Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 3 1. M A R S 2 0 1 7
Stofnað 1913 77. tölublað 105. árgangur
EINMEÐ
ÖLLU
Fullt verð 390 kr.
N1 kortatilboð
199 punktar
36 SÍÐNA
AUKABLAÐ UM
SJÁVARÚTVEG
SÝNIR FORN-
LEIFAR
SAMTÍMANS
HÉLDU GULL-
FALLEGT SVEITA-
BRÚÐKAUP
FRAMBOÐ Í MENGI 34 AUKABLAÐ 48 SÍÐUR200 MÍLUR
Helgi Bjarnason
Andri Steinn Hilmarsson
„Þetta er atvinnugrein sem hefur slit-
ið barnsskónum og telja menn nú
tíma til að færa hana í almennt skatt-
þrep,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfa-
dóttir, ráðherra ferðamála, um gagn-
rýni á áform ríkisstjórnarinnar um að
hækka virðisaukaskatt á ferðaþjón-
ustu.
Segir Þórdís þetta í samræmi við
stefnu stjórnvalda um að fækka und-
anþágum í virðisaukaskattskerfinu.
Samtök ferðaþjónustunnar (SAF)
boðuðu félagsmenn til skyndifundar í
gær til að ræða fyrirhugaða hækkun.
Ályktun þar sem varað er við afleið-
ingunum var afhent ráðherrum eftir
fundinn.
Þola ekki hækkun
Grímur Sæmundsen, formaður
SAF, segir að krafan sé að fallið verði
frá þessum áformum. „Fyrirtækin í
greininni þola hækkunina ekki.“ Tel-
ur hann að hún komi verst niður á
ferðaþjónustu á landsbyggðinni og
minni fyrirtækjum. Þá telur hann
ljóst að skatturinn muni hafa alvarleg
áhrif á samkeppnishæfni greinarinn-
ar í alþjóðlegu samhengi.
„Ég lít svo á að með þessu séum við
búin að slá komugjöld og náttúru-
passa út af borðinu. Ég vil sjá gisti-
náttaskatt felldan niður eða færðan til
sveitarfélaga,“ segir Þórdís.
Varað við afleiðingum
Ferðaþjónustan mótmælir harðlega hækkun virðisaukaskatts á greinina
Ráðherra ferðamála telur að hækkunin komi í stað komugjalda og náttúrupassa
MVerst fyrir landsbyggðina »4
Tvöföldun skatts
» Ríkisstjórnin áformar að
færa ferðaþjónustu úr 11%
virðisaukaskatti í efra skatt-
þrep, sem er 22,5%, um mitt
næsta ár.
» Er það talið skila tekjum upp
á 16-20 milljarða kr. á heilu ári.
SKAM-hátíð Norræna hússins, tileinkuð norsku sjónvarpsþáttunum SKAM,
hófst í gær. Hátíðin hófst með kvöldstund fyrir 14-17 ára aðdáendur þátt-
anna. Farið var í spurningaleik, sýnd voru valin myndbrot úr þáttunum
auk þess sem seldar voru vörur tengdar þáttunum. Hinir norsku sjónvarps-
þættir hafa slegið rækilega í gegn á Íslandi. Á hátíðinni í dag verður fyrir-
lestur ætlaður fullorðnum undir heitinu Hvað er málið með SKAM?
SKAM-hátíð Norræna hússins hófst í gær
Morgunblaðið/Eggert
„Ég stend hér í dag af því mér
finnst mikilvægt að tala um Alz-
heimer-sjúkdóminn, en ekki síst
þolendur hans, með sama hætti og
við gerum um aðra sjúkdóma og
sjúklinga,“ sagði Ellý Katrín Guð-
mundsdóttir, lögfræðingur, á opn-
um fræðslufundi Íslenskrar erfða-
greiningar í fyrradag. Þar lýsti hún
reynslu sinni af að greinast með
forstigseinkenni Alzheimers síðast-
liðið haust. Þá var Ellý 51 árs.
