Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ Agla StefaníaBjarnadóttir
fæddist á Eskifirði
4. maí 1924, dóttir
hjónanna Gunn-
hildar Steinsdóttur
og Bjarna Mar-
teinssonar. Hún
andaðist í Sunnu-
hlíð í Kópavogi 18.
mars 2017.
Systkini hennar
eru Herborg, f.
1908, d. 1985, Guðbjörg, f. 1909,
d. 1976, Guðlaug, f. 1913, d.
1998, Jóhanna, f. 1915, d. 1915,
Hilmar, f. 1916, d. 2013, Stein-
grímur, f. 1919, d. 1997, Eð-
varð, f. 1926, d. 2016 og Magn-
ús, f. 1930.
Agla giftist 29. janúar 1944
Pétri Andrési Maack Þorsteins-
syni frá Reyðarfirði, f. 1919, d.
2006. Foreldrar hans voru hjón-
in Þorsteinn Pálsson og Áslaug
Katrín Pétursdóttir Maack.
Börn Öglu og Péturs eru: 1)
Pétur Maack, f. 1944, kona hans
er Bjarndís Markúsdóttir, f.
1948, börn þeirra eru: a) Þór-
Snorradóttur, f. 1982, dóttir
þeirra er Sara Sif, f. 2014, dótt-
ir hans og Svanfríðar Jóhanns-
dóttur er Harpa Dagbjört, f.
2002, c) Steinar Ingi, f. 1983, í
sambúð með Lindu Sæberg Þor-
geirsdóttur, f. 1982, sonur
þeirra er Esjar Sæberg, f. 2016,
dóttir Steinars og Eyrúnar
Einarsdóttur er Móeiður Mist, f.
2009, dóttir Lindu er Anja Sæ-
berg, f. 2006, og d) Ragnhildur
Agla, f. 1988, gift Steinari Loga
Sigurþórssyni, f. 1988, sonur
þeirra er Oliver Unnsteinn, f.
2017. 4) Egill, f. 1955, kona
hans er Guðbjörg Björnsdóttir,
f. 1956, synir Guðbjargar og
stjúpsynir Egils eru a) Arnþór
Björn Reynisson, f. 1980,
kvæntur Helgu Róbertsdóttur,
f. 1978, sonur þeirra Björn Ró-
bert, f. 2011. Synir hans og
Lindu Jónínu Steinarsdóttur
eru Bjarki Fannar, f. 2003, og
Marinó Freyr, f. 2007, og b)
Rúnar Snær Reynisson, f. 1981,
kvæntur Borghildi Sigurð-
ardóttur, f. 1984, börn þeirra
eru Brynhildur Una, f. 2008,
Dagbjört Vala, f. 2011 og Reyn-
ir Sveinn, f. 2016.5) Sigurður, f.
1963.
Útför Öglu verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag, 31. mars
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.
hildur Þöll, f. 1970,
gift Birgi Braga-
syni, börn þeirra
eru Ársól Eva, f.
1998, Bjarndís
Diljá, f. 2001 og
Bragi Már, f. 2007,
og b) Reynir Freyr,
f. 1977, í sambúð
með Evu Arnfríði
Aradóttur, f. 1988,
dætur þeirra eru
Matthildur María,
f. 2016, og Ísold Agla, f. 2016. 2)
Bjarni, f. 1946, kona hans er
Sólveig Valdimarsdóttir, f.
1949, synir þeirra a) drengur, f.
1977, d. 1977, b) Davíð Örn, f.
1979, dóttir hans Sara Rún, f.
2008, d. 2009, og c) Einar Valur,
f. 1981. 3) Þorsteinn, f. 1953,
kona hans er Ingibjörg Hjalta-
dóttir, f. 1953, börn þeirra eru
a) Pétur Maack, f. 1973, kvænt-
ur Önnu Lilju Stefánsdóttur, f.
