Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ GunnlaugurEinar Krist-
jánsson fæddist 8.
maí 1930 í Skóg-
arneshólma, Eyja-
og Miklaholts-
hreppi. Hann lést á
HVE - Heilbrigð-
isstofnun Vest-
urlands, Stykk-
ishólmi, 20. mars
2017.
Foreldrar hans voru Kristján
Gíslason, f. 31.1. 1897, d. 13.11.
1990, og Jóhanna Þorbjörg Ólafs-
dóttir, f. 28.1. 1897, d. 9.2. 1980.
Gunnlaugur var næstyngstur
fjögurra systkina, þau eru Gísli
Jóhann, f. 1922, d. 2003, Anna
Ólafía, f. 1924, d. 2015, og Hörður
og barnabarnabörn eru 42 tals-
ins.
Gunnlaugur bjó í Skóg-
arneshólma til þriggja ára ald-
urs, fluttist þá með fjölskyldu
sinni að Búðum í Staðarsveit,
1936 flytur fjölskyldan til Stykk-
ishólms, þar bjó hann síðan.
Gunnlaugur lauk námi í húsa-
smíði frá Iðnskóla Reykjavíkur
1948, sveinsbréf í húsasmíði fékk
hann 1951. Eftir nám vann hann
við húsasmíðar, einnig við skipa-
smíðar í slippnum hjá Kristjáni
Guðmundssyni og ýmsar mann-
virkjagerðir, brúarvinnu o.fl.
Meðal annars kom hann að stofn-
un Skipavíkur hf. árið 1964 og
einnig trésmiðjunnar Aspar hf.
sama ár.
Hann stundaði trilluútgerð í
mörg ár, var bæði á grá-
sleppuveiðum og handfærum.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 31.
mars 2017, klukkan 14.
Agnar, f. 1936.
Gunnlaugur
kvæntist 17. október
1953 Maríu Guð-
mundsdóttur, f. 19.
ágúst 1933. Börn
þeirra eru 1) Guð-
rún, f. 1953, maki
hennar er Jónas
Steinþórsson, f.
1952, 2) Kristján, f.
1956, maki hans er
Dallilja Inga Steinarsdóttir, f.
1959, 3) Guðmundur, f. 1959,
maki hans er Dagbjört I. Bær-
ingsdóttir, f. 1964, 4) Þröstur, f.
1961, maki hans er Helga Guð-
mundsdóttir, f. 1964, 5) Jóhann, f.
1962, maki hans er Vaka H.
Ólafsdóttir, f. 1958. Barnabörn
Á kveðjustundu kærs frænda
og vinar er margs að minnast frá
langri og náinni samleið og þakk-
arefnin eru mörg. Milli barna
þeirra Jóhönnu og Kristjáns, frá
Skógarnesi, hefur ávallt ríkt mikil
vinátta, og tryggð þeirra við
Hólminn hefur gefið þeim kost á
að halda vel saman. Nú hefur enn
fækkað í hópnum og Hörður lifir
nú einn systkini sín. Laugi og
Maja hafa einnig notið þeirrar
miklu gæfu að eiga barnahópinn
sinn í Stykkishólmi. Ungur að ár-
um fer Laugi að læra smíðar hjá
föður sínum. Betri gat sá skóli
ekki orðið og Laugi sækir síðan öll
réttindi í húsasmíðum til Iðnskól-
ans í Reykjavík. Vitaskuld stóð
hinn ungi atgervismaður vel að
vígi, orðinn útlærður, reynslumik-
ill smiður, með náðargáfu völund-
arins í blóðinu og gæddur eðlis-
kostum samviskusemi og
dugnaðar. Enda fóru í hönd anna-
samir tímar hjá þeim feðgum við
húsasmíðar m.a. víða um sveitir.
Verkstæði þeirra var í litlu hús-
næði, á lóð Kristjáns, og þar var
síðar stofnað iðnfyrirtækið Ösp og
voru Laugi og Hörður meðeigend-
ur þess. En bátasmíðin heillaði
Lauga einnig, þar sögðu genin til
sín, og varð hann einn af stofn-
endum Skipavíkur á sínum tíma.
