Morgunblaðið - 31.03.2017, Page 4

Morgunblaðið - 31.03.2017, Page 4
Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Okkur er gefin sú skýring að verið sé að slá tvær flugur í einu höggi, að auka tekjur ríkis- sjóðs og koma böndum á fjölgun erlendra ferðamanna. Sú aðferðafræði er galin að okkar mati. Má vera að það dragi úr fjölgun ferðamanna en eyðileggur um leið afkomu fyrirtækjanna sem sinna ferðamönnum,“ segir Grím- ur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónust- unnar, um boðaða hækkun á virðisaukaskatti á ferða- þjónustu. Hækkun virðisauka- skatts úr 11% í 22,5% mun á árinu 2019, þegar hækk- unin verður komin til framkvæmda á heilu ári, skila 16-20 nýjum milljörðum í ríkissjóð. „Hvaða atvinnugrein getur tekið við slíkum kaleik?“ segir Grímur og bendir á að stutt sé síðan 11% virðisaukaskattur hafi verið lagður á greinina og fyrirtækin enn að jafna sig á því. Þá gagnrýnir hann hvernig staðið er að breyt- ingunum. Ekkert samráð hafi verið haft við ferðaþjónustuna. Alvarleg áhrif á hæfni „Að fallið verði frá þessum áformum. Fyrir- tækin í greininni þola hækkunina ekki. Önnur krafa er að áhrif hennar á fyrirtækin verði greind. Ég tel ljóst að hún muni hafa alvarleg áhrif á samkeppnishæfni greinarinnar í al- þjóðlegu samhengi,“ segir Grímur, spurður um kröfur Samtaka ferðaþjónustunnar til ríkisvaldsins. Hann heldur áfram: „Afkoma fyrirtækjanna er slök. Menn átta sig ekki á því að það er ekki línulegt samhengi milli afkomu fyrirtækjanna og fjölda ferðamanna. Það sést á því að afkom- an var mun betri á árinu 2015 en 2016 þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið 2016. Það sýn- ir skilningsleysi að ganga fram með tekju- áform sem eru algerlega óraunhæf. Greinin er að skila 90 milljörðum króna til þjóðarbúsins í ár og vonandi meira á næsta ári, ef rekstr- arskilyrði verða stöðug,“ segir formaðurinn. Verst fyrir minni fyrirtæki Hann telur að áhrifin verði áþreifanlegust á landsbyggðinni. „Fjárfesting á þessum vaxt- arsvæðum mun leggjast af. Þá mun skatturinn skekkja enn frekar samkeppnisstöðu gisti- starfsemi gagnvart ólöglegri gistingu. Þá mun þessi breyting koma verst við lítil og meðalstór fyrirtæki. Langstærsti hluti fyrirtækja í ferða- þjónustu er með 10 starfsmenn eða færri. Þessi fyrirtæki verða gjaldþrota eða þurfa að hagræða sem þýðir fækkun um hundruð eða þúsundir starfa,“ segir Grímur. Fyrirtæki þola ekki hækkun  SF krefjast þess að fallið verði frá hækkun vsk. Grímur Sæmundsen 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 SVIÐSLJÓS Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Áform ríkisstjórnarinnar um að hækka ferða- þjónustuna úr lægra virðisaukaskattþrepi upp í það hærra kemur eins og blaut tuska framan í ferðaþjónustufyrirtæki landsins, að sögn Hall- gríms Lárussonar, framkvæmdastjóra rútu- fyrirtækisins Snæland Grímsson, en hann var einn þeirra sem tóku til máls á neyðarfundi sem Samtök ferðaþjónustunnar boðuðu til í gær með skömmum fyrirvara vegna óvæntra tíðinda frá ríkisstjórninni á miðvikudag um fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskatt- kerfinu. Samkeppnishæfni Íslands mun versna Í ályktun sem samþykkt var á fundinum seg- ir að gengisstyrking og kostnaðarhækkanir stefni nú þegar afkomu fyrirtækja í ferðaþjón- ustu í mikla hættu, en með boðuðum skatta- hækkunum ríkisstjórnarinnar versni sam- keppnishæfni Íslands til mikilla muna. Félagsfundur SAF var haldinn á Hótel Sögu og voru þangað mættir fulltrúar smærri og stærri fyrirtækja í ferðaþjónustu. Allir þeir sem Morgunblaðið tók tali á fundinum eru ugg- andi yfir áformum ríkisstjórnarinnar og þá sérstaklega smærri fyrirtæki og ferðaþjónust- an á landsbyggðinni, en talið er víst að gangi áform ríkisstjórnarinnar eftir gæti áhrifanna mest á jaðarsvæðum í ferðaþjónustu og hjá smærri fyrirtækjum. Fyrirhuguð skattahækkun kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og gagnrýndu fund- armenn samráðsleysi stjórnvalda, enda hafi forysta ferðaþjónustunnar verið boðuð á fund með fjármálaráðherra og ráðherra ferðamála og þeim greint frá áformunum örstuttu áður en forætisráðherra greindi opinberlega frá hug- myndunum á ársfundi Samtaka atvinnulífsins á miðvikudag. Þegar byrjað að selja þjónustu 2018 Hallgrímur Lárusson vék að því í ræðu sinni á fundinum í gær að undanfarna mánuði hefði ferðaþjónustan hér á landi