Morgunblaðið - 31.03.2017, Page 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ Inger Halls-dóttir fæddist
14. desember 1935 í
Reykjavík. Hún lést
20. mars 2017 á
Landspítalanum.
Foreldrar hennar
voru Ingeborg
Nanna Kristjánsson,
f. 22. apríl 1912 í
Melbu í Noregi, d. 7.
mars 1990, og Hall-
ur Kristjánsson, f. 2.
ágúst 1906 á Breiðabólsstað,
Fellsströnd, d. 24. apríl 1988.
Systkini Inger voru Rúnar Þór, f.
6. desember 1941, d. 26. nóvem-
ber 2006, og Heba, f. 2. október
1950. Inger giftist 31. desember
1955 Kristjáni Baldvinssyni, f. 30.
nóvember 1935, d. 14. mars 2012.
Börn Inger og Kristjáns eru: 1)
Halldóra Kristjánsdóttir, barna-
hjúkrunarfræðingur, f. 12. júní
fulltrúi, f. 18. febrúar 1964,,
kvæntur Guðleifi Þórunni Stef-
ánsdóttur þýðingarfræðingi.
Börn þeirra eru Cilia Marianne
þjóðfræðingur, gift Þóri Hilm-
arssyni. Börn þeirra eru Karítas
Sól og Ágústa Bella, Sunna,
nemi, í sambúð með Páli Árna-
syni, dóttir þeirra er Guðrún.
Halla, nemi, gift Anouar Le Pa-
tron Haturier, sonur þeirra er
Mohamed Ýmir. 5) Elías Krist-
jánsson sálfræðingur, f. 19. júní
1971, kvæntur Ásdísi Hörpu
Smáradóttur þroskaþjálfa. Son-
ur þeirra er Ísak Örn.
Inger varð stúdent frá MR ár-
ið 1955 og útskrifaðist frá Kenn-
araskólanum árið 1957. Hún
kenndi meðal annars í Lang-
holtsskóla í Reykjavík, í grunn-
skólanum á Selfossi, Fellaskóla í
Reykjavík, grunnskóla á Ak-
ureyri, leikskóla í Förde í Noregi
og í Heiðarskóla í Keflavík.
Inger verður jarðsungin frá
Guðríðarkirkju í dag, 31. mars
2017, klukkan 13.
1956, hennar sam-
býlismaður er Jó-
hannes Vilhjálms-
son þjónustustjóri.
Börn þeirra eru Sól-
ey, nemi, og Snæ-
dís, nemi. 2) Baldvin
Þorkell Kristjáns-
son læknir, f. 19.
desember 1957,
kvæntur Gunni
Helgadóttur fram-
kvæmdastjóra.
Börn þeirra eru Tinna, læknir, í
sambúð með Peter Hellman,
Kristján, læknir, í sambúð með
Sigríði Johnson, og Helga, arkí-
tekt, í sambúð með Sören Made.
3) Hallur Kristjánsson dýralækn-
ir, f. 31. janúar 1961, d. 6. maí
2007. Hann var kvæntur Birgittu
Bonde lyfjafræðingi. Dóttir
þeirra er Sara, nemi. 4) Kristján
Ingi Kristjánsson lögreglu-
Þegar ég sest niður hér fyrir
framan tölvuna skortir mig orð til
að minnast okkar kæru Inger.
Erfitt er að skilja að hún er farin
frá okkur. Hún mun ekki taka á
móti með brosi, kossi og hlýjum
faðmi á Prestastígnum. Við Krist-
ján Ingi munum ekki setjast að
girnilegu brauði og áleggi á fal-
legu heimili. Né horfa með henni á
dönsku fréttirnar eða Barnaby
með súkkulaðirúsínur í skál og
kaffi. Eða hlæja saman að ein-
hverri skemmtilega sagðri skop-
sögu úr hversdagslífinu.
