Morgunblaðið - 31.03.2017, Side 40

Morgunblaðið - 31.03.2017, Side 40
FÖSTUDAGUR 31. MARS 90. DAGUR ÁRSINS 2017 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 548 KR. ÁSKRIFT 5.950 KR. HELGARÁSKRIFT 3.715 KR. PDF Á MBL.IS 5.277 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.277 KR. 1. Mistök í mælingum í Helguvík 2. Kærir tvo menn fyrir fjársvik 3. Ákærður fyrir að hafa banað Birnu 4. Skiptu gróðanum sama dag »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Melodia, kammerkór Áskirkju, heldur tónleika neðanjarðar, í bíla- stæðahúsinu við Laugaveg 94 á hæð -3, í kvöld kl. 21. Tónleikarnir bera yfirskriftina Eldur geisar undir og á efnisskránni verða verk fjögurra samtímatónskálda, m.a. tónskáldsins Veljo Tormis sem lést í janúar sl. Á tónleikunum fetar kórinn nýjar slóðir í samstarfi við Unnar Geir Unnarsson sviðshöfund og skapar stemningu í þessu óvenjulega rými, bæði með lýs- ingu og sviðshreyfingum. Einsöngv- arar verða Bragi Bergþórsson tenór og Bragi Jónsson bassi ásamt ein- söngvurum úr hópi kórmeðlima. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson. Eldur geisar undir í bílastæðahúsi  Bíó Paradís frumsýnir á morgun kl. 16 sænsku kvikmyndina Stelpan, mamman og djöflarnir (Flickan, Mamman och Demonerna), í samstarfi við Geðhjálp. Myndin fjallar um átta ára stúlku og móður hennar sem þjá- ist af geðklofa. Leikstjóri myndar- innar, Suzanne Osten, byggir söguna á eigin reynslu af því að alast upp hjá móður með geðröskun og fyrir sýn- ingu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstand- andi, kynna kvikmyndina og Osten. Að sýningu lokinni verður efnt til um- ræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdótt- ur, sérkennara og að- standanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkr- unarfræðings og deildarstjóra á sér- hæfðri endur- hæfingardeild á Kleppspítala. Að- gangur er ókeypis. Umræður um geð- röskun eftir sýningu Á laugardag Norðan og norðaustan 8-15 m/s og éljagangur norð- an og norðvestan til á landinu, en hægari vestlæg átt og úrkomulít- ið um landið sunnanvert. Hiti 1-8 stig að deginum, hlýjast syðst. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðlæg átt 8-13 m/s norðvestan til, en ann- ars hægari breytileg átt. Dálitlar skúrir eða él nyrðra, skúrir suð- austan til, en yfirleitt þurrt suðvestan til. Hiti 1-10 stig, hlýjast syðra. VEÐUR „Við vorum orðnir hungr- aðir í að spila og það hvatti okkur til dáða að heyra fólk tala um Keflavík sem sig- urstranglegra liðið í leikn- um eftir sigur liðsins gegn Tindastóli,“ sagði Brynj- ar Þór Björnsson, fyr- irliði Íslands- og bikar- meistara KR í körfu- knattleik, meðal annars við Morgunblaðið eftir sigur á Keflavík 90:71 í undan- úrslitum í gærkvöldi. »3 Meistararnir voru hungraðir „Fram var óskalið mitt auk þess sem þar á ég margar góðar vinkonur og þekki vel til hjá félaginu,“ sagði Þór- ey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknattleik, við Morgunblaðið í gær- morgun eftir að ljóst varð að hún gengi til liðs við Fram í sumar þegar hún flytur heim frá Noregi eftir fjög- urra ára veru hjá Vip- ers Kristiansand. »1 Fram