Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 10

Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 hafa eftirlit með framkvæmdunum fyrir borgina. Verkefnisstjóri fram- kvæmdar er Þór Gunnarsson. Verkfræðistofan Hnit hannaði gatnamótin. Síðar er áformað að ný göngu- gata, Reykjastræti, verði lögð frá Hörpu að Hafnarstræti og þveri Geirsgötuna á upphækkuðu svæði. Þetta eru ekki einu framkvæmd- irnar í miðborginni sem skerða um- ferðarflæði um svæðið. Í nóvember í fyrra var gerð hjáleið á Geirsgötu austan við Pósthússtræti meðan verktaki vinnur að byggingu bíla- kjallara undir Geirsgötu. Reiknað er með að þessi hjáleið verði í notkun fram á næsta haust. Strætó, sem ekið hefur úr Lækj- argötu upp á Hlemm, ekur nú um Hverfisgötu í stað Sæbrautar. Sama gildir um akstur frá Hlemmi. Á árum áður óku strætisvagn- arnir um Hverfisgötuna en leiða- kerfinu var breytt þegar endurgerð Hverfisgötu hófst. Fram kemur í tilkynningu borgar- innar að umferð verði hleypt á ný gatnamót Geirsgötu og Kalkofns- vegar í ágúst næstkomandi. Fyrst í stað verða þar þrengingar en gatna- mótin verða að fullu frágengin í nóv- ember ef áætlanir standast. Á verk- tíma verða tímabundnar þrengingar og hjáleiðir. Tilboðið 347,2 milljónir króna Framkvæmdir við gatnamótin voru boðnar út í byrjun ársins. Fjögur tilboð bárust í verkið. Inn- kauparáð Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum hinn 7. mars síðastlið- inn að ganga að tilboði Lóðaþjón- ustunnar ehf að upphæð 347,2 millj- ónir. Kostnaðaráætlun var 331,4 milljónir króna. Nesvélar ehf. áttu lægsta tilboðið, 310,6 milljónir, en því tilboði var ekki tekið. Grafa og grjót ehf. bauð 386,2 milljónir og Ís- tak hf. 439 milljónir. Verkís hf. mun Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við gatna- mót Geirsgötu og Lækjargötu/ Kalkofnsvegar við Arnarhól. Gatnamótin verða færð nokkra metra í vesturátt. Útbúin verða svo- kölluð T-gatnamót í stað sveigðrar Geirsgötu eins og nú er. 30 kílómetra hámarkshraði verður á þessum göt- um. Eftir framkvæmdirnar verður Geirsgatan hornrétt á Lækjargötu/ Kalkofnsveg. Kalkofnsvegur, milli Hverfisgötu og Geirsgötu, verður lokaður fyrir umferð tímabundið vegna fram- kvæmda. Götunni var lokað í gærmorgun og þá hófu verktakar vinnu við að setja upp vegmerkingar og vísanir á hjá- leiðir. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg að til að draga úr áhrifum lokunarinnar hafi Tryggva- götu verið breytt í tvístefnuakstur, en á hluta hennar hefur verið ein- stefna vegna framkvæmda við Straujárnið eins og byggingin Hafn- arstræti 19 hefur verið kölluð. Í því húsi verður hótelstarfsemi á vegum Icelandair Hotels. Morgunblaðið/Golli Framkvæmdir Verktakar byrjuðu í gærmorgun að setja upp vegmerkingar og vísanir á hjáleiðir á svæðinu. Kalkofnsvegi lokað vegna framkvæmda  Strætó ekur að nýju um Hverfisgötu Mynd/Reykjavíkurborg Ný gatnamót Svona munu hin nýju gatnamót Geirsgata/Lækjargata líta út. lÍs en ku ALPARNIR s www.alparnir.is P P Góð gæði Betra verð Fermingadagar ÁRMÚLA 40 | SÍMI 534 2727 Mistral Kuldaþol -19°C Þyngd 1,76 kg. 13.993 kr. 9.995 kr. Einnig til í rauðu Micra Kuldaþol -14°C Þyngd 1,0 kg. 16.995 kr. 13.596 kr. Topas Kuldaþol -25°C Þyngd 1,55 kg. 19.995 kr. 15.996 kr. Snjóbrettapakkar 30-50% afsláttur Skíðapakkar 30-50% afsláttur Bakpokar Tjöld Svefnpokar Mikið úrval Kúlutjald 3ja-4ra manna Lowe alpine 60-80L TILBOÐ 24.995 kr. Lowe alpine 30-45L TILBOÐ 19.995 kr. Aura Kitchen-to-go Ferðaeldhús 16.995 kr. 13.596 kr. SERAC 3ja-4ra manna 29.995 kr. 19.995 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.