Af mörgum verkum var það
Lauga mikils virði og áskorun að
vera falin yfirumsjón á endurgerð
gamla Clausen-hússins hér í bæ.
Þar fékk fagmaðurinn að spreyta
sig á flóknu verkefni og hand-
bragð hans og vandvirkni fengu
virkilega að njóta sín. Um nokkurt
árabil stundaði Laugi grásleppu-
útgerð af miklum krafti, hann
undi sér vel á sjónum, þótt puðið
væri mikið, enda ekkert gefið eftir.
Og ekki má gleyma búskapnum en
Laugi og Bjarni mágur hans áttu
um tíma saman nokkrar skjátur
uppi í nýrækt. Það var oft gaman
að heyra þá vinina ræða ástand og
horfur í búrekstrinum og þar voru
sko engir kotbændur að spjalla.
Það var afar gaman og fróðlegt að
eiga samræður við Lauga, hann
var vel lesinn og minnugur og
sagði skipulega frá. Hann gat verið
fastur fyrir ef því var að skipta en
samt sanngjarn á skoðanir ann-
arra. Laugi var alla tíð mikill og
sannur náttúruunnandi í víðustu
merkingu þess orðs. Náttúrufeg-
urð fæðingarstaðar hans, í Skóg-
arnesi, er einstök og þar átti hann
sinn sælureit og unaðsstundir.
Hann var fróðleiksfús til hinsta
dags og fylgdist vel með gangverki
líðandi stundar þrátt fyrir erfið
veikindi. Manni leið einstaklega vel
í návist Lauga, hægláta, trausta
fasið hans hafði þægilega útgeislun
og vinarþelið og gæskan leyndi sér
ekki. Hinum löngu og erfiðu veik-
indum sínum tók Laugi af miklu
æðruleysi og stillingu, það var eins
og hann hafi tekið meðvitaða
ákvörðun um að láta veikindin
aldrei buga sig og mæta hverjum
nýjum degi af bjartsýni og yfir-
vegun. En baráttuna háði hann
ekki einsamall. Það hefur verið
aðdáunarvert að fylgjast með þeim
dugnaði og umhyggju sem Maja
sýndi í veikindum Lauga og allar
þær fórnir sem hún færði og gáfu
þeim báðum mikið. Að leiðarlokum
þakkar fjölskylda okkar elskuleg-
um frænda og vini samfylgdina og
biðjum Maju og öðrum ættingjum
Guðs blessunar.
Blessuð sé minning Gunnlaugs
Einars Kristjánssonar, hans bíða
vinir í varpa.
Jóhanna og Ellert.
Sól er sátt við báru,
sveipar hana armi.
Brimhörð geislann brýtur,
blika tár á hvarmi.
Sendu, sálnafaðir,
sáttageisla niður.
Bylgja á hugans hafi
hrópar nú – og biður.
(Elín Sigurðardóttir)
Vinur minn Gunnlaugur Krist-
jánsson er farinn á grásleppu.
Hann valdi tímann, vorið á næsta
leiti og allt það bjarta sem því
fylgir.
Mínar fyrstu minningar um
Lauga eru síðan ég, smá snáði í
Þorvaldsey, var við þá uppbygg-
ingu sem hann setti m.a. krafta
sína í. Einnig var Laugi lengi með
rollur líkt og afi og pabbi, en fjár-
bændur í „nýræktinni“ voru dug-
legir að hjálpast að og því hitti
maður stundum á Lauga við roll-
ustúss.
Ég var um tvítugt þegar pabbi
hvatti mig til að sækja um pláss á
grásleppu hjá Lauga. Fjarlægur
draumur þá, fannst mér, að kom-
ast að hjá þeim aflakóngi til
margra ára. Er mér minnisstætt
þegar ég stressaður bankaði upp á
að Höfðagötunni og bar upp um-
sókn mína. Laugi tók vel á móti
mér og fljótlega var ég munstr-
aður á Valinn.
