Morgunblaðið - 31.03.2017, Síða 27
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ Sofía Erla
Stefánsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 21.
desember 1962.
Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi
22. mars 2017 eftir
harða sjúkdóms-
baráttu.
Hún var einka-
barn hjónanna
Katrínar Kristjönu
Thors leikkonu, f. 10. mars
1929, d. 9. mars 2010, og Stefáns
Sturlu Stefánssonar, viðskipta-
bjargar Jónsdóttur húsfreyju, f.
9. maí 1893, d. 7. nóvember
1973, og Stefáns Sigurðssonar
frá Hvítadal, skálds og bónda í
Bessatungu í Saurbæjarhreppi í
Dalasýslu, f. 11. október 1887, d.
7. mars 1933. Sambýlismaður
Sofíu Erlu var Ásgeir Þór Ás-
geirsson vélfræðingur, f. 15.
október 1964. Þau slitu sam-
vistum á árinu 2016 en milli
þeirra var ætíð djúp og rík vin-
átta. Sofía Erla fékkst við ýmis
störf um ævina en á árunum
1988 til 2010 vann hún hjá Flug-
leiðum og var þar í skráningu
hjá Icelandair Cargo. Frá 2010
var hún við umönnunarstörf hjá
Dvalar- og hjúkrunarheimilinu
Grund í Reykjavík.
Sofía Erla verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju í dag, 31.
mars 2017, klukkan 15.
fræðings og aðstoð-
arbankastjóra Út-
vegsbanka Íslands,
f. 5. nóvember
1927, d. 28. febrúar
1980. Katrín Krist-
jana var dóttir
hjónanna Sofíu
Láru Hafstein
Thors húsfreyju, f.
17. desember 1899,
d. 10. febrúar 1981,
og Hauks Thors
forstjóra, f. 21. mars 1896, d. 6.
mars 1970. Stefán Sturla var
sonur hjónanna Sigríðar Guð-
Nú hefur hún kvatt okkur
þessi elska. Frænka mín og vin-
kona.
Það er þyngra en tárum taki
að hún fékk ekki að lifa lengur og
njóta þess „nýja kafla“ sem henni
fannst vera að hefjast í lífi sínu.
Þrátt fyrir hrjúft yfirbragð var
hún einstaklega blíð, ljúf og góð
við nánari kynni. Hún var líka
gjafmild og mikill dýravinur.
Hún var þó síður en svo feimin
að segja meiningu sína á mönn-
um og málefnum eins og þeir vita
sem þekktu hana.
Það gustaði hressilega af
henni þegar hún talaði um sam-
félagsmál og pólitík. Alltaf tók
hún málstað lítilmagnans.
Græðgi, fals og yfirborðs-
mennska var eitur í hennar huga
og lá hún ekki á þeirri skoðun
sinni.
Í haust þegar ljóst var að
hverju stefndi bað hún mig að
vera með sér í þeirri vegferð sem
fram undan var. Mér var það
heiður, ljúft og skylt.
Við tók tími þar sem skiptust á
skin og skúrir. Góðu tímabilin
voru mörg í fyrstu en svo varð
lengra á milli.
Hún átti yndislega vini er viku
vart frá henni er nær dró. Við
vorum „gengið“ hennar – dúll-
urnar hennar eins og hún kallaði
hvert og eitt okkar.
Sá er ríkur sem á slíkan „her“
að í lok lífsins og veit ég að hún
var öllum þakklát.
Fyrir okkur sem upplifðum
þetta tímabil saman og með
henni verður það ógleymanlegt.
Ljúfsárt, fallegt, kærleiksríkt.
Hún var sátt þegar kallið kom
og lést í faðmi ástvina – með Villa
Vill á „fóninum“.
Þannig vildi hún hafa það og
þannig var það.
Ég kveð hana með ömmubæn-
inni okkar:
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Sveinbjörn Egilsson)
Fari hún á Guðs vegum – mót-
takan verður án efa stórbrotin
eins og hún sagði sjálf.
Margrét Þorbjörg.
Hún kom sem stormsveipur
inn í líf mitt fyrir um sjö árum,
þessi elska, Sofía Erla, og fór allt
of fljótt eftir erfið veikindi. Kynni
okkar hófust er við fórum í fyrstu
sumarbústaðaferðina með 13
keilusystrum. Þar var hún aðal-
stuðboltinn og stjórnaði tónlist-
inni og dansinum, þar var mikið
hlegið og gantast og borðaður
góður matur. En það var ekki
fyrr en vorið 2013 sem við urðum
perluvinkonur, þegar réttlætis-
kennd Sofíu var viðbrugðið í keil-
unni og ég bakkaði hana upp.
