Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 6

Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 www.danco.is Heildsöludreifing Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Eingöngu sala til fyrirtækja Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Pinnamatur í ferminguna Fjölbreytt úrval af pinnamat og smáréttum í ferminguna Tæplega 16% aukning hefur orðið í hópi þeirra sem leita sjálfir með sín mál til Stígamóta. Hafa ekki komið fleiri ný mál inn á borð samtakanna frá því 1992. Innan við 10 prósent þeirra mála sem Stígamótum bárust í fyrra komust til opinberra aðila. Þetta kemur fram í árskýrslu sam- takanna sem kynnt var í gær. Í skýrslunni segir að ástæðurnar fyrir því að mál eru ekki kærð séu margar, m.a. að mál séu fyrnd, fólk treysti sér ekki í yfirheyrslur og hafi ekki trú á að það nái rétti sínum fyrir dómstólum. Þau sem beitt séu kyn- bundnu ofbeldi séu svo þjökuð af skömm, sektarkennd og lélegri sjálfsmynd að þau treysti sér ekki til þess að kæra og finnist þau jafnvel bera ábyrgð á ofbeldinu sjálf, annað hvort að hluta til eða alveg. Alls komu 349 ný mál inn á borð Stígamóta 2016, en .þau voru 302 ár- ið áður.. Árið 2016 leitaði 61 aðstand- andi til Stígamóta í fyrsta skipti, sem er 7 prósenta aukning frá árinu áður er þeir voru 57. Áreitni er algeng ástæða Alls nefna um 70 prósent þeirra sem leita til samtakanna nauðgun, nauðgunartilraun eða sifjaspell sem ástæðu komunnar. Margir leita einnig til Stígamóta vegna kynferðislegrar áreitni eða um 20 prósent. Þá nefndu um 4,5 prósent brotaþola stafrænt kynferðisofbeldi sem ástæðu komu til Stígamóta, en þessum nýja flokki var bætt við á síð- asta ári. 58 fleiri nauðgunarmál komu inn á borð til Stígamóta á árinu 2016 en 2015. Mikil aukning er á til- kynntum hópnauðgunum og lyfja- nauðgunum. „Það er nærtækt að álykta að nauðgunarfaraldur hafi átt sér stað,“ segir Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta. Þá hafi átak samtakanna gert fólki auðveldara að stíga fram. Herferð hafði áhrif Á árinu 2015 var tilkynnt um 13 lyfjanauðganir en í fyrra voru þær 27, tilkynntar hópnauðganir fóru á sama tíma úr 11 í 29. Guðrún segir að sögur af grófara ofbeldi hafi verið áberandi í viðtölum Stígamóta og fjöldi gerenda gagnvart hverjum brotaþola voru allt upp í 7 einstaka brotamenn. Rétt er að halda því til haga að þó tilkynningarnar hafi bor- ist inn á síðasta ári getur verið að lengra sé síðan brotið átti sér stað. Seint á síðasta ári fór herferðin „Styttum svartnættið“ af stað þar sem fórnarlömb kynferðisofbeldis stigu fram og sögðu frá reynslu sinni. Þetta segir Guðrún að hafi greinilega haft áhrif því að fjöldi viðtala þar sem tilkynnt var um kynferðisbrot fór úr 22-23 viðtölum í september og október í 51 og 52 í nóvember og des- ember. „Það virðist hafa verið hvatn- ing fyrir fólk til að leita sér hjálpar og segja frá þessu grófa ofbeldi.“ Aukningin í tilkynntum kynferðisof- beldismálum hefur verið stöðug frá stofnun samtakanna. hallur@mbl.is Starfsemi Stígamóta 2016 Heimild: Ársskýrsla Stígamóta 2016 komu í fyrsta skipti 349 aukning frá því í fyrra 15,6% komu vegna nauðgana eða nauðganatilrauna 70,6% lyfja- nauðganir 27 hóp- nauðganir 29 leituðu til Stígamóta 654 Fleiri leituðu til Stígamóta í fyrra en áður  Hópnauðgunum og lyfjanauðgunum hefur fjölgað verulega milli ára Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Ríkisendurskoðun hefur ekki sjálf- stæðar rannsóknarheimildir, heldur getur stofnunin einungis óskað eftir gögnum og upplýsingum. Vilhjálmur Bjarnason, alþingismaður, hefur undanfarna daga gagnrýnt sinnu- leysi Ríkisendurskoðunar hvað varð- aði ábendingar hans í sambandi við þýska bankann Hauck & Aufhäuser, og efasemdir hans um að bankinn væri að taka þátt í að kaupa hlut af ríkinu í Búnaðarbankanum árið 2003. Sveinn Arason, ríkisendurskoð- andi, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær, að hann teldi ekki að Ríkis- endurskoðun þyrfti að breyta starfsháttum sínum og verklagi að neinu marki. „Við höfum ekki rann- sóknarheimildir, heldur þurfum við bara að trúa því sem að okkur er rétt og við höfum beðið um. Ef við teljum að við höfum ekki fengið réttar upp- lýsingar og við höfum sterka vís- bendingu um að lög hafi verið brotin, þá höfum við alltaf þann möguleika að vísa málinu til lögreglu til frekari rannsóknar,“ sagði Sveinn. Ekki alltaf nægur tími Við vinnum við allar úttektir okkar eftir fyrirfram gefnum aðferðum,“ sagði Sveinn. Hann sagði að þegar Ríkisendur- skoðun fengi beiðnir um að skoða eitt og annað, væri ekki alltaf tími til þess að kafa jafndjúpt ofan í hlutina og gert væri í úttektum embættisins. Menn eiga að læra af þessu „Í sambandi við þessa nýju skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, þá tek ég bara undir það sem menn hafa verið að segja, að menn eigi að læra af þessu. Ríkisendurskoðandi þarf að auka við gagnrýni sína og tortryggni, varðandi þau mál sem hann fær til skoðunar. Hann þarf að spyrja sig oftar en einu sinni, hvort þau gögn sem hann fær í hendur standist, og hvort eitthvað annað geti verið að baki því sem þar stendur. Þetta er það sem við þurfum að temja okkur í auknum mæli,“ sagði Sveinn. Höfum ekki rann- sóknarheimildir  Leiki rökstuddur grunur á lögbroti er máli vísað til lögreglu Stjórn HB Granda hefur ákveðið að bjóða út smíði nýs frystitogara. