Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Grunnur lagður að byggingu Framkvæmdir eru hafnar á svokölluðum Landsbankareit, milli
Laugavegar 77 og Hverfisgötu í Reykjavík. Fyrirhuguð er mikil uppbygging á svæðinu.
Golli
Slysavarna-
félagið Landsbjörg
stendur svo sann-
arlega fyrir meira
en leit og björgun
þótt oftar rati í fjöl-
miðla fréttir af að-
gerðum félagsins
þegar einhver er
týndur eða óveður
geisar og sjálf-
boðaliðar félagsins
taka höndum sam-
an um að bjarga fólki og verðmætum. Félagið
stendur líka fyrir öflugum slysavörnum og
hefur náð ótrúlegum árangri á því sviði í ára-
tugi fyrir íslenskt samfélag.
Í félaginu eru á annað þúsund sjálfboðaliða
sem starfa nær eingöngu að slysa- og for-
varnamálum í sínu nærsamfélagi í samstarfi
við björgunarsveitirnar og önnur félög og
stofnanir. Á höfuðborgarsvæðinu, Vest-
urlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austur-
landi og Suðurlandi vinna sjálfboðaliðar fé-
lagsins að slysa- og forvörnum, fólk sem sinnir
margvíslegum störfum; innan heilbrigð-
isstéttarinnar, eru leikskólakennarar, kenn-
arar, iðnaðarmenn og fagfólk úr ýmsum stétt-
um. Við erum líka mömmur, pabbar, afar og
ömmur og búum því yfir mikilli þekkingu þeg-
ar kemur að slysavörnum barna og fullorð-
inna, á heimilinu, í umferðinni og umhverfinu
öllu.
Slysavarnadeildir félagsins hófu árið 1965
að beita sér fyrir notkun endurskinsmerkja
og gefa mörg þúsund
merki á ári til skóla-
barna, ungmenna og
eldri borgara, auk þess
að færa leikskólum end-
urskinsvesti fyrir litla
fólkið sem notuð eru í
vettvangsferðum.
Reglulega gera slysa-
varnadeildir og björg-
unarsveitir könnunina
„Öryggi barna í bílum“. Umferðarslysavarnir,
reiðhjól og hjálmanotkun barna er meðal þess
sem félagið hefur beitt sér fyrir og staðið þar í
fararbroddi. Nýbakaðir foreldrar fá bækling-
inn „Er öryggi barnanna tryggt á þínu heim-
ili?“ frá félaginu en hann er afhentur í ung-
barnaeftirliti heilsugæslustöðvanna.
Fjölmargar slysavarnadeildir færa nýbök-
uðum foreldrum ungbarnagjafir með forvarn-
arorðum og nú er áætlað að færa þær upplýs-
ingar í snjallforrit þannig að ungar mömmur
hafi varnarorð og ráðleggingar Slysavarna-
félagsins Landsbjargar við höndina í snjall-
símanum sínum. Einingar félagsins standa oft
fyrir íbúafræðslufundum og námskeiðum í
sínu nærsamfélagi þar sem fagfólk er fengið
til liðs með forvarnir og góð ráð. Margir eldri
borgarar hafa fengið heimsóknir frá slysa-
varnafélögum þar sem heimili þeirra eru tekin
út með tilliti til slysahættu. Slysavarnafélagar
hafa skoðað opin leiksvæði og umhverfi skóla
og gert tillögur til úrbóta til bæjar- og sveitar-
félaga. Stór þáttur í starfi félagsins í dag eru
slysavarnir ferðamanna en félagið rekur verk-
efnið SafeTravel þar sem upplýsingamiðstöð,
upplýsingavefurinn safetravel.is og um
hundrað upplýsingaskjáir um land allt upp-
lýsa ferðamenn og benda þeim á hættur sem
geta leynst á leið þeirra. Björgunarsveitir
ásamt slysavarnafélögum standa hálendisvakt
allt sumarið í Landmannalaugum, á Sprengi-
sandi og Öskjusvæðinu og aðstoða þar fjölda
erlendra og innlendra ferðamanna.