unnið að því að kynna Ísland sem áfangastað árið 2018 en dæmi eru um að ferðaþjónustufyrirtæki séu búin að gera samninga um gistingu eða afþrey- ingu sumarið 2018 þegar fyrirhuguð skatta- hækkun á að taka gildi. Benedikt Jóhannesson, fjármála- og efnahagsráðherra gaf ekki kost á viðtali í gær vegna þessarar gagnrýni ferða- þjónustunnar en Benedikt mun í dag fara yfir fjármálaáætlunina á blaðamannafundi í fjár- málaráðuneytinu þar sem m.a. er að finna þessa breytingu á virðisaukaskattkerfinu. Samkvæmt upplýsingum frá Samtökum ferðaþjónustunnar fer Ísland í annað sæti yfir hæstan virðisaukaskatt á ferðaþjónustu í heiminum komi skattahækkunin til fram- kvæmda, en dönsk ferðaþjónustufyrirtæki greiða 25 prósenta virðisaukaskatt. Ferðamennsku á Norðurlöndunum þekkir Ásberg Jónsson, stofnandi ferðaskrifstofunnar Nordic Visitor. Hann segir að helmingi ódýr- ara sé fyrir erlendan ferðamann að fara í ferða- lag til Skotlands en Íslands og ferðalög til Nor- egs séu um það bil 40 prósentum ódýrari. „Þetta er galið og við verðum að stoppa þetta,“ sagði Ásberg. Verst fyrir landsbyggðina  Neyðarfundur hjá ferðaþjónustunni vegna fyrirhugaðra skattahækkana  Ekkert samráð haft við ferðaþjónustuna og aðlögunartíminn of stuttur Morgunblaðið/Ómar Strokkur „Gullni hringurinn“ og Bláa lónið eru dæmi um fjölsótta ferðamannastaði. Ferðaþjón- ustan óttast að fyrirhuguð skattahækkun bitni á fyrirtækjum á jaðarsvæðum á landsbyggðinni. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hitamál Fundur Samtaka ferðaþjónustunnar á Hótel Sögu var afar vel sóttur og var ekki síst þungt hljóð í þeim sem tóku þar til máls. Skattahækkun á ferðaþjónustu Andri Steinn Hilmarsson ash@mbl.is Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráð- herra ferðamála, segir ákvörðun fjár- málaráðherra um að færa ferðaþjón- ustuna í hærra virðisaukaskattþrep vera í samræmi við stefnu stjórnvalda um að fækka undanþágum í virðis- aukaskattkerfinu og ekki mikið svig- rúm til þess að taka slíka ákvörðun í samráði við hlutaðeigandi enda hafi ekki verið í boði að fjölga virðis- aukaskattþrepum að nýju og búa til sérstakt milliþrep fyrir ferðaþjón- ustuna. Stór atvinnugrein á undanþágu Spurð hvort þrýstingur sé frá öðr- um atvinnugreinum sem hafa orðið fyrir svonefndum ruðningsáhrifum ferðaþjónustu kveður hún svo ekki vera, en þó megi færa fyrir því rök að atvinnugrein sem sé eins stór og ferðaþjónustan er, eigi ekki heima í sérstöku undanþáguþrepi í virðis- aukaskattkerfinu. Hún segir ferðaþjónustufyrirtæki nú hafa 15 mánuði til að búa sig undir breytingarnar sem fyrirtækin hafa gagnrýnt m.a. á þeim forsendum að þegar sé búið að selja þjónustu á verði sem miðast við lægra virð- isaukaþrepið. Spurð hvort hlustað verði á þá gagnrýni segir Þórdís að auðvitað verði hlustað á sjónarmið ferðaþjónustunnar en svona komi fjármálaráðherra til með að kynna þetta í dag. Ferðamenn greiði sama skatt Að sögn Þórdísar benda gögn frá fjármálaráðuneytinu og greiningar á áhrifum skattabreytinganna til þess að aðgerðin hægi á vexti ferðamanna til Íslands en fækki þeim ekki. „Þetta er atvinnugrein sem hefur slitið barnsskónum og telja menn nú tíma til að færa hana í almennt skattþrep,“ segir hún. Þórdís bendir einnig á að í langan tíma hafi verið rætt um gjaldtöku á ferðamenn og erfiðlega hafi reynst að ná sátt og samstöðu um slík áform. „Ég lít svo á að með þessu séum við búin að slá komugjöld og náttúru- passa út af borðinu. Ég vil sjá gisti- náttaskatt felldan niður eða færðan til sveitarfélaga,“ segir Þórdís og bendir einnig á að ekki sé verið að skattleggja hagnað fyrirtækja heldur ferðamennina beint, sem nú greiði sama virðisaukaskatt og aðrir. Þá bendir hún á að ýmsar aðgerðir séu í vændum til þess að styrkja stöðu landsbyggðarinnar í ferða- mennsku, s.s. flugþróunarsjóður, markaðsstofurnar verði efldar sem og framkvæmdasjóður ferðamanna, svo dæmi séu tekin. Aðgerðin í samræmi við stefnu stjórnvalda  Greiningarvinna fjármálaráðuneytisins bendir til að skattahækkun hægi á fjölgun ferðamanna hingað til lands en fækki þeim ekki  Atvinnugrein sem er búin að slíta barnsskónum, segir ráðherra Morgunblaðið/Árni Sæberg Skattur Þórdís Kolbrún segir ýmis verkefni í gangi til að styrkja lands- byggðina í ferðaþjónustu en aðgerðirnar koma verst niður á jaðarsvæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.