Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 ✝ SverrirSigmundsson, fv. innkaupastjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, fædd- ist 9. janúar 1929 að Hraunsnefi, Borgarbyggð, Mýr- arsýslu. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 22. mars 2017. Foreldrar hans voru Sesselja Samúelsdóttir húsmóðir frá Gröf í Miðdölum, f. 1893, d. 1957, og Sigmundur Ingvar Björnsson verkamaður frá Óskapsstaðaseli, V-Húna- vatnssýslu, f. 1901, d. 1971. Systir Sverris var Bjarnheið- ur Sigmundsdóttir, f. 1930, d. 2016. þeirra eru a) Þorsteinn, f. 1988 og b) Sverrir, f. 1998. 3) Ingvar Sverrisson, f. 1965, lögfræð- ingur hjá EFTA, Brussel, kvæntur Sigríði Eysteinsdóttur, lögfræðingi í sendiráði Íslands, Brussel, f. 1977. Barn þeirra er Anna Sigrún, f. 2014. Sverrir ólst upp í Hafnarfirði og gekk í Lækjarskóla og seinna fór hann í Iðnskóla Hafnarfjarðar. Árið 1947 hóf hann nám í rafmagns- tæknifræði í Stockholms Tekn- iska Institut og lauk þar námi. Árið 1951 fór hann til Buffalo University í Bandaríkjunum til frekari náms og var þar í eitt ár á Fulbright-styrk. Að námi loknu hóf hann störf hjá Rafha í Hafnarfirði og vann þar til ársins 1960 þegar hann tók til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og vann þar til ársins 2000. Útför Sverris fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, í dag, 31. mars 2017, og hefst at- höfnin klukkan 13. Sverrir kvæntist Önnu Margrjeti Thoroddsen, f. 1935, fv. ritara og skjalaverði hjá Hafnarfjarðarbæ, árið 1958 og eign- uðust þau þrjú börn. Þau eru 1) Valgarður I. Sverr- isson rekstrarhag- fræðingur, skrif- stofustjóri hjá Líf- eyrissjóði verslunarmanna, f. 1959, kvæntur Sigrúnu Hólm- fríði Óskarsdóttur kennara, f. 1961. Barn Valgarðs er María Kanak, f. 1999. 2) María Sverr- isdóttir svæfingalæknir, f. 1962, gift Kristni Þorsteinssyni, skólameistara Fjölbrautaskól- ans í Garðabæ, f. 1962. Börn Föstudaginn 31. mars kveð ég föður minn, Sverri Sigmundsson, í hinsta sinn. Hann var ætíð mín stoð og stytta og verður hans sárt saknað. Pabbi var ljúfur og rólegur að eðlisfari og sóttist ekki eftir að vera miðpunktur athyglinnar. Hann var mikil barnagæla og hafði mikla þolinmæði til að tala og leika við börn. Þó að pabbi væri rólegur lét hann ekki fara neitt með sig ef hann vildi það ekki. Þegar ég varð eldri og reyndi að ráðskast með hann komst ég allt- af betur og betur að því að hann var þrjóskari og staðfastari en flestir sem ég þekki. Þegar ég hugsa til baka kemur efst í hugann hvað pabbi reyndist mér vel. Ég átti alltaf bakland hjá honum og mömmu ef á þurfti að halda. Hann tók sér frí í vinnunni þegar Stenni var veikur svo ég og Kiddi kæmumst í vinnu. Þegar Kiddi fluttist til Íslands frá Hol- landi, einu ári áður en ég var búin með sérnámið og við sáum fram á að þurfa au pair, stakk pabbi strax upp á því að hann og mamma gætu leyst það vandamál. „Ég get að vísu ekki eldað og ekki heldur tekið til, en ég get passað,“ sagði hann. Úr varð að þau komu til skiptist þetta ár og sáu um Stenna þegar ég var í vinnunni. Þegar Sverrir yngri kom í heim- inn var pabbi yfir sig glaður að fá nafna, enda vísaði hann ávallt til Sverris sem nafna síns. Eftir að við fluttum