Morgunblaðið - 31.03.2017, Side 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ Jón Helgasonfæddist í Hof-
felli 2. mars 1943.
Hann lést 23. mars
2017.
Foreldrar hans
voru Helgi Guð-
mundsson bóndi, f.
14. apríl 1904, d. 2.
febrúar 1981, og
Heiðveig Guðlaugs-
dóttir, fædd 13.
september 1919, d. 22. nóvember
2006. Systkini Jóns sammæðra
eru: 1) Jón Gunnar Jónsson, f. 19.
júní 1940, d. 21. desember 2012. 2)
Úlfar Helgason, f. 11. júlí 1945. 3)
þeirra barn er Eva María, f. 25.
mars 2016. b) Bjarki Júlí, f. 27.
ágúst 1987, og c) Eva Kristín, f.
17. desember 1993, sambýlis-
maður hennar er Aðalsteinn Ingi
Helgason. 2) Helgi Jóhannes, f.
15. mars 1972, sambýliskona hans
er Áslaug Skeggjadóttir, f. 5. jan-
úar 1973, börn þeirra eru, Jón
Skeggi, f. 27. ágúst 1999, Óskar
Þór, f. 27. febrúar 2007, og Olga
Júlía, f. 27. febrúar 2007. 3.)
Bjarni Óskar, f. 9. maí 1982.
Jón var lengst af með sjálf-
stæðan atvinnurekstur og starf-
aði sem vörubílstjóri. Frá árinu
2000 til starfsloka starfaði hann
hjá Vegagerð ríkisins.
Jarðarförin fer fram frá Hafn-
arkirkju í dag, 31. mars 2017,
klukkan 14 .
Guðmundur Helga-
son, f. 1. janúar 1947,
d. 23. júní 2016. 4)
Sigurbjörg Helga-
dóttir, f. 7. janúar
1954. Eiginkona Jóns
var Júlía Katrín Ósk-
arsdóttir frá Höfn, f.
24. maí 1948. Jón og
Júlía eignuðust þrjú
börn: 1) Heiðveigu
Maren, f. 11. janúar
1965, sambýlismaður hennar er
Guðbergur Sigurbjörnsson. Börn
Heiðveigar eru; a) Jón Vilberg, f.
8. júní 1982, hans sambýliskona er
Berglind Ósk Borgþórsdóttir,
Afi minn. Nú er afi Jón fallinn
frá eftir stutta en erfiða baráttu við
krabbamein. Afi var þannig maður
að vinir mínir kölluðu hann líka afa.
Minningarnar eru óteljandi og ég
hef eytt löngum stundum undan-
farið í að rifja þær upp til þess að
eiga fyrir okkur fjölskylduna að
muna seinna meir.
Ég gleymi því aldrei þegar við
vorum í Nesjasjoppunni að fá okk-
ur pylsu og malt og annað barn var
þar statt með móður sinni að biðja
um nammi, en mamman var ekki á
því að kaupa sælgæti. Þá tekur afi
upp veskið og borgar fyrir nammið
og segir svo orðin sem við höfðum
öll heyrt svo oft, og áttum eftir að
heyra milljón sinnum í viðbót:
„Honum er þetta nú ekki of gott
vesalingnum litla.“ Í sömu sjoppu-
ferð tókst afa að hneyksla mig svo
allsvakalega með því að taka úr sér
gervitennurnar, skella á búðar-
borðið og stanga úr þeim með tann-
stöngli.
Afi var vægast sagt ofvirkur
maður og það breytti sko engu
hvort hann væri slasaður eða brot-
inn, ef hann ætlaði sér á veghefil að
gera eitthvað, þá gerði hann það.
Hann hafði unun og yndi af tækj-
um, vélum, að skoða landið og
spjalla við mann og annan. Það fóru
ófá sumarfríin þeirra ömmu í það
að fara í sumarbústað eitthvað í
„afslöppun“ sem endaði svo með
því að flesta daga var keyrt í
nokkra klukkutíma að skoða ein-
hver tæki sem hann hafði frétt af.
Ég fór eitt sinn með ömmu, afa,
móðurbróður mínum og hans fjöl-
skyldu á Ísafjörð í sumarfrí. Afa lá
þá svo á að skoða Vestfirðina að við
keyrðum einn daginn rúmar 14
klukkustundir þvers og kruss, það
væri nú sko hægt að slaka á seinna
í fríinu! Margar góðar stundir átt-
um við afi í sumarbústaðnum
þeirra afa og ömmu í Lágafelli, þar
sem afi stalst til að kenna mér að
stýra bílum rétt rúmlega sjö ára og
seinna meir að fá að keyra ein
þegar hann var örugglega búinn
að kenna réttu tökin á kúplinguna.