Ég kvaddi með kossi á ennið
þann 19. mars án þess að gera mér
grein fyrir því að þetta væri okkar
hinsta kveðja. Daginn eftir kvaddi
elsku Inger þennan heim að fullu
og öllu. Ég sit og minnist margra
stunda gegnum árin. Minningar
um mína elskulegu tengdafor-
eldra sem munu ylja mér og mín-
um um ókomin ár. Morgunkaffi á
Skóló, Fårekål og hangikjötsveisl-
ur á Prestastígnum, rauðvínsglös-
in, kaffi á könnunni, sumarið í
Förde, jól á Akureyri, ferðalögin,
sumarbústaðaferðirnar af nógu er
að taka. Ég veit að þú hefur ratað
leiðina til tengdapabba og laumað
hendi þinni í hans.
Takk fyrir allt og allt.
Guðleif Þórunn Stefánsdóttir
(Bella).
Í dag kveðjum við ástkæra
konu sem var tengdamamma mín.
Frá fyrsta degi tóku Inger og
Kristján mér opnum örmum.
Aldrei skorti góð ráð, hjartahlýju
og stuðning frá þeim í gegnum ár-
in. Þakklæti er mér efst í huga
þegar ég hugsa til Ingerar og
Kristjáns. Ég er sérstaklega
þakklát fyrir þær samverustundir
sem við áttum þegar Inger og
Kristján heimsóttu okkur í nokk-
ur skipti til Svíþjóðar á þeim árum
sem við bjuggum þar. Þá var kátt í
kotinu og mikil gleði hjá krökk-
unum okkar að hafa afa og ömmu í
heimsókn. Þegar Inger varð átt-
ræð 14. desember 2015 fagnaði
fjölskyldan með henni í frábærri
ferð til Kaupmannahafnar og í dag
eru þær minningar gleðigjafi.
Í Hávamálum segir:
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Inger á í mínum huga orðstír
sem er til eftirbreytni og ástæða
til að taka sér til fyrirmyndar.
Hún var ósérhlífin, setti alltaf
fjölskyldu og ástvini í fyrsta sæti,
dugnaðarforkur, heiðarleg, skörp
og ávallt samkvæm sjálfri sér.
Að kynslóðir komi og fari er
gangur lífsins en það er sárt í
hjarta að sjá á eftir kynslóð sem
hverfur núna með Inger. Kynslóð
sem var stór og mikilvægur hluti
af lífi okkar allra, mótaði okkur og
deildi með okkur gleði og sorg.
Inger kveður núna fimm árum
eftir að hún kvaddi lífsförunaut
sinn og sálufélaga, tengdapabba
minn, Kristján Baldvinsson heit-
inn. Það yljar mér um hjartarætur
á sorgarstundu að hugsa til þess
að þau séu núna saman og Inger
horfin til þeirra endurfunda sem
hún þráði.
„en þar bíða vinir í varpa,
sem von er á gesti.“
(Davíð Stefánsson)
Takk fyrir allar minningarnar
sem urðu til í áranna rás. Minn-
ingin er ljós sem lifir.
Gunnur Helgadóttir.
Inger Hallsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Inger Hallsdóttur bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.
✝ Jóhanna fædd-ist á Akranesi
2. júlí 1968 og ólst
þar upp. Hún lést á
Sjúkrahúsinu á
Akranesi 21. mars
2017.
Foreldrar henn-
ar eru Lilja Líndal
Gísladóttir, f. 4.
apríl 1947, og Jón
Edvard Reimars-
son, f. 14. janúar
1942, d. 22. mars 1980. Fóstur-
faðir Jóhönnu er Hjörtur Márus
Sveinsson, f. 6. september 1956.
Bræður Jóhönnu eru Gísli
Baldur, f. 1965, börn hans eru
Nína Björk, Axel Máni og Gutt-
ormur Jón. Kristinn Líndal, f.
