Morgunblaðið - 31.03.2017, Side 20

Morgunblaðið - 31.03.2017, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Rússneskistjórn-arandstæð- ingurinn Alexei Navalny var í vik- unni dæmdur til 15 daga fangelsis- vistar fyrir þátt sinn í fjölda- mótmælunum sem áttu sér stað í flestum stórborgum Rússlands síðastliðinn sunnudag. Navalny var gefið að sök að hafa óhlýðn- ast fyrirmælum lögregluþjóns, en að auki var hann sektaður fyrir að hafa skipulagt mótmæl- in, sem eru sögð hafa verið ólög- leg. Navalny var þó ekki einn á sakamannabekknum, þar sem um þúsund aðrir mótmælendur voru handteknir í Moskvuborg á sunnudaginn fyrir ýmsar sakir. Lögreglan ákvað þó hvergi að leysa mótmælin beinlínis upp með valdi, enda hefði slíkt verið illmögulegt vegna mannfjöldans sem tók þátt í þeim. Aðalkrafa mótmælenda var sú að Dmítrí Medvedev for- sætisráðherra og fyrrverandi forseti Rússlands, myndi segja af sér vegna spillingarmála, en Navalny birti fyrir tveimur vik- um niðurstöðu rannsóknar sinn- ar, sem sýndi að Medvedev lifði kóngalífi, þrátt fyrir að vera opinberlega eingöngu á tekjum ríkisstarfsmanns. Meðal annars sýndi Navalny fram á það, að Medvedev ætti vínakur á Ítalíu og höll í St. Pét- ursborg, og að hann hefði nýtt sér vef „góðgerðarsamtaka“ til þess að fela auð sinn. Uppljóstr- unin kom illa við margan Rúss- ann, enda hefur hagkerfið verið í niðursveiflu síðastliðin þrjú ár, meðal annars vegna refsiaðgerða Vest- urlanda vegna Úkraínudeilunnar. Medvedev var auð- velt skotmark fyrir Navalny, þar sem hann er nú þegar meðal óvin- sælustu stjórnmálamanna Rússlands. Er talið að margir þeirra sem mótmæltu á sunnu- daginn hefðu aldrei látið sér detta í hug að mæta, ef Pútín hefði verið sá sem mótmælin beindust að. Engu að síður hljóta mótmæl- in á sunnudaginn, hin mestu í Rússlandi frá árinu 2012, að vera áhyggjumál fyrir Pútín. Forsetakosningar verða haldn- ar á næsta ári og er talið nær öruggt að Pútín muni sækjast eftir endurkjöri þar, líklega gegn Navalny, sem Pútín þarf að gæta þess að verði ekki of hættulegur. Það kemur honum því mjög illa ef óánægja al- mennings með spillingu stjórn- valda fer að finna sér farveg í ítrekuðum fjöldamótmælum. Það verður áhugavert að fylgjast með viðbrögðum Kremlverja, ef mótmælin halda áfram á næstu vikum. Núver- andi ráðamenn Rússlands hafa í gegnum tíðina ekki sýnt af sér mikið umburðarlyndi fyrir mót- þróa og andspyrnu. Hugsanlega gæti Pútín ákveðið að láta Medvedev falla á sverð sitt, ef forsetinn telur að það geti orðið til þess að lægja öldurnar. Önn- ur meðul gætu einnig orðið fyrir valinu. Reynslan hefur sýnt, að Pútín er tilbúinn til þess að seil- ast ansi langt til þess að við- halda styrkri stöðu sinni. Navalny, sem gæti orðið Pútín skeinu- hættur, er kominn í fangelsi} Fjöldi mótmælenda Í vikunni vorusjötíu ár liðin frá Heklugosinu 1947, hinu fyrsta á 20. öld og einu stór- brotnasta eldgosi hér á landi í seinni tíð. Á fyrri öldum var eldfjallið eitt þekktasta kenni- leiti landsins erlendis, þar sem virtir fræðimenn rituðu um fjallið á þann veg, að helst mátti skilja að þar væri inngangurinn að helvíti. Hekla gaus þá að jafnaði um einu sinni til tvisvar á öld, og voru flest gosin í stærra lagi. Frá 1845 hafði Hekla hins vegar lítið látið á sér kræla og höfðu jafnvel heyrst raddir um að fjallið væri útkulnað. Eld- gosið 1947 afsannaði það svo um munaði og stóð það yfir í rúmt ár. Þó að Hekla hafi gosið fimm sinnum síðan þá, hafa þau gos öll verið í minni kantinum, en fjórtán ár eru liðin frá síðasta gosi í Heklu. Hér er þetta rifjað upp til þess að minna á það, að náttúran getur ver- ið ófyrirsjáanleg og að aðstæður allar geta breyst með tiltölulega litlum fyrirvara. Það á ekki aðeins við um Heklu, sem þykir farin að gera sig líklega til