var óskaliðið hjá Þóreyju Rósu Skíðamót Íslands hófst í Hlíðarfjalli á Akureyri í gær með 1 km sprettgöngu kvenna og karla. Segja má að sig- urvegararnir hafi komið hvor af sín- um enda litrófsins, annar marg- reyndur en hinn að keppa í fyrsta skipti á Íslandi. Elsa Guðrún Jóns- dóttir frá Ólafsfirði og Isak Stiansson Pedersen frá Akureyri fóru hraðast yfir. »2 Elsa og Isak fengu fyrstu gullverðlaunin ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Síðasti vinnudagur á Rakarastof- unni Klapparstíg í Reykjavík er í dag. Hún á sér tæplega 100 ára sögu. Þar af hefur Sigurpáll Gríms- son rakarameistari rekið hana í um 50 ár og á núverandi stað síðan 1980. Sigurpáll er kominn á aldur og það er ein ástæða þess að hann skell- ir nú í lás. Óþægindi vegna ýmissa framkvæmda í nágrenninu vega þó þyngra. „Allt í kringum mig hefur verið í hers höndum í sjö ár,“ segir hann. Götur hafi meira og minna verið lokaðar, Hverfisgata og Smiðjustígur sundurgrafin, og á síð- asta ári hafi gatan fyrir framan rak- arastofuna verið eins og uppskip- unarhöfn. „Reiturinn er stór og allir flutningar vegna byggingarfram- kvæmda á honum hafa farið hérna í gegn. Vaðið hefur verið yfir fyrir- tæki á svæðinu,“ segir hann. Útgönguleið Mikil eftirspurn hefur verið eftir húsnæði á svæðinu og segir Sig- urpáll að hann hafi fengið nokkur til- boð í húsnæði sitt. Hann hafi að lok- um tekið einu þeirra. „Það hefur verið vegið að okkur og eins og eig- endur smáfyrirtækja hafa upplifað er lítið hægt að fá fyrir fyrirtækin hérna sem slík og því var þetta ágætis útgönguleið.“ Starfsliðið tekur við rekstrinum og flytur í húsnæði hjá Hársnyrti- stofunni Sandro á Hverfisgötu 49. Nú eru sjö starfsmenn í rúmlega fjórum stöðugildum en voru mest 32. „Ég hvet alla viðskiptavinina til þess að fylgja fólkinu mínu,“ segir Sig- urpáll. Hann segir að vinnan hafi alltaf verið jafn skemmtileg og að- sóknin aukist eftir að bítlatískan hafi minnkað og liðið undir lok. „Það þurfti samt líka að snyrta bítlahárið, en ég byrjaði að læra um það leyti sem Bítlarnir komu fram á sjón- arsviðið og þá var ég einn af sára- fáum í náminu. Rakarar hættu og fóru í annað og ég keypti mig strax inn í stofuna að loknu námi.“ Á tímabili unnu tvær stúlkur við að taka á móti viðskiptavinum og selja vörur, einkum rakspíra. „Eftir að sala á rakspíra var gefin frjáls byrjaði ég að selja þessar vörur og auglýsti þær grimmt,“ rifjar Sig- urpáll upp. Margir viðskiptavinir rakarastof- unnar hafa haldið tryggð við hana í mörg ár. Sigurpáll segir að á dög- unum hafi einn maður sagt sér að hann hafi flutt til Reykjavíkur sem barn 1938 og verið kúnni á rakara- stofunni síðan þá. „Þegar ég mætti á staðinn, kornungur maðurinn, nýbú- inn að kaupa mig inn, voru nær allir fastir kúnnar og þeir tóku mér vel enda var ég eini nýi maðurinn á svæðinu.“ Í hers höndum í sjö ár  Síðasti dagur Rakarastofunnar Klapparstíg Morgunblaðið/Eggert Einn síðasti viðskiptavinurinn Sigurpáll Grímsson klippir Romain Þór Denuit á Rakarastofunni Klapparstíg. Umsátur Sigurpáll segir að ekki hafi verið vinnufriður lengi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.