Morgunblaðið - 31.03.2017, Qupperneq 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017
✝ Hlynur SævarÓskarsson, tón-
listarkennari og
trompetleikari,
fæddist 2. mars
1942 á Siglufirði.
Hann lést 13. mars
2017 í Bremen í
Þýskalandi.
Foreldrar Hlyns
voru Anney Ólfjörð
Jónsdóttir verka-
kona, f. 20. júní
1912, d. 28. nóvember 1975,
Siglufirði og Óskar Garibalda-
son verkalýðsleiðtogi, f. 1. ágúst
1908, d. 2. ágúst 1984, Siglu-
firði. Eftirlifandi eiginkona
Hlyns er Silke Óskarsson, tón-
listarkennari og óperusöngvari,
f. 28. febrúar 1943 í Gotha í
Þýskalandi og börn þeirra,
Salka Sólveig Hlynsdóttir fast-
eignasali, f. 20. maí 1969 á
Siglufirði, og Wencke Valka
Hlynsdóttir kennari, f. 29. sept-
ember 1972 í Holzminden í
Þýskalandi. Synir Sölku Sól-
veigar, Justin Sævar Julian, f.
21. desember 1994, sambýlis-
kona hans, Nadine Klocke, f. 7.
apríl 1994, og Ole Kranch, f. 28.
júní 2001, og dóttir Wencke,
Solvey Hlynsdóttir, f. 20. maí
2000.
Systkini Hlyns Sævars eru
Hörður Sævar, íþróttakennari,
f. 4. júlí 1932, Erla, hjúkr-
unarfræðingur, f. 5. maí 1936,
Hallvarður Sævar, málarameist-
ari, f. 24. nóvember 1944, Hólm-
geir Sævar, húsasmíðameistari,
f. 26. desember 1945, d. 18. apríl
2016, og Sigurður Helgi, f. 27.
febrúar 1950, d. 18. febrúar
1961.
Hlynur stundaði tónlistarnám
í Tónlistarskóla
Siglufjarðar, sem
faðir hans Óskar
stofnaði, og lærði á
trompet og píanó.
Eftir Gagnfræða-
skólann hóf hann
sjómennsku en
móðir hans tók þá
ákvörðun að eng-
inn sona hennar
skyldi verða sjó-
maður. Árið 1961
sendu Anney og Óskar hann í
Tónlistarháskólann í Leipzig
(f.v. A-Þýskaland) og þar kynnt-
ist hann konu sinni, Silke Boc-
hert, sem nam óperusöng við
sama skóla. Þau giftu sig árið
1965 í Gotha, heimabæ Silke.
Eftir tónlistarnámið fluttu þau
til Siglufjarðar og störfuðu þar í
4 ár og fæddist dóttir þeirra
Salka Sólveig þar. Árið 1970
fluttu þau til Holzminden í V-
Þýskalandi og kenndu þar í 10
ár við heimavistarskólann
„Landschulheim am Solling“. Í
Holzminden fæddist seinni dótt-
ir þeirra, Wencke Valka. Á þess-
um tíma sótti Hlynur nám við
Kennaraháskólann í Göttingen
og útskrifaðist með kenn-
araréttindi og sem íþróttakenn-
ari. 1980 fluttu þau til Leeste og
síðar til Kirchweyhe rétt sunn-
an við Bremen. Hlynur starfaði
sem tónlistarkennari og stofn-
aði m.a. tvö Big Band, söng í
kór og kenndi á tímabili ís-
lensku við Lýðháskólana í Diep-
holz og Verden.
Útför Hlyns Sævars fer fram
í dag, 31. mars 2017, klukkan 14
og verður í Friðarskógi (Friede-
wald), sem er frumskógur á
milli Oldenburg og Bremen.
Hlynur Sævar, eða Hlynsi
frændi eins og við kölluðum
hann, er fallinn frá, eftir ára-
langa hetjulega baráttu við ill-
vígan sjúkdóm, sem hann að
lokum tapaði einvíginu við.