Það var honum mikið hitamál að
ég skyldi læra á gamla Lödu með
kraftstýri, og hann sagði mér að
alvöru konur væru með fléttur í
hárinu og kynnu sko að keyra. Ég
hef gert mitt besta til að fylgja
þessu heilræði eftir.
Afi mátti hvergi aumt sjá, var
vinamargur og ekki til í honum illt
bein. Hann var alltaf hress, glaður
og mikill húmoristi. Við minnumst
hans öll þannig, og mikill er missir
okkar sem þekktum hann. Þetta
er mín hinsta kveðja til afa Jóns,
sem fór allt of snemma úr þessu
lífi. Aldrei gleymdur, ávallt sakn-
að.
Eva Kristín Guðmundsdóttir.
Hann kom inn í líf mitt með
hraða bílsins sem hann ók, þegar
ég var átta ára gömul, hann Jón
Helgason vörubílstjóri frá Hoffelli.
Ég átti bara systur fyrir, en eign-
aðist nú stóra bróður og þannig
varð samband okkar alla tíð, hann
var enda einstaklega trúr og
tryggur maður.
Júlía systir og hann byrjuðu
sinn búskap á loftinu á Sæbergi við
Bogaslóð 14 á Höfn. Oft var skotist
upp að spjalla og ég tala nú ekki
um til að athuga hvað unga parið
ætlaði að hafa í matinn. Hafði
heyrt að þau ætluðu aldrei að hafa
fisk, en það breyttist þó fljótt og
fiskurinn var tekinn í sátt.
Jón var atorkumaður í starfi og
leik. Hann elskaði að fara með
barnabörnin út og suður að gera
eitthvað skemmtilegt fyrir þau, í
og við Lágafell, bústaðinn þeirra
Júlíu, aldrei lognmolla þar. Á síð-
asta ári fékk hann svo sitt fyrsta
barnabarnabarn, sem er mikill
gleðigjafi.
Að fara með Jóni í bíltúr hvort
sem var inn um dali, upp á fjöll eða
um sveitirnar var alltaf skemmti-
legt. Hann var náttúrubarn af
Guðs náð og elskaði landið sitt. Að
finna fallega steina eða tína ber
með honum var upplifun sem seint
gleymist. Útilegurnar, allar bú-
staðaferðirnar; þetta fer allt í góða
minningabankann.
Mágur minn var glettinn og
stríðinn, en alltaf sakleysið upp-
málað. Ég fékk að kynnast þessu á
unglingsárunum. Hann var t.d. bú-
inn að finna það út, að ef það væri
unnin yfirvinna í frystihúsinu
kæmi maður hálfdasaður heim og
tæki ekkert eftir fötu í kvistglugg-
anum. Svo var bara látið gossa yfir
litlu „systu“. Við tókum ófáa vatns-
slagina og oftar en ekki var það
Júlía sem mátti þurrka upp eftir
okkur, við vorum jú svo þreytt eftir
atganginn.
Jóni þótti vænt um vinnuna sína
og eftir að hann komst á aldur var
hann oft fenginn í afleysingar, það
fannst honum ekki leiðinlegt.
Hann hafði sem vörubílstjóri mest
unnið í vegagerð, en hóf nú að
keyra flutningabíla og ferja fisk á
milli landshluta. Honum fannst
verst að hann hafði ekki byrjað á
þessu fyrir löngu, þetta voru svo
miklir lúxusbílar.
Vegavinnustarfið skipaði þó
ávallt sinn sess, einnig eftir form-
leg starfslok. Hann sýndi mér
tölvupóst nýverið, sem hafði verið
sendur Vegagerðinni og honum
þótti vænt um. Þá hafði hann verið
að vinna á veghefli á veginum um
Öxi og þar um kring. Í tölvupóst-
inum stóð: „Takk kærlega fyrir
lagfæringuna á heimreiðinni hjá
mér. Sérstaklega leysti hefilstjór-
inn vel sitt verkefni, og er eins og
farið hafi verið yfir planið með
múrskeið og hallamáli.“ Ekki að-
eins lýsir þetta vönduðum vinnu-
brögðum Jóns, heldur einnig gleði í
starfi, jafnt sem í leik.
Ég kveð góðan dreng með sökn-
uði en á yndislegar minningar sem
ylja.