Á hausti komandi heldur Slysavarnafélagið
Landsbjörg ráðstefnu um slysavarnir og kall-
ar þar til liðs við sig fagfólk og áhugasama um
slysavarnir til samtals og
ráðagerða. Um er að ræða
upplýsandi ráðstefnu um
slysavarnir í sinni víðustu
mynd.
Í hartnær 100 ár hafa
þúsundir sjálfboðaliða lagt
fram óteljandi vinnu-
stundir í þeim tilgangi að
gera umhverfið okkar
öruggara og koma í veg
fyrir slys hjá samborgurunum sínum. Þótt
sjálfboðaliðarnir okkar eldist og hverfi úr
starfi koma nýir til starfa og félagið heldur úti
öflugri þjálfun og námskeiðahaldi fyrir sitt
fólk. Þekkingin heldur áfram að vera til innan
Slysavarnafélagsins Landsbjargar kynslóð
fram af kynslóð og það er alltaf pláss fyrir
nýtt fólk sem brennur fyrir slysavörnum og
hefur það að markmiði að stuðla að öruggara
samfélagi.
Eftir Svanfríði
A. Lárusdóttur
» Í hartnær 100 ár hafa
þúsundir sjálfboða-
liða lagt fram óteljandi
vinnustundir til að gera
umhverfið öruggara og
koma í veg fyrir slys.
Svanfríður A.
Lárusdóttir
Höfundur er félagi í slysavarnadeildinni í
Reykjavík og Björgunarsveitinni Kili, Kjalar-
nesi.
Öflugar slysavarnir –
öruggt samfélag
Sjálfboðaliðar Frá hálendisvakt Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar.
„Ég heyri sagt að
þú hafir keypt banka
Olavius Olavius, sagði
Arnas Arnæus. Er það
rétt? Olavius Olavius
hófst í sæti sínu og
ansaði: „Hef ég keypt
banka eða hef ég ekki
keypt banka? Hver
hefur keypt banka og
hver hefur ekki keypt
banka? Hvenær kaup-
ir maður banka og hvenær kaupir
maður ekki banka? Fari í helvíti
sem ég keypti banka. Og þó.“
Það er efinn sem hefur leitað á
hug heillar þjóðar sem varð að
martröð í vikunni. Jón heitinn
Hreggviðsson var að bjarga sér
þegar hann stal snæri sér til bjarg-
álna. Jón var aldrei skúrkur. Senni-
lega drap hann aldrei böðul sinn.
Böðullinn drukknaði í ælu sinni.
Jón var þrautseigur íslenskur al-
þýðumaður. Nú höfum við skúrka.
Suma er ef til vill ekki hægt að
dæma skúrka því þeir voru svo vit-
grannir, að eigin sögn. Olavius
Olavius er nútíma íslenskur við-
skiptafrömuður, sem kaupir og sel-
ur eignir með þeim aðferðum sem
hann telur sér henta
og hæfa hverju sinni.
Sennilega verður Olav-
ius Olavius mikið skáld
því hann er tilbúinn að
ganga lyginni á hönd,
alls staðar, í öllu og
ávallt.
Vissi enginn neitt?
Það er sárt til þess
að vita að þeir sem
áttu að gæta að hags-
munum íslenska rík-
isins þegar heim-
ilissilfrið var selt lýsa sig jafn
fávísa og raun ber vitni þegar það
koma fram gögn við ein „merkustu“
viðskipti þessarar aldar. Vissi bíl-
stjóri Olaviusar Olavius ekki neitt,
hafandi verið viðskiptaráðherra og
seðlabankastjóri?
Reyndar er það svo að Olavius
Olavius býr utan Íslands flestum
stundum en hefur þó haft aðsetur á
sveitasetri á Vesturlandi á stund-
um. Hann telur Íslendinga fátæka
þjóð og telur sig geta komið fram
við hana eins og skrælingja og þess
vegna alltaf sagt; ef ég get ein-
hverja ögn af einhverju tagi, sama
hvað það er lítið, þá geri ég það í
augsýn alls heimsins. Þannig verð-
ur niðurlæging Íslendinga mest.