Hann hefur alla tíð haft mikil
áhrif á mig, alveg frá því ég
man eftir mér og fannst mér á
sínum tíma alveg stórkostlegt
afrek að einhver færi alla leið
til staðar, sem fólk kallaði „er-
lendis“, til að fara í skóla. Það
hljómaði eins og ævintýri og
Hlynsi var alltaf fyrir mér um-
lukinn ævintýrahjúp. Hann var
19 ára gamall þegar hann fór til
Austur-Þýskalands í Tónlistar-
háskólann í Leipzig. Þar kynnt-
ist hann fljótlega núverandi
eiginkonu sinni, Silke, sem nam
óperusöng við sama skóla.
Hvort það voru norrænir guðir
eða önnur forlög – það varð ást
við fyrstu sýn. Hlynur hávax-
inn, ljóshærður víkingur og
hún, gullfalleg þýsk snót með
dökk augu og svarta lokka. Árið
1965 giftust þau í heimabæ
Silke, Gotha. Hlynur vildi aftur
heim og frá 1966 til 1970
kenndu þau við tónlistarskól-
ann á Siglufirði og stofnaði
Silke Kvennakór Siglufjarðar
og iðaði Sigló af tónlist á þeim
tíma. Þvílíkur happafengur fyr-
ir Siglufjörð að endurheimta
„son sinn“ Hlyn, sprenglærðan
og með þvílíkan gimstein, Silke,
sér við hlið.
Raunveruleg og náin kynni
mín af þeim hjónum og dætr-
um, Sölku þá fjögurra ára og
Wencke 18 mánaða, urðu þegar
ég fór til þeirra haustið 1973 til
Holzminden sem barnapía. Þeg-
ar Hlynur hafði samband til að
athuga hvort ég hefði áhuga á
að koma, varð hálfgerð spreng-
ing í huga mínum! Að sjálf-
sögðu sagði ég strax já, því ég
var farin að huga að námi er-
lendis og ætlaði til Kanada, en
ég snarsneri þeim plönum og
ákvað að fara frekar til Þýska-
lands.
Og eftir því mun ég aldrei
sjá, Hlynur og Silke hjálpuðu
mér þvílíkt við að komast í góð-
an skóla og um leið í gegnum
alla þýsku „Bürokratíuna“ og
með hjálp Hlyns komst ég
þremur árum fyrr í námið og
einnig nýorðin 19 ára þegar ég
hóf námið. Án þeirra hefði mér
ekki tekist þetta svo auðveld-
lega. Þau hjón urðu á þessu
tímabili pabbi minn og mamma
í öðru veldi og reyndar allan
tímann sem ég var þar. Þó að
Hlynur hafi búið nær alla sína
tíð í Þýskalandi, sló hjarta hans
alltaf fyrir Ísland. Þau hjónin
komu í óteljandi ferðir til gamla
föðurlandsins og dvöldu oft í
nær tvo mánuði yfir sumartím-
ann, sérstaklega eftir að þau
fengu sér húsbíl sem gerði þeim
kleift að vera frjáls og óháð og
dvelja á sínum uppáhaldsstöð-
um í ró og næði. Síðasta ferð
þeirra var sumarið 2016 og
dvöldu þau aðallega fyrir norð-
an. Í raun og veru var Hlynur
að kveðja bæði landið og vini og
ættingja. En við höfðum ekki
trú á því, því hann var búinn að
gera það síðustu þrjú árin þar á
undan, en alltaf kom hann aft-
ur!
Þvílíkur baráttumaður, sann-
ur Víkingur sem barðist til hins
síðasta, með sverð í hendi en að
lokum kominn með bakið upp
við vegg. Sem betur fer þjáðist
Hlynur aldrei og er það mikil
huggun fyrir okkur sem elsk-
uðum hann.
Ég er svo þakklát að hafa
heimsótt þau í lok janúar á
þessu ári og voru það dýrmæt-
ar stundir sem við áttum saman
í fjóra daga og rifja upp gamla
daga og spá í framtíðina. Ómet-
anlegar samverustundir. Takk,
takk, takk, elsku frændi fyrir
allt og þú verður hjá okkur alla
tíð og tíma.
