Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 2

Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 HARÐPARKET Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, og Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, áttu í gær fund með Vladimír Pútín, forseta Rúss- lands, í Arkhangelsk. Þar tóku þeir þátt í ráðstefnu um málefni Norð- urslóða. Rætt var m.a. um tvíhliða samskipti ríkjanna, viðskipti og mál- efni norðurslóða. Guðni sagði aðspurður að ekki yrði annað ráðið en að Rússum væru málefni norðurslóða hugleikin. „Það liggur í hlutarins eðli að þegar Rússlandsforseti heiðrar svona viðburð með nærveru sinni gefur það málefninu mikið vægi,“ sagði Guðni. Hann kvaðst hafa lagt áherslu á málefni hafsins. „Mikil- vægi þess að finna leiðir til að sporna við aukinni mengun og súrn- un sjávar. Þetta eru atriði sem varða okkar þjóðarhag miklu.“ Að loknum ræðum og pallborðs- umræðum Guðna forseta Íslands, Pútíns Rússlandsforseta og Sauli Ninisto Finnlandsforseta áttu Guðni og Guðlaugur Þór Þórðarson, utan- ríkisráðherra Íslands, fund með Pútín, að viðstöddum embættis- mönnum. Pútín rakti þar samskipti ríkjanna að fornu og nýju og lagði áherslu á vinarhug Rússa í garð Ís- lendinga. Einnig ræddi hann mögu- leika á samskiptum á hinum ýmsu sviðum. Pútín vék einnig að stöðu mála í viðskiptum Íslands og Rússlands, þ.e. þvingunaraðgerðum vestrænna ríkja og innflutningsbanni Rússa á vörur m.a. frá Íslandi. Guðlaugur Þór utanríkisráðherra útskýrði ákvarðanir og sjónarmið ís- lenskra stjórnvalda. Hann sagði það vekja athygli á Íslandi að viðskipti Íslands og Rússlands hefðu dregist mun meira saman en viðskipti Rúss- lands við önnur ríki. Innflutnings- bannið hefur m.a. leitt til þess að fiskneysla í Rússlandi hefur minnk- að um 30%, að sögn utanríkisráðu- neytisins. Hann nefndi einnig rúss- neska matvælaeftirlitið sem hefur valdið íslenskum fyrirtækjum vanda varðandi útflutning varnings sem fellur ekki undir viðskiptabannið. gudni@mbl.is AFP/Sergei Karpukhin Guðni og Guðlaugur hittu Pútín Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir því við Ríkislög- reglustjóra að gerð verði óháð úttekt á vinnubrögðum innan embættisins í kjölfar þess að lögreglumaður beitti fanga ofbeldi í fangageymslu lög- reglustöðvarinnar á Hverfisgötu í maí á síðasta ári. Fanginn kærði of- beldið og embætti héraðssaksóknara hefur nú gefið út ákæru vegna þess. Lögreglumaðurinn er nú kominn í leyfi frá störfum tímabundið, en í fréttatilkynningu frá lögreglunni kemur fram að vaknað hafi spurn- ingar um það hvort víkja hefði átt honum frá störfum um leið og málið kom upp. „Mistök voru gerð í þeim efnum og tryggja þarf að slík mál fái afgreiðslu strax,“ segir í tilkynning- unni. Telur embættið mikilvægt að leiða í ljós hvort brotalamir kunni að vera fyrir hendi við meðferð slíkra mála hjá Lögreglunni á höfuðborg- arsvæðinu. Gerð verði úttekt á lögreglu Thomas Møller Olsen, grænlenskur karlmaður sem setið hefur í gæslu- varðhaldi grunaður um að hafa ban- að Birnu Brjánsdóttur, hefur verið ákærður fyrir manndráp og stórfellt fíkniefnalagabrot. Þetta staðfesti Kolbrún Benediktsdóttir, varahér- aðssaksóknari, í samtali við mbl.is í gær. Thomas var jafnframt úrskurð- aður í fjögurra vikna langt gæslu- varðhald fyrir Héraðsdómi Reykja- ness upp úr klukkan þrjú í gær. Thomas hefur nú setið í gæslu- varðhaldi í 10 vikur vegna gruns um morðið. Hann er ákærður sam- kvæmt 211. og 173. grein almennra hegningarlaga. Er hann því ákærður fyrir að hafa myrt Birnu af ásetningi auk þess að hafa staðið í smygli á fíkniefnum. Birna hvarf 14. janúar og fannst látin 21. janúar. Sjónir lög- reglu beindust fljótlega að skip- verjum á grænlenska togaranum Polar Nanoq og voru tveir þeirra handteknir um borð í skipinu 17. janúar. Öðrum manninum var sleppt úr haldi og hélt hann til Grænlands. Ákæra lögð fram í máli Birnu  Thomas Møller