Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | AMH – Akranesi | MyPet Hafnarfirði | Sími 511-2022 | www.dyrabaer.is – fyrir dýrin þín
Bragðgott, ho
llt og næringa
rríkt
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu
þjóðanna, segir það „algert forgangsmál“ að
vernda líf og heilsu almennra borgara í Írak, en
hundruð þúsunda manna eru nú í bráðri hættu
vegna orrustunnar um Mosúl-borg.
Vesturhluti Mosúl er fjölmennasta svæðið sem
liðsmenn vígasamtakanna Ríkis íslams hafa enn á
valdi sínu. Íraski stjórnarherinn sækir nú af mik-
illi hörku inn í borgarhlutann og hafa um 200.000
manns flúið svæðið. Fréttaveita AFP telur að enn
megi finna um 600.000 íbúa í vesturhlutanum og
eru um 400.000 þeirra fastir inni í gömlu miðborg-
inni. Eru vígamenn byrjaðir að nota suma þeirra
sem mennska skildi í baráttunni við hersveitir.
„Var að koma til Íraks til þess að leggja áherslu
á þá alvarlegu stöðu sem uppi er í mannúðarmál-
um þar. Það verður að vera algert forgangsmál að
vernda almenna borgara,“ segir Guterres í færslu
sem hann birti á samskiptamiðlum.
Gríðarleg vinna fram undan
Hefur Guterres m.a. átt fundi með Fuad
Masum, forseta Íraks, þingforsetanum Salim al-
Juburi og Ibrahim al-Jaafari utanríkisráðherra.
Guterres mun einnig funda með Haider al-Abadi,
forsætisráðherra landsins, áður en hann heldur til
Arbil, höfuðstaðar sjálfstjórnarsvæðis Kúrda.
Orrustan um Mosúl-borg er afar hörð með til-
heyrandi mannfalli og eyðileggingu. Á sama tíma
og stjórnarherinn hefur verið að endurheimta
landsvæði úr klóm vígamanna Ríkis íslams eru
ráðamenn í Bagdad margir hverjir uggandi yfir
því mikla endurreisnarstarfi sem fram undan er.
Það verk var meðal annars til umræðu á áður-
nefndum fundi Jaafari og Guterres.
„Írak þarf stuðning á borð við Marshall-aðstoð-
ina til að veita Írökum hjálp, ýta undir þróun og til
að komast yfir þær afleiðingar sem stríðið við Ríki
íslams hefur leitt af sér,“ hefur fréttaveita AFP
eftir Jaafari utanríkisráðherra.
Íbúar upplifa stöðugt ofbeldi í borginni
Þeir íbúar sem flúið hafa Mosúl hafast nú við í
fátæklegum flóttamannabúðum sem finna má á
nokkrum stöðum í námunda við borgina. Aðbún-
aður þar er bágborinn og skortur er á öllum helstu
nauðsynjavörum, að sögn AFP.
Lífið inni í Mosúl er hins vegar enn verra. Stöð-
ug átök með tilheyrandi skotbardögum, loft- og
sprengjuárásum. Sameinuðu þjóðirnar telja um
300 almenna borgara hafa látið lífið í vesturhluta
borgarinnar síðastliðinn mánuð. Mannfall er einn-
ig mikið í röðum Ríkis íslams, en óvíst er með
mannfall hjá íraska stjórnarhernum.
Þá hafa talsmenn hersveita bandalagsþjóða,
með Bandaríkin í forystu, sagt „líklegt“ að al-
mennir borgarar hafi fallið er orrustuþotur þeirra
slepptu sprengjum sínum á vígamenn í Mosúl.
Íraska ríkisstjórnin hefur hins vegar leitast eftir
því að kenna vígamönnum um mannfallið.
Algert forgangsmál að
vernda líf og heilsu fólks
Írakar þurfa á eins konar Marshall-aðstoð að halda, segir utanríkisráðherra
AFP
Átakasvæði Antonio Guterres (fyrir miðju) kom
með flugvél Sameinuðu þjóðanna til Bagdad.
Elsta listflugsveit heims, hin
franska Patrouille de France, lék
listir sínar yfir skotpöllum Geimvís-
indastofnunar Bandaríkjanna,
NASA, á Canaveral-höfða í Flórída,
en sveitin er nú á ferð þar vestra.
Hópurinn kom við á Keflavíkur-
flugvelli fyrr í þessum mánuði er
hann var á leið yfir hafið.