til Íslands var hann óþreytandi í því að sækja og skutla drengjunum á milli staða. Elsku pabbi, nú er komið að leiðarlokum, 88 ára lífshlaupi er lokið. Þú mátt vera stoltur af því lífi. Þú eignaðist fjölskyldu sem þú sást vel fyrir og studdir hana með ráðum og dáð fram í andlátið. Heiðarlegur, heill og sannur í gegn. Kveðja, María. Elsku Sverrir, það er sárt að kveðja þig, en þú skilur eftir margar fallegar og skemmtilegar minningar sem munu lifa um ókomna tíð. Mér er efst í huga þakklæti fyr- ir alla þá væntumþykju og ein- staka umhyggju sem þú hefur sýnt mér frá því að ég kom inn í fjölskylduna fyrir 12 árum. Ég met það mikils. Þú varst mjög stoltur af okkur Stenna og sýndir námi okkar og ferðalögum alltaf mikinn áhuga. Ég er einnig mjög þakklát fyrir allar þær góðu samverustundir sem við áttum saman. Þar má nefna ófá matarboðin á heimili ykkar Önnu. Þér þótti einnig gam- an að bjóða fjölskyldunni út að borða á hlaðborð, þá naustu þín vel. Það var einstaklega gaman þegar þú, Anna og María komuð í heimsókn til okkar Stenna til Lundar. Það skipti þig miklu máli að fá að sjá hvernig við hefðum það hér í Svíþjóð. Við sýndum ykkur bæ- inn og áttum góðan tíma saman. Þú hefur ósjaldan talað um matinn sem við elduðum handa ykkur og minntist þess oft hversu góðan mat ég eldaði. Það fannst mér alltaf gaman að heyra. Elsku Anna, megi minningin um einstakan mann veita þér styrk. Ég mun sakna þín, Sverrir. Þín, Tinna. Það var á haustmánuðum 1981 sem ég hitti Sverri Sigmundsson, verðandi tengdaföður minn, í fyrsta sinn. Við María vorum að draga okkur saman og ég er ekk- ert viss um að hann hafi verið sér- lega ánægður með þróun mála. Sverrir sagði þó ekki mikið frekar en við önnur tækifæri. Hann var ekki mikið fyrir að flíka tilfinning- um sínum eða flytja miklar ræður, Sverrir lét verkin tala. Síðan eru liðin rúm 35 ár og á þeim tíma hef ég kynnst Sverri vel og þakka ég fyrir að hafa átt með honum sam- leið þetta lengi. Allan okkar búskap hefur Sverrir reynst okkur vel. Þegar við fluttust til Hollands kom hann í heimsókn nokkrum sinnum á ári og veitti okkur ómetanlegan stuðn- ing. Hann taldi ekki eftir sér að koma með litlum fyrirvara og ærn- um tilkostnaði ef á þurfti að halda. Synir okkar Maríu hafa notið þeirra forréttinda að hafa verið ríkir af öfum og ömmum sem hafa reynst þeim vel. Þar lék Sverrir stórt hlutverk. Þolinmæði hans með börnum var takmarkalítil. Til er fjöldi ljósmynda þar hann er að smíða eða brasa eitthvað barna- börnunum. Þó að orkan hafi farið þverrandi með árunum hafði Sverrir alltaf áhuga á afkomend- um sínum og gengi þeirra skipti hann miklu máli. Sverrir er alinn upp í krepp- unni á íslensku alþýðuheimili. Hann ræddi ekki mikið um þá tíma og var maður sem horfði frekar fram veginn en að dveljast við liðna tíð. Í dag sakna ég þess að hafa ekki fengið hann til að segja mér meira frá því hvernig lífið var í kreppunni í Hafnarfirði. Sverrir var ekki maður margra áhugamála en setti fjölskylduna og framgang hennar alltaf í for- gang. Ég er efins um að hann hafi nokkurn tíma sett sína hagsmuni ofar annarra í fjölskyldunni. Fyrir suma er íhaldssemi dyggð og það átti við um Sverri. Þegar við bjuggum í Hollandi fór hann