1973, kona hans er Fanney
Þórðardóttir, synir þeirra eru
Edward og Ólíver. Márus Lín-
dal, f. 1982, kona hans er Þura
Björk Hreinsdóttir, börn þeirra
eru Hrafn, Hreinn Darri og
Linda María. Ólafur Elí Líndal,
f. 1983, sambýliskona hans er
Berglind Björk
Gunnarsdóttir.
Jóhanna giftist
Ara Grétari Björns-
syni, f. 23. nóv-
ember 1963, hinn
24. mars 2008.
Dóttir þeirra er
Lilja Petrea Líndal
Aradóttir, f. 24.
desember 2007.
Fyrir átti Ari Grét-
ar Svanhvíti Mjöll,
f. 11. október 1998.
Jóhanna starfaði í verslun
móður sinnar, Nýju línunni, áð-
ur en hún fluttist til Akureyrar
þar sem hún stundaði nám við
Háskólann á Akureyri og út-
skrifast þaðan sem iðjuþjálfi ár-
ið 2003. Jóhanna bjó lengi í
Kópavogi og starfaði þá við
Kleppsspítala í Bergiðju. Jó-
hanna var í Lionsklúbbnum
Eðnu.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 31. mars
2017, klukkan 13.
Mamma var besta konan í
heimi. Þú kenndir mér svo mik-
ið. Og hún var hugrakkasta og
duglegasta manneskja í heimi.
Ég gat aldrei sofnað nema
mamma læsi fyrir mig.
Mér fannst svo gaman þegar
við mamma og pabbi forum til
Spánar. Þá fannst mér
skemmtilegast að fara með
mömmu og pabba niður á
strönd og við mamma busluð-
um í sjónum. Og við fórum á
Bláa túlípanann í góða nauta-
steik þegar við vorum búin á
ströndinni.
Hérna er lagið okkar
mömmu:
Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa.
Litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa.
Sígur ró á djúp og dal,
dýr til hvílu ganga.
Einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.
(Kristján frá Djúpalæk)
Mamma, ég veit að þú ert
hjá mér.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Þín,
Lilja Petrea.
17. apríl 2006 kl. 14:05.
„Hreyfill-Bæjarleiðir.
Ferð send í Bíl 83.
Svæði 11. Kleppur Iðuþjálfun bak
við.“
Þann 21. mars 2017 má segja
að þeim túr hafi lokið er ynd-
isleg eiginkona mín Jóhanna
Líndal kvaddi þennan heim og
fór á okkar æðra stig.
Þannig hófust okkar kynni,
ég veit ekki hvernig ég komst
til Hafnarfjarðar með sex far-
þega horfandi meira í baksýnis-
spegilinn og ræðandi við far-
þegann í aftasta sætinu heldur
en fram fyrir bílinn. En farþeg-
unum kom ég á áfangastað.
Jóhanna heillaði mig strax
þarna er hún var að raða sínum
skjólstæðingum í bílinn. Rögg-
söm, ákveðin og settist sjálf í
aftasta, minnsta og leiðinleg-
asta sætið.
Sýndi þar með að hún hugs-
aði vel um aðra og það hefur
einkennt hana alla tíð, hún hef-
ur aldrei talið það eftir sér að
gefa af sér.
Nú vandaðist málið þar sem
ég hafði hvorki nafn né neitt
um þessa konu en komst að því
að ég þekkti konu sem væri að
vinna með henni og hafði upp á
henni. Það tók samt smá tíma
en á endanum hittumst við og
síðan höfum við verið sem eitt.
Það er skrýtin tilfinning að
sitja hér á okkar 9. brúð-
kaupsdegi og skrifa til hennar
nokkur orð.
Lífið er svo sannarlega
kaflaskipt.
Það sem einkenndi okkar líf
saman var hve samstillt við
vorum og tókum saman oft
snöggar ákvarðanir. Hvort
heldur um var að ræða bíla-
kaup, húsakaup eða létta
Spánarferð. Ég minnist þá
sérstaklega einnar ferðar þeg-
ar við ætluðum út í búð að
kaupa mjólk, en á vegi okkar
varð skilti, „opið hús.“ Jú við
ákváðum að kíkja þarna inn og
við keyptum þá íbúð samdæg-
urs. Við komum mjólkurlaus
heim það kvöldið.
