Morgunblaðið - 31.03.2017, Page 16

Morgunblaðið - 31.03.2017, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is Nánari upplýsingar ib.is Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB Bílar á lager og á leiðinni Sími 4 80 80 80 2017 Chevrolet Silverado High Country Summit White/brúnn að innan. Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ, vel útbúinn bíll t.d. upphitað stýri, BOSE hátalara- kerfi, upphituð og loftkæld sæti og heithúðaður pallur. VERÐ 10.430.000 2017 Suburban LTZ 7 manna bíll, fjórir kapteins- stólar, Blu Ray spilari með tvo skjái, sóllúga og fl. 5,3L V8, 355 Hö. VERÐ 14.890.000 2017 Ram Limited 3500 6,7L Cummins. Vel útbúnir bílar með loftpúðafjöðrun, Aisin sjálf- skipting, Ram-box, upphitanleg og loftkæld sæti, sóllúga, hita í stýri og fl. VERÐ 10.690.000 2017 GMC Denali Glæsilegur bíll. Nýja 6.6L Duramax Diesel vélin, 445 HÖ. Með sóllúgu, heithúðaðan pall, hita í stýri og fl. VERÐ 10.490.000Einnig til í Mineral Metallic (brúnn) Einnig til í Bright White, og Bright Silver ÚR BÆJARLÍFINU Skapti Hallgrímsson Akureyri Áhersla verður á þéttingu byggðar, skv. drögum að Aðalskipulagi Akur- eyrar 2018 til 2030, sem er í vinnslu. Bjarki Jóhannesson, forstöðumaður skipulagssviðs bæjarins, segir að fyrirhuguð þéttingarsvæði dugi fyrir það sem reikna megi með að verði byggt á tímabilinu, eftir að Haga- hverfi, nýjasti hluti Naustahverfis, verður fullbyggt.    Mikill áhugi er greinilega á skipulagsmálum á Akureyri. Fjöl- menni var á opnum fundi í Hofi í vik- unni þar sem Bjarki kynnti drög að hinu nýja aðalskipulagi, en hann er sjálfur höfundur þess.    Meðal þess sem helst var gagn- rýnt af fundarmönnum var fyrir- huguð íbúðarbyggð í svokölluðum Kotárborgum, sunnan og vestan há- skólasvæðisins. Þar er útivistar- svæði sem margir nýta sér og er óhætt að segja að sumir hafi brugð- ist ókvæða við hugmyndinni. Vert er þó að geta þess að gert hefur verið ráð fyrir uppbyggingu og útivist þar á aðalskipulagi í rúman áratug.    Samkvæmt drögunum verður íbúðarbyggð á Akureyrarvelli, knattspyrnuvellinum í miðjum bæn- um, á bílastæðunum við Skipagötu í miðbænum, á þremur svæðum í grennd við Krossanes og á kast- svæði norðan við Bogann í Gler- árhverfi, svo dæmi séu nefnd. Einn- ig á tveimur svæðum upp með Dalsbrautinni og á litlu svæði austan Lundarskóla sem KA hefur nú til umráða.    Gert er ráð fyrir fimm einbýlis- húsum á Melgerðisásnum, austan íþróttasvæðis Þórs, og að við Furu- velli, þar sem nú eru ýmis fyrirtæki, verði íbúðir á efri hæðum húsa. Þá er gert ráð fyrir uppbyggingu á Oddeyri neðan Hjalteyrargötu, þar sem nú eru ýmis fyrirtæki og tölu- vert um gömul hús í lélegu ástandi.    Málefni svonefnds Drottningar- brautarreits bar á góma á fundinum, en þar rísa nú hús sem margir eru ósáttir við. Þykja húsin full há, þann- ig að þau skyggja algjörlega á gömul hús við Hafnarstræti og á Akureyrarkirkju frá Drottning- arbraut.    Bjarki segir, í athugasemd á Facebook við færslu eins fund- armanns, að hann hefði viljað sjá minna byggingarmagn á Drottn- ingarbrautarreitnum „og að ekki væri lokað jafn mikið fyrir útsýni íbúa. Tryggvi [Már Ingvarsson] for- maður [skipulagsráðs] er mér sam- mála, en þetta er búið og gert, því miður,“ segir skipulagsstjóri. Hvorki Bjarki né Tryggvi gegndu núverandi stöðum er framkvæmdir voru ákveðnar.    Stjórn Hugins, skólafélags Menntaskólans á Akureyri, afhenti í vikunni forráðamönnum geðdeildar Sjúkrahússins á Akureyri eina millj- ón og fjörutíu þúsund krónur sem nemendur söfnuðu í góðgerðarviku sem félagið stóð fyrir á dögunum. Fénu á að verja til góðs fyrir ungt fólk sem leitar til deildarinnar. Áhersla verður lögð á þéttingu byggðar Þétting Gert er ráð fyrir íbúðarbyggð á dökkbláu svæðunum á kortinu. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Þegar minnið hopar heitir erindi sem Ellý Katrín Guðmundsdóttir lögfræðingur hélt á fræðslufundi Íslenskrar erfðagreiningar í fyrra- dag. Þar lýsti hún reynslu sinni af því að greinast með forstigs- einkenni Alz- heimer- sjúkdóms síðast- liðið haust. Þá var Ellý 51 árs. Yfirskrift fræðslufundarins var Hugsun – skilgreinir hún manninn? Auk Ellýjar talaði Kristinn R. Þór- isson prófessor um skilning og vit hjá mann- eskjum og vélmennum og Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, talaði um heilann. Hægt er að horfa á erind- in á heimasíðu Íslenskrar erfða- greiningar (ie.is). Ellý sagði við Morgunblaðið að hún hefði fengið mjög góð og styrkjandi viðbrögð við erindinu. Hún sagði að það hefði verið erfitt að stíga fram og greina opin- berlega frá veikindunum. Ellý gaf Morgunblaðinu leyfi til að vinna upp úr erindinu. Hún hóf mál sitt á að lýsa til- finningum sínum þegar hún áttaði sig á því að samferðarfólki hennar fannst hún hafa breyst. Ellý kvaðst hafa dregið sig út úr birt- unni og leitað skjóls í rökkrinu þar til hún fann að hún var orðin skugginn af sjálfri sér. Hún tók sig taki „og horfði beint í gin úlfs- ins“ eins og hún orðaði það. „Ég stend hér í dag af því mér finnst mikilvægt að tala um Alz- heimer-sjúkdóminn, en ekki síst þolendur hans með sama hætti og við gerum um aðra sjúkdóma og sjúklinga,“ sagði Ellý. Löng óvissuferð Hún sagði að seinni hluta vetrar 2016 og um vorið hefði hún ekki verið eins og hún átti að sér að vera. Þá starfaði hún sem borgar- ritari og staðgengill borgarstjóra. Það er annasamt og ábyrgðar- mikið starf og í því þarf að halda mörgum boltum á lofti í einu. Síðla vors 2016 bað borgarstjóri hana að ræða við sig. Hann sagði henni, á mjög nærgætinn hátt, að hann hefði áhyggjur af henni. Einnig hafði hann fengið ábend- ingar um að hún hefði verið „að missa einhverja bolta í vinnunni“. Borgastjóri stakk upp á að hún tæki sér stutt leyfi frá störfum. Ellý sagði að sér hefði snar- brugðið við þetta. Þetta kom þó að einhverju leyti heim og saman við líðan hennar. Við tók veikindaleyfi og allsherjar heilsufarsrannsókn. „Þessi óvissuferð tók allt vorið og sumarið og lauk ekki fyrr en síð- asta haust,“ sagði Ellý. Eftir margar og fjölbreyttar rannsóknir var greiningin ekki ljós, þótt grunur léki á að um Alz- heimer-sjúkdóm gæti verið að ræða. Síðasta rannsóknin var í jáeindaskanna í Kaupmannahöfn. Þremur vikum síðar lá niður- staðan fyrir. Jón Snædal, læknir Ellýjar, boðaði þau hjónin á sinn fund. Niðurstaðan var ekki góð. Staðfest var að hún var greind með Alzheimer. „Það var mér og okkur mikið áfall,“ sagði Ellý. „Það mun vera mjög fáheyrt að svo ungir ein- staklingar greinist með Alzheim- er.“ Ellý sagði að engin skýring væri á því hvers vegna hún veikt- ist. Það hefði verið algjör tilviljun. Í hennar tilviki voru sterkir erfða- þættir, sem auka líkur á að fá Alz- heimer, útilokaðir. „Jón Snædal sagði mér að ég væri vel vinnufær og að ég ætti að vinna, en ég mætti ekki vinna undir miklu álagi. Þar flaug borgarritarinn út um gluggann,“ sagði Ellý. Hún var ráðin til starfa hjá umhverfis- og skipu- lagssviði Reykjavíkurborgar. Til að byrja með fengu bara nánustu samstarfsmenn Ellýjar upplýsingar um sjúkdómsgrein- ingu hennar. Hún var sátt í upp- hafi, en þegar á leið var hún ekki fyllilega sátt við að leyna sjúk- dómi sínum enda alltaf viljað hafa hluti uppi á borðinu. Nýlega las hún viðtal við Ólöfu Nordal, þá- verandi ráðherra, þar sem Ólöf kvaðst aldrei hafa leynt sjúkdómi sínum. Það varð Ellýju hvatning til að tala um sjúkdóm sinn opin- berlega. Ellý kvaðst hafa gert ýmsar breytingar á lífi sínu. Hún minnk- aði við sig vinnu og er nú í 60% starfi. Hún stundar reglulega lík- amsrækt og fer í langar göngu- ferðir. Frá því í haust hafa þau hjónin tileinkað sér svonefndan „Mind Diet“. Ellý sagði að ekki væri verra að hann kvæði á um eitt rauðvínsglas á hverju kvöldi – en bara eitt glas! Mikilvægt að tala um Alzheimer  Ellý Katrín Guðmundsdóttir sagði frá þeirri reynslu að greinast með forstig Alzheimer 51 árs Morgunblaðið/Kristinn Rökkur Fyrstu viðbrögð Ellýjar voru að draga sig út úr birtunni og leita skjóls í rökkrinu. Svo sneri hún við blaðinu „og horfði beint í gin úlfsins“. Ellý Katrín Guðmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.