Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Sími 788-2070 / 787-2070 | hotelrekstur@hotelrekstur.is | hotelrekstur.is
Baðvö
rur
HOTELREKSTUR
ALLT Á EINUM STAÐ
Fyrir hótel, gistiheimili, dvalarheimili, veitingahús,
veisluþjónustur, heilsugæslustofnanir o.fl.
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Páll Harðarson, forstjóri Kauphall-
arinnar, vill að almenningur fái
meiru um það ráðið hvernig séreign-
arsparnaði þess er varið. „Sumstað-
ar erlendis hefur fólk mun meira um
þetta að segja, og
getur þá fjárfest í
verðbréfasjóðum,
einstökum hluta-
bréfum, öðrum
verðbréfum, eða
lagt fyrir með
þeim hætti sem
það kýs,“ segir
Páll í samtali við
Morgunblaðið.
Hann segir að
þetta myndi hafa marga kosti.
„Í fyrsta lagi finnst mér það sjálf-
sagt réttindamál að fólk hafi meira
um það að segja hvert sparnaðurinn
fer almennt. Í öðru lagi fjárfesta
margir litlir fjárfestar öðruvísi en fá-
ir stórir. Í þriðja lagi, og við höfum
reynslu af því frá Svíþjóð, þá skipta
þessar fjárfestingar gríðarlega
miklu máli í uppbyggingu smærri
fyrirtækja í atvinnulífinu. Í fjórða og
síðasta lagi þá snýst þetta um vald-
dreifingu. Það er ekkert eðlilegt
ástand að nokkrir aðilar stjórni
stórum hluta fjárhagslegs sparnaðar
landsmanna, og í flestum tilfellum
hafa sjóðfélagar ekkert um það að
segja hvert fjárfestingarnar fara.“
Páll segir að í þessu felist ekki
gagnrýni á lífeyrissjóðina sem í meg-
inatriðum hafi staðið sig vel á und-
anförnum árum og sumir hverjir
komið fram með skýrar hluthafa-
stefnur og aukið gagnsæi í starfsemi
sinni.
Þolinmótt erlent fjármagn
Páll segir að Ísland standi frammi
fyrir betra tækifæri en nokkru sinni
fyrr til að laða þolinmótt erlent fjár-
magn til landsins. „Erlendir aðilar
hafa tekið eftir því hvernig við höfum
unnið okkur út úr hruninu, og staðan
hér er betri en víðast hvar annars
staðar. Menn sjá að hér eru tækifæri
og góð umgjörð um fjárfestingar.
Lykilatriði í þessu er að menn gangi
hér að skýrum leikreglum, eftirlit sé
traust og öflugt, og hér sé agi í efna-
hagsstjórninni.“
Páll tekur undir með sendinefnd
Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, að bind-
ingarskylda vegna innflæðis á
skuldabréfamarkað sé óþörf að svo
stöddu, þó notkun slíkrar bindingar-
skyldu ætti að vera áfram heimil að
lögum. Bindingarskyldan kveður á
um að erlendir fjárfestar sem fjár-
festa í skuldabréfum þurfa að leggja
40% upphæðarinnar inn á vaxtalaus-
an reikning í eitt ár, en geta fjárfest
fyrir 60%. „Þetta hefur stöðvað nán-
ast allar fjárfestingar erlendra aðila
í innlendum skuldabréfum, og er
ekki til að skapa traust á íslenskum
verðbréfamarkaði.“
Annað mál sem Páll telur að vanti
sárlega á markaðinn til að stuðla að
réttri verðmyndun eru auknir mögu-
leikar til skortsölu, en lítið framboð
er á bréfum sem lánuð eru í slíkt,
enda er lífeyrissjóðum óheimilt að
lána hlutabréf og heimildir verð-
bréfasjóða takmarkaðri en víða er-
lendis. „Það má ekki gera bjartsýnis-
mönnunum hærra undir höfði en
svartsýnismönnunum í verðmyndun-
inni. Það er að sumu leyti hættuleg
staða sem getur stuðlað að verð-
bólu.“
Páll segir að stjórnvöld séu áhuga-
söm um málið. Í frumvarpsdrögum á
síðasta þingi hafi átt að heimila lífeyr-
issjóðum að lána bréf, en efnahags-
og viðskiptanefnd hafi breytt frum-
varpinu til baka áður en það varð að
lögum. Páll telur það hafa verið mis-
tök. „Þeim rökum nefndarinnar að líf-
eyrissjóðirnir væru ekki æskilegir í
svona lánveitingar var ég ósammála.
Þvert á móti tel ég að þær gætu
gagnast bæði sjóðfélögum í auknum
tekjum, og stuðlað að skilvirkari verð-
myndun á markaði.“
Fólk ráði meiru um séreignina
Morgunblaðið/Þórður
Kauphöll Of lítil velta er á markaðnum.Vantar fleiri vaxtarfyrirtæki.
Snýst um valddreifingu Betra tækifæri en nokkru sinni fyrr að laða erlent fjármagn til landsins
Skilvirkari markaður
» Mistök að leyfa ekki lífeyr-
issjóðum að lána hlutabréf.
» Bindingarskyldan á erlendri
fjárfestingu á skuldabréf er
óþörf.
» Aukinn áhugi er hjá erlend-
um fjárfestum að fjárfesta hér
á landi.
» Í Svíþjóð skipta fjárfestingar
úr séreignarsparnaði gríðar-
lega miklu máli í uppbyggingu
smærri fyrirtækja í atvinnulíf-
inu.