Við tók ógleymanlegur tími
með Lauga á Valnum. Við fé-
lagarnir rerum töluvert tveir og
þær stundir eru þær eftirminni-
legustu.
Sé hann fyrir mér brosmildan
og snaggaralegan náttúruunn-
andann, þar sem hann situr
stjórnborðsmegin í Valnum og
dregur netin klár aftur.
Þegar netin voru hrein og klár
og vel fiskaðist lá sérstaklega vel á
okkur félögum og þá kom fyrir að
Laugi kallaði grásleppurnar
„kærusturnar sínar“, þegar þær
spriklandi köstuðust upp fyrir
borðstokkinn.
Við vinirnir náðum einstaklega
vel saman og lengi á eftir var ég
duglegur að kíkja til Lauga heim
að Höfðagötu og þá var setið við
eldhúsborðið og drukkið kaffi og
spjallað um heima og geima.
Sólarglampinn í haffletinum og
bros Lauga við Lónið er minning
sem ég hlýja mér við. Verð æv-
inlega þakklátur fyrir plássið á
Valnum og stundirnar með
grásleppukónginum.
Takk kærlega fyrir mig, vinur
minn.
Votta Maríu, börnum og af-
komendum innilega samúð.
Magnús Ingi Bæringsson.
Gunnlaugur Einar
Kristjánsson
Fleiri minningargreinar
um Gunnlaug Einar Krist-
jánsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
Árið er 1949, það er hásumar á
Íslandi er farþegaskipið Esjan
leggur að landi í Reykjavíkur-
höfn. Um borð er 200 manna ung-
mennahópur frá Lübeck í Þýska-
landi. Höfðu þau verið ráðin til
vinnu á bóndabæjum víðsvegar
um landið. Í þessum hópi var Ur-
sula, 18 ára gömul gullfalleg
stúlka. Ursula hafði frá unga
aldri haft hugboð um að hún
mundi yfirgefa heimaslóðir sínar
og flytjast á erlenda grund. Eftir
að hafa fengið samþykki móður
sinnar hélt Ursula til konsúlsins
og sótti um fararleyfi. Leyfið
fékk hún með sérstakri undan-
þágu, en aldurstakmarkið var 21
ár. Þannig hófst Íslandsævintýr-
ið hennar Ursulu vinkonu minn-
ar, sem varði í 68 ár. Hún iðraðist
aldrei, ekki einn einasta dag, að
hafa tekið þessa ákvörðun.
Þýskaland var hennar föðurland,
þar sleit hún bernskuskónum og
þar sló hjarta hennar. En Ísland
var hennar bjargvættur og því
gleymdi hún aldrei. Landið sem
fóstraði hana, veitti skjól á erf-
iðum tímum og gerði henni kleift
að hefja nýtt líf á erlendri
grundu.
Ursula giftist þrisvar sinnum,
íslenskum mönnum, en missti þá
alla þrjá. Einkadótturina Sonju
eignaðist hún með fyrsta mann-
inum sínum, en hann drukknaði
er Sonja var þriggja ára.
Einhvern veginn tókst henni
að takast á við boðaföll lífsins af
einskærri trúarsannfæringu og
æðruleysi. Hún meðtók bæði
gleði og sorg sem eðlilegan þátt
lífsins og leyfði þessum tilfinn-
ingum að flæða um sig og hafa
sinn gang. En öðru gilti um
Ursula
von Balszun
✝ Ursula vonBalszun, til
heimilis að Hamra-
hlíð 17 í Reykjavík,
fæddist 24. október
1930. Hún lést á
líknardeild Land-
spítalans 25. mars
2017.
Útförin fer fram
frá Bænahúsi Foss-
vogskirkju í dag,
31. mars 2017,
klukkan 11.
dimmar æskuminn-
ingar stríðsáranna,
þær bjuggu alla tíð
með henni og urðu
ásæknari með aldr-
inum.
