Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 30
30 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Vigfús Sigurðsson, tæknifræðingur hjá verkfræðistofunni Mann-vit á Húsavík, á 60 ára afmæli í dag. „Við erum þrír hérna áskrifstofunni á Húsavík og höfum síðustu mánuði aðallega ver-
ið að sinna skipulagsverkefnum fyrir bæinn og gatnahönnun sér-
staklega. Við höfum einnig verið í eftirlitsverkefnum við vegs-
kálabyggingu við Húsavíkurhöfðagöng.“
Vigfús er fæddur á Glerá ofan Akureyrar og flutti í Glerárþorpið
átta ára gamall. Hann flutti síðan til Húsavíkur 1984 og hefur búið
þar síðan.
Eiginkona Vigfúsar er Ásdís Kjartansdóttir og stjúpbörn hans eru
Skarphéðinn, Steinþór og Kristbjörg Lilja.
„Konan mín rekur blómabúðina á Húsavík og ég er aðstoða hana í
því, hef verið henni til halds og trausts með ýmsa hluti. Svo eigum við
sumarbústað í Aðaldalnum, stutt frá Húsavík, og við erum mikið þar,
einnig á veturna.“
Vigfús og Ásdís eru stödd í Árósum í Danmörku hjá Kristbjörgu
Lilju, sem býr þar. „Frúin bauð mér í utanlandsferð í tilefni dagsins
og svo er búið að skipuleggja kvöldverð hér á afmælisdaginn. Ætli
maður verði ekki bara „ligeglad“ með þetta allt saman. Við förum svo
heim á sunnudaginn.“
Tæknifræðingurinn Vigfús í dönsku umhverfi.
Staddur í Árósum í
tilefni afmælisins
Vigfús Sigurðsson er sextugur í dag
A
nna Svava Knútsdóttir
fæddist 31. mars 1977 á
Fæðingarheimilinu í
Reykjavík. Hún ólst
upp í Fossvoginum og
gekk í Fossvogsskóla og Réttarholts-
skóla. Anna Svava bjó einnig í Dan-
mörku þegar hún var 5 ára og Eng-
landi þegar hún var 8 ára.
Anna Svava varð stúdent frá
Menntaskólanum við Sund 1997, var í
námi í bókmenntafræði við Háskóla
íslands 1999-2002, síðan í Leiklistar-
skóla Listaháskóla Íslands 2003 og
útskrifaðist þaðan 2007.
„Ég var ekkert byrjuð að spá í að
skrifa á þessum tíma. Ég held að fólk
velji bókmenntafræði þegar það veit
ekkert hvað það ætlar að gera. Það
ætlar bara að lesa eitthvað skemmti-
legt og það var mjög skemmtilegt í
bókmenntafræðinni. Ég kláraði 90
einingarnar og var m.a.s. hálfnuð
með lokaritgerðina, en ég mun ekk-
ert fá meira borgað þótt ég klári
hana. Ástæðan fyrir því að ég fór
síðan í leiklistarskólann var að ég
lærði leiklistarsögu í bókmennta-
fræðinni og þá settum við upp sýn-
ingu. Þar fékk ég áhuga á að verða
leikkona, en ég hafði aldrei leikið í
framhaldsskóla eða neinu slíku, þótt
ég hefði verið dugleg í félagsmálum,
var formaður skemmtinefndar og
unglingaráðs og þess háttar.“
Skemmtilegra að skrifa
Eftir útskrift úr Leiklistarskól-
anum hóf Anna Svava störf hjá Leik-
félagi Akureyrar, var þar í tvö ár en
samdi síðan og flutti einleikinn Dag-
bók Önnu Knúts – helförin mín árið
2009.
„Þessi sýning var það fyrsta sem
ég skrifaði og eftir hana hef ég verið
beðin um að skrifa og það kom mér
mjög á óvart og það kemur mér enn á
óvart að einhver skuli biðja mig um
það. Mér finnst þetta miklu skemmti-
legra en að leika, það er ekkert sem
getur hamlað manni í því.“
Síðan þá hefur Anna Svava unnið
Anna Svava Knútsdóttir, leikkona og ísbúðareigandi – 40 ára
Ferming Anna Svava og Gylfi ásamt Arnari Orra og Jökli við fermingu þess síðastnefnda í fyrra.
„Fáránlegt að vera 40
ára því ég er bara 25“
Börnin yngstu Arnar Orri
og Laufey.
Heiðbjört Guðmundsdóttir, Regína Guðmannsdóttir, Brynja Vigdís Tandradótt-
ir og Hugrún Björk Ásgeirsdóttir héldu tombólu fyrir utan Spöngina. Þær fóru í
hús og söfnuðu dóti sem þær seldu svo og gáfu Rauða krossinum ágóðann sem
var 5.219 krónur.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
LLSBAKARÍ
Háholti 13-15 Mosfellsbæ | Háaleitisbraut 58-60 Reykjavík
s. 566 6145 | mosfellsbakari.is
MOSFE
Ert þú búin að prófa
súrdeigsbrauðin okkar?
Renndu við í Mosfellsbakarí og fáðu þér hollara brauð.