Elsku Silke, Salka, Wencke
og barnabörnin, ykkar missir er
langmestur og elsku frændi, ég
mun alltaf elska þig.
Þín frænka og vinkona,
Harpa Harðardóttir.
Hlynur Sævar
Óskarsson
✝ Vagn Jensenlistmálari
fæddist í Glud á
Jótlandi, Dan-
mörku, 19. febrúar
1923. Hann lést á
hjúkrunarheimili
aldraðra á Sjálandi
6. desember 2016.
Foreldrar hans
voru Karen Beck
Nielsen, f. 1884, d.
1969, húsfreyja, og
Hans Jörgen Jensen, f. 1864, d.
1940, skólastjóri. Þau voru í
fyrstu búsett í Glud en síðar í
kaupstaðnum Horsens við sam-
nefndan fjörð á Jótlandi. Þau
eignuðust fimm syni og var
Vagn með þeim yngri í hópnum.
Yngsti sonurinn lifir nú einn
bræðra sinna.
Vagn var snemma hneigður
fyrir list, tónlist og myndlist. Við
var um átta áratuga skeið fjöl-
skylduheimili nánustu skyld-
menna Þórunnar eftir því sem
kynslóðir gengu fram. Þaðan
fóru Þórunn og Vagn í sept-
ember 1950 í Lækjargötu 12 til
séra Bjarna Jónssonar til að
giftast og síðan heim á Bárugötu
að gleðjast og til heillaóska um
framtíð og för með skipi Eim-
skipafélagsins til Danmerkur
þar sem þau bjuggu síðan.
Þeim varð tveggja barna auð-
ið: Ingolf Beck Jensen, f. 7. sept-
ember 1951, rafmagnstækni-
fræðingur og starfar á
Veðurstofu Danmerkur; Birgit
Beck Jensen, f. 5. maí 1957,
starfar sem framkvæmdastjóri
við sóknarkirkju á Sjálandi.
Maki Egon Berngruber Jensen,
þau skildu. Börn þeirra eru þrjú:
Jonas, f. 12. júní 1989, Nicolaj, f.
27. desember 1993, og Nanna, f.
5. maí 1996.
Útförin fer fram frá Foss-
vogskapellu í dag, 31. mars
2017, klukkan 15.
lok seinni heims-
styrjaldarinnar hóf
hann nám í málara-
list við Konunglega
danska listaháskól-
ann og útskrifaðist
þaðan. Þar lágu
saman leiðir hans
og ungrar reyk-
vískrar stúlku, Þór-
unnar Guðmunds-
dóttur, er einnig
nam málaralist við
„Kunstakademíuna“ í Kaup-
mannahöfn. Þórunn fæddist í
Reykjavík, 21. ágúst 1920, þriðja
í aldursröð sex barna hjónanna
Ingibjargar Björnsdóttur, f.
1886, d. 1973, og Guðmundar
Sveinssonar, f. 1886, d. 1952,
skipstjóra. Bernskuheimilið að
Bárugötu 17 í Vesturbæ Reykja-
víkur var sá staður er Vagn varð
fyrst handgenginn á Íslandi. Þar
Undirritaðri er ljúft að minnast
Vagns Jensen í nokkrum kveðju-
orðum. Okkar tengsl voru þau að
Þórunn eiginkona hans og Harald
eiginmaður minn voru systkini. Á
Íslandi er reyndar Danmörk sjald-
an langt undan né öfugt. Íslend-
ingar eiga margir erindi um Evr-
ópulönd og leggja lykkju á leið sín
ef tilefni er til og koma við í Dan-
mörku. Eða svo fór að minnsta
kosti um okkur í minni fjölskyldu
ef svo bar undir enda í vinarhús að
venda hjá Þórunni og Vagni og þau
samhent í að veita viðtöku jafnt
boðnum sem óboðnum.