stundum á gírahjólinu mínu. Hann skipti aldrei um gír og taldi víst að gírinn sem hann var í væri hið minnsta jafngóður og sá sem hann gæti skipt í. Sverrir keyrði alltaf beinskipta bifreið og allar tilraunir til að sannfæra um skynsemi þess að fá sér sjálfskipt- an féllu í grýttan jarðveg. Sverrir keyrði beinskipta bifreið fram í andlátið. Hjónaband Sverris og Önnu Margrjetar Thoroddsen var langt og gæfuríkt. Missir Önnu er mik- ill en hún býr að fjársjóði minn- inga um góðan mann og gifturík börn sem hafa byggt gott líf á því veganesti sem með Anna og Sverrir veittu þeim. Kristinn Þorsteinsson. Sverrir Sigmundsson  Fleiri minningargreinar um Sverri Sigmundsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ SveingerðurBenediktsdótt- ir fæddist á Græn- hól í Krækl- ingahlíð 30. apríl 1922. Hún lést á Hjúkrunarheim- ilinu Ási 18. mars 2017. Sveingerður var dóttir hjónanna Kristínar Rannveigar Sigurðardóttur, f. 25. júní 1874, d. í Skjaldarvík 27. maí 1955, og Benedikts Sveinbjarn- arsonar, f. 17. maí 1871, d. á Kristneshæli 18. mars 1957. Sveingerður var yngst systkina sinna. Hálfsystkini hennar, sem móðir hennar átti með fyrri manni sínum, Hálfdáni Hall- grímssyni, f. 12. nóvember 1872, d. 25. október 1919, 1) Sigurveig, f. 4. nóvember 1897, d. 3. ágúst 1929. 2) Jónas, f. 20. ágúst 1899, d. 1. desember 1978. 3) Ólafía Valgerður, f. 21. október 1901, d. 22. september 1992. 4) Guðrún, f. 26. sept- ember 1906, d. 12. desember ember 1909, d. 20. júní 1997. Hófu þau búskap 1947 á Egils- stöðum í Flóa og voru þar til 1975. Þau eignuðust 4 börn. 1) Einar, f. 16. ágúst 1947. Maki Georgía M. Kristmundsdóttir, f. 7. apríl 1951. 2) Kristín Rann- veig, f. 28. nóvember 1950. Maki Snorri Baldursson, f. 22. apríl 1944. Þau eiga þrjár dæt- ur og 11 barnabörn. 3) Jónas Benedikt, f. 30. október 1953. Maki Margrét Þorvaldsdóttir, þau eiga samtals sex börn. 4) Þórdís, f. 25. maí 1959. Maki Jón Ólafur Óskarsson, þau eiga þrjú börn og þrjú barnabörn. Fyrir átti Sveingerður Svein- björn Má Davíðsson, f. 10. júní 1942, d. 18. júlí 2013, og Helga Kristmundsson, f. 16. ágúst 1946. Sambýliskona Sigríður F. Þórhallsdóttir, börn Helga eru tvö og sjö barnabörn. Sigurþór og Sveingerður brugðu búi og fluttu til Hveragerðis 1975. Sveingerður vann á Dvalar- heimilinu Ási í tæplega 20 ár þar til hún lét af störfum sakir aldurs. Eftir að Sigurþór lést flutti Sveingerður í lítið hús á Dvalarheimilinu Ási og sá um sig sjálf þar til fyrir fimm ár- um að hún flutti á hjúkr- unardeildina. Útför Sveingerðar fer fram frá Hveragerðiskirkju í dag, 31. mars 2017, klukkan 14. 1980. 5) Margrét, f. 25. ágúst 1912, d. 3. janúar 1985. 6) Rannveig, f. 9. jan- úar 1917, d. 9. des- ember 2012. Móðir hennar missti mann sinn frá öll- um barnahópnum. Sveingerður ólst upp í foreldrahús- um og fór í far- skóla sem þá tíðk- aðist og var lítið meira um skólagöngu nema þegar hún fór í vist og fékk tilsögn í ís- lensku, dönsku og handavinnu. Sveingerður fór 1937 í vist til Jónasar Rafnars læknis og frú Ingibjargar, en 1939 fékk hún vinnu í Gefjun. Síðan vann Sveingerður á Kristneshæli í nokkur ár. Árið 1942 eignaðist hún dreng en fjórum árum síð- ar árið 1946 lá leið hennar suð- ur og