Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 33
DÆGRADVÖL 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 LIPUR GRIPUR AVANT - ER TIL Í ALLT - ALLT ÁRIÐ UM KRING Hvort sem þig vantar öflugt hjálpartæki í skógræktina, fyrir bæjarfélagið, til meðhöndlunar á vörubrettum, í moksturinn eða snjó- og jarðvinnu, þá getur þú verið viss um að AVANT leysir málið fyrir þig. Yfir 100 mismunandi aukatæki eru fáanleg á vélina. Raf- diesel- bensín- eða gasknúinn – þitt er valið. Framleiddur í Finnlandi – fyrir norðlægar slóðir. Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Nú skiptir það sköpum að fara gæti- lega í fjármálunum og velta hverri krónu fyrir þér. Nýttu þér það svo þú áttir þig loksins á því sem er að gerast í ástalífinu. 20. apríl - 20. maí  Naut Leggðu fram þau gögn sem þú hefur safnað og þá muntu eiga auðvelt með að vinna málstað þínum fylgi. Hikaðu ekki við að brydda upp á hugmyndum því þær munu falla í góðan jarðveg. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Jafnvel leiðinlegustu verk geta reynst skemmtileg ef maður bara nálgast þau með jákvæðu hugarfari. Líttu á björtu hliðar tilverunnar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Reiknaðu ekki með að hlutirnir gangi upp af sjálfu sér, heldur vertu ávallt viðbúinn því að þurfa að grípa inn í gang mála. Jafnvel þeir sem sleikja þig vanalega ekki upp gera það nú. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að hafa það á hreinu hvað til þíns friðar heyrir. Nýjar upplýsingar á næst- um hvaða sviði sem er vekja áhuga. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það er sem spenna byggist jafnt og þétt upp innra með þér núna. Kannski þarftu svo ekki á hjálpinni að halda – þú þarft bara að vita að þú stendur ekki einn. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú hefur tekið ákvörðun sem hreyfir við vinum þínum og ættingjum. Næsti mánuður er kjörinn fyrir frí, rómantík og ástarævintýri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér líður betur en þér hefur gert að undanförnu. Auðvelt er að koma af stað rifrildi, en það þjónar aðeins þeim tilgangi að gera öllum lífið leitt. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Óvænt tækifæri berst þér upp í hendurnar og þér er fyrir bestu að nýta þér það til hins ýtrasta. Notaðu tímann sem þú hefur í einrúmi til þess að endurmeta það sem þú sjálf vilt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Leggðu áherslu á að vera í góðu sambandi við samstarfsmenn þína. Sam- svörun kemur að góðum notum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Það er eins og þú sjáir himin þinn með augum aðkomumanns sem rambaði inn í hann. Vertu samstarfsmönnum þínum ljúf- ur. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu það ekki hafa áhrif á þig þótt fólk í kringum þig sé með uppsteyt og læti. Farðu vel með sannfæringarkraftinn sem þú býrð yfir. Skoðaðu málið vandlega og af- greiddu það svo. Svona er lífsins gangur, óvænturendir! – Hólmfríður Bjartmars- dóttir yrkir á Boðnarmiði þetta fal- lega ljóð: Vindur æðir ofan fjallaskörðin úfið vatnið hrekur yfir klaka fljótið af móði flytur niður jaka fallega sverfa veðrin rofabörðin. Í svona veðri semja ætti kvæði, sólgul stef um lóusöng að kveldi; sjóinn sem logar upp af sólareldi eins og þær nætur sem við þekktum bæði. Vorboðinn ljúfi fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu flytur nú ekki framar boð til þín. Davíð Hjálmar Haraldsson sagði frá því á Boðnarmiði fyrir tveim vik- um eða svo að sér hefði verið boðið í sviðalappaveislu í heimahúsi – „var þar nóg af öðrum veislumat. Þegar leið á kvöldið