Eftir að Vagn hafði lokið námi
við Listaháskólann sérhæfði hann
sig í endurgerð og viðhaldi gamalla
listaverka og starfaði við það lengst
af. Í Danmörku eru margar og
glæsilegar hallir prýddar listaverk-
um síns byggingartíma en hafa lát-
ið á sjá í aldanna rás. Er þar sem
oftast verkefni fyrir sérfræðinga
og yfirvöld hafa metnað til að allt sé
vel í hinu danska ríki. Samhliða
þessu verkefni iðkaði Vagn, og þau
hjón bæði, listgrein sína málara-
listina.
Um skeið höfðu Vagn og Þórunn
samstarf við nokkra aðra listmál-
ara og sýndu saman. Um skeið
sinnti Þórunn einkum vatnslitun
og einnig sérstaklega teiknun en
jafnan var skammt í aftur að beita
olíulitunum. Vagn bar iðulega fyrir
sig tilraunir með breytilegt efni og
viðfang. En bæði voru þau jafnan
með lifandi áhuga á viðfangi sínu
málaralistinni og fóru stúdíuför til
Englands að sjá hvað þar var að
gerast í listinni.
Eftirminnilegt er sumarið 1994
er þau hjónin sóttu Ísland heim til
þess að fagna hálfrar aldar lýð-
veldi á Íslandi. Var förin með þeim
á Þingvöll og hátíðahöldin þar okk-
ur sem þar vorum ógleymanleg. Að
því loknu fóru Þórunn og Vagn í há-
fjallaferð meðal annars norður af
Vatnajökli. Heimkomin og í hug-
hrifum frá ferðinni, víðáttunni og
hálendinu, sem gripu Þórunni,
túlkar hún fyrst og fremst í mynd-
inni „Panorama“ (360 x 90). Sú
mynd er nú eign Alþingis Íslend-
inga og prýðir veggi „Íslandshúss“
í Kaupmannahöfn, húss Jóns Sig-
urðssonar. Vagn vann einnig há-
fjallamynd heimkominn úr Íslands-
ferðinni. Þar er Vatnajökull
miðlægur í mynd og mætti segja að
myndir þeirra hjóna væru með öllu
ólíkar en úr sömu kringumstæðum.
Mynd Vagns var á boðstólum og
fengu færri en vildu mynd af kon-
ungi jöklanna til að hafa á vegg í
heimkynnum sínum.
Sem ungur listmálari tók Vagn
þátt í samkeppni um veggskreyt-
ingu í nýju skólahúsi á Jótlandi.
Hann vann þá keppni og fékk væna
fúlgu að launum. Skapaði það þess-
um ungu listahjónum möguleika til
að grundvalla á framtíðina. Þau
keyptu lóð í Allerød, vaxandi bæj-
arfélagi á Sjálandi norður af Kaup-
mannahöfn, og hófu húsbyggingu
fyrir stækkandi fjölskyldu.
Þórunn Guðmundsdóttir Jensen
lést 27. mars 2008. Hún hafði óskað
að hennar jarðnesku leifum væri
komið í grafreit foreldra hennar í
Fossvogsgarði og var svo gert. Sú
var einnig ósk Vagns eiginmanns
hennar að samfylgd þeirra næði yf-
ir gröf og dauða. Hann verður jarð-
settur við hlið Þórunnar í legstað
foreldra hennar. Mætti segja að
tengdasonur Íslands sé kominn til
langdvalar.
Björg Einarsdóttir.
Vagn Aage Jensen
✝ Grétar Har-aldsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
mars 1935. Hann
lést á Droplaug-
arstöðum 14. mars
2017.
Hann var sonur
hjónanna Mörtu
Tómasdóttur , f.
1913, d. 2003, og
Haraldar Guð-
mundssonar, f.
1906, d. 1986, fasteignasala.
Systkini hans eru Ingadís, f.
1947, og Sigurður, f. 1953.
Grétar gekk í Austurbæj-
arskólann, varð stúdent frá VÍ
1955, cand. juris frá HÍ 1960,
héraðsdómslögmaður 1962 og
hæstaréttarlögmaður 1976.
Fyrri eiginkona hans, 1955-
70, var Dóra Hafsteinsdóttir, f.