1982, börn þeirra eru Þor-
steinn, f. 2009, og Védís Maack,
f. 2013, sonur Önnu er Daníel
Bent, f. 2005, b) Jóhann Hjalti,
f. 1976, kvæntur Katrínu Ölfu
Fallin er frá mágkona mín og
heiðurskonan Agla Bjarnadótt-
ir. Ég sé fyrir mér að Agla hafi
fæðst sem frekar þroskað barn,
hún var þriðja yngst af átta
systkinum. Tveggja ára eign-
aðist hún bróður og um fimm
árum síðar annan bróður.
Heyrt hef ég að Agla hafi verið
dugleg að passa bræður sína.
Nokkrum sinnum kom það
fram, eftir að hún var komin á
hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og
minnið farið að daprast, að hún
þyrfti að drífa sig heim til að
hugsa um strákana sína. Ég
hélt að hún meinti syni sína
fimm, nei, minnið var komið
það langt aftur í tímann og
Agla svaraði „nei, Magga og
Ebba, yngstu bræður mína“.
Agla átti auðvelt með að læra
og ef tækifæri hefði gefist er
líklegt að hún hefði krækt sér í
gráðu, en hún náði þó að fara í
Versló árin 1940-1941. Innan
við tvítugt kynntist hún Reyð-
firðingnum Pétri Maack og þá
varð ekki aftur snúið og þau
giftu sig. Árið 1946 fluttu þau í
Kópavoginn og byggðu sér ein-
býlishús, sem þau stækkuðu
eftir því sem fjölskyldan stækk-
aði, og voru meðal frumbyggja
Kópavogs. Á þessum tíma var
ekki komið vatn í hús, svo að
Pétur bjargaði því með því að
koma með tunnu af vatni á
kvöldin (hann var á bíl). Agla
fór svo í þvottalaugarnar með
þvottinn. Agla og Pétur voru
mjög samhent hjón og eignuð-
ust fimm myndarlega stráka og
fallegt heimili sem þau bjuggu
á þar til Pétur lést.
Það eru næstum 47 ár síðan
ég tengdist fjölskyldu Bjarna
og Gunnhildar, en þau voru for-
eldrar Öglu. Aldrei hef ég séð
Öglu skipta skapi og það er svo
sannarlega ekki öllum gefið,
þvílíkt jafnaðargeð. Innilegar
samúðarkveðjur til allra afkom-
enda Öglu og takk fyrir það
hvað alltaf var gott að koma til
ykkar Péturs.
Hvíl í friði.
Borghildur Jónsdóttir.
Látin er elskuleg móðursyst-
ir mín og vinkona, Agla Bjarna-
dóttir. Hún náði háum aldri
eins og títt er hjá okkar fólki.
Agla var hraust allt sitt líf,
hjartað var sterkt og ætlaði
hreint ekki að gefast upp. Hún
frænka mín var vel gefin,
skemmtileg og alveg sérstak-
lega minnug. Þess vegna var
það henni þungbært þegar
minnið tók að bresta og hún gat
ekki lengur verið heima hjá sér.
Síðastliðin tvö ár vistaðist hún
á hjúkrunarheimili Sunnuhlíð-
ar, en í Sunnuhlíð voru þau
hjónin Pétur og Agla búin að
kaupa sér fallega íbúð skömmu
áður en Pétur lést 2006.
Í 60 ár bjuggu þau við Urð-
arbraut í Kópavogi og voru með
fyrstu frumbyggjum þar um
slóðir. Agla rifjar þessi ár upp í
Kópavogsblaði, sem kom út
2006. Það er gaman að lesa
þessa grein og reyna að gera
sér í hugarlund allar þær
breytingar sem þar hafa orðið
síðan.
Þau Agla og Pétur voru mjög
samhent hjón þó ólík væru.
Pétur minn gat verið ansi fas-
mikill en Agla hafði aftur á
móti mikla skapstillingu og var
því gott mótvægi við Pétur. Úr
urðu einstök hjón, sem alltaf
var gott að leita til og sérstök
gestrisni var viðhöfð þar á bæ.