hafði húsbóndinn orð á því að hagyrðingar þegðu þrátt fyrir ríkulegar veitingar. Þá varð þetta til: Hagyrðingahersing slöpp hélt sér saman kveldið allt, fékk þó sviðna sviðalöpp og sætabrauð og dósamat. Ólafur Stefánsson gat ekki stillt sig: Naumast eru kjörin kröpp, karlar dansa á rósum. Sitja og naga sauðalöpp sötra malt úr dósum. Ólafur er dottinn í enskar limrur og yrkir stolið og stælt: Þegar orti hann fyrir sig fram þá fékk hann í hattinn sinn skamm. Mannvitsbrekkan glotti, – hann varð fyrir spotti en sagði: „I don’t give a damn.“ Og síðan þessi: Hún Þórný var þá aðeins sátt ef þrisvar á nóttu fékk drátt. Gauðið hann Svenni giftist samt henni. Það varð líka um veslinginn brátt. Þessi sveitavísa er ort eftir 1550 og sýnir að það hefur ekki farið vel um kotungana of nærri biskups- stólnum í Skálholti: Grímsnes hið góða og Gull-Hrepparnir. Sultar-Tungur og svarti Flói. Hér kemur „ástarvísa“ frá þessum tíma: Séð hef ég marga seima bil sitja á bekknum þaðra, af kynnum okkar kemur það til ég kýs þig heldur en aðra. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Síbreytileiki náttúrunnar, sviðalappir og Sultar-Tungur Í klípu „JÆJA, SETTU ÞETTA Í KÖRFUNA – RÓLEGA, RÓLEGA. ÓKEI, TÍNDU ANNAÐ. NÚNA!“ TÍNDU ÞITT EIGIÐ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞÚ ERT BÚINN AÐ TEPPALEGGJA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar hann er efstur á lista yfir það sem þú verður að eiga. VÁ MÉR LÍÐUR EKKI EINS OG MÉR SJÁLFUM Í DAG JÓN ER AÐ EIGA GÓÐAN DAG SÉRÐU, HEPPNI EDDI? ÞÚ KAUPIR NOKKRA DRYKKI OG ÞÚ EIGNAST VINI UNDIREINS! FÍFLIÐ HLÝTUR AÐ VERA MÚRAÐ! ÞETTA VAR GOTT HJÁ ÞESSUM HÁLFVITA! HA! ÉG VELTI FYRIR MÉR HVERSU MIKIÐ ÞESSI ASNI BORGAÐI FYRIR ÞETTA?! Í glæpasögum og spennumyndummá stundum lesa um og sjá að glæpamenn eru með úttroðnar tösk- ur af vegabréfum og nota það sem best á við hverju sinni. Hugsanlega getur verið betra að vera heima- maður í einu landi en útlendingur í öðru og glæpamenn í sögum og myndum eru ekki lengi að átta sig á því hvernig á að hegða sér á hverjum stað. x x x Stundum heyrist að vegabréfgangi kaupum og sölum í undir- heimum og sérstaklega er rætt um að vegabréf frá ríkjum sem standa ekki í ófriði við önnur ríki séu eftir- sóknarverðari en vegabréf frá her- skáum löndum. Þannig séu vegabréf frá Norðurlöndum hærra sett hjá glæpamönnum en vegabréf frá Sýr- landi eða Íran. x x x Morgunblaðið greindi frá því í vik-unni að vegabréf var ekki borið út í Hafnarfirði heldur var það heima hjá bréfberanum. Í kjölfarið reyndi Þjóðskrá að klóra í bakkann og sagði að nær öll vegabréf hefðu skilað sér í pósti til réttra viðtak- enda. 68 vegabréf skiluðu sér ekki fyrir tveimur árum og 74 í fyrra. Víkverji veltir því fyrir sér hvort þau hafi farið á frjálsan markað. x x x Eftir að þessar fréttir birtust varhaft á orði að um leið og þær bærust til liðsmanna hryðjuverka- samtaka mætti gera ráð fyrir auk- inni aðsókn þeirra í flug til landsins og í framhaldinu mætti búast við að æ fleiri óskuðu eftir því að bera út póst hjá Íslandspósti. Það er að segja að fá vinnu við að bera út vega- bréf sem yrðu síðan aldrei borin út til réttra viðtakenda heldur boðin hæstbjóðanda erlendis til sölu. x x x Víkverji skilur ekki hvers vegnavegabréf eru send í almennum pósti til viðtakenda. Það er hugs- anlega ein leið til þess að fjölga „Ís- lendingum“ í útlöndum en hvers vegna er þessi áhætta tekin? Til þess að valda almenningi óþarfa áhyggj- um og fjárútlátum? vikverji@mbl.is Víkverji Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki (Matt. 6:33)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.