Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 31
við skriftir, uppistand og veislu-
stjórn. Hún hefur verið einn af höf-
undum Áramótaskaupsins í fimm
skipti, hún hefur skrifað m.a. fyrir
sjónvarpsþættina Hæ Gosi og Hulla,
Stundina okkar og átti hugmyndina
að, var handritshöfundur og lék aðal-
hlutverkið í sjónvarpsþáttaröðinni
Ligeglad. „Það er ekkert mál að fá
hugmyndir, aðalmálið er að fram-
kvæma þær og við gerðum þessa
þætti saman við Arnór Pálmi Arnar-
son leikstjóri og bróðir minn Arnar
sem var framleiðandi.“ Vignir Rafn
Valþórsson sem lék í þáttunum og
Anna Svava hafa lokið við að skrifa
aðra þáttaröð að Ligeglad og vonast
hún til að þættirnir geti farið í fram-
leiðslu í haust. „Ég eignaðist barn í
janúar og þess vegna er ekki hægt að
demba sér í þetta strax, núna eru
barnauppeldi og að búa til þroskal-
eikföng helstu áhugamálin.
Svo hefur ísbúðin Valdís tekið mik-
inn tíma. Við sambýlismaðurinn minn
stofnuðum hana 2013 og hefur ísbúð-
in verið svo vinsæl að ég hef þurft að
aðstoða hann við hana. Mér finnst
annars alveg fáránlegt að eiga 40 ára
afmæli því ég er bara 25.“
Fjölskylda
Sambýlismaður Önnu Svövu er
Gylfi Þór Valdimarsson, f. 9.10. 1975,
matreiðslumaður og ísbúðareigandi.
Foreldrar hans eru Margrét Sigríður
Karlsdóttir, f. 8.2. 1956, starfsmaður
sýslumannsins í Keflavík, og Valdi-
mar Þorgeirsson, f. 28.8. 1954, versl-
unarstjóri í Fríhöfninni og ökukenn-
ari.
Börn Önnu Svövu og Gylfa eru
Arnar Orri Gylfason, f. 16.3. 2015, og
Laufey Gylfadóttir, f. 6.1. 2017. Synir
Gylfa eru Jökull Orri Gylfason, f.
28.10. 2002, og Askur Orri Gylfason,
f. 23.1. 2008.
Albróðir Önnu Svövu er Arnar
Knútsson, f. 2.7. 1971, kvikmynda-
gerðarmaður og framleiðandi, bús. í
Reykjavík; systur Önnu Svövu sam-
feðra eru Kristín Helga Knútsdóttir,
f. 12.3. 1984, aðstoðarmaður forstjóra
HB Granda, bús. í Reykjavík, og Sig-
rún Anna Knútsdóttir, f. 6.4. 1987,
flugfreyja og kennari, bús. í Reykja-
vík; bróðir Önnu Svövu sammæðra er
Andri Kjartan Andersen, f. 14.6.
1989, teiknari, bús. í Hveragerði.
Foreldrar Önnu Svövu eru Ást-
hildur Kjartansdóttir. f. 5.10 1950,
kvikmyndagerðarmaður og kennari,
bús. í Reykjavík, og Knútur Sign-
arsson, f. 15.4. 1950, fyrrverandi
framkvæmdastjóri og núverandi
golfari, bús. í Reykjavík. Eiginkona
Knúts er Kristín Helga Waage, f.
27.4. 1951, húsmóðir og ofuramma.
Stjúpfaðir Önnu Svövu og sambýlis-
maður Ásthildar er Jakob Andersen,
f. 8.10 1952, eigandi Reykjavík
Posters.
Úr frændgarði Önnu Svövu Knútsdóttur
Anna Svava
Knútsdóttir
Halldóra Gunnlaugsdóttir
húsfr., f. á Hafursstöðum í Öxarf.
Jón Sigfússon
bóndi áÆrleik í Öxarfirði, form.
Búnaðarsamb. N-Þing., f. áÆrleik
Svava Jónsdóttir
fv. eigandi listagallerís,
bús. í Reykjavík
Kjartan Guðmundsson
tannlæknir í Rvík
Ásthildur Kjartansdóttir
kvikmyndargerðarmaður
og kennari
Guðmundur Helgi Guðnason
gullsmiður í Rvík, f. í Rvík
Sigfús Jónsson
vann hjá Varnarliðinu
Sigríður Lilja Signarsdóttir
læknir í Rvík
Guðni Guðmundsson
rektor MR
Inga Dóra Sigfúsdóttir
prófessor og brautryðjandi
Þórhildur Hólmfríður Valdimarsdóttir
húsfreyja í Keflavík
Viðar Oddgeirsson
kvikmyndagerðar-
maður á RÚV
Sigurður
Sigurðsson
íþrótta-
fréttamaður
Sverrir Norland
tónlistarm. og
rithöfundur
Sælaug Sigurgeirsdóttir
húsfr., f. á Höfða á Langanesi
Jónas Albertsson
verkam. og sjómaður á Langa-
nesi og Þórshöfn, f. á Svæði,
Grýtubakkahr., S-Þing.