goss. Nær eitt hundrað ár eru frá síðasta Kötlugosi og Katla gæti minnt á sig hvenær sem er. Þá veit enginn hvenær næst gýs í Grímsvötnum eða Eyja- fjallajökli svo dæmi séu nefnd. Áhrifin af stóru eldgosi, til dæmis í Kötlu, gætu orðið um- talsverð og enn er í fersku minni hvernig gosið í Eyja- fjallajökli hamlaði flug- samgöngum víða um heim en um leið hversu áhugavert var að fylgjast með þróun þess. En þangað til einhver eldstöðin hleypir hrauninu upp á yfir- borðið verður að láta óvissuna og biðina nægja. Sjötíu ár liðin frá Heklugosinu stóra}Beðið eftir gosi A: Afneitun á því að fólki sé mis- munað á grundvelli kyns. Lýs- ir sér t.d. svona: „Farið nú að hugsa um eitthvað sem skiptir máli, stelpur.“ B: Bjarni Benediktsson forsætisráðherra. Einn tíu þjóðarleiðtoga sem eru í forsvari fyrir HeForShe verkefni UN Women. C: Hillary Clinton. Eina konan sem hefur ver- ið forsetaframbjóðandi annars af stóru flokk- unum í Bandaríkjunum. D: Druslugangan. Frábært framtak sem hef- ur vakið athygli á kynferðisofbeldi E: EM í fótbolta kvenna í Hollandi í sumar. Ís- lenska landsliðið tekur nú þátt í þriðja sinn. F: Feðraveldið. Glatað fyrirbæri. Skamm! G: Glerþakið. Burt með það. H: Hrútskýringar. Þegar karlar útskýra lífs- ins gátur fyrir konum til að koma vitinu fyrir þær. I: Ísland. Hefur mörg ár í röð verið efst á lista World Economic Forum yfir jafnrétti kynjanna. J: Jafnlaunavottun. Þorsteinn Víglundsson, félags-og jafnréttismálaráðherra hyggst leggja fram frumvarp um jafnlaunavottun. K: KÞBAVD. Skammstöfun fyrir: konur þurfa bara að vera duglegri (prófið að skipta fyrsta orðinu út fyrir „karlar“ og þá sjáið þið hvað þetta er hallærislegt). L: Launamunur kynjanna. Óútskýrður launamunur kynjanna er um 8%. Afhverju? M: Mótmæli. Höldum. Áfram. Að. Mótmæla. N: Núna er rétti tíminn fyrir femínisma. O: Ofsafengin viðbrögð. Koma stundum í kjölfar þess að fólk tjáir sig um jafnrétti. P: Pungur. Utanáliggjandi líffæri. Heyrst hefur að konur skorti það sárlega til að a) fá sömu laun og karlar b) tekið sé jafnmikið mark á þeim og körlum. Q: Hví er þessi stafur í íslenska stafrófinu? R: Rauðsokkur. Þær ruddu brautina fyrir femínista 21. aldarinnar. S: Sambíóin. Bjóða kvenkyns bíógestum upp á dömubindi. T: Tvöþúsundogsautján. Í ár eru konur 12% stjórnenda 50 stærstu fyrirtækja landsins. U: Unnur Brá Konráðsdóttir. Gaf barni sínu brjóst í ræðustól Alþingis og minnti þannig á að brjóst eru ekki kynfæri. (Já, það þurfti að minna á það.) V: Verzlunarskóli Íslands. Þar er eitt öflugasta femínista- félag landsins sem hikar ekki við að hrista upp í hlutunum. X og Y: Kynlitningarnir. Þið vitið; þessir sem ákveða hvort við fæðumst kven- eða karlkyns. Z: Zzzzzz… Það sama og stendur hjá bókstafnum Q. Þ: Þórdís Elva Þorvaldsdóttir. Öflug baráttukona sem er óstöðvandi í að vekja athygli á kynbundnu ofbeldi. Æ: Æææ .. hættu þessu kerlingarvæli. Sagt í gamla daga við konur þegar þær vildu eitthvað upp á dekk. Heyrist enn. Ö: Öfgafemínisti. Stundum notað um fólk sem gerir sér grein fyrir því að jafnrétti kynjanna er ekki náð og vill leggja sitt af mörkum til að breyta því. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Stafróf fyrir femínista og fleira fólk STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Þetta mál er enn rekið ávettvangi EUIPO, þeirrarstofnunar Evrópusam-bandsins sem annast vöru- merkjaskráningar,“ segir Urður Gunnarsdóttir, blaðafulltrúi utanrík- isráðuneytisins, um aðgerðir ís- lenskra stjórnvalda gegn bresku verslanakeðjunni Iceland Foods, sem hefur um árabil beitt sér gegn því að íslensk fyrirtæki geti auð- kennt sig með upprunalandinu við markaðssetningu í Evrópu á vörum sínum og þjónustu. Málið hófst í tíð fyrrverandi utanríkisráðherra en er haldið áfram af núverandi ráðherra. Urður