» Bindingarskylda bindur
40% fjár í eitt ár vaxtalaust.Páll Harðarson
31. mars 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 110.91 111.43 111.17
Sterlingspund 137.81 138.47 138.14
Kanadadalur 82.91 83.39 83.15
Dönsk króna 16.074 16.168 16.121
Norsk króna 12.984 13.06 13.022
Sænsk króna 12.514 12.588 12.551
Svissn. franki 111.53 112.15 111.84
Japanskt jen 0.9983 1.0041 1.0012
SDR 150.9 151.8 151.35
Evra 119.62 120.28 119.95
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.077
Hrávöruverð
Gull 1250.9 ($/únsa)
Ál 1930.5 ($/tonn) LME
Hráolía 51.43 ($/fatið) Brent
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Árið 2016 fluttust óvenju margir frá
útlöndum til Íslands og voru að-
fluttir umfram brottflutta 4.069
manns. Það eru mun fleiri en í fyrra,
þegar 1.451 fleiri fluttust til landsins
en frá því. Sérfræðingar rekja fjölg-
unina til aukinna umsvifa í íslensku
efnahagslífi. Fólksfjöldinn er álíka
mikill og árið 2005.
Einkum er um að ræða erlenda
karlmenn sem flytja til landsins. Um
68% af 4.215 útlendingum sem fluttu
til landsins umfram brottflutta voru
karlmenn. Fleiri Íslendingar fluttu
frá landinu en til þess árið 2016, eða
194.
Álíka margir og 2005
Guðjón Hauksson, sérfræðingur á
mannfjöldadeild Hagstofunnar,
bendir á að erlendir ríkisborgara
sem flutt hafi til landsins umfram
brottflutta séu álíka margir og árið
2005, sem á þeim tíma hafi verið met
sem rekja megi til aukinna umsvifa í
efnahagslífinu. Fjöldinn nái ekki enn
sömu hæðum og á árunum 2006 og
2007, en þá voru mannaflsfrekar
framkvæmdir við Kárahnjúka og
mikið af húsnæði byggt á höfuð-
borgarsvæðinu. „Miðað við umsvifin
í hagkerfinu í fyrra má reikna með að
um aðflutt vinnuafl sé að ræða,“ seg-
ir hann.
Bjarni Már Gylfason, hagfræðing-
ur Samtaka iðnaðarins, segir að
gögnin varpi ljósi á þróun sem átt
hafi sér stað í íslensku atvinnulífi.
Erlendir ríkisborgarar flytji til
landsins í auknum mæli í takt við
uppgang í efnahagslífinu. Þeir séu
mikið til að starfa í byggingariðnaði
og ferðaþjónustu. „Gögn Hagstofu
benda samt sem áður ekki til þess að
störfum í byggingariðnaði hafi fjölg-
að verulega. Árið 2015 voru 11.400
starfandi í byggingariðnaði en 11.800
árið 2016 og var fjölgunin 3,5%. Á
sama tíma jókst velta í greininni um
37%. Eitthvað í þessum gögnum
gengur ekki alveg upp,“ segir hann.
„Það er áhyggjuefni að fleiri Ís-
lendingar hafi flutt úr landi en til
þess á sama tíma og laun á Íslandi
eru há í alþjóðlegu samhengi og mik-
ill uppgangur í efnahagslífinu,“ segir
Bjarni Már. Hann kallar eftir dýpri
vinnumarkaðsrannsóknum til þess
að öðlast betri upplýsingar um þá
sem flytja til og frá landinu, hvaða
þekking streymi til og frá landinu og
líka að ná betur utan mannauð í land-
inu.
Ekki í takt við fortíðina
Þegar rýnt er í gögn má sjá að iðu-
lega flytja fleiri Íslendingar af landi
brott en til þess. Bjarni Már segir að
í gegnum tíðina hafi flæði Íslendinga
til og frá sveiflast með efnahags-
ástandi. Þegar launin voru há á þann
mælikvarða fluttu Íslendingar til
landsins en fluttu frá landi þegar þau
voru lág. „Þetta virðist ekki vera
þróunin núna síðustu 2-3 árin þannig
að einhverjar breytingar eru að eiga
sér stað,“ segir hann.
Svipaður fjöldi og
í uppsveiflu 2005
Fjöldi aðfluttra umfram brottflutta nærri þrefaldaðist á síðasta ári
Flutningsjöfnuður 1986-2016
198
6
198
8
199
0
199
2
199
4
199
6
199
8
20
00
20
02
20
04
20
06
20
08 20
10
20
12
20
14
20
16
Heimild: Hagstofa
-5000
-4000
-3000
-2000
-1000
0
1000
2000
3000
4000
5000
6000
Íslenskt ríkisfang
Erlent ríkisfang
Alls
Morgunblaðið/Ómar
Verktakar Störfum í byggingariðn-
aði hefur ekki fjölgað verulega.
● Hæstiréttur mildaði í gær dóm Hér-
aðsdóms Reykjaness í máli Norvikur
gegn Högum vegna tjóns af völdum
svonefnds mjólkurverðstríðs á árunum
2005-2006. Norvik átti á þeim tíma
Krónuna og Nóatún.
Hæstiréttur dæmdi Haga til að
greiða 51 milljón króna auk vaxta og
málskostnaðar. Áður hafði Héraðs-
dómur dæmt Haga til að greiða Norvik
219 milljónir króna í skaðabætur auk
vaxta og málskostnaðar. Af þessum
sökum munu Hagar tekjufæra tæpar
300 milljónir króna vegna málsins í árs-
reikningi sínum fyrir rekstrarárið 2016/
17.
Norvik, sem er í eigu Jóns Helga
Guðmundssonar og fjölskyldu, seldi
Kaupás, sem rak m.a. matvöruversl-
unina Krónuna, til Festis árið 2014. Við
söluna var umrædd krafa framseld til
Norvikur og tók það fyrirtæki þá við
rekstri málsins.
Hæstiréttur mildar dóm
yfir Högum í 51 milljón
STUTT