Ursula var glæsi-
leg kona, hlédræg
og fáguð í allri fram-
komu. Hún var góð-
um gáfum gædd og
listfeng. Talaði hún
íslensku sem inn-
fædd væri. Tónlist var hennar líf
og yndi og um miðjan aldur lét
hún þann draum rætast að læra
að spila á píanó. Þegar við Ursula
hittumst ræddum við nær ein-
göngu um andleg málefni. Lánaði
ég henni iðulega bækur sem ég
vissi að henni þóttu áhugaverðar
og las hún þær í lesvélinni sinni,
sér til mikillar ánægju. Trúin
skipaði þó stærstan sess í lífi Ur-
sulu. Hún var bænheit og var
henni eðlilegt að biðja fyrir ætt-
ingjum og vinum, landi og þjóð
daglega. Lagðist aldrei svo til
hvílu að kveldi að ekki færi hún
með bænirnar sínar.
Við Ursula kynntumst þegar
hún leitaði sér hjálpar vegna al-
varlegrar sjónskerðingar. Mörg-
um árum seinna bundumst við
vináttuböndum og var hún börn-
um mínum og barnabarni afar
kær. Því verður dálítið tómlegt
að koma í Hamrahlíðina nú þegar
Ursula er ekki lengur.
Ursula missti þriðja mann sinn
eftir 32 ára hjónaband. Fluttist
hún þá í íbúð í húsi Blindrafélags-
ins. Í Hamrahlíðinni leið henni
vel, þar fann hún andlegt og fé-
lagslegt öryggi og eignaðist vini
og kunningja.
Þegar vitað var að hverju
stefndi, kom Sonja dóttir hennar
heim til að annast móður sína og
eyða síðustu vikunum með henni.
Var hún við sjúkrabeð móður
sinnar alla daga og stundum um
nætur. Fallegt var að fylgjast
með umhyggju hennar og ást til
móður sinnar.
Þakka samfylgdina, elsku vin-
kona.
Sonju og öllum öðrum ættingj-
um og vinum votta ég samúð
mína.
Elínborg Lárusdóttir.
✝ Garðar Ey-mundsson,
húsasmíðameistari
og byggingaverk-
taki, fæddist á
Seyðisfirði 29. júní
1926. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Austurlands á Seyð-
isfirði 16. mars
2017.
Foreldrar hans
voru Eymundur
Ingvarsson, ættaður úr Grímsey,
og Sigurborg Gunnarsdóttir,
ættuð úr Mjóafirði. Eftirlifandi
kona Garðars er Karólína Þor-
steinsdóttir og börn þeirra eru
Ómar, Sævar, Gréta og Júlíana
Björk. Fyrir átti Garðar Ingi-
mund Bergmann.
Systkini Garðars eru Hart-
mann, Stella Kristín, Erla og
Arabella.
Ómar starfar sem ritstjóri í
Þórunni Kristjánsdóttur og eiga
þau Indriða, Þóreyju, Ingvar
Guðna og Gróu Valgerði.
Garðar lærði húsasmíði við
Iðnskólann í Reykjavík en bjó og
starfaði allan sinn aldur á Seyð-
isfirði. Hann kom líka að við-
haldi og endurbyggingu bygg-
inga á Seyðisfirði, m.a. Bláu
kirkjunnar. Hann byggði hús
víðar, m.a. á Vopnafirði og stór-
an hluta af sumarbústöðum á
Einarsstöðum á Héraði.
Garðar og Karólína gáfu hús-
ið Skaftfell, sem hýsir menning-
arstarfsemi.
Garðar var listmálari og
teiknari og er verk hans víða að
finna. Eitt verka hans er Fjalla-
hringur Seyðisfjarðar, teikn-
ingar af Seyðisfirði frá botni og
út til ystu tanga sinn hvoru meg-
in, sem hann vann kominn langt
á níræðisaldur. Björn Roth gaf
verkið út á bók með örnefnum
sem Vilhjálmur á Brekku sá um.