Eftir það hringdi hún nánast í
mig á hverjum degi, og hittumst
oft í viku og um helgar. Sótti hún
mikið í heita pottinn hjá mér, og
þar var allt rætt milli himins og
jarðar. Fljótlega fór hún að bjóða
mér á tónleika hingað og þangað,
og ef ég mótmælti sagði hún: „No
darling, ég borga – ég er alltaf í
mat hjá þér og drekk svo mikið
kaffi!“ Ekkert þýddi að mót-
mæla, lærði það fljótt.
Henni fannst líka mjög gaman
að versla – sérstaklega úlpur, og
áttaði ég mig ekki á því til að
byrja með að hún vildi alltaf
koma með mér í Byko, en þangað
þurfti ég stundum að kaupa
skrúfur eða verkfæri. En við vor-
um varla komnar inn er hún
hvarf eitthvað – og hvað haldið
þið, það fást nefnilega líka úlpur í
Byko. Og hún átti örugglega 40
stykki.
Ég komst að því að hún hafði
sama sem ekkert ferðast um Ís-
land, bara útlanda. Vildi ég þá
gera bragarbót á því og sýna
henni landið okkar fagra, og fer
þá að segja henni frá bróður mín-
um, sem býr á dvalarheimilinu
Barmahlíð á Reykhólum og ég
heimsæki alltaf á sumrin. Bauð
henni að koma með um sumarið
2014. Þáði hún boðið og kom einn-
ig Stefanía systir með. Við komum
á svokölluðum Reykhóladögum þá
helgi í blíðskaparveðri, og hittum
þar bæði menn og dýr og áttum
yndislegar stundir saman. Gat
Sofía ekki hætt að dásama fegurð
Reykhóla. Og bróðir minn hlýju
Sofíu. Á bakaleiðinni stoppuðum
við hjá leiði afa hennar, Stefáns
frá Hvítadal, sem jarðsettur er í
Staðarhólskirkjugarði í Saurbæ.
Einnig keyrðum við að bænum
Bessatungu sem afi hennar var frá
og skoðuðum okkur um. Hafði hún
á orði að gott væri að finna ræt-
urnar – en á hvorugan staðinn
hafði hún komið á áður. Gaf þetta
henni mikið. Árið eftir fór ég með
hana í sveitina mína, Fljót í Skaga-
firði. Gistum þar í bændagistingu.
Þar var bækistöð okkar í fjóra
daga. Svo var farið á síldarævin-
týrið á Siglufirði, til Dalvíkur og
víðar. Og alltaf stuð á minni.
Ógleymanlegt fyrir mig að sjá
hvað hún skemmti sér vel. Síðasta
ferðin okkar út á land var á Reyk-
hóla í júlí síðastliðnum, þá orðin
mjög veik. Að lokum, elsku Sofía
Erla, vil ég þakka þér umhyggju
þína við börnin mín.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Þín vinkona,
Sigurlaug.
Elsku Sofía.
Með höfuð beygð og hjörtun
döpur kveðjum við þig í dag,
elsku vinkona. Við trúum því líka
að nú líði þér betur eftir erfið og
sár veikindi undanfarna mánuði
þar sem þú varst alltaf hetja þar
til yfir lauk.
Þú vildir ekkert vesen né væl
og við virtum það þó að í dag
flæði tárin taumlaus niður af sorg
og söknuði.
Við þökkum þér vináttu þína
og eins og sagt er „að eignast vin
getur tekið eitt andartak“ en að
vera vinur tekur alla ævi og þú
varst þessi tryggi vinur.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Hvíl í friði.
Birna og Hilmar.
Sofía Erla
Stefánsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Sofíu Erlu Stefáns-
dóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Einar Finnssonfæddist 18. maí
1954 í Reykjavík.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi 19. mars 2017.
Einar var sonur
Finns Hermanns-
sonar húsasmíða-
meistara og Ingi-
bjargar Ólafar
Jóhannesdóttur
húsmóður. Einar
var næst elstur af fimm systk-
inum, en eftirlifandi systkini hans
eru þau Ágúst, f. 1952, Ásdís, f.