fór hún fyrst á Akranes og var þar um skeið, en fór síð- an til Reykjavíkur og eignaðist þar annan dreng. Þá réði hún sig í sveitina og kynnist Sig- urþóri Einarssyni, f. 30. sept- Elsku mamma mín, nú þegar komið er að kveðjustund er ég döpur í huga, samveran okkar öll síðustu árin eru mér því dýrmæt minning sem ég geymi í hjarta mér. Þú varst kjarnakona sem lét ekkert buga sig, hafðir þína skoð- un og stóðst við hana. Það voru töluverð viðbrigði fyrir þig að koma frá Akureyri og setjast að í sveit, bara kolaeldavél og engin þægindi, ekkert rafmagn, fyrr en 1957. Þú vildir standa þig og við það sat. Minning kemur upp í hugann um hvernig þvotturinn var þveginn í hálfsjálfvirkri þvottavél sem þvældi þvottinum fram og til baka en hann svo skol- aður í bölum úti við fjós, látið renna kalt vatn á hann og svo undinn í höndum og þarnæst hengdur í hjall ef veður leyfði. Ég man ennþá hvað okkur var kalt á höndunum við þetta starf. Önnur minning er um spunarokkinn sem var lánaður milli bæja í hverfinu og mátti bara vera viku í senn á hverjum bæ, það voru spunnir saman fjórir þræðir ann- aðhvort úr fíngerðu garni eða lopa, sem síðan var prjónað úr. Rokkurinn var handsnúinn og áttum við að hjálpa til. Þú gast gert þessa vinnu skemmtilega svo allt gengi sem hraðast. Þú varst alltaf að vinna ef ekki voru útiverkin, þá að sauma föt á okk- ur eða prjóna, aldrei keyptar neinar flíkur, allt unnið heima. Árin liðu og ég fór að heiman og flutti til Hveragerðis og þú og pabbi fluttuð svo þangað 1975 mér til mikillar gleði. Börnin fæddust og þau gátu hitt ykkur oft, og við fengið pössun ef með þurfti, þú alltaf tilbúin að hjálpa hvort sem var við sláturgerð, bakstur eða eitthvað annað. Síð- an fluttuð þið í Hverhamar, sem þið voruð svo ánægð með. Við fórum saman í ferðalög innan- lands og utan. Ferðin okkar til Danmerkur 2003 var minnisstæð, við skemmtum okkur saman, þú gekkst með okkur allt strikið og svo fórum við upp í Runnaturn og til baka, þú varst aldrei þreytt. Núna síðustu árin eftir að pabbi lést fluttir þú í lítið hús á Dvalar- heimilinu Ási og sást um þig sjálf en fyrir fimm árum fórst þú á hjúkrunardeildina og naust frá- bærrar umönnunar sem ég vil þakka fyrir, þar er frábært starf unnið og vel hugsað um allar þarfir fólks og reynt að gleðja og létta lundina. „Góðan daginn, glaðan haginn, gaman er í dag“ þetta var frasi sem þú sagðir svo oft þegar þú komst á fætur á morgnana. Guð geymi þig þar til við hittumst næst. Þín dóttir Kristín. Elsku amma mín yfirgaf þenn- an heim laugardaginn 18. mars. Amma var kjarnakona sem upplifði margt um sína ævi. Allt frá því að búa í torfkofa með moldargólfi til Skype-funda milli landa. Hún upplifði allar þær breytingar og byltingar sem orð- ið hafa síðan 1922. Amma notaði t.d. sveitasíma, taurullu, skil- vindu, kaffikvörn og handsnúna saumavél en amma var ekki með bílpróf. Amma var algjör nagli! Hún var einstæð móðir þegar hún gerðist kaupakona hjá afa á Eg- ilsstöðum 1, ferðaðist með rútu og mjólkurbíl að norðan til að komast suður í nýja vinnu. Í sveitinni öðlaðist amma nýtt líf með afa og settist þar að. Seinna fluttu þau svo í Hveragerði. Amma Sveina var afskaplega ljúf og góð kona, hún mátti