Garðar tók þátt í söng- og
kórastarfi á Seyðisfirði og var
skákmaður góður.
Útförin fer fram frá Seyðis-
fjarðarkirkju í dag, 31. mars
2017, klukkan 14.
Vestmannaeyjum.
Kona Ómars er Þor-
steina Grétarsdóttir
og eiga þau fjögur
börn, Grétar, Berg-
lindi, Karólínu og
Vigdísi Láru.
Sævar býr í
Reykjavík og á
þrjár dætur; Sylvíu
Láru, Karólínu Rut
og Evu Maríu.
Gréta er hjúkr-
unarfræðingur og er fram-
kvæmdastjóri Hjúkrunarheimila
Fjarðabyggðar. Hún á Garðar,
Jökul Snæ og Kjartan. Hennar
maður er Sverrir Albertsson.
Júlíana Björk er starfsmaður
hjá LSR í Reykjavík. Hennar
maður er Jónas Jónasson og eiga
þau Sesselíu Hlín.
Ingimundur Bergmann er vél-
stjóri og bóndi og býr að Vatns-
enda í Flóa. Hann er kvæntur
Fyrstu kynni mín af Garðari
Eymundssyni voru þegar hann
hringdi í mig þar sem ég var í sveit
til að bjóða mér í heimsókn á ferm-
ingarárinu mínu.
Þegar dvöl minni í sveitinni lauk
og ég var kominn heim var ég ekk-
ert spenntur fyrir að fara í reisu
austur á firði og gerði hvað ég gat
til að komast undan því, þar til önn-
ur hringing kom til sögunnar. Í það
skiptið var það Ríkarður stjúpi
minn sem spurði hvort ég væri að
huga að ferðalagi. Ég sagði sem
var, að það vildi ég helst af öllu
vera laus við. Í mér væri kvíði og
mig langaði ekki að hitta mann
sem ég þekkti ekki nokkurn skap-
aðan hlut. Hann sagði mér að hann
þekkti til pabba míns af afspurn.
Hann væri vel látinn og af honum
færi gott orð. Ég skyldi engu
kvíða, og vera óhræddur, og eftir
því sem á samtalið leið hurfu allar
áhyggjur og senn var ég á leið á
Seyðisfjörð.
Þar hitti ég í fyrsta skipti föð-
urfjölskyldu mína sem á þessum
tíma voru þau Garðar og Karólína
og systkinin þrjú Ómar, Sævar og
Gréta og síðar bættist Júlíana við.
Þessu fólki hefði ég alveg verið til í
að kynnast fyrr!
Seinna urðu ferðirnar fleiri, sím-
tölin fleiri og með tímanum mynd-
aðist samband sem mér og mínum
hefur verið afar kært.
Sumarið 1971 fórum við hjónin
til Seyðisfjarðar. Það voru fyrstu
kynni konu minnar af föðurfólki
mínu og óhætt er að segja að Þór-
unn, Garðar og Kalla náðu vel
saman og áttu afar gott samband
æ síðan.
Notalegt var líka að kíkja í
heimsóknir þegar ég var farinn að
vera til sjós á flutningaskipum
sem fóru inn á Seyðisfjörð. Koma í
heimsókn, spjalla við Köllu um
landsins gagn og nauðsynjar og
njóta gestrisni hennar meðan beð-
ið var eftir að pabbi kæmi heim úr
vinnu.
Hún horfir nú á bak eiginmanni
sínum og hefur mikils að sakna og
margs að minnast. Samband
þeirra kom mér fyrir sjónir sem
afar fallegt og hlýtt. Talsvert ólík-
ar persónur sem náðu samt full-
komlega saman og áttu sér sam-
eiginlegt markmið.
Hann var byggingameistari og
verktaki sem hefur komið að gerð
margra mannvirkja, en hann átti
líka önnur áhugamál sem hann
hafði gaman af að tala um, eins og
stangveiði, skák, steinasöfnun og
myndlist.
