Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Vistvænna prentumhverfi
og hagkvæmni í rekstri
Með Prent+ fæst yfirsýn, aðhald í rekstri
og fyrsta flokks þjónusta.
www.kjaran.is | sími 510 5520
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þ
essa dagana eru Hjalti
Jónsson og tveir skóla-
félagar hans, Sean og
András, á hjólum sem
aldrei fyrr úti um allar
trissur í Kaupmannahöfn. Þeir
banka upp á hjá fólki og fyrir-
tækjum sem hafa lofað að gefa ný-
stofnuðum samtökum þeirra,
Rhinotivity, beina (e. router), net-
punga, kapla og annan búnað til að
tengjast heiminum með rafrænum
hætti. Sjálfir eru þeir vel tengdir, en
þeir stunda allir nám í vöruþróun og
framleiðslutæknifræði í Copen-
hagen School of Design and Techno-
logy og kunna því meira fyrir sér í
tækni og tengingum en gengur og
gerist. Enda er góssið ekki fyrir þá,
heldur skóla, læknamiðstöðvar og
hjálparstofnanir í einu mesta fá-
tækrahverfi heims, Kibera í Nairobí
í Kenía.
Framtakið er sameiginlegt BA-
verkefni, sem þeir ákváðu að hafa
ekki bara á fræðilegum nótum held-
ur hrinda raunverulega í fram-
kvæmd; stofna alvöru samtök með
alvöru markmið og verkefni.
„Við erum líka með hópfjár-
mögnun á síðunni gofundme.com.
Markmiðið er að safna 6.500 doll-
urum til kaupa á tækjum og standa
straum af ýmsum kostnaði,“ upp-
lýsir Hjalti og jafnframt að þeir fé-
lagar séu í samstarfi við hjálpar-
samtökin Tunapanda og Fair
Denmark, sem m.a. vinna að því að
gera fólki í fátækustu löndum heims
kleift að nota tölvur.
Fullt af beinum gefins
„Stærstur hluti þess sem við
höfum fengið gefins er beinar, hátt í
400 stykki, og við eigum von á fleir-
um. Margir eiga alls konar gamlan
tölvubúnað sem þeir eru löngu
hættir að nota og eru bara fegnir að
losna við. Við erum á fullu að gera
við og endurstilla tækin, taka þau
ónothæfu í sundur og skoða hvort
hægt sé að nota úr þeim varahluti.
Síðan er meiningin að við förum
með hluta búnaðarins til Kibera í
maí og hjálpum fólki að koma hon-
um í gagnið. Stærsta hlutann send-
Beintenging
út úr fátæktinni?
Hjalti Jónsson og tveir félagar hans í Copenhagen School of Design and
Technology ákváðu að hrinda í framkvæmd sameiginlegu BA-verkefni sínu í
vöruþróun og framleiðslutækni. Þeir stofnuðu Rhinotivity, alvöru samtök með
alvöru markmið og verkefni. Núna hjóla þeir út um allar trissur í Kaupmanna-
höfn og safna gömlum beinum (e. router), netpungum, köplum og öðrum tölvu-
búnaði handa fólki í einu mesta fátækrahverfi heims; Kibera í Nairobí í Kenía.
Fjölskyldan Hjalti og Mia Linnea ásamt dóttur sinni, Björk Linneu.
Rhinotivity „Okkur finnst að aðgangur að internetinu ætti að vera mann-
réttindi,“ segja Hjalti og félagar á vefsíðu sinni, Rhinotivity.
Nú geta unnendur karlakórssöngs
aldeilis fagnað og skundað af stað,
því fram undan eru þrennir afmælis-
tónleikar Karlakórs Hreppamanna
sem skipaður er vöskum uppsveitar-
mönnum. Á morgun, laugardag, eru
tuttugu ár liðin frá því að hátt í þrjá-
tíu karlar komu saman á Flúðum með
Edit Molnár og gengið var í að stofna
kór. Allar götur síðan hefur Edit séð
um að stjórna körlunum en kórnum
hefur vaxið fiskur um hrygg og eflst
bæði í fjölda karla og gæðum söngs,
enda Edit metnaðarfullur listamaður
og það sama má segja um undirleik-
arann Miklós Dalmay sem fylgt hefur
kórnum dyggilega.