1957, Gunnar, f. 1963, og Bjarg-
hildur, f. 1967. Einar giftist Ásu
Guðmundsdóttur 18. janúar 1975
og eignuðust þau tvö börn. Börn
Ásu og Einars eru: 1) Finnur Ingi,
f. 1973, hans kona er Steinvör
Jónsdóttir og þeirra
börn eru Ylfa Björg,
Arngrímur Ari og
Hrafnkell Logi. 2)
Guðrún Andrea, f.
1979, hennar börn
eru: a) Einar Óli
Einarsson, unnusta
hans Birgitta Svava
Pálsdóttir og eiga
þau soninn Ísak Elí,
b) Stefán Ingi
Jónasson og c)
Andrea Helga Ósk Jónasdóttir og
d) Aron Suni Jónasson, stjúpsonur
Guðrúnar, börn Jónasar Helga
Ólafssonar sem lést árið 2010.
Einar starfaði lengst af sem bif-
vélavirki við eigin rekstur.
Úför Einars fer fram frá Víði-
staðakirkju í dag, 31. mars 2017,
klukkan 13.
Hvað dettur mér í hug þegar ég
hugsa um hann Einar svila minn?
Þrjóska, uppátæki, fíflaskapur,
húmor, eldamennska, hjartahlýr,
barngóður, dýravinur, allrahanda
smiður og greiðvikinn, er það sem
einna helst kemur upp í hugann,
samt sem áður ekki nema brota-
brot af því sem einkenndi hann.
Ég var ekki nema 17 ára þegar
ég kynntist Einari og í minni
fyrstu heimsókn til þeirra hjóna þá
leið mér eins og ég væri komin
heim. Maður bjargaði sér sjálfur í
kaffið og stöðugt rennerí af
strákum sem voru að gera við ein-
hverjar bíldruslur og fá ráðlegg-
ingar hjá Einari. Nokkurn veginn
eins og opið hús alla daga og held
að það hafi haldist þannig alla tíð.
Ég varð eins og svo margir heima-
gangur hjá þeim og ófá skiptin
sem maður leitaði til Einars um
lausnir á hinu og þessu, einhvern
veginn var það þannig að fátt var
honum ofviða. Gott dæmi um það
er þegar þau hjónin keyptu
Heilsugæslustöðina á Eyrarbakka
og fluttu hana í Tjarnarbyggðina,
auðvitað tókst honum að gera það
klakklaust eins og flest annað.
Undanfarin ár fór heilsu hans
að hraka og þá var það líklega
þrjóskan sem kom honum áfram,
aldrei heyrði maður hann kvarta
og vildi hann sannarlega ekki gera
mikið úr veikindum sínum. „Ég er
fínn“ var svarið þegar maður
spurði hann hvernig hann hefði
það og þá vissi maður að hann hlaut
að hafa það ansi skítt. Ég kveð Ein-
ar með söknuð í hjarta og von um
að hann hafi það betra núna hvar
sem hann kann að vera.
Ása Hauksdóttir.
„Lommér að sjá, farðu frá.“
Hversu oft heyrði ég ekki þessi
orð frá vini mínum Einari Finns-
syni?
Honum þótti þá trúlega nóg um
klaufalega tilburði mína við bílavið-
gerð sem ég hafði fengið inni með á
verkstæðinu hjá honum. Meiningin
auðvitað að gera við sjálfur. Einar
þoldi náttúrulega ekki að horfa upp
á slíkt og þá var manni ýtt pent til
hliðar. Eftir skamma stund var
verkinu lokið.
Einar var einhver úrræðabesti
maður sem ég hef á ævinni kynnst,
það vafðist fátt fyrir honum. Eða,
svo notuð séu hans eigin orð: „Ef
eitthvað er ekki hægt – þá tekur
það bara aðeins lengri tíma.“
Um árabil hafði Einar glímt við
alvarlegan heilsubrest. Það var
aðdáunarvert hvernig hann tókst á
við hin daglegu verkefni þrátt fyrir
það. Þar kom svo oft í ljós hvað
hann átti auðvelt með að finna nýj-
ar leiðir til að leysa málin. Ótrúleg-
ustu verk sem fullhraustir menn
áttu fullt í fangi með vann hann
með bros á vör.
