skiptafólk og fólk sem elskar listir, alls kyns menningu og að njóta lífsins, eins og því er lýst í tilkynningu. Sýna grafík í báti í Stokkhólmi Sirius Handlituð litó- grafía eftir Hildi Björns- dóttur frá þessu ári. Fiðluleikarinn Ari Vilhjálmsson og píanóleikar- inn Roope Gröndahl flytja verk víða að, allt frá Frakklandi til Rússlands, á Tíbrár-tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20. Ari og Gröndahl flytja Són- ötu fyrir fiðlu og píanó eftir franska tónskáldið Claude Debussy, Fratres eftir eistneska tón- skáldið Arvo Pärt, Notturno e Tarantella eftir pólska tónskáldið Szymanowski og að lokum Sónötu fyrir fiðlu og píanó í D-dúr eftir Rússann Prokofieff. Ari býr í Finnlandi þar sem hann er fastráðinn sem leiðari annarrar fiðlu Fílharmóníusveitar í Helsinki. Hann kemur gagngert til landsins til þess að spila í Tíbrá í Saln- um og með honum kemur einn af frambærilegustu píanóleikurum Finn- lands, Roope Gröndahl, eins og segir í tilkynningu. Fiðla og flygill verði í aðalhlutverkum í kvöld. Fiðla og flygill í aðalhlutverkum Ari Vilhjálmsson Það er ekki nóg með að Batman þurfi að kljást við glæpamennina í Gotham borg, heldur þarf hann að ala upp dreng sem hann hefur ættleitt. Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 7,9/10 Laugarásbíó 14.00, 15.40, 17.45 Sambíóin Álfabakka 13.00, 14.00, 15.20, 16.20, 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Egilshöll 13.00, 14.00, 15.10, 17.40, 20.00 Sambíóin Kringlunni 13.00, 15.20 Sambíóin Akureyri 13.00, 15.20, 17.40 Sambíóin Keflavík 13.00, 15.20 The Lego Batman Movie Fifty Shades Darker16 Christian berst við innri djöfla sína og Anastasía lendir í heift þeirra kvenna sem á undan henni komu. Metacritic 32/100 IMDb 5,0/10 Sambíóin Egilshöll 17.30, 20.00, 22.30 Sambíóin Kringlunni 22.20 Smárabíó 20.10, 22.45 Borgarbíó Akureyri 20.00 Gamlinginn 2 IMDb 6,5/10 Gamlinginn fer í ferðalag um alla Evrópu í leit að rússneskri gosdrykkjaupp- skrift sem hann týndi snemma á áttunda áratug síðustu aldar. Til allrar óhamingju er hann ekki sá eini sem leitar hennar. Sambíóin Kringlunni 17.40, 20.00, 22.40 Sambíóin Akureyri 20.00 La La Land Morgunblaðið bbbbb Metacritic 93/100 IMDb 8,5/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Sambíóin Egilshöll 17.20, 20.00 Sambíóin Kringlunni 14.40, 17.20, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 22.20 Split 16 Metacritic 62/100 IMDb 7,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.10 Smárabíó 17.20, 19.30, 20.00, 22.10, 22.35 Háskólabíó 18.00, 21.00 Borgarbíó Akureyri 20.00, 22.20 Fist Fight 12 Metacritic 37/100 IMDb 5,9/10 Sambíóin Álfabakka 13.30, 15.40, 17.50, 20.00, 22.10, 22.40 Sambíóin Egilshöll 13.00, 15.40, 17.50, 20.00, 22.10 Sambíóin Akureyri 17.40, 20.00, 22.20 Sambíóin Keflavík 17.40, 20.00 xXx: Return of Xander Cage 12 Metacritic 42/100 IMDb 5,6/10 Sambíóin Álfabakka 20.20, 22.40 Sambíóin Egilshöll 15.20, 22.20 Manchester by the Sea 12 Metacritic 96/100 IMDb 8,1/10 Smárabíó 13.30, 16.30, 17.15 Háskólabíó 15.00, 18.10, 21.00 Borgarbíó Akureyri 17.30 The Space Between Us Metacritic 33/100 IMDb 6,5/10 Sambíóin Keflavík 17.30, 20.00 Smárabíó 16.50, 19.45, 22.30 Gold 12 Metacritic 49/100 IMDb 6,5/10 Laugarásbíó 20.00, 22.30 Háskólabíó 21.10 Rings 16 Metacritic 25/100 IMDb 5,7/10 Sambíóin Álfabakka 22.40 Sambíóin Egilshöll 22.40 Hjartasteinn Morgunblaðið bbbbm IMDb 7,9/10 Smárabíó 14.00, 17.20 Háskólabíó 15.20, 18.10, 21.10 Monster Trucks 12 Metacritic 41/100 IMDb 5,5/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 John Wick: Chapter 2 16 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 75/100 IMDb 8,6/10 Laugarásbíó 17.00, 20.00, 22.30 Sambíóin Keflavík 22.30 Háskólabíó 15.10, 18.00 Borgarbíó Akureyri 22.20 T2: Trainspotting 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 62/100 IMDb 7,9/10 Smárabíó 20.10, 22.45 Borgarbíó Akureyri 17.30 Rogue One: A Star Wars Story 12 Morgunblaðið bbbmn Metacritic 66/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 20.00 Fantastic Beasts and Where to Find Them Bönnuð yngri en 9 ára. Metacritic 66/100 IMDb 7,7/10 Sambíóin Álfabakka 17.40 Syngdu Metacritic 60/100 IMDb 7,3/10 Laugarásbíó 13.45, 17.45 Sambíóin Álfabakka 13.00 Sambíóin Keflavík 13.00 Smárabíó 13.00, 15.00 Háskólabíó 15.30 Vaiana Metacritic 81/100 IMDb 8,3/10 Sambíóin Álfabakka 13.20, 15.20 Sambíóin Egilshöll 13.00 Sambíóin Akureyri 13.00 Sambíóin Keflavík 15.20 Billi Blikk IMDb 5,2/10 Laugarásbíó 13.45, 15.50 Smárabíó 12.50, 15.00 Tröll Metacritic 45/100 IMDb 6,8/10 Smárabíó 13.00, 15.15 Sieranevada Bíó Paradís 22.45 Mother IMDb 6,3/10 Bíó Paradís 16.00 A Quiet Heart Bíó Paradís 22.00 Cameraperson Bíó Paradís 22.20 Dogs Bíó Paradís 20.20 Fukushima, Mon Amour Bíó Paradís 18.00 Glory Bíó Paradís 16.30 Kate Plays Christine Bíó Paradís 13.30 My Life as a Courgette Bíó Paradís 14.00 Nightlife Bíó Paradís 18.15 Paradise Bíó Paradís 20.30 Pretenders Bíó Paradís 20.00 Rusalka Sambíóin Kringlunni 17.55 Sami Blood Bíó Paradís 18.30 The Kings’s Choice Bíó Paradís 14.00 Kvikmyndir bíóhúsannambl.is/bio Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðum kvikmyndahúsanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.