Olsen ákærður Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Gerð landfyllingar eins og áformuð er á Akranesi mun taka langan tíma, mögulega allt að fjögur ár. Að sögn Gísla Gíslasonar, hafnar- stjóra Faxaflóahafna sf., þarf að breyta aðalskipulagi Akraness og vinna deiliskipulag. Þá þarf að vinna umhverfisfyrirspurn og bíða úrskurð- ar Skipulagsstofnunar um það hvort verkefnið sé umhverfismatsskylt. „Ætla má að undirbúningur geti tek- ið 2 ár og framkvæmd allra verkþátta a.m.k annað eins. Vera kann að ein- hverjir verkþættir innan hafnar geti tekið skemmri tíma,“ segir Gísli. Þegar mögulegur flutningur á vinnslu HB Granda upp á Akranes var til skoðunar seinni hluta árs 2014 var um það rætt að landfyllingin við Akraneshöfn yrði 70 þúsund fermetr- ar. Nú er rætt um minni landfyllingu, eða 40 þúsund fermetra. „Upphafleg beiðni var um stærra svæði, en eftir betri greiningu á þörf- inni og umræðu um umhverfismál var ljóst að mun minni landfylling myndi nægja starfseminni,“ segir Gísli. Áætlaður kostnaður við landfyll- inguna var 1,7 til 2,1 milljarður árið 2014. Miðað við minni landfyllingu yrði kostnaður væntanlega lægri. Á móti kæmi að á landfyllingunni yrðu til verðmætar lóðir. Eins og fram hefur komið í frétt- um kom fyrst til tals árið 2007 að HB Grandi myndi flytja landvinnslu á botnfiski til Akraness og reisa fisk- vinnsluhús á landfyllingunni. Þessi umræða kom upp að nýju árið 2014. Samkomulag er forsenda „Það er forsenda ákvörðunar um framkvæmdir að samkomulag liggi fyrir milli Faxaflóahafna, HB Granda og Akraness. Nú eigum við eftir að fá viðbrögð bæði hvað það varðar og hvort fyrirliggjandi útfærsla uppfylli þarfir HB Granda,“ segir Gísli. Faxaflóahafnir yrðu framkvæmda- aðili verksins ef til kemur. Væntan- lega myndu hafnirnar gera það að skilyrði að HB Grandi gerði lang- tímasamning um aðstöðuna. Næsti fundur stjórnar Faxaflóa- hafna verður 12. apríl n.k. Þar verður málið væntanlega til umræðu. Fyrir liggur samþykkt stjórnarinnar frá 2014 um að ganga til viðræðna við Akraneskaupstað og HB Granda og hún stendur enn. Framkvæmdin gæti tekið fjögur ár  Skipulags- og matsvinna gæti tekið tvö ár  Gerð landfyllingar gæti tekið ann- an eins tíma  Faxaflóahafnir tilbúnar í viðræður við bæjaryfirvöld og HB Granda Mynd/Faxaflóahafnir Akraneshöfn Myndin sýnir hvar landfyllingin myndi koma. Hún yrði tals- vert minni en hér er sýnt. Nú er stefnt að því að hún verði 40 þúsund fm. Undirbúningur útvarpsfrétta á K100, útvarpsstöð sem Árvakur festi kaup á í lok síðasta árs, stendur nú yfir. Áformað er að fréttaútsendingar hefjist á næstu vikum. Verið er að leggja lokahönd á aðstöðu fyrir útvarpið í húsnæði Árvakurs í Hádegismóum og sent hefur verið út þaðan um nokkurt skeið. Ætlunin er að sækja hratt fram á komandi miss- erum með aukinni þjónustu við hlust- endur og verða fréttir í útvarpi veiga- mikill þáttur í þeirri viðbótar- þjónustu. Auðun Georg Ólafsson hefur verið ráðinn í starf fréttastjóra útvarps hjá Árvakri. Hann lauk BA prófi í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands árið 1995 og meistaragráðu í sama fagi frá Kaupmannahafn- arháskóla árið 2000. Hann starfaði á árum áður meðal annars sem frétta- og dagskrárgerðarmaður á Stöð2 og Bylgjunni en frá árinu 2013 hefur Auðun ritstýrt Kópa- vogsblaðinu. Snarpar, líflegar og fræðandi fréttir „Ég hlakka til að takast á við þetta spennandi verkefni og starfa með því mikla hæfileikafólki sem fyrir er á rit- stjórn Morgunblaðsins og mbl.is,“ segir Auðun. „Með það trausta bakland sem við eigum í fréttaöflun öflugra fréttamanna mbl.is og Morgunblaðsins eru okkur allir vegir færir. Við ætlum að vera með snarpar, líflegar og fræðandi fréttir á K100 sem koma öllum við.“ Útvarpsfréttir undirbúnar  Fréttastjóri ráðinn og fréttalestur hefst á K100 á næstu vikum Auðun Georg Ólafsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.