Ég minnist einnig allra okk-
ar ferðalaga, hvort heldur var
til sólarlanda eða norður í Dal-
inn minn. Ekkert jafnaðist
samt á við ferð okkar til Kúbu.
Þetta gaf henni gildi í lífinu,
að ferðast.
Síðan kemur gullmolinn
okkar, hún Lilja Petrea, sem í
dag er orðin níu ára. Þá guðs-
gjöf vorum við Jóhanna ein-
staklega þakklát fyrir. Lilja
Petrea okkar var ekki nema
þriggja vikna þegar við fórum
út að borða og eðlilega tókum
við hana með okkur og eigum
við margar góðar stundir að
baki, þrjú saman á veitinga-
húsi að borða góðan mat. Betri
konu í móðurhlutverk er ekki
hægt að hugsa sér.
Fyrir 18 mánuðum greindist
Jóhanna með krabbamein á
slæmum stað. Þar urðu kafla-
skil í okkar lífi. Jóhanna tókst
á við það af miklu æðruleysi
og þrautseigju og dáðist ég oft
að hennar hörku og ákveðni.
En að lokum varð hún að
lúta fyrir þeim skæða sjúk-
dómi, en uppgjöf var þó ekki
til í henni og sinnti hún sínu
áhugamáli fram á síðasta dag,
sem sagt tók í prjónana sína,
en það var hennar áhugamál
og list.
Jóhanna mín var ekki bara
eiginkona mín, heldur einnig
minn besti vinur í 11 ár. Nú er
það mitt hlutverk að gæta
gullmolans okkar. Á stundum
sem þessum koma í huga minn
óendanlega margar minningar
um einstaka persónu sem ég
var svo heppinn að kynnast og
fá að verða hennar eiginmað-
ur.
Fyrir það er ég óendanlega
þakklátur.
Þú ert og verður alltaf í
hjarta mínu.
Ari Grétar Björnsson.
Jóhanna Líndal
Jónsdóttir
✝ Margrét Ólafs-dóttir fæddist
23. febrúar 1940 í
Reykjavík. Hún lést
á heimili sínu 20.
mars 2017.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Ólaf-
ur Sigurðsson
kaupmaður, f. 17.
desember 1907, d.
28. ágúst 1960, og
Lára Hannesdóttir
húsmóðir, f. 27. september 1910,
d. 24. mars 1957. Bróðir Mar-
grétar er Sigfrið Ólafsson, fyrrv.
bifreiðastjóri, f. 25. september
1936, en eiginkona hans er Erla
Þórðardóttir, f. 8. júní 1936.
Margrét giftist 19. september
1964 Hreini Pálssyni hæstarétt-
arlögmanni, f. 1. júní 1942 að
Hálsi í Fnjóskadal, en hann er
sonur Huldu Guðnadóttur og
Páls Ólafssonar. Börn Mar-
grétar og Hreins eru:
kvæmdastjóri Loftleiða ehf., f. 6.
desember 1971, kvæntur Þór-
eyju Þöll Vilhjálmsdóttur flug-
freyju, f. 6. desember 1971. Börn
þeirra eru Eva Margrét, f. 10.
nóvember 1994, Alma Guðrún, f.
10. nóvember 1994, Vera Mekk-
ín, f. 2. janúar 2006, og Elí Jök-
ull, f. 22. desember 2011.
4) Hans Hreinsson, starfsmað-
ur hjá Securitas og háskólanemi,
f. 18. febrúar 1980, giftur Hörpu
Sif Þórsdóttur háskólanema, f.
12. nóvember 1986.
