Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hollenski listamaðurinn Guillaume Bijl hefur sett upp athyglisverða innsetningu í menningarhúsinu Mengi við Óðinsgötu og býður gestum að upplifa hana í dag, föstudag, kl. 12 til 21 og á morgun kl. 12 til 19. Verður hún einungis til skoðunar þessa tvo daga. Innsetningar Bijl, sem stendur nú á sjötugu, eru hlaðnar íróníu og birta ætíð óvænta snúninga lista- mannsins á tilveruna. Viðfangsefni hans er iðulega menningarferða- mennska, afþreyingariðnaður og aðrar samfélagslegar uppákomur sem hann sviðsetur á raunveruleg- an hátt. Bijl skapar blekkingar- heim sýnilegrar reglu og skipulags til að sýna áhorfendum fram á spaugilegar og gjarnan innihalds- litlar hliðar nútímalífs. Þegar blaðamaður gekk inn í Mengi í gær var Bijl ásamt aðstoð- arfólki að setja upp kosninga- skrifstofu manns að nafni Stefán Jónsson – „Nýr frambjóðandi – Ný von“ stendur á veggspjöldum með ábúðarmiklum frambjóðand- anum sem er þar í bunka og innar í salnum er komið ræðupúlt fyrir framan nokkrar raðir stóla og von er á fánum sem verða fyrir aftan púltið. „Ég hef sett upp tímabundnar kosningaskrifstofur í nokkrum löndum,“ segir Bijl. Þegar hann er spurður hvers vegna hann setji upp kosningaskrifstofu segist hann í verkum sínum reyna að skapa spegil fyrir samtíma okkar. „Ég geri allrahanda innsetningar, til að mynda hef ég sett upp kjarn- orkubyrgi, ferðaskrifstofu… Ég sýni samtíma minn og sumir segja á grátbroslegan hátt. Ég sýni fornleifar samtímans, í núinu…“ Raunveruleiki eða fáranleiki? Bijl segir að með því að setja raunverulegar aðstæður upp í list- rýmum sýni það til að mynda fram á ákveðinn fáranleika í því sem við köllum siðmenningu. „Hér birtist okkur stjórnmálamaður en í Kaup- mannahöfn setti ég í fyrra upp fegurðarsamkeppnina Ungfrú Kaupmannahöfn. Ég leik mér með ólík þemu og eitt undirliggjandi er umfjöllun um birtingarmyndir neysluhyggjunnar í þessum kapítalíska heimi okkar.“ Þegar spurt er hvort hann leitist við að skapa eins konar framand- gervingu með sviðsetningunum svarar Bijl játandi. „Og ég skálda upp aðstæðurnar eins og hér, þar sem nýr stjórnmálaflokkur hefur leigt aðstöðuna og nýr frambjóð- andi stígur fram, með nýjan vonir og hugmyndir. Hann getur verið hægri- eða vinstrisinnaður.“ Er þetta verk ekki ádeila á po- púlistahreyfingarnar sem hafa ver- ið að styrkjast víða um lönd? „Auðvitað má segja það. Verkið vísar til þeirra. Kannski má segja að ég leitist við að sýna fram á hvað þetta er allt ómerkilegt. Ein- hverjir kunna að trúa þessu en aðrir líta á þetta sem brandara…“ Bijl var á sínum tíma kennari Þorvaldar heitins Þorsteinssonar, myndlistarmanns og rithöfundar, í Maastricht í Hollandi. „Já, og svo sýndum við saman og störfuðum saman, sem var afar ánægjulegt allt saman. Nú er ég svo kominn í fyrsta skipti til Ís- lands, að frumkvæði Helenu Jóns- dóttur, konu Þorvaldar, og það er líka afar ánægjulegt – þetta var örugglega rétti tíminn til að koma hingað.“ Frambjóðandi í Mengi  Myndlistarmaðurinn Guillaume Bijl setur í menningar- húsinu upp framboðsskrifstofu sem er aðeins opin í tvo daga Morgunblaðið/Einar Falur Frambjóðandi Guillaume Bijl í Mengi með kynningarspjald frambjóðand- ans Stefáns Jónssonar. Hann segist sýna fornleifar samtímans, í núinu. Vínlandsleið, Grafarholti Opið virka daga 11.00-18.00 Laugardaga 11.00-18.00 Sunnudaga 12.00-17.00Outlet Grafarvogi GOLF DAGAR Í TOPPSKÓNUM OUTLET 40% AFSLÁTTUR 31. MARS-2. APRÍL 15.597 Verð áður 25.995 15.597 Verð áður 25.995 20.997 Verð áður 34.995 15.597 Verð áður 25.995 18.597 Verð áður 30.995 Félag íslenskra listdansara er 70 ára um þessar mundir. Félagið var stofn- að 27. mars árið 1947, en stofnun FÍLD markaði upphaf áralangrar bar- áttu og uppbyggingar á listgreininni hérlendis. Af því tilefni stendur fé- lagið fyrir afmælisfögnuði í dag, föstudag, í Dansverkstæðinu að Skúlagötu 30. Boðið verður upp á hátíðardagskrá sem hefst með hátíð- arskál kl.17 og heldur síðan áfram í formi dansmaraþons frá kl. 18 til 21. Aðgangur er ókeypis og eru allir dansarar og dansunnendur velkomnir. Afmælisfagnaður Félags listdansara Fórn Dansarar úr Íslenska dansflokknum í verkinu Fórn sem sýnt er í Borgarleikhúsinu. Hljómsveitin Árstíðir heldur tvenna tónleika á Rosenberg um helgina; í kvöld, föstudag, og á laugardagskvöld. Árstíðir hafa unnið að nýrri hljóðversplötu og hafa einnig haldið í tón- leikaferðalög um Bretland og Rússland. Þá hefur sveitin unnið að sam- starfsverkefni með Magnúsi Þór Sigmundssyni og fékk Tómas Jónsson pí- anóleikara og Magnús Magnússon trommuleikara með sér í lið til að skapa hljóðheiminn fyrir lögin. Hefur hópurinn hljóðritað plötu með nýjum laga- smíðum Magnúsar Þórs. Á tónleikunum nú munu Árstíðir flytja nýtt efni af væntanlegri plötu ásamt því að tefla fram lögum af fyrri plötum. Tónleikatvenna Árstíða á Rosenberg Ljósmynd/Hörður Sveinsson Árstíðir Leika ný og eldri lög á tónleikunum sem haldnir verða í kvöld og annað kvöld. Jazztríó Ludvigs Kára kemur fram ásamt gestum á tónleikum í Naust- inu í menningarhúsinu Hofi á Ak- ureyri í hádeginu í dag, föstudag, kl. 12. Flytur tríóið tónlist eftir Ludvig. Auk hans koma fram þau Stefán Ingólfsson á bassa, Rodrigo Lopez á trommur, Ella Vala Ár- mannsdóttir á trompet, Petrea Óskarsdóttir á flautu, Gert-Ott Kuldpärg á saxófón og Þorkell Ás- geir Jóhannsson á básúnu. Tónlist Ludvigs Kára flokkast sem að- gengilegur melódískur fönkdjass. Tríó Ludvigs Kára leikur í Hofi Við víbrafóninn Ludvig Kári.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.