Elsku Júlía, Heiða, Helgi,
Bjarni Óskar og fjölskyldur, bið
Guð að auka ykkur styrk á sorg-
arstund.
Hrönn Óskarsdóttir.
Það er vor í lofti og fuglasöngur
ómar í trjánum í Lágafelli, þar sem
þau hjónin Jón og Júlía reistu sér
falleg híbýli sem bera ótvíræðan
vott um samheldni og kærleik
þeirra hjóna. Þangað var ávallt
gott að koma og áttum við Þórhild-
ur margar ógleymanlegar ánægju-
stundir hjá þeim ágætu vinum okk-
ar. Þá var rætt um allt milli himins
og jarðar en einkum þó atburði úr
sveitinni. Jón þekkti Hoffellsfjöll-
in og allt umhverfið í Skaftafells-
sýslum vel enda var það ósjaldan
sem setningin „Spyrjum Jón“
hljómaði í bíl okkar hjóna þegar
við ferðuðumst um.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjót-
andi að vera sendur ungur í sveit
að Hoffelli til ömmusystur minn-
ar, en þá var tvíbýli í Hoffelli þar
sem ég kynntist Jóni og fjölskyldu
hans. Það var á þeim tíma sem
vélaöldin var nýgengin í garð á
Hornafirði. Áhugi Jóns á fara-
tækjum varð til þess að hann
gerðist vörubifreiðastjóri og rak
lengst af sína eigin vörubíla þar til
hann fór að vinna hjá Vegagerð-
inni á Höfn. Það er óhætt að segja
að Jón var eins og ég og fleiri með
ólæknandi bíladellu og voru meðal
annars gamlir bílar sameiginlegt
áhugamál okkar. Hann gat rakið
ártöl og nánast dagsetningar
hvaða bílar komu fyrst til Horn-
arfjarðar.
Jón unni heimahögum sínum
og var ræktarsamur við sína nán-
ustu. Hann sá hið góða í hverjum
manni og kallaði gjarnan jafn-
aldra sína fermingarsystkini sín.
Jón hafði oft skemmtileg tilsvör,
sérstaklega þegar rætt var um
mál eða atvik sem honum þóttu
orka tvímælis, þá átti Jón til að
segja: Maður spyr sig.
En í dag kveðjum við Jón
Helgason, bóndason frá Hoffelli.
Ég hefði viljað fá nokkur ár í við-
bót, sagði Jón þegar hann ræddi
veikindi sín við mig. Því miður
varð honum ekki að ósk sinni en
minningin um góðan félaga og vin
lifir.
Kæra Júlía og fjölskylda. Inni-
legustu samúðarkveðjur til ykkar.
Viggó S. Pálsson (Bói).
Jón Helgason
✝ Kristinn Ólafs-son, doktors-
nemi í stofnerfða-
fræði, fæddist í
Vestmannaeyjum
10. febrúar 1978.
Hann lést á Land-
spítalanum við
Hringbraut 22.
mars 2017.
Foreldrar hans
eru Ólafur Magnús
Kristinsson, fv.
hafnarstjóri í Vestmanna-
eyjum, f. 2. desember árið
1939, og eiginkona hans Inga
Þórarinsdóttir kennari, f. 14.
nóvember árið 1946. Kristinn
var næstyngstur fimm barna
þeirra. Systkini hans eru:
Helga, f. 20. ágúst 1970, Lilja,
f. 17. febrúar 1972, Guð-
Kristinn lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri
1999 og BS-prófi í líffræði frá
Háskóla Íslands árið 2003.
Hann stundaði doktorsnám í
stofnerfðafræði við Háskóla
Íslands og hugðist ljúka því
verkefni í vor. Kristinn vann
sem hafnarvörður við Vest-
manneyjahöfn í námsleyfum.
Hann vann hjá líftæknifyr-
irtækinu Prokaria og hjá Mat-
ís, þekkingar- og rannsóknar-
fyrirtæki í matvæla- og líf-
tækniiðnaði, frá árinu 2007.
Hjá Matís voru Kristni falin
margþætt verkefni sem tengd-
ust alþjóðlegu vísindasam-
starfi og ferðaðist hann víða
um heiminn þeirra erinda.
Kristinn var félagsmaður í
AKÓGES í Reykjavík.
Útför Kristins verður gerð
frá Bústaðakirkju í dag, 31.
mars 2017, og hefst athöfnin
klukkan 15.
laugur, f. 27. októ-
ber 1973, og Hild-
ur, f. 29.
september 1984.
27. ágúst 2005
kvæntist Kristinn
Margréti Arnheiði
Jónsdóttur lög-
fræðingi, f. 10.
september 1978.