En Einar var líka heppinn að
eiga gott bakland í henni Ásu, sín-
um ævifélaga. Samhent og sam-
taka í gegnum árin. Gott dæmi um
það er auðvitað búgarðurinn þeirra
við Selfoss sem þau hafa byggt upp
og búið á síðustu fimm ár. Eflaust
hafa einhverjir klórað sér í hausn-
um í upphafi og ekki skilið hvað þar
stóð til, en þau hjón vissu allan tím-
ann hvert þau stefndu. Í dag er
þarna myndarlegt heimili og að
sjálfsögðu vel búið verkstæði.
Mér er minnisstætt fyrir nokkr-
um árum þegar ég fékk boð um að
mæta í hjartaþræðingu og leist þá
ekkert á blikuna. Ég hringdi í Ein-
ar, nema hvað, til að fá að vita um
hvað málið snerist. „Hefurðu farið
til tannlæknis?“ „Já.“ „Þetta er
minna en það.“
Frekari orð voru óþörf.
Einar var reyndar yfirleitt bros-
andi og léttur og návistin var alltaf
góð. Ég hef verið tíður gestur á
heimili og vinnustað þeirra hjóna
um árabil og þangað var gott að
koma. Að eiga góða vini er gott.
Nú er höggvið skarð sem
ómögulegt verður að fylla.
„Að minnsta kosti tekur það
meira en aðeins lengri tíma.“
Ég vil þakka Einari Finnssyni
fyrir samfylgdina. Fjölskyldunni
vottum við Þóranna okkar dýpstu
samúð og vonum að þið finnið styrk
í góðum minningum um frábæra
manneskju.
Örn Stefánsson.
Kær vinur, Einar afburðamaður
Finnsson, er farinn. Það er sárt en
ekkert vol eða víl, það var ekki hans
stíll.
Heyrði fyrst um hann í Akur-
gerðinu þar sem ég kom oft í næsta
hús við æskustöðvar hans. Hann á
fermingaraldri á kafi í öllu vél-
knúnu. Og það átti að nota það þó
að hann væri ekki kominn á rétt-
indaaldur. Galsafenginn og fór
mikinn. Síðar í Súðavogi, hann að
læra hjá Kidda gaffli, ég að þvælast
í kringum Stjána meik og Sæla.
„Þú ert nú meiri vitleysingurinn,“
sagði Sæli við Einar. Það var hól.
Svo kynntist ég þessum grip, hann
rétti mér skrúfjárn, „haltu þér í
þetta svo þú dettir ekki“ og það
varð ást. Ég vissi sumt um garð-
yrkju en ekkert um véladeildina.
Framan af komu lausnir hans mér
á óvart en síðan þessi fullvissa.
Hann leysti allt, hugsaði í lausnum,
aldrei vandræði. Næst bílaþjón-
usta og hann reglulega að smá-
hrekkja mig. Hreinskiptinn og
hnyttinn í tilsvörum. Það þoldu
ekki þeir sem helst áttu skilið að fá
smá ádrepu. Það var rallað á veg-
um og vegleysum um tíma og svo
E. Finnsson bílabjörgun með
slink. Það endaði ekki vel en Einar
hélt bara áfram að lifa. Verkstæði í
Blesugróf og svo á Hyrjarhöfða.
Húsbílar smíðaðir og ferðast um
allt hér og erlendis. Engin vand-
ræði þótt tungumálakunnáttan
væri ekkert í líkingu við viðgerð-
arkunnáttuna.
Dagurinn var alltaf betri eftir
heimsókn á Hyrjarhöfðann. Ása
alltaf á staðnum, nóg af kaffi,
glensi og góðum sögum. Gunna og
Einar Óli sonur hennar með hon-
um á verkstæðinu á tímabili. Sím-
inn hringdi, einhver í vandræðum
og Einar leysti það. Oftast á með-
an hann var að vinna, en settist
smástund ef málið var flókið. Þá
grúskuðu þau Ása í tölvunni og
málið leyst. Sumir fengu snögga
athugasemd og hringdu þá sjaldn-
ar, sem var bara gott.
Hann var ekki gamall þegar
hjartað fór að gefa sig. „Hvernig
ertu,“ spurði ég. „Ég, ég er góður“
Alltaf sama svarið þó að heilsu-
brekkan yrði sífellt brattari.
Svo var flutt í Tjarnarbyggð.
Heilsugæslustöð keypt og hún
flutt á staðinn. „Það var ekkert um
annað að ræða með þessa heilsu,“
sagði vinurinn. Hann fékk fylgifisk
fyrir nokkrum árum, súrefniskút.