Erlendir bankar
Sá er þetta ritar hefur haldið
uppi spurn um það á meðal er-
lendra bankamanna hvers vegna
ekki er stofnað útibú erlends banka
á Íslandi. Svörin hafa ávallt verið á
einn veg; við höfum þau viðskipti
sem við þurfum, það er óþarfi að
nálgast Ísland á annan veg en í
skjalatösku.
Því var það sjálfsögð spurning
árið 2003 að spyrja; hverjar eru
fyrirætlanir yðar, herrar mínar,
þegar þið kaupið Búnaðarbankann
án þess að skoða hrossið? Enda
kom á daginn, reyndar 14 árum síð-
ar og þegar andlagið var komið í
gjaldþrot, að það hefur enginn er-
lend fjármálastofnun áhuga á að
kaupa banka á Íslandi. Það vekur
jafnvel furðu mína að nokkur banki
vilji lána til Íslands þegar við-
skiptasiðferði er á jafn lágu plani
og lýst er í skýrslu Rannsóknar-
nefndar Alþingis um sölu á hlut
ríkisins í Búnaðarbanka Íslands hf.
árið 2003.
Þegar rannsókn hefst er rétt að
leggja fram rannsóknarspurningu.
Hvernig má það vera að gerendur í
bankahruni skuli koma út úr
hruninu uppréttir með smávægilegt
kusk á hvítflibbanum?
Hvað með auðlegð gerenda?
Það er ef til vill öfund að spyrja
svona, en þó!
Það liggur fyrir í vitnisburði
stjórnarmanna í Glitni banka hf. að
auðlegð fyrrverandi forstjóra bank-
ans byggist á markaðsmisnotkun.
Glitnir banki hf. keypti hlutabréf
hans til að koma í veg fyrir verð-
lækkun á hlutabréfum í bankanum.
Það liggur ljóst fyrir að gerand-
inn í hruni Landsbanka Íslands hf.
stendur uppréttur og þjóðin á mikil
viðskipti við símafyrirtæki hans og
svelgist ekki á. Það eru til gögn um
það hvernig eignarhlutur hans í
bankanum var fegraður af endur-
skoðanda bankans, hagsmuna-
gæslumanni allra hluthafa. Hvernig
var skuldauppgjöri þessa merka
manns við bankann háttað? Það er
rannsóknarefni, sem aðra hluthafa
og þjóðina varðar um.
Það liggur fyrir að gerandinn í
Kaupþingi hf. stendur uppréttur og
rekur umfangsmikil viðskipti á Ís-
landi og um norðurálfu. Hvernig
var skuldauppgjöri hans við Kaup-
þing hf. og íslenska banka háttað?
Egla hf. var með 10 milljónir í
hlutafé. Kaupþing hf. lagði fram
100 milljónir Bandaríkjadala til að
kaupa Búnaðarbanka Íslands hf.
Svo virðist sem vitorðsmenn hafi
sviðið út aðrar 100 milljónir Banda-
ríkjadala úr sameinuðum banka.
Hinar upphaflegu 10 milljónir
skipta engu í þessu ferli. Það skipt-
ir ef til vill ekki sköpum, ef banki
var ekki starfhæfur, hvort út úr
honum var sviðið 100 milljónum
dölum meira eða minna.
Það er víst besta leiðin til að
ræna banka að eiga hann. Svo segir
William K. Black.
Kúguð þjóð í lífsháska
Með því að láta viðgangast við-
skiptatilburði eins og viðhafðir voru
í viðskiptum með Búnaðarbanka Ís-
lands hf. megnum við hvorki að
sigla né versla. Þess vegna eign-
umst við aldrei peninga. Þess vegna
verðum við ekki aðeins kúguð þjóð,
heldur einnig þjóð í lífsháska.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason »Hvenær kaupir mað-
ur banka og hvenær
kaupir maður ekki
banka? Fari í helvíti
sem ég keypti banka.
Og þó.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Skúrkar kaupa banka