segir að samkvæmt síð- ustu upplýsingum sem hún hafi um stöðu málsins sé enn beðið eftir við- brögðum bresku verslanakeðjunnar við kærunni. Viðbúið sé að mála- reksturinn geti tekið nokkra mánuði, jafnvel ár. Úrskurðarvald í málinu er í höndum stofnunarinnar. Það var í nóvember í fyrra sem utanríkisráðuneytið greindi fyrst frá málinu. Fram kom að breska fyrir- tækið hefði einkarétt á orðmerkinu Iceland í öllum löndum Evrópusam- bandsins, samkvæmt ákvörðun fyrr- nefndrar vörumerkjastofnunar, EUIPO. Íslensk stjórnvöld krefjast þess að einkaleyfið verði ógilt, enda sé það of víðtækt og komi í veg fyrir að íslenskir aðilar geti vísað til land- fræðilegs uppruna síns. Ráðuneytið upplýsti að versl- anakeðjan hefði ítrekað kvartað til evrópskra yfirvalda yfir íslenskum aðilum sem notuðu orðið Iceland sem hluta af vörumerki sínu. Að- gerðir verslanakeðjunnar hefðu m.a. bitnað á markaðsátakinu Inspired by Iceland, en undir þeim hatti hefur Ísland verið markaðssett sem spennandi áfangastaður fyrir ferða- menn. Rétt er að hafa í huga að að- gerðir ráðuneytisins gagnvart Ice- land-keðjunni snúast ekki um það að meina henni að nota nafnið í sínu vörumerki heldur að koma í veg fyrir að fyrirtækið geti meinað íslenskum aðilum að nota nafnið, sem er mjög mikilvægt fyrir íslenskan útflutning. Ekki er setið auðum höndum meðan málið er fyrir EUIPO því á mánudaginn kynntu fulltrúar utan- ríkisráðuneytisins málið á fundi nefndar Alþjóðahugverkastofnunar- innar í Genf, WIPO, um vörumerki, hönnun og landfræðilegar tilvísanir. Þann fund sóttu fulltrúar 87 ríkja. Sendinefndin gerði grein fyrir mikil- vægi þess að viðskiptalífið geti tengt vörur sínar og þjónustu við uppruna og benti á að með því að leyfa skrán- ingar orðmerkja sem samanstanda eingöngu af landaheiti væri í raun verið að veita eiganda skráningar- innar einkarétt á notkun viðkomandi landaheitis í viðskiptum. Slíkar skráningar takmörkuðu því svigrúm viðskiptalífsins, auk þess sem þær gætu í sumum tilfellum verið bein- línis misvísandi gagnvart neytend- um um raunverulegan uppruna vara og þjónustu. Fjallað hefur verið um málið á vefsíðunni Lexology, sem helguð er lagalegum álitaefnum í alþjóðlegum viðskiptum. Þar kemur fram að sam- kvæmt reglum EUIPO megi ekki nota heiti sem dregin eru af uppruna vöru eða þjónustu sem vörumerki. Þess vegna hafi vörumerkinu Monaco verið hafnað. En hvernig stendur þá á því að Iceland er leyft? Gögn sýna að stofnunin gerði ekki athugasemdir við skráningu breska fyrirtækisins á sínum tíma. Fyrir- tækinu var eingöngu neitað að nota það um fisk því slíkt vöruheiti var talið lýsandi. Á öðrum sviðum hafi vörumerkið verið samþykkt gegn andmælum íslenskra stjórnvalda. Á Lexology kemur fram að ekki sé þó algjörlega útilokað að nota landaheiti sem vörumerki. Hafi slíkt heiti verið notað nægilega lengi og oft opinberlega sé hægt að fá leyfi. Rökin eru að neytendur þekki þá merkið nógu vel og ruglist í slíkum tilvikum ekki á upprunanum og vörumerkinu. Það kemur nú í hlut Iceland-keðjunnar að sanna fyrir EUIPO að slíkt eigi við um vöru- merki þess. Höfundur greinarinnar á Lexology telur að möguleikar ís- lenskra stjórnvalda til að fá einka- leyfi Iceland Foods hnekkt séu góð- ir. Iceland Fyrirtækið er með rekstur í mörgum löndum austan hafs og vestan. Málinu gegn Iceland Foods haldið áfram Ísland gegn Iceland » Breska verslanakeðjan Iceland hefur einkarétt á vöru- merkinu Iceland. » Evrópska vörumerkja- stofnunin, EUIPO, veitti fyrir- tækinu leyfið. » Leyfið er talið skaða markaðsstarf íslenskra fyrir- tækja erlendis. » Iceland hefur markvisst hindrað íslensk fyrirtæki í að nota Iceland erlendis. » Íslensk stjórnvöld krefjast þess að Iceland verði bannað þetta hátterni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.