Agla var lengst af heimavinn-
andi, enda nóg að gera með alla
fimm strákana sem þau eign-
uðust. Í nokkur ár starfaði hún
þó utan heimilis og vann sem
aðstoðarkona hjá tannlækni.
Einnig hafði hún gaman af að
lesa fyrir vistmenn Sunnuhlíð-
ar, en það gerði hún sem sjálf-
boðaliði lengi vel.
Sem barn vandi ég komur
mínar á Urðarbrautina þótt
lengra væri að fara þangað frá
Reykjavík en nú þegar allir
hafa bíla. Í þá daga var Hafn-
arfjarðarstrætó óspart notaður.
Alltaf átti Pétur þó bíl og
ógleymanlegir eru allir bíltúr-
arnir, þar sem þeyst var út og
suður og ekkert endilega verið
að telja farþegana sem í bílnum
voru. En þetta var í þá dagana
allt svo frjálslegt og ekkert ver-
ið að vesenast yfir smámun-
unum. Í mörg sumur dvöldu
þau hjónin austur á Fljótsdals-
héraði þar sem þau eignuðust
sumarbústað. Þar fékk Pétur
nafnbótina „hreppstjórinn í
Hjallaskógi“. Af sérstöku þakk-
læti minnist ég elsku frænku
minnar, sem var mér að mörgu
leyti eins og stór systir. Bless-
uð sé minning hennar og veri
hún Guði falin. Innilegar sam-
úðarkveðjur til frænda minna
og fjölskyldna þeirra.
Dunna
Birna Gunnhildur
Friðriksdóttir (Dunna).
Agla Stefanía
Bjarnadóttir
✝ BorghildurÞórðardóttir
fæddist 21. sept-
ember 1926 að
Einarsstöðum,
Stöðvarfirði. Hún
lést 18. mars 2017
að Hjúkrunar-
heimilinu Eiri í
Reykjavík.
Hún var dóttir
hjónanna Þórðar
Magnússonar, út-
vegsbónda og hafnsögumanns
frá Einarsstöðum, Stöðv-
arfirði, f. 1875, d. 1955, og
Sólveigar Maríu Sigbjörns-
dóttur, húsfreyju frá Vík í Fá-
skrúðsfirði, f. 1885, d. 1953.
Systkini Borghildar eru: Þor-
steinn, f. 1907, Unnur, f. 1908,
Aðalheiður, f. 1910, Sigbjörn,
f. 1915, Magnús Helgi, f. 1917,
Jakobína, f. 1920, og Rósa
Ólöf, f. 1922. Tvær fóst-
ursystur; Jóhanna Sigbjörns-
dóttir, systir Sólveigar, og
Kristín Helgadóttir, syst-
urdóttir Þórðar. Öll eru þau
látin. Borghildur giftist 14.
júní 1947 Helga Guðjónssyni
barnabörnin fjögur. Borghild-
ur var seinna í sambúð með
Jóhanni Eyþórssyni frá
Fremri-Hnífsdal. Hann lést
árið 2005. Borghildur ólst upp
að Einarsstöðum. Hún stund-
aði nám við Héraðsskólann á
Laugarvatni í tvo vetur, vann
heima hjá foreldrum sínum á
sumrin, bæði við sveitastörf
og reri einnig til fiskjar með
föður sínum. Hún fluttist til
Reykjavíkur um tvítugsald-
urinn og vann í Kjötbúðinni
Borg þar sem hún kynntist
eiginmanni sínum. Borghildur
var heimavinnandi húsmóðir
meðan börnin uxu úr grasi en
í tvo áratugi eftir að þau voru
flutt að heiman tók hún á
móti erlendum ferðamönnum
í heimagistingu á sumrin en á
veturna leigði hún skólafólki
utan af landi herbergi. Auk
þess vann hún ýmsa íhlaupa-
vinnu á veturna. Í 40 ár bjó
Borghildur að Hvammsgerði
3 í Reykjavík en eftir það að
Sléttuvegi 17 þar til hún flutti
í þjónustuíbúð að Furugerði 1
þegar starfsþrekið tók að
þverra. Síðustu tvö árin
dvaldi hún að Hjúkr-
unarheimilinu Eiri í Graf-
arvogi.