Anna Jónasdóttir
fyrrv. fóstra, bús. í Rvík
Signar Jónatan Valdimarsson
kaupmaður á Þórshöfn og í Rvík
Knútur Signarsson
fyrrverandi
framkvæmdastjóri
Sigríður Lilja Jónasdóttir
húsfr., f. að Núpi á
Skarðsströnd, Dal.
Valdimar Jónatansson
sjómaður í Gunnólfsvík á Langanes-
strönd, síðar á Þórshöfn, f. á Bakka
Nikólína Hildur Sigurðardóttir
húsfr., f. í Pálsbæ á Seltjarnarnesi
Sigurður Sigurðsson
bifreiðastj., síðar kaupm. í Rvík
Synir Gylfa Askur og Jökull, stjúp-
synir Önnu Svövu, ásamt Gylfa.
ÍSLENDINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
90 ára
Lilja Sigurjónsdóttir
Rósa Pálsdóttir
Sveinn Indriðason
85 ára
Ása Árnadóttir
Ásmundur Þorláksson
Erla Björnsdóttir
Guðrún Frímannsdóttir
Kjartan Runólfsson
Stella Hjaltadóttir
80 ára
Angela Guðbjörg Guðjónsd.
Anna Jenny Marteinsdóttir
Helga S. Árnadóttir
75 ára
Guðleif Selma Egilsdóttir
Guðmundur Kr. Þórðarsson
Lárus Guðgeirsson
Ólafur Gunnarsson
Svanhildur Elentínusdóttir
Þóra Alberta Guðmundsd.
Þórður Ásmundsson
70 ára
Erna Eiríksdóttir
Guðný Guðmundsdóttir
Jón Ragnar Höskuldsson
Ólafur Karlsson
Sigurður Jónsson
Örn Sævar Ingibergsson
60 ára
Anna Antonsdóttir
Bernadeta Mucharska
Erlingur Örn Kristjánsson
Guðmundur Þorleifur
Helgason
Guðný Stefánsdóttir
Halldór Jónsson
Hildur Björnsdóttir
Hildur Ríkarðsdóttir
Jón Valdimar Gunnbjörnss.
Lúðvík Trausti Gunnlaugss.
Sighvatur Kristinn Pálsson
Valgerður Jónsdóttir
Vigfús Sigurðsson
Þorgerður Nielsen
50 ára
Anna Sveinbjörg Hansdóttir
Björgvin Ingimarsson
Ella Kristín Geirsdóttir
Guðmundur Skúli Johnsen
Gunnar Rúnar Gunnarsson
Halldór Ingvar Hauksson
Harpa Þórðardóttir
Helgi Þ. Guðbjartsson
Hergeir Elíasson
Jóna Björk Guðnadóttir
Jón Ólafur Daníelsson
40 ára
Anna Svava Knútsdóttir
Bryndís Einarsdóttir
Elín Guðmundsdóttir
Guðlín Jóna Ómarsdóttir
Haraldur Jens
Guðmundsson
Hilmir Ingi Jónsson
Jóhannes Haukur
Ingibergsson
Ketill Sigurðarson
Marcin Zygmunt Klamka
Ryan Patrekur Kevinsson
Snæbjörn Sigurðsson
30 ára
Arnar Ólafsson
Artis Kukemilks
Brynja Skjaldardóttir
Hrannar Mýrdal Jónsson
Kjartan Félim Martinsson
Kristján Hrannar Pálsson
Óskar Ingvi Sigurðsson
Ragnheiður Svava
Karlsdóttir
Ricardo B. V. Dos Santos
Sigdís Ágústsdóttir
Stefanía Björg Jónsdóttir
Til hamingju með daginn
30 ára Brynja er úr
Reykjavík og skiptir tíma
sínum jafnt milli 101
Reykjavíkur og Brooklyn í
New York. Hún er fata-
hönnuður og stílisti.
Foreldrar: Skjöldur
Sigurjónsson, f. 1965,
kaupmaður og vert hjá
Ölstofu Kormáks og
Skjaldar, bús. í Reykjavík,
og Linda B. Stefánsdóttir,
f. 1966, hugbúnaðar-
ráðgjafi hjá Crayon á Ís-
landi, bús. í Garðabæ.
Brynja
Skjaldardóttir
30 ára Óskar er stór-
bóndi á Bóli í Biskups-
tungum, en hann er upp-
alinn Tungnamaður.
Maki: Nadia Elina Barndt,
f. 1990, húsfreyja á Bóli.
Börn: Júlíus Cesar, f.
2016.