Nú voru komnir heimilisvinir.
Krummarnir á hlaðinu. Hann tal-
aði við þá og þeir við hann. Sat við
endann á eldhúsborðinu með apó-
tekið og heilsugæsluskiltið hjá sér
þegar hann komst ekki út á verk-
stæði. En áfram var haldið. Út í
gröfuna síðasta sumar að slétta
lóðina. Síðast í gröfunni fáum dög-
um áður en hann veiktist og lauk
við bílviðgerð tveimur dögum fyrir
spítalavistina. Ein vika leið og
blessaður drengurinn lagði af stað
á miðhæðina. Vonandi bíður hann
eftir mér þar. Við erum full þakk-
lætis fyrir allt sem hann var okkur
Mörtu. Fyrir Ásu, Finn Inga, Guð-
rúnu Andreu og börnin þeirra og
litla langafastrákinn. Þau gera
okkur þetta léttara. Þetta er ekki
búið. Við lifum í minningunni um
einstakan mann, orðheppinn og
hreinskiptinn, stundum um of, og
þó.
Blessuð sé minning Einars
Finnssonar. Hún mun ylja okkur
um ókomin ár.
Brandur og Marta.
Einar Finnsson
✝ Maggý Valdi-marsdóttir
fæddist á Eskifirði
16. febrúar 1923.
Hún lést á bráða-
deild Borgar-
spítalans 17. mars
2017.
Foreldrar henn-
ar voru Einar
Valdimar Ein-
arsson verkamað-
ur, f. 1889, d. 1947,
og kona hans Sigurbjörg Ses-
selía Jónsdóttir, f. 1891, d. 1926.
Systur Maggýjar: María Val-
borg, f. 1918, d. 1919, María
Ingibjörg, f. 1920, d. 1922.
Systkini Maggýjar samfeðra:
Valborg Ingunn, f. 1936, Þóra
Gabríella, f. 1941, d. 2009,
Björgvin Arnar, f. 1946, d. 1993.
Uppeldisbróðir Maggýjar var
Jón Björgvin Ólafsson, f. 1926,
d. 1993. Maggý giftist 1944
Gunnlaugi Magnússyni skrif-
stofustjóra, f. 21. ágúst 1915, d.
13. október 2002. Börn þeirra: 1)
Vilborg, f. 1947, maki Gamalíel
Sveinsson. 2) Einar, f. 1949,
maki Hildigunnur Þorsteins-
dóttir. Börn þeirra: a) Gunn-
laugur Magnús, f.
1981, maki Krist-
veig Björnsdóttir.
Dóttir þeirra er
Hildigunnur Ásta,
f. 2015, b) Val-
gerður Helga, f.
1984. 3) Björg, f.
1952, maki Gary
Long. Börn þeirra:
a) James Tómas, f.
1980, maki Jo
Long, b) Maggý, f.
1983, maki Paul Hinson. Dóttir
Maggýjar er Fjóla Rose, f. 2008.
4) Sigríður, f. 1959, maki Bruno
Nielsen. Dætur Sigríðar og Bri-
an Bak eru: a) Maria, f. 1987,
maki Martin Hougaard. Sonur
þeirra er Adam, f. 2016, b)
Christina, f. 1990, maki Peter
Flytkjær Eriksen. Maggý ólst
upp á Eskifirði en flutti ung til
Reykjavíkur. Þegar börnin voru
uppkomin starfaði hún við síma-
vörslu hjá Stjórnaráðinu og síð-
ar hjá Tollstjóranum í Reykja-
vík þar til hún lét af störfum
vegna aldurs.
Útför Maggýjar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag, 31. mars
2017, klukkan 13.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan
skúf.
Úr furutré, sem fann ég út við sjó,
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt
Um varpann leikur draumsins perlu-
glit.
Snert hörpu mína, himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.
(Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Hvíl í friði, mamma.
Vilborg, Einar,
Björg og Sigríður.
Maggý
Valdimarsdóttir
Dánardagur við rangt nafn
Í æviágripi Lilju Gísladóttur sem birtist í gær færðist til dag-
setning.
Agnes Óskarsdóttir, dóttir hinnar látnu, var sögð hafa látist
2. mars 2001 þegar hið rétta er að það var Fjóla Rós, dóttir
Agnesar, sem lést þann dag.
Hlutaðeigandi eru beðnir afsökunar á þessari misfærslu.
LEIÐRÉTT