Margrét varð gagnfræðingur
frá Gagnfræðaskóla verknáms
1957 og lauk svo námi við Hjúkr-
unarskóla Íslands í október
1962. Hún starfaði sem hjúkr-
unarfræðingur á Vífilsstöðum, á
kvensjúkdómadeild Landspítala
og við heimahjúkrun í Reykja-
vík. Sumarið 1970 fluttist fjöl-
skyldan til Akureyrar og þar
starfaði hún lengst af sem
skólahjúkrunarfræðingur við
Lundarskóla á Akureyri, frá
stofnun hans árið1974 og allt
fram til ársins 2004.
Útför Margrétar fer fram frá
Akureyrarkirkju í dag, 31. mars
2017, og hefst athöfnin klukkan
13.30.
1) Lára Hreins-
dóttir, grunn- og
framhaldsskóla-
kennari, f. 9. júlí
1964, gift Erlingi
Jóhannssyni, pró-
fessor við HÍ, f. 14.
febrúar 1961. Börn
þeirra eru: Agnes,
f. 17. júní 1990, Jó-
hann, f. 18. nóvem-
ber 1994, og Þóra,
f. 25. janúar 2002.
2) Ólafur Hreinsson, bygg-
ingafræðingur, f. 15. apríl 1967,
kvæntur Sigurbjörgu Maríu Ís-
leifsdóttur tannsmið, f. 26. febr-
úar 1970. Börn þeirra eru: Sím-
on Hreinn, f. 23. janúar 1989,
sambýliskona hans er Birta
María Guðmundsdóttir, f. 20.
apríl 1996. Þau eiga soninn Nat-
han Óla, f. 28. janúar 2016. Mar-
grét Ída, f. 18. janúar 1999, og
Ásdís Jana, f. 28. október 2001.
3) Guðni Hreinsson, fram-
Mín kæra tengdamóðir, Mar-
grét Ólafsdóttir, oftast kölluð
Dadda, yfirgaf þennan heim 20.
mars síðastliðinn eftir að hafa háð
hetjulega baráttu í mörg ár við
ekki bara einn harðskeyttan sjúk-
dóm heldur nokkra. Ég hitti
Döddu í fyrsta sinni þegar ég var
menntaskólanemi á Akureyri, þá
tók hún mér opnum örmum og
gerði ætíð síðan.
Það er ekki erfitt að skrifa
nokkur minningarorð um Döddu,
jafnvönduð og -yndisleg kona er
vandfundin. Dadda var gædd
þeim einstöku eiginleikum að
hugsa alltaf fyrst um velferð og
hag fólksins í kringum sig og hún
vildi allt fyrir alla gera. Það var
henni svo eðlilegt að sýna sínu
nánasta fólki og samferðafólki
áhuga, skilning og benda á lausnir
ef erfiðleikar voru til staðar.
Dadda var ekki mjög upptekin af
eigin hag eða heilsu og væri hún
spurð um líðan sína vildi hún sem
minnst ræða hana og sagði oftast
að hún hefði það bara gott, þótt við
vissum að hún væri mjög veik.
Dadda starfaði mest allan sinn
starfsferil sem skólahjúkrunar-
fræðingur og þá lengst af í Lund-
arskóla á Akureyri. Hún var mikill
fagmaður, lagði mikinn metnað í
starfið og hafði brennandi áhuga á
heilsu og velferð barna. Ég var svo
lánsamur að kynnast skólahjúkr-
unarfræðingnum Döddu árið 2003
þegar rannsóknarhópur sem ég
var í forsvari fyrir kannaði heilsu-
fars- og lífsstílsþætti hjá börnum
meðal annars í nokkrum grunn-
skólum á Akureyri. Dadda kom
með okkur í þetta verkefni og þá sá
ég hversu auðvelt hún átti með að
vinna með ungu fólki og náði hún
einstaklega vel til þess. Í gegnum
þetta samstarf fengum við dýr-
mæta fræðslu og þekkingu sem
hefur fylgt okkur síðan. Dadda var
mjög áhugasöm um rannsóknir og
í eitt af síðustu skiptunum sem ég
hitti hana spurði hún mig hvað við
værum að rannsaka núna. Ég
sagði henni að við værum að skoða
svefn barna og henni fannst það
skrítið að ekki væri fyrir löngu bú-
ið að rannsaka það.