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og er 81 m langur, 17 m breiður og hefur lest- arrými fyrir um 1.000 tonn af fryst- um afurðum á brettum. Gert er ráð fyrir að ákvörðun um smíðina liggi fyrir í byrjun maí og henni ljúki í árslok 2019. Samkvæmt fréttatilkynningu eru ekki fyrirhugaðar frekari nýsmíðar af hálfu félagsins að svo stöddu en félagið gerir nú út þrjá frystitogara sem eru smíðaðir á árunum 1988- 1992, fjóra ísfisktogara og tvö upp- sjávarveiðiskip. Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda, mun í dag funda með Sævari Frey Þráinssyni, bæjar- stjóra áAkranesi, um mögulegar að- gerðir bæjaryfirvalda til að halda botnfisksvinnslu HB Granda á Akranesi. Morgunblaðið greindi frá því í gær að hópuppsagnir HB Granda mundu taka gildi á ný 1. júní ef fyrirtækið sæi ekki árangur af viðræðum við bæjaryfirvöld. mhj@mbl.is Frystitogari Tölvuteiknuð mynd af nýjum togara HB Granda. Togarinn er hannaður af Rolls Royce í Noregi og hefur lestarrými fyrir 1000 tonn. Bjóða út nýjan frystitogara  HB Grandi bæt- ir í skipaflotann Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Ég var bæði orðlaus og hissa þegar okkur barst yfirlýsingin frá Orku- rannsóknum,“ segir Friðjón Einars- son, formaður bæjarráðs Reykja- nesbæjar, en fyrirtækið annast umhverfisvöktun við verksmiðju United Silicon í Helguvík. Í yfirlýsingu fyrirtækisins segir að mælingar sem birtar hafa verið um innihald þungmálma og PAH- efna í ryksýnum í nágrenni við verk- smiðjuna séu úr öllu samhengi við raunverulega losun frá fyrirtækinu. Mistök hafi verið í fyrri mælingum. Í yfirlýsingunni kemur jafnframt fram að niðurstöður mælinga á ryk- sýnum sem tekin voru í mælistöð- inni við Hólmbergsbraut hafi verið bornar saman við efnagreiningar á ryki frá útblæstri kísilverksmiðju United Silicon og þær sýni allt að 67 sinnum meira magn þessara efna í ryksýnunum en það sem mælist í ryki frá útblæstri verksmiðjunnar. Þar á meðal sé gildi arsens 27 sinn- um meira í ryksýnunum en hafi mælst í útblæstri verksmiðjunnar. „Við getum lítið gert núna annað en að fylgjast náið með málinu en við funduðum með Umhverfisstofnun í morgun og embætti Sóttvarnalækn- is. Okkur var gerð grein fyrir ákvörðun Umhverfisstofnunar um verkfræðilega úttekt á bæði hönnun og rekstri verksmiðju United Silicon. Þar verður m.a. fenginn til verks vottaður mælingaraðili frá Svíþjóð.“ Verksmiðjan áfram í rekstri Um áframhaldandi rekstur verk- smiðjunnar segir Friðjón að Um- hverfisstofnun telji nauðsynlegt að verksmiðjan þurfi að vera í gangi á meðan sú úttekt á sér stað en bæjar- ráð krefst þess, í ljósi framkominna frétta um misvísandi niðurstöður mælinga, að vinnubrögð verði end- urskoðuð þannig að íbúar geti treyst þeim upplýsingum sem fram verða settar. Spurður hvort Umhverfisstofnun haf skýrt misræmi í mælingum vísar Friðjón til yfirlýsingar Umhverfis- stofnunar þar sem segir að um tvenns konar mistök gæti verið að ræða. Ljóst sé að réttri aðferðafræði var ekki fylgt þegar viðkomandi vöktunaraðili sendi sýni héðan til greininga erlendis. Að auki séu ákveðnar vísbendingar um að hugs- anlega hafi verið gerð mistök við greiningu sýnaskammts fyrir októ- ber til desember 2016. Áður hafði Sóttvarnalæknir greint frá því, á grundvelli fyrri upplýsinga um háan styrk arsens, að þegar litið væri til niðurstaðna erlendra rannsókna og leiðbeininga alþjóðlegra stofnana mætti álykta að styrkur arsens í nágrenni kís- ilverksmiðjunnar í Helguvík væri langt undir þeim mörkum sem talin eru valda bráðum, alvarlegum, heilsuspillandi áhrifum. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Iðnaður Mikill styr hefur staðið um rekstur kísilverksmiðju United Silicon í Helguvík síðustu misserin og er m.a. deilt um mengun frá starfseminni. Úttekt á verksmiðjunni  United Silicon segir mælingar stangast á við raunverulega losun frá fyrirtækinu  Umhverfisstofnun lætur gera úttekt

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.