Foreldrar: Sigurður Þor-
valdsson, f. 1954, vinnur í
Orkuveitunni, og Ólavía
Vilhjálmsdóttir, f. 1959,
vinnur hjá Póstinum á
Selfossi. Þau eru bús. á
Selfossi.
Óskar Ingvi
Sigurðsson
30 ára Ragnheiður Svava
er úr Kópavogi en býr á
Álftanesi. Hún er bókari
hjá Pennanum.
Maki: Hallur Örn Braga-
son, f. 1987, bátasmiður
hjá Rafnari.
Börn: Eygló Natalie, f.
2010, og Erlingur Máni, f.
2015.
Foreldrar: Karl Arnarson,
f. 1961, lögreglumaður, og
Hanna Erlingsdóttir, f.
1962, leiðbeinandi á leik-
skóla.
Ragnheiður S.
Karlsdóttir
Orri Þór Ormarsson hefur varið dokt-
orsritgerð sína í læknavísindum við Há-
skóla Íslands. Ritgerðin ber heitið Nýtt
lyf til meðhöndlunar á hægðatregðu og
til tæmingar fyrir bugðuristilspeglanir
(New medicine for the treatment of
constipation as well as for rectal
cleansing prior to flexible sigmoidos-
copy).
Andmælendur voru dr. Marc A. Benn-
inga, prófessor við Háskólann í Amst-
erdam, og dr. Þorvarður Jón Löve, dós-
ent við læknadeild HÍ. Umsjónarkennari
var dr. Einar Stefán Björnsson, prófess-
or við læknadeild HÍ. Auk hans sátu í
doktorsnefnd Ásgeir Haraldsson, pró-
fessor við sömu deild og yfirlæknir á
Barnaspítala Hringsins, dr. Einar Stef-
ánsson, prófessor við læknadeild HÍ, dr.
Þorsteinn Loftsson, prófessor við lyfja-
fræðideild HÍ, og dr. Hasse Abrahams-
son, prófessor emeritus við
Sahlgrenska Universitetssjukhuset í
Gautaborg.
Tilgangur rannsóknanna var að
kanna öryggi og hægðalosandi áhrif
stíla, sem innihalda fríar fitusýrur
fengnar úr fiskolíu, í meðferð á hægða-
tregðu í börnum og
sem úttæmingu
fyrir stutta ristil-
speglun. Rann-
sóknin samanstóð
af þremur klín-
ískum lyfjarann-
sóknum. Að auki
var framkvæmd
faraldsfræðileg
rannsókn á börnum með hægðatregðu.
Niðurstöður: 160 þátttakendur tóku
þátt í þessum þremur klínísku rann-
sóknum. Rannsóknirnar sýndu að stíl-
arnir þoldust vel og virka til meðferðar
á börnum með hægðatregðu og til út-
hreinsunar fyrir speglanir í bugðuristli
og endaþarmi. Faraldsfræðilega rann-
sóknin leiddi í ljós að 40% barnanna
með hægðatregðu fengu aftur hægða-
tregðu, 27% þeirra þurftu aftur að leita
læknisaðstoðar og 33% fengu lyf gefið
um endaþarm á ný. Rannsóknin sýndi
auk þess að vissir lífsstílsþættir tengj-
ast hægðatregðu í börnum.
Orri hlaut nýverið styrk úr Verðlauna-
sjóði Óskars Þórðarsonar læknis fyrir
rannsóknir þessar.
Orri Þór Ormarsson
Orri Þór Ormarsson lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1985 og
embættisprófi í læknisfræði frá Háskóla Íslands árið 1993. Orri Þór stundaði sér-
nám í almennum skurðlækningum og barnaskurðlækningum við háskólasjúkra-
húsið í Þrándheimi í Noregi á árunum 1997-2003 og starfaði sem sérfræðilæknir
við barnaskurðdeild Háskólasjúkrahússins í Kaupmannahöfn 2003-2006. Frá árinu
2006 hefur Orri starfað sem barnaskurðlæknir á Barnaspítala Hringsins. Orri Þór er
kvæntur Guðrúnu Finnsdóttur félagsráðgjafa og eiga þau fjögur börn, Finn Þór,
Kristínu, Björk og Árna Þór.
Doktor
EXPLORE WITHOUT LIMITS
®
ARCTIC TRUCKS ÍSLAND EHF.
KLETTHÁLSI 3
110 REYKJAVÍK
SÍMI: 540 4900
NETFANG: info@arctictrucks.is
www.arctictrucks.com
VÖNDUÐ JEPPADEKK
FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
VÖNDUÐ OG HLJÓÐLÁT
DEKK UNDIR FLESTAR
GERÐIR JEPPA OG
JEPPLINGA.
STÆRÐIR FRÁ 29-44 TOMMU.
ÖLL ALMENN
DEKKJAÞJÓNUSTA
TÍMABÓKANIR
Í SÍMA 540 4900