AFP
Leikið yfir skotpöllum NASA
Danska lög-
reglan hefur
handtekið 46 ára
gamlan karl-
mann sem grun-
aður er um að
hafa beitt 24
börn undir tólf
ára aldri kyn-
ferðislegu of-
beldi í starfi sínu á frístundaheimili
í Albertslund og hjá skátafélagi í
Brøndby. Er það danski miðillinn
Politiken sem greinir frá þessu.
Maðurinn var handtekinn 17.
mars síðastliðinn og hefur hann set-
ið í gæsluvarðhaldi síðan þá, að
sögn lögreglunnar í Kaupmanna-
höfn. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu er vitað um 24 börn sem
talið er að hafi orðið fyrir kyn-
ferðislegu ofbeldi. Ole Nielsen yfir-
lögregluþjónn segir rannsókn
standa enn yfir, en sérstakur rann-
sóknarhópur hafi verið skipaður
vegna þess hve alvarlegt málið sé.
DANMÖRK
Sakaður um brot
gegn 24 börnum
Enginn komst
lífs af þegar
þyrla brotlenti í
fjalllendi í Wales,
en fimm voru um
borð þegar slysið
átti sér stað.
Þyrlan er af
gerðinni AS355
Ecureuil og
framleidd af evrópska flugvéla-
framleiðandanum Airbus.
„Aðstæðum hefur verið lýst sem
hryllilegum og er skyggni á sumum
stöðum minna en 10 metrar,“ hefur
fréttaveita AFP eftir Gareth Evans,
lögreglumanni í Norður-Wales.
Þyrlan var á leið til Dublin er hún
fórst í þjóðgarði. Björgunarmenn
voru lengi að athafna sig á slysstað
sökum erfiðra og hættulegra að-
stæðna. Rannsókn á tildrögum
slyssins stendur yfir og hefur fólk
verið hvatt til þess að halda sig frá
slysstaðnum.
HÁLENDI WALES
Fimm létust er þyrla
fórst í fjalllendi
Hernaðaraðgerð tyrkneska hersins
innan landamæra Sýrlands, sem
nefndist Skjöldur Efrat, er lokið.
Var það Binali Yildirim, forsætisráð-
herra Tyrklands, sem tilkynnti þetta
á blaðamannafundi í gær.
„Aðgerðin Skjöldur Efrat hefur
heppnast vel og er henni nú lokið.
Hugsanlegar aðgerðir sem á eftir
koma munu fá annað heiti,“ sagði
Yildirim við blaðamenn að loknum
fundi með öryggisráði landsins. Ráð-
herrann gaf ekki upp hvort tyrk-
nesku hermennirnir yrðu kallaðir
aftur heim á næstunni.
Tyrkneskir skriðdrekar óku yfir
landamærin og inn í Sýrland 24.
ágúst sl. Fengu þeir aðstoð flughers-
ins í baráttunni við vígamenn Ríkis
íslams þar í landi. Lögðu hermenn
m.a. undir sig nokkra bæi í námunda
við landamærin í aðgerðinni.
AFP
Stríð Tyrkneskur dreki hleypir af.
Aðgerð
Tyrkja lokið
í Sýrlandi
Líkið af Kim Jong-nam, hálfbróður
Kims Jong-un einræðisherra, verð-
ur sent til Norður-Kóreu. Á sama
tíma verður níu malasískum ríkis-
borgurum sem staddir eru í Pjongj-
ang heimilað að
yfirgefa landið
og halda heim.
Þetta staðfesti
Najib Razak, for-
sætisráðherra
Malasíu, við
fréttaveitu AFP.
„Nú þegar
krufning og
rannsókn er lok-
ið á hinum látna og fjölskylda hans
búin að fara fram á að jarðneskar
leifar verði sendar aftur til Norður-
Kóreu hefur dánardómstjóri sam-
þykkt að afhenda líkið,“ segir Najib
í samtali við fréttamann AFP.
Jong-nam var myrtur með eitur-
efninu VX sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa skilgreint sem ger-
eyðingarvopn og er öflugasta
taugaeitur sem vitað er með vissu
að hafi verið framleitt. Er Kim
Jong-un sakaður um að hafa fyrir-
skipað morðið á hálfbróður sínum.
MALASÍA
Líkinu verður skipt
fyrir níu Malasíubúa