Útför Borghildar fer fram
frá Grensáskirkju í dag, 31.
mars 2017, klukkan 15.
kjötiðnaðarmanni,
f. í Reykjavík 24.
febrúar 1917, d.
13. júní 1980.
Hann var sonur
hjónanna Stein-
unnar Magn-
úsdóttur, ættaðrar
frá Akranesi, og
Guðjóns Jóns-
sonar, ættaðs frá
V-Skaftafellssýslu.
Börn þeirra eru:
1) Þórður, f. 5. nóvember
1947, sambýliskona Svanhild-
ur Kaaber og er sonur Þórðar
Haukur og barnabörnin tvö. 2)
Guðjón, f. 9. desember 1949,
börn hans eru Helgi og Lára
og barnabörnin fjögur, auk
þess fósturdóttirin Rannveig
Hildur og á hún tvö börn. 3)
Þóra, f. 23. september 1952,
eiginmaður hennar er Sig-
urður S. Sighvatsson og eru
þeirra börn Helgi og Erna og
barnabörnin sjö talsins. 4) Sól-
veig, f. 5. nóvember 1955,
sambýlismaður Óskar K. Guð-
mundsson og eru börn Sól-
veigar Hildur og Ragnar og
Elsku amma og langamma
Bogga.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann
allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla
stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Frá okkur fjölskyldunni,
Ragnar, Dóra Erla,
Sólveig og Kári.
Elsku amma Bogga.
Nú hefur þú kvatt þennan
heim og haldið til himna þar sem
þú hittir Helga afa eftir langan
aðskilnað, marga vini og ættingja
sem horfið hafa á braut. Við eig-
um góðar minningar með þér þar
sem þú varst svo dugleg að boða
stórfjölskylduna saman við ýmis
tilefni í Hvammsgerði, á Sléttu-
veginum og síðustu árin á hótel
Loftleiðum. Við gleymum aldrei
heimagerða ísnum sem við feng-
um svo oft hjá þér og ýmislegt
annað góðgæti. Þú hafðir gaman
af því að fá okkur í heimsókn og
ef þér fannst við ekki nægilega
dugleg að líta við hjá þér varstu
dugleg að minna okkur á það.
Við erum þakklát fyrir að hafa
náð að spjalla við þig um lönd
sem þú hafðir heimsótt og þá
staði sem þú hafðir gaman af að
heimsækja hér innanlands örfá-
um dögum áður en þú kvaddir.
Þú hélst í hendur okkar og við
fundum hlýjuna frá þér sem þú
hefur alltaf veitt okkur skilyrðis-
laust.
Guð geymi þig.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells)
Helgi, Lára og Rannveig.
Ég á margar góðar minning-
ar um hana ömmu Boggu. Ég
var svo heppin að fá að búa í
kjallaranum í húsinu hennar í
Hvammsgerði með foreldrum
mínum fyrstu fimm æviárin. Í
minningunni var Hvammsgerð-
ið ævintýrastaður með alls kon-
ar skúmaskotum og leynistöð-
um. Garðurinn var einstaklega
skemmtilegur en í honum var
lítill burstabær sem ég eyddi
mörgum stundum við. Undir
stiganum var lítil geymsla sem
mér fannst gaman að sitja inni í
og skoða hlutina sem þar voru.
Eins spennandi og það hljómar
þá var töluboxið hennar ömmu í
uppáhaldi. Einnig fannst mér
mikið stuð að troða mér út um
lítið gat á milli geymslunnar og
stigans, alveg þangað til ég varð
of stór og festist í gatinu.
Mamma sagðist einnig hafa
gert þetta sjálf þegar hún var
barn þannig að ég reikna með
því að flestir, sem komu í
Hvammsgerðið sem börn, hafi
prófað að troða sér í gegnum
þetta gat.