Foreldrar hennar
eru Jón Þorsteins-
son, fv. sóknar-
prestur í Grundarfirði og Mos-
fellsbæ, f. 19. febrúar 1946, og
Sigríður Anna Þórðardóttir,
fv. alþingismaður, ráðherra og
sendiherra, f. 14. maí árið
1946. Dætur Kristins og Mar-
grétar Arnheiðar eru Sigríður
Anna, f. 16. ágúst 2003, og
Inga Guðrún, f. 18. mars 2008.
Elsku hjartans bróðir okkar.
Að þurfa að kveðja þig svo
snögglega í blóma lífsins er svo
óendanlega sárt. Við áttum eftir
að gera svo margt saman. Stórt
skarð er höggvið í systkinahópinn
og við spyrjum okkur spurninga
sem engin svör fást við. Í gegnum
tárin rifjum við upp minningar af
yndislegum dreng. Þú varst okkur
systkinunum svo mikið, frábær
bróðir og góður vinur. Alltaf
varstu til staðar og tilbúinn að
rétta fram hjálparhönd. Af óend-
anlegri þolinmæði og undraverð-
um hætti hjálpaðir þú okkur við
alla hluti, hvort sem það var mat-
argerð, lærdómur eða tölvuvið-
gerðir og manni fannst að það
væri lítið sem þú kunnir ekki. Þú
varst mikill húmoristi og mikill
mannvinur með sterka réttlætis-
kennd og máttir ekkert aumt sjá.
Við höfum átt margar góðar
stundir saman sem í dag eru okk-
ur svo óendanlega mikilvægar. Í
söknuðinum yljum við okkur við
minningarnar og þökkum fyrir all-
ar þær góðu stundir sem við höf-
um átt saman. Þú varst dætrum
þinum einstakur faðir og konu
þinni einstakur eiginmaður og
missir þeirra er mikill. Eins og við
lofuðum munum við gera allt sem
við getum til að vera til staðar og
styðja þær í einu og öllu.
Guð geymi þig elsku Kiddi okk-
ar, minning þín mun lifa í hjarta
okkar um ókomna tíð.
Elsku Margrét, Sigga og Inga,
megi Guð styrkja ykkur í sorginni.
Þín systkini,
Helga, Lilja, Guðlaugur
og Hildur.
Hann Kiddi kom inn í líf fjöl-
skyldunnar með símtali frá Mar-
gréti dóttur okkar sem stundaði
nám við Menntaskólann á Akur-
eyri. „Það er strákur hérna,“ sagði
hún og það var ákveðinn tónn í
röddinni. Ástin kviknaði í hjörtun-
um ungu og örlög réðust. Síðar
fengum við að sjá þennan fallega
pilt, með heiðan svip, spékoppa,
hlýtt bros og ofurlítinn stríðnis-
glampa í augum. Þau giftu sig í
Lágafellskirkju. Tvær dætur litu
dagsins ljós, Sigríður Anna og Inga
Guðrún, sólargeislar og sigurlaun
lífsins. Háskólaárunum lauk með
láði og líffræðingur og lögfræðing-
ur héldu til fundar við lífsbarátt-
una. Fyrsta íbúðin var fallegur
griðareitur í Grafarvoginum. Með
harðfylgi og staðfestu tókst ungu
hjónunum að halda í horfi og gæða
líf sitt gleði og hamingju. Síðar
bjuggu þau sér heimili í raðhúsi í
Hafnarfirði. Þar er jafnan gott að
koma til funda við yndislega fjöl-
skyldu og samhent töfruðu þau
fram höfðinglegar veislur þar sem
húsbóndinn hafði snilldartök á
matseldinni.
Kiddi var skemmtilegur maður,
hann réði fallegu máli, leiftrandi
greindur, vel lesinn og víða heima.
Áhugasvið fjölbreytt, mörg tengd-
ust vísindum og sagnfræði, góður
stærðfræðingur og snjall tölvu-
maður. Verkefni hlóðust á greið-
vikinn dreng sem vildi allra vanda
leysa. Jafnframt krefjandi störfum
vann hann að doktorsritgerð sem
var nær lokum og þegar orðin
framlag til vísinda á heimsvísu.
Kiddi hafði ákveðnar skoðanir í
þjóðfélagsmálum og fylgdi þeim
eftir af rökfestu en ætíð ljúfur og
lipur í mannlegum samskiptum.