Hún sagði að það hefði verið erf-
itt að stíga fram og greina opin-
berlega frá veikindunum. Ellý
kvaðst hafa dregið sig út úr birt-
unni og leitað skjóls í rökkrinu þar
til að hún fann að hún var orðin
skugginn af sjálfri sér. Hún tók sig
taki „og horfði beint í gin úlfsins“
eins og hún orðaði það. Hægt er að
hlýða á erindi Ellýjar á heimasíðu
Íslenskrar erfðagreiningar. »16
Það er mikilvægt að tala um Alzheimer-
sjúkdóminn og ekki síst þolendur hans
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Steig fram Ellý Katrín Guðmundsdóttir
sagði sögu sína á ráðstefnunni hjá ÍE.
Óvissa er um áreiðanleika arsen-
mælinga í Helguvík.Vísbendingar
eru um að styrkur arsens sé lægri en
fram hefur komið. Í yfirlýsingu frá
Orkurannsóknum ehf. sem annast
umhverfisvöktun við verksmiðju
United Silicon í Helguvík segir að
fyrri mælingar sem birtar hafa verið
um innihald þungmálma og PAH-
efna í ryksýnum í nágrenni við verk-
smiðjuna séu úr öllu samhengi við
raunverulega losun frá fyrirtækinu.
„Nú bíðum við eftir niðurstöðu frá
rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð en
niðurstöðu er að vænta á næstunni,“
segir Friðjón Einarsson, formaður
bæjarráðs Reykjanesbæjar.
„Okkur er sagt að styrkur arsens í
nágrenni kísilverksmiðjunnar í
Helguvík sé langt undir þeim mörk-
um sem talin eru valda bráðum, al-
varlegum, heilsuspillandi áhrifum
en engu að síður hefur borist fjöld-
inn allur af kvörtunum vegna veik-
inda.“ »6
Óvissa um raunverulega mengun frá
verksmiðju United Silicon í Helguvík
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Reykur Er mengun frá veksmiðjunni?
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Kostnaður Alþingis vegna rann-
sóknarnefndar Alþingis, sem rann-
sakaði þátttöku þýska bankans
Hauck & Aufhäuser í kaupum á
tæplega 46% hlut í Búnaðarbank-
anum í janúar 2003, reyndist vera
um 30 milljónir króna, samkvæmt
upplýsingum frá skrifstofu Alþing-
is.
Tafir vegna dómsmála
Karl M. Kristjánsson, fjár-
málastjóri Alþingis, sagði í samtali
við Morgunblaðið að endanlegar
kostnaðartölur væru ekki enn
komnar. „Þegar rannsókn-
arnefndin var skipuð í júlí í fyrra,
var áætlaður kostnaður við störf
nefndarinnar um 30 milljónir
króna. Miðað við stöðuna nú sjáum
við ekki að þar muni skeika
miklu,“ sagði Karl.
Eins og kunnugt er átti rann-
sóknarnefndin að skila skýrslu
sinni fyrir síðustu áramót, en þar
sem ákveðnir menn, sem nefndin
vildi fá vitnisburð hjá, neituðu að
mæta í skýrslutöku kom til dóms-
mála og það tafði skýrslugerð
nefndarinnar.
Spurður um kostnað við aðrar
rannsóknarnefndir Alþingis á und-
anförnum árum, sagði Karl að í árs-
lok 2013 hefði kostnaður við rann-
sókn á falli bankanna (fyrsta
rannsóknarnefndin, sem skilaði
skýrslu sinni 2010) verið 478 millj-
ónir króna, rannsókn á falli spari-
sjóðanna hefði kostað 577 milljónir
króna og rannsókn á Íbúðalánasjóði
hefði kostað 213 milljónir króna.
Kostaði
þrjátíu
milljónir
Brot af kostnaði
við fyrri nefndir