Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 37
MENNING 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hljómsveitin The Saints of Boogie Street
heldur tónleika í Salnum í Kópavogi í kvöld kl.
21. Hljómsveitin var stofnuð árið 2011 til heið-
urs kanadíska söngvaranum, skáldinu og
lagahöfundinum Leonard Cohen sem lést 7.
nóvember síðastliðinn, 82 ára að aldri, nokkr-
um vikum eftir að fjórtánda hljóðversplata
hans, You Want It Darker, kom út.
Stofnandi The Saints of Boogie Street er
Soffía Karlsdóttir söngkona sem mun vera
einn heitasti aðdáandi Cohens hér á landi og
fékk hún til liðs við sig söngkonuna Esther
Jökulsdóttur og fleiri vini sína úr tónlist-
arbransanum.
Hljómsveitin flytur eingöngu lög eftir Co-
hen og gaf árið 2012 út plötu með flutningi
sínum á 15 lögum meistarans. Hét sú Leon-
ard Cohen Covered og fylgdi hljómsveitin út-
gáfunni eftir með tónleikahaldi víða um land á
árunum 2012-15.
Hljómsveitina skipa Pétur Valgarð Pét-
ursson gítarleikari, Ingólfur Sigurðsson
trommuleikari, Davíð Atli Jones bassaleikari
og Kristinn Einarsson píanóleikari og söng-
konur eru þær Soffía og Esther, sem fyrr
segir.
Saman á ný
„Þetta eru allt saman frábærir tónlist-
armenn sem komu að gerð þessarar plötu og
núna á tónleikunum verðum við öll saman á
ný; ég, Soffía og systir Soffíu, Guðrún Árný,
sem léði okkur rödd sína á plötunni,“ segir
Esther um plötuna og tónleikana. Þegar liðs-
menn hljómsveitarinnar fréttu af andláti Co-
hen hafi þeir ákveðið að koma saman á ný og
halda tónleika honum til heiðurs.
„Það sem er öðruvísi við þennan disk er að
það eru tvær konur sem syngja allt efnið! Co-
hen elskaði konur, hann með allar sínar hetju-
ímyndir sem hann söng til heiðurs. Hvað var
þá annað betra en að það væru konur sem
flyttu lögin hans?“ segir Esther. Hörðustu
aðdáendur Cohens hafi verið hæstánægðir
með þetta fyrirkomulag og ferðamenn sem
komu á tónleika hljómsveitarinnar yfir sig
hrifnir.
Jóhann syngur með
Á tónleikunum í kvöld verða öll lögin af
plötunni flutt í heild sinni auk fleiri laga sem
hafa bæst við á efnisskrána, að sögn Esther-
ar. Guðrún Árný verður gestur hljómsveitar-
innar og syngur nokkur lög og einnig Karl
Friðrik Hjaltason, 23 ára sonur Soffíu. Þá
mun Jóhann Sigurðarson, leikari og söngvari,
verða með á tónleikunum og syngja nokkur
lög eftir Cohen.
„Það er okkur mikil ánægja að fá hann Jóa
til liðs við okkur með sína frábæru, þykku,
djúpu og kraftmiklu rödd sem vegur vel upp á
móti okkur Soffíu,“ segir Esther um leikarann
raddfagra.
Heiðra minningu Cohens
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Djúpur Jóhann Sigurðarson á æfingu með The Saints of Boogie Street í Salnum. Jóhann er með djúpa söngrödd og ætti því að geta líkt eftir Cohen.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sposkur Cohen hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík árið 1988. Hér sést hann heilsa við kom-
una til landsins. Hrafn Gunnlaugsson var formaður stjórnar hátíðarinnar og tók á móti honum.
The Saints of Boogie
Street heldur tónleika í
Salnum Jóhann Sig-
urðarson, Guðrún Árný
og Karl Friðrik Hjalta-
son gestasöngvarar
Ghost in the Shell
Motoko Kusanagi (Scarlett Johans-
son) er sæborg þar sem mennskur
líkami hennar er gæddur hátækni-
vélbúnaði sem gerir hana nánast
ósigrandi í þrotlausri baráttu við
þrjóta sem vilja komast yfir þá
tækni sem fyrirtækið sem skapaði
hana ræður yfir. Hingað til hafa
Motoko og teymi hennar náð að
verjast öllum árásum en nú er kom-
inn til sögunnar nýr andstæðingur
sem er öflugri en allir þeir sem þau
hafa tekist við áður. Myndin er
byggð á samnefndum manga-
teiknimyndabókum eftir Masamune
Shirow. Leikstjóri er Rupert Sand-
ers og auk Johansson leika m.a.
Pilou Asbæk og Juliette Binoche í
kvikmyndinni.
Rotten Tomatoes: 67%
Strumparnir og gleymda þorpið
Þegar Strympa verður vör við að
ókunnug augu eru að stara á hana í
nágrenni Strumpaþorps og finnur í
framhaldinu dularfullt kort sem
gefur til kynna að Strumparnir séu
ekki einu íbúar Strumpaskógar
leiðir það til þess að hún, Gáfnastr-
umpur, Kraftastrumpur og Klaufa-
strumpur halda í leiðangur í leit að
sannleika málsins, þvert á vilja
Æðstastrumps. Kjartan galdrakarl
og kötturinn Brandur eru aldrei
langt undan. Teiknimyndin um
Strumpana verður sýnd bæði í tví-
og þrívídd.
Leikstjóri íslensku talsetningar-
innar er Rósa Guðný Þórsdóttir en
meðal leikara í henni eru Salka Sól
Eyfeld, Ævar Þór Benediktsson og
Guðjón Davíð Karlsson.
Rotten Tomatoes: 38%
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í
Reykjavík var sett í Bíó Paradís í
gær. Á hátíðinni, sem stendur til 9.
apríl, verða sýndar 32 barna- og
unglingakvikmyndir víðs vegar að
úr heiminum. Meðal mynda sem
sýndar verða eru danska ofur-
hetjumyndin Antboy 3, sænska
myndin Stelpan, mamman og djöfl-
arnir og japanska teiknimyndin
Wakanim – Sword Art Online.
Fjallað var ítarlega um hátíðina í
Morgunblaðinu í gær. Allar nánari
upplýsingar um myndir og sýning-
artíma er á vefnum: bioparadis.is.
David Lynch og Twin Peaks
Stafræn endurgerð á Twin Peaks:
Fire Walk With Me frá árinu 1992
eftir David Lynch verður sýnd í Bíó
Paradís um helgina. Myndin fjallar
um dularfullt morð á Lauru Palmer
sem setur rólegan smábæ á hliðina.
Lynch lýsir sögunni sem torráðinni
og flókinni hryllingssögu. Fyrsta
sýning myndarinnar verður í kvöld
kl. 20, en að auki er hún sýnd á
morgun, laugardag, kl. 20 og á
sunnudag kl. 17.30. Á morgun kl. 22
verður einnig sýnd myndin Twin
Peaks: The Missing Pieces frá
árinu 2014.
Bíófrumsýningar
Sæborg og Strumpar
Sæborg Scarlett Johansson leikur sæborgina Motoko í Ghost in the Shell.
ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS
VEISTU UM GÓÐAN
RAFVIRKJA?
Miðasala og nánari upplýsingar
5%
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 4
TILBOÐ KL 5
SÝND KL. 5, 8, 10.15 SÝND KL. 4, 6
SÝND KL. 8, 10.35
SÝND KL. 4, 6SÝND KL. 8, 10.15