Hann var glaður á góðri stund og
hrókur fagnaðar. Þrátt fyrir það
dulur og bar ekki tilfinningar sínar
á torg. Hann var góður heimilisfað-
ir. Eiginkona og dætur voru yndi
hans og augasteinar sem hann
elskaði og virti. Hann var barngóð-
ur og hafði lag á að leita uppi þá
sem kunnu að vera afskiptir í
hverjum hópi og gefa þeim athygli
sína og gleði. Stríðinn á köflum en
alltaf skemmtilegur.
Heimsóknir fjölskyldunnar til
Noregs og Þýskalands eru gull í
minningasjóði og ófáar voru heim-
sóknir í sælureit fjölskyldunnar í
Grundarfirði þar sem undur lífs
og sköpunar talar kröftugu máli
við hvert fótmál. Kiddi var læs á
slíka tilveru, einlægt náttúrubarn
og víst munu uppvaxtarárin í
Vestmannaeyjum hafa mótað þá
eigind ríkulega. Þeim stað unni
hann öðrum fremur. Þjóðhátíð
Eyjamanna jafnaðist á við jólin og
til heimahaga sótti hann svo oft
sem kostur var. Foreldrum sínum
reyndist hann tryggur og um-
hyggjusamur sonur og í syst-
kinahópi var hann raungóður og
elskulegur bróðir. Traustari vinur
er vandfundinn.
Nú hefur veröldin myrkvast.
Góður drengur er kallaður burt
þegar sól er enn í hádegisstað.
Sorgin er djúp og söknuðurinn
sár. Hnípin og sorgmædd söknum
við vinar í stað.
Kiddi hverfur okkur á vordög-
um þegar geislar sólar vekja líf og
lit móður jarðar. Minning hans er
þessu lík, björt og hlý. Við þökk-
um samleið góðra daga og biðjum
góðan Guð að blessa minningu
drengsins góða.
Guð blessi Margréti okkar,
Siggu og Ingu, foreldra hans,
systkini og ástvini alla og gefi
þeim styrk og huggun á komandi
tíð.
Jón og Sigríður Anna,
Jófríður Anna, Þorgerður
Sólveig og fjölskyldur.
Góður vinur og mágur er fallinn
frá langt fyrir aldur fram. Kiddi
var ungur að árum þegar ég kom
inn í fjölskylduna og það tókst
með okkur góð vinátta. Við vorum
báðir eldheitir áhugamenn um fót-
bolta og var Liverpool okkar lið.
Við fórum saman í ógleymanlegar
ferðir á Anfield og ferð okkar til
Nice síðasta sumar þegar við
sáum Ísland vinna England var
mögnuð, á svona stundum eru
minningarnar dýrmætar.
Kæri vinur, nú er komið að
ótímabærri og erfiðri kveðju-
stund.
Margréti, Siggu, Ingu og fjöl-
skyldunni allri votta ég mína
dýpstu samúð. Minningin um góð-
an dreng lifir.
Þinn vinur og mágur,
Gunnar Sigurðsson.
Kristinn Ólafsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÁSLAUGUR JÓHANNESSON,
Sólbakka,
Hrísey,
lést föstudaginn 24. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Jarðarförin
fer fram frá Hríseyjarkirkju laugardaginn 1. apríl klukkan 14.
Valgerður Áslaugsdóttir Einar Pétursson
Ingibjörg Áslaugsdóttir Jóhann Alfreðsson
Jóhannes Áslaugsson Marína Sigurgeirsdóttir
Baldvin Áslaugsson Friðrika Björk Illugadóttir
Heimir Áslaugsson Ingibjörg Guðmundsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir og
bróðir,
ÓLAFUR TRYGGVI KRISTJÁNSSON
flugvirki,
andaðist að morgni 25. mars á heimili sínu í
Owasso, Oklahoma, Bandaríkjunum.
Jarðarförin hefur farið fram, en minningarathöfn fyrir vini og
vandamenn á Íslandi verður auglýst síðar.
Anne Kristjansson
Kristján Ólafsson
börn og systkini hins látna
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURJÓN STEINSSON,
Ninni,
Siglufirði,
lést á HSN á Siglufirði laugardaginn
25. mars. Útför verður frá Siglufjarðarkirkju
föstudaginn 7. apríl klukkan 14.
Svala Bjarnadóttir
Sigurður Sigurjónsson Hulda Magnúsardóttir
Júlíus Helgi Sigurjónsson Hanna Bryndís Þórisd. Axels
Linda Hrönn, Sigurjón Ólafur, Helga Eir, Hera Sóley,
Silja Ýr og Lydía Ýr