ekk- ert illt sjá og alltaf boðin og búin að hjálpa hverjum þeim sem þurfti. Ég man stundirnar í Hver- hamri svo vel, litla gula húsið, fal- lega garðinn sem amma dúllaði við öllum stundum, hveragufu- rnar allt í kring með Varmá streymandi hjá. Amma var iðin við að baka hverabrauð í hvern- um við húsið, mjólkurfernu- brauðið hennar ömmu var það besta. Eftir skóla var gott að koma til ömmu og afa og gæða sér á ömmu-hverabrauði. Það var mikið kappsmál hjá ömmu að all- ir borðuðu vel og hún tók það mjög nærri sér ef maður vildi ekki borða hjá henni. Rjóma- pönnukökur, heitt súkkulaði, hverabrauð og bleika kakan hennar ömmu voru oft á borðum. Við föndruðum oft mikið hjá ömmu, máluðum og teiknuðum, amma var nefnilega mikil fönd- urkona, hún saumaði, föndraði og málaði bæði á steina og striga. Alltaf var eitthvað nýtt og spenn- andi sem amma var að gera. Amma var mjög nýtin kona, hún geymdi allt og nýtti allt sem hún gat, ég man sérstaklega eftir endurnýttu brauðpokunum sem maður fékk með heim undir lista- verkin sem urðu til þann daginn. Brauðpokar merktir Hverabak- arí voru svo sannarlega vel nýtt- ir. Við amma spjölluðum oft mik- ið saman og alltaf var hún lífsglöð og skemmtileg, hún söng og trall- aði öllum stundum. Hún sagði mér sögur af sokkabandsárunum þegar hún ætlaði að fara í einka- tíma í dönsku en hætti við og keypti sér frekar fallegan hatt og silkisokka í staðinn fyrir tungu- málakennsluna. Þegar heyrnin fór að minnka þá giskaði hún bara í eyðurnar þegar hún heyrði ekki og hló svo smitandi prakk- arahlátri þegar hún var leiðrétt á skondnum orðum sem hún heyrði eða skáldaði. Amma talaði oft norðlensku og mörg orð sem amma notaði fannst okkur skrítin, ekki bara norðlensku orðin heldur líka orð sem amma ein notaði, hún talaði um að púttla en ekki púsla og hélt því fram að ég stundaði erótík þrisvar í viku en ekki eróbik. Seinna þegar ég bjó með fjöl- skylduna í Danmörku, þá töluð- um við saman á Skype og amma skildi ekki þetta galdratæki sem gat sýnt henni langömmubörnin alla leið frá Danmörku. Minningin lifir um duglega og skemmtilega kjarnakonu sem ég var svo heppin að eiga sem ömmu. Hvíl í friði, elsku amma, ég veit að þú vakir yfir mér. Viltu með mér vaka í nótt, vaka á meðan húmið hljótt leggst um lönd og sæ, lifnar fjör í bæ, … (Valborg Benediktsdóttir) Þín ömmustelpa, Jóna Kristín Snorradóttir. Sveingerður Benediktsdóttir HINSTA KVEÐJA Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Með þakklæti og virð- ingu. Guð blessi minningu móður og tengdamóður. Þórdís og Jón Ólafur.  Fleiri minningargreinar um Sveingerði Benedikts- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÁSTA ÁRNADÓTTIR, áður til heimilis í Keflavík, sem lést miðvikudaginn 22. mars, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 4. apríl klukkan 13. Arnar Bjarnason Sigríður Júlía Bjarnadóttir og aðrir aðstandendur HELGA GUNNARSDÓTTIR frá Eyri við Ingólfsfjörð er látin. Hún lést á sjúkrahúsinu á Akranesi mánudaginn 27. mars. Útför hennar fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Sigtryggur Karlsson Karl Sigtryggsson Ásdís Sigtryggsdóttir Usman Gani Virk systur og barnabarn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.