Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 KALAK, vinafélag Íslands og Grænlands, boðar til opins fundar í Pakkhúsi Hróksins í vöruskemmu Brims við Geirsgötu 11 á morgun, laugardaginn 1. apríl, klukkan 14. Yfirskrift fundarins er „Grænland og Ísland – vinir og samherjar í norðrinu“ og mun Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, stýra umræðum. Frummælendur á fundinum eru Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, sem fer yfir þær breytingar sem eru að verða á samgöngum milli Íslands og Grænlands, Inga Dora Mark- ussen, framkvæmdastjóri Vestnor- ræna ráðsins, sem ræðir stöðuna í grænlenskum stjórnmálum, Heiðar Guðjónsson hagfræðingur, sem ræðir efnahagslega framtíð Græn- lands, og Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins á Íslandi, sem segir frá samstarfi við Rauða krossinn á Grænlandi. Allir eru boðnir velkomnir á fundinn. Grænland og Ísland – vinir og samherjar Verð kr. 10.990 Str. 40-56 Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Síðar skyrtur INNKÖLLUN VEGNA RAFRÆNNAR SKRÁNINGAR HLUTABRÉFA Þriðjudaginn 9. maí 2017 verða hlutabréf í ALP hf., kt. 540400-2290 („ALP“), Holtavegi 10, 104 Reykjavík, tekin til rafrænnar skráningar hjá Nasdaq verðbréfa- miðstöð hf. í samræmi við ákvörðun stjórnar félagsins þar að lútandi. Skráningin tekur gildi kl. 09.00 árdegis. Frá þeim tíma ógildast hin áþreifanlegu hlutabréf í félaginu í samræmi við ákvæði laga nr. 131/1997, um rafræna eignarskráningu verðbréfa og reglugerðar settri á grundvelli þeirra. Nánar tilgreint verða öll hlutabréf ALP tekin til rafrænnar skráningar, en þau eru öll í einum flokki, auðkennd raðnúmerum 1-2 og gefin út á nafn hluthafa. Útgáfudagsetningar er getið á hvoru bréfi. Hér með er skorað á alla eigendur ofangreindra hlutabréfa, sem telja nokkurn vafa leika á því að eignarhald þeirra sé réttilega fært í hlutaskrá ALP, að staðreyna skráninguna með fyrirspurn til hlutaskrár ALP, Holtavegi 10, 104 Reykjavík. Komi í ljós við slíka könnun að eigendaskipti hafi ekki verið skráð ber eigendum að færa sönnur á þau gagnvart félaginu. Ennfremur er skorað á alla þá sem eiga takmörkuð réttindi til ofangreindra hlutabréfa, s.s. veðréttindi, að koma þeim á framfæri við fullgilda reiknings- stofnun fyrir skráningardag. Gæta skal þess að reikningsstofnun hafi gert aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf. Við rafræna útgáfu hlutabréfanna er nafnverð hluta ákveðið ein króna eða margfeldi þar af. Að lokinni rafrænni skráningu þurfa hluthafar að fela reikningsstofnun, sem gert hefur aðildarsamning við Nasdaq verðbréfamiðstöð hf., umsjón með eignarhlut sínum í félaginu. Hluthafar munu fá sendar tilkynningar og reikningsyfirlit í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 397/2000. Athygli hluthafa er vakin á því að hlutabréfin verða ógilt sjálfkrafa og því er ekki þörf á að skila þeim til félagsins. Stjórn ALP hf. ALP hf. Páskaegg jaleit Hin árlega páskaegg jaleit okkar verður næsta laugardag þann 1. apríl, að Norðurakka 1, á milli kl. 10-12. Við byrjum á því að mála eggin sem síðan verða falin og krakkarnir fá vísbendingar um svæði til að leita á. Páskaegg í vinning, bæði stór og smá! Kakó og vöfflur - Allir velkomnir. Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði. Viðurkenningar Öldrunarráðs Íslands 2017 Hér með er óskað eftir tilnefningum til viðurkenninga Öldrunarráðs Íslands. Öllum er heimilt að senda inn tilnefningar. Frestur til að senda inn tilnefningar er til og með 4. apríl 2017 og skulu tilnefningar sendar til Öldrunarráðs Íslands, Sóltúni 2, 105 Reykjavík eða á netfangið oldrunarrad@oldrunarrad.is Öldrunarráð Íslands veitir jafnframt sérstaka viðurkenningu til fyrirtækja eða stofnana sem hafa myndað sér framúrskarandi stefnu varðandi starfslok starfsmanna sinna og framfylgja henni á ábyrgan máta.Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Öldrunarráðs http://oldrunarrad.is/vidurkenning/starfslok Árlega veitir Öldrunarráð Íslands sérstaka viðurkenningu til einstaklings, stofnunar eða félagasamtaka sem þykja hafa unnið einstakt starf tengt málefnum aldraðra. http://www.oldrunarrad.is/index.php/vidurkenning Skoðið Facebook.laxdal.is VOR- MARKAÐUR hafin hjá Laxdal Laugavegi Laugavegi 63 • Skipholt 29b S: 551 4422 Sumaryfirhafnir-Kjólar-Buxnaúrval-Pils Frábært tækifæri til að versla flotta merkjavöru 50% - 60% - 70% afsl. Í dag mun Ari Páll Kristinsson, rannsóknarprófessor á málrækt- arsviði Stofnunar Árna Magn- ússonar í íslenskum fræðum, segja frá væntanlegri bók sinni sem kemur út á næstunni hjá Há- skólaútgáfunni. Þar er m.a. fjallað um stöðu tungumála í mis- munandi samfélögum, um hug- tökin gott og vont mál, tökuorð og nýyrði og stöðu íslensku og fleiri tungumála gagnvart heim- stungunni ensku. Ari Páll flytur erindi sitt í stofu 301 í Árnagarði við Suð- urgötu klukkan 15.30. Gott mál og vont mál mbl.is alltaf - allstaðar Tap á rekstri Seðlabanka Íslands nam 35 milljörðum króna í fyrra. Var það til komið vegna nærri 90 milljarða gengistaps á gjaldeyris- forða vegna hækkunar gengis krónunnar. Þetta kom fram í ræðu Más Guðmundssonar seðla- bankastjóra á ársfundi Seðlabank- ans í gær. „Það tap er hins vegar bókhalds- legt og óinnleyst og myndi ganga til baka færi gengi krónunnar í hina áttina. Engin verðmæti hafa tapast. Forðinn er hinn sami og áður í er- lendri mynt og kaupmáttur hans gagnvart því sem hann kann að verða notaður í er óskertur,“ sagði hann enn fremur í ræðunni. Stefnir í neikvæða afkomu Þá benti seðlabankastjóri á að framreikningar bankans til ársins 2025 bentu til að afkoma hans yrði neikvæð um 18 milljarða á ári frá og með árinu 2018 sökum neikvæðs vaxtamunar. Það mundi leiða til þess að eigið fé Seðlabankans yrði neikvætt í framhaldinu. „Það eru í sjálfu sér engin ragna- rök og margir virtir seðlabankar hafa starfað með ágætum með nei- kvætt eigið fé,“ sagði Már. Seðlabankinn tapaði 35 milljörðum í fyrra WOW air hefur bætt við sig sjö nýj- um Airbus flugvélum. Flugvélafloti félagsins verður þá kominn í 24 flug- vélar í lok árs 2018. Þessi viðbót þýð- ir um 50% sætaaukningu fyrir félag- ið. Meðal nýju vélanna eru glænýjar Airbus A330-900neo breiðþotur sem leigðar eru til tólf ára frá CIT Aero- space International. Í þeim er að finna nýja tegund hreyfla sem minnkar eldsneytisnotkun um 14% miðað við núverandi tækni. Airbus neo vélarnar eru taldar vera með þeim hagkvæmustu á markaðnum í dag en þær eru langdrægari og hljóðlátari en eldri gerðir Airbus. Frá Keflavík til Hong Kong Langdrægi Airbus A330-900neo véla er 9.750 km og gætu þær flogið til Hong Kong eða Honolulu frá Keflavíkurflugvelli. Listaverð hverrar vélar er 291 milljón bandaríkjadala. Í vélunum eru 365 sæti, þar af 42 sæti stærri, breiðari og með auknu sætabili. Þá hafa verið keyptar tvær Airbus A321ceo flugvélar beint frá Airbus og ein Airbus A321neo flugvél leigð frá bandarísku flugvélaleigunni Air Lease Corporation. Vélarnar verða notaðar í áframhaldandi stækkun fé- lagsins í Norður-Ameríku og víðar. 50% sæta- aukning hjá WOW  Sjö nýjar vélar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.