Ekki aðeins ætla Hreppamenn að
sjá um að syngja fyrir afmælisgesti
sína á komandi tónleikum heldur fá
þeir þrjá aðra karlakóra til liðs við
sig. Tónleikaröðin byrjar á Flúðum á
morgun, laugardag 1. apríl, kl. 16 á
sjálfan afmælisdaginn. Með kórnum á
þeim tónleikum verða Fóstbræður úr
Reykjavík. Aðrir tónleikar verða í Sel-
fosskirkju mánudaginn 3. apríl kl. 20
þar sem Karlakór Selfoss kemur til
liðs við kórinn. Karlakórinn Þrestir
syngur svo með kórnum í Víðistaða-
kirkju í Hafnarfirði miðvikudaginn 5.
apríl kl. 20.
Efnisskrá tónleikanna saman-
stendur af úrvali laga og verka sem
kórinn hefur flutt gegnum tíðina og
ekki verður brugðið út frá þeirri hefð
að kórinn syngi líka lög eftir Hreppa-
tónskáldið Sigurð Ágústsson. Ein-
söngvari á öllum tónleikunum verður
Guðmundur Karl Eiríksson barítón.
Þrennir tónleikar, á Flúðum, Selfossi og Hafnarfirði
Karlakór Hreppamanna Alveg skælbrosandi með stjórnandanum Edit Molnár.
Hreppamenn fá góða sönggesti
Flutningar. Orðið eitt og sérnægir til þess að fylla migkvíða. Ég hef aðstoðaðaðra við að henda kössum
fram og til baka vítt og breitt um
Reykjavík og oftast nær komið
laskaður undan. Einu sinni tognaði
ég á ökkla við að bera kassa með
einni rúmsæng í. Skiptið þegar ég
hjálpaði nánast ókunnugri mann-
eskju að tæma íbúð á fimmtu hæð í
lyftulausri blokk situr líka í mér.
Fimmtán árum síðar þreytist ég
bara við tilhugsunina.
Þegar röðin kom svo loks að sjálf-
um mér að standa í meiriháttar bú-
ferlaflutningum í fyrsta sinn, átti ég
sannast sagna ekki von á góðu. Allt
líf manns tekið út úr skáp og hent
niður í pappakassa. Af hverju á
ég svona mikið af bókum? Eða
stórum borðspilum? Af
hverju þarf allt að vera
svona þungt?
Og allir skáparnir á
gamla heimilinu breytast
í töfraskápa. Maður
tæmir einn, lokar
dyrunum og telur
upp að þremur.
Abra-kadabra!
Skápurinn er
fullur aftur af
dóti sem ég vissi
ekki einu sinni
að við ættum!
Ég kveið því
sjálfum flutn-
ingadeginum mest
allra. Ég hafði samband við helstu
vini mína og reyndi að fá þá til þess
að koma að hjálpa til gegn loforði
um bjór. Það er ekki að ófyrirsynju
að Seinfeld líkti því að hjálpa öðrum
manni að flytja sem nokkurs konar
efra þrepi í vinskap.
Ég hefði ekki þurft að ör-
vænta. Máttur samhjálpar-
innar er meiri en ég hélt,
þar sem allt í einu mættu
bara nánast allir sem vett-
lingi gátu lyft, og tæmdu
íbúðina á engri stundu.
Þetta voru auðveldustu
flutningar ævi minnar.
„With a Little Help from
my Friends,“ söng
Ringo fyrir hálfri
öld. Svei mér þá ef
það var bara
ekki rétt hjá
honum.
»Og allir skáparnirbreytast í töfraskápa.
Maður tæmir einn, lokar
dyrunum og telur upp að
þremur. Abra-kadabra!
Skápurinn er fullur aftur!
Heimur Stefáns Gunnars
Stefán Gunnar
Sveinsson
sgs@mbl.is