Amma var ótrúlega dugleg
og sjálfstæð kona. Frá 1972 rak
hún gistiheimili heima hjá sér
og tók á móti allra þjóða ferða-
mönnum. Hún veigraði sér ekki
við að vakna um miðja nótt og
sjá til þess að þeir fengju góðan
morgunmat fyrir skoðunarferð-
irnar. Þjóðverjarnir voru held-
ur kræfir og læddu iðulega
nesti af morgunverðarborðinu
ofan í töskurnar sínar. Amma
lét alltaf eins og hún sæi það
ekki. Gistiheimilið rak hún
þangað til hún komst á eftir-
launaaldur og flutti úr
Hvammsgerðinu.
Ömmu fannst einstaklega
gaman að ferðast. Hún fór í síð-
ustu utanlandsferðina árið 2009
en þá komu hún og mamma að
heimsækja mig og Benedikt son
minn til Danmerkur. Amma
eyddi mesta tímanum upp við
ofninn en henni fannst aðeins of
kalt í Kaupmannahöfn. Hún
hikaði ekki við að þeysast um
borgina í lestum en í eitt skiptið
var hún gripin af miðaverðin-
um. Við höfðum reynt að
stimpla lestarmiðann en tækið
var bilað. Amma lét eins og hún
skildi manninn ekki og slapp við
sektina.
Minningarnar um gömlu dag-
ana voru ávallt sveipaðar mikl-
um dýrðarljóma hjá henni
ömmu og voru æskuslóðirnar á
Stöðvarfirði henni sérstaklega
hugleiknar. Ég fékk til að
mynda reglulega frá henni
spurninguna eftir skemmtanir:
„Dansaðirðu gömlu dansana við
einhvern?“ Undanfarið hef ég
verið að skoða gömlu ljósmynd-
irnar hennar og var hún skæl-
brosandi á nánast öllum mynd-
unum. Ég get ímyndað mér að
hún hafi verið lítil skellibjalla
þegar hún var barn, hlaupandi
út um allar trissur með tvær
sveiflandi fléttur, á milli þess
sem hún hjálpaði til á bænum
eða fór á sjóinn með föður sín-
um.
Þegar ég sagði Elvu dóttur
minni frá því að langamma
hennar væri dáin grét hún mik-
ið og sagði: „En hún var svo
góð. Hún gaf mér alltaf svo mik-
ið nammi.“ Það fyrsta sem
amma gerði yfirleitt þegar við
komum í heimsókn var að bjóða
okkur að kíkja í nammiskúff-
una. Ég á sömu minningar um
mína langömmu en heima hjá
henni mátti ég alltaf laumast í
nammihænuna hennar. Lang-
ömmur eru greinilega mjög lík-
ur hópur í eðli sínu.
Elsku amma. Ég held að þú
getir kvatt sátt og verið stolt af
lífi þínu og fólkinu þínu. Við
Benedikt og Elva eigum eftir að
sakna þín sárt. Þín,
Hildur.
Borghildur
Þórðardóttir
Fleiri minningargreinar
um Borghildi Þórðar-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Útfararþjónusta
Vönduð og persónuleg þjónusta
athofn@athofn.is - www.athofn.is
ATHÖFN ÚTFARAÞJÓNUSTA - s: 551 7080 & 691 0919
Inger Steinsson
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÁRSÆLL J. JÓNSSON
frá Öndverðarnesi,
lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, sunnudaginn
26. mars.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. apríl
klukkan 13.
Katrín Guðmundsdóttir
Guðmunda Vita Peter Vita
Jón R. Ársælsson
Óskar Á. Ársælsson
Jóhannes S. Ársælsson
Sigurgeir K. Ársælsson Kristín Magnúsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Móðir mín, tengdamóðir, amma og
langamma,
ANNA MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR,
Tjarnarlundi 3 d, Akureyri,
lést á hjúkrunarheimilinu Hlíð 25. mars.
Útförin verður gerð frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 6. apríl klukkan 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Rauða krossinn á
Akureyri.
Guðmundur Brynjólfsson Halldóra Sævarsdóttir
Anna Bjarney, Sævar Már, Brynja Björk og fjölskyldur