Myndir sem hann ýmist teikn-
aði eða málaði munu vera víða til.
Efst eru mér í huga teikningarnar
af fjallahring Seyðisfjarðar sem
hann teiknaði og vann til bókar
ásamt Vilhjálmi Hjálmarssyni og
fleiru góðu fólki.
Það var skemmtileg og eftir-
minnileg ferð, að aka á Seyðisfjörð
fyrir um átta árum til að vera við-
staddur útgáfuhátíð höfðingjanna
tveggja og annarra sem að þeirri
útgáfu stóðu.
Móðurafi minn sagði mér ung-
um eftir óþægilegar yfirheyrslur
skólafélaga, að pabbi minn væri
ekki verri en aðrir strákar og það
reyndist vera rétt. Hann var góður
maður. Maður sem við nutum og
mátum mikils og sem gott er að
minnast.
Þakklátur er ég þeim Ríkarði og
Karólínu, honum fyrir að hafa talið
í mig kjark og henni fyrir að hafa
lagt sig fram um að halda tengsl-
unum við.
Þökk fyrir allt.
Ingimundur, Þórunn
og fjölskylda.
Það er svo margt að minnast á
frá morgni æsku ljósum,
er vorið hló við barnsins brá
og bjó það skart af rósum.
Við ættum geta eina nátt
vorn anda látið dreyma,
um dalinn ljúfa’ í austurátt,
þar átti mamma heima.
Þótt löngu séu liðnir hjá
þeir ljúfu, fögru morgnar,
þá lifnar yfir öldungsbrá
er óma raddir fornar.
Hver endurminning er svo hlý
að yljar köldu hjarta.
Hver saga forn er saga ný,
um sólskinsdaga bjarta.
(Einar E. Sæmundsen)
Elsku pabbi.
Nú er kominn tími til að kveðja
og um leið horfi ég til baka til æsku
minnar á Seyðisfirði.
Mér er sérstaklega minnisstætt
þegar ég hugsa til þeirra stunda
sem ég átti með þér, elsku pabbi
minn, þegar ég fékk að skottast
með þér og „afa“ Frissa og Hilmari
á trillu þeirra að veiða rauðmaga
eða fara í eggjatínslu á Skálanesi.
Einnig þegar við fórum að tína
steina og dáðist ég að þekkingu
þinni á steinunum sem þú deildir
með okkur systrunum, ég er ekki
frá því að ég muni eitthvað af þess-
um fróðleik enn þann dag í dag. Þú
varst mikið náttúrubarn.
Þegar leið að unglingsárunum
tókumst við á um skoðanir og ég
unglingurinn þóttist iðulega vita
svo miklu betur. Oft lásum við
sömu bækurnar og ræddum svo
saman um upplifun okkar á þeim
og fannst mér þær stundir ómót-
stæðilegar og kenni ég því stund-
um um að ég les ekki eins mikið nú
orðið, að ég hef ekki haft þig lengi
til að ræða við um bækurnar.
Ég hef líka saknað þess, elsku
pabbi minn, að geta hringt í þig til
að segja þér frá þegar eitthvað hef-
ur gerst spennandi í mínu lífi.
Allir sem þekktu þig vita hve
mörgum góðum hæfileikum þú
bjóst yfir og eftir þig liggja margar
fallegar myndir sem þú málaðir og
söngurinn var þér svo einkar kær.
Að ekki sé minnst á skákina sem
var svo stór þáttur af lífi þínu og
húsin sem þú byggðir eru ófá.
Já, margs er að minnast og
margs er að sakna en ég minnist
þín fyrst og fremst sem góðs föður,
sem varst svo stór þáttur í við-
burðaríkri og skemmtilegri æsku
og hversu yndislegur afi þú varst
henni Sesselju minni.
Ég kveð því með söknuð í hjarta
en um leið með þakklæti fyrir öll
árin sem við fengum að hafa þig hjá
okkur. Þín,
Júlíana.
Garðar
Eymundsson