Dadda hafði mikinn áhuga og
gaman af því að horfa á íþróttir,
ekki síst fótboltaleiki. Hún var
harður Arsenal-stuðningsmaður,
að eigin sögn, en tildrög þess að
hún hélt með Arsenal komu ekki
af „góðu“. Þegar í ljós kom að
Hreinn, Guðni og Hans héldu allir
með einu og sama liðinu og Óli hélt
aleinn með Arsenal fannst Döddu
þetta ekki sanngjarnt þannig að
hún fór að halda með Arsenal
ásamt Óla. Þessi afstaða hennar
lýsir henni betur en mörg orð, mín
stóð með þeim sem þurftu á stuðn-
ingi að halda. Dadda hafði líka
mjög skemmtilega kímnigáfu og
það var alltaf mjög auðvelt að slá á
létta strengi þegar maður var í ná-
vist hennar. Ég minnti hana
reglulega á þá staðreynd að ég
væri hennar eini tengdasonur og
það kallaði á sérstaka athygli.
Hún svaraði þessu einu sinni
þannig að þar sem engin sam-
keppni væri til staðar þá væri ekki
ástæða til þess að veita mér meiri
athygli en öðrum.
Ég kveð þessa yndislegu konu
með miklum söknuði en á sama
tíma er ég mjög þakklátur fyrir
alla þá ást og umhyggju sem hún
hefur sýnt mér og ekki minnst
börnum mínum þeim Agnesi, Jó-
hanni og Þóru. Ógleymanlegar
minningar munu fylgja okkur um
ókomin ár.
Erlingur Jóhannsson.
Amma Dadda var fyrst og
fremst góð. Það er eiginlega ekki
neitt annað orð sem lýsir henni bet-
ur. Hún hafði svo góða nærveru,
var yfirveguð og róleg þannig að
manni leið alltaf vel í návist hennar.
Hún kunni að meta það sem skipti
mestu máli og það var henni alltaf
mikilvægast að hugsa vel um aðra
og láta fólki líða vel, sérstaklega
þeim sem henni þótti vænst um.
Þessir kostir gerðu ekki ömmu
bara að einni af þeim bestu mann-
eskjum sem við höfum kynnst
heldur urðu einnig stundirnar og
dagarnir sem við áttum í Brekku-
götu, sem krakkar, að okkar bestu
æskuminningum.
Það var fátt betra enn að vera
hjá ömmu og afa í Brekkugötu. Á
sumrin lékum við okkur í „frum-
skóginum“, sem var lítil njóla-
brekka rétt fyrir utan og skriðum
undir girðinguna og inn á Akureyr-
arvöll þegar KA átti leik. Við
byggðum legó í litla rýminu undir
risinu og á bak við hjónarúmið
þeirra ömmu og afa. Þrátt fyrir að
það væru legókubbar úti um allt
hjónaherbergi, grasgræna í öllum
fötunum okkar og við dreifðum
mold og drullu um allan pallinn og
forstofuna var amma alltaf sallaró-
leg. Það skipti hana alltaf mestu
máli að við hefðum gaman og vær-
um ánægð, annað var ekki svo mik-
ilvægt. Þannig var amma. Til að
gera daginn jafnvel enn betri átti
hún alltaf ís, og að sjálfsögðu voru
til margar tegundir, þannig að allir
fengju eitthvað við sitt hæfi.
Elsku amma, við verðum þér
ævinlega þakklát fyrir allar góðu
stundirnar og minningarnar sem
þú hefur gefið okkur og þú munt
alltaf lifa í hjörtum okkar áfram.
Megir þú hvíla í friði.
Agnes og Símon.
Margrét
Ólafsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Margréti Ólafsdóttur
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.