1936. Börn þeirra: 1) Sigurður
Júlíus, f. 1955, kvæntur Berg-
þóru S. Þorbjarnardóttur.
Þeirra börn eru: i) Þorbjörn, f.
1979, í sambúð með Önnu Dóru
Ófeigsdóttur. Dóttir þeirra er
Auður Anna. ii) Grétar Dór, f.
1982, í sambúð með Heiðrúnu
Björk Gísladóttur. Dætur þeirra
eru Hanna Sólveig og óskírð
stúlka. iii) Kári, f. 1985, kvæntur
Eddu Halldórsdóttur. Sonur
þeirra er Hallur. iv) Helga Svala,
1993, iv) Grétar Snær, f. 1997,
kærasta: Erna Guðrún Magn-
úsdóttir. 2) Þóra Steinunn, f.
1971, fósturdóttir), gift Jóni Ótt-
ari Ólafssyni. Börn: i) María, f.
1992, í sambúð með Arnari
Gauta Guðmundssyni. ii) Ragn-
heiður, f. 1999, iii) Bryndís, f.
2008, og iv) Pétur Axel, f. 2010.
3) Heiðrún, f. 1979, gift Kristjáni
Hrafni Guðmundssyni. Þeirra
börn eru Þórir Leó, f. 2009, og
Ólöf Svana, f. 2013. 4) Þórunn, f.
1980, gift Birni Sighvatssyni.
Börn þeirra eru Marta, f. 2007,
Tryggvi, f. 2010, og Óttarr, f.
2015.
Grétar var í sambúð með
Rósu Ólafsdóttur, f. 1951, frá
1986-93 og með Solveigu Theo-
dórsdóttur, f. 1943, frá 1994-
2007.
Hann var fulltrúi borgardóm-
arans í Reykjavík 1960-61,
fulltrúi hjá Friðriki Guðjónssyni
útgerðarmanni 1961-67 og rak
eigin málflutningsstofu frá 1967.
Auk lögmennskunnar fékkst
hann meðal annars við fast-
eignasölu, byggingastarfsemi og
útgerð. Hann var formaður
knattspyrnudeildar Vals 1984-
1985. Sérstakur áhugamaður
var hann um að gleðjast með af-
komendum sínum, ekki síst í
skíðaferðum, innan lands og ut-
an.
Útför Grétars fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 31. mars
2017, og hefst athöfnin kl. 13.
f. 1989. 2) Jakobína
Marta, f. 1956, gift
Benny Lindgren.
Þeirra börn eru i)
Haraldur Vatnar, f.
1981, ii) Helga
María, f. 1983, gift
Martin Berg. Þeirra
börn eru Lilja
Noemi og Hjálmar.
iii) Viðar, f. 1991. 3)
Halldóra, f. 1962,
var gift Gunnari
Braga Guðmundssyni. Dætur
þeirra eru: i) Dóra, f. 1981, gift
Arnari Má Kristinssyni. Börn:
Ingunn Marta, Gunnar Friðrik,
Eysteinn Ari og Arnaldur Jón.
ii) Áslaug, f. 1989, í sambúð með
Agli Lúðvíkssyni. iii) Hildur, f.
1994. 4) Haraldur, f. 1968,
kvæntur Hörpu Ágústsdóttur.
Þeirra synir eru Orri, f. 1996, og
Aron, f. 1998.
Síðari eiginkona Grétars
(1974-86) var Svanfríður Kjart-
ansdóttir, f. 1943. Dætur þeirra:
1) Gréta Hrund, f. 1967, gift
Gunnari Bjarka Finnbogasyni.
Börn: i) Andri Geir, f. 1989, í
sambúð með Nönnu Rakel Ólafs-
dóttur, sem á soninn Tristan
Mána. ii) Svandís Edda, f. 1991, í
sambúð með Sigurbirni Viðari
Karlssyni. Börn: Ylfa Hrund og
Gunnar Snær. iii) Birkir Darri, f.
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“
(Kahlil Gibran)
Minningarnar um elsku pabba
munu alltaf lifa með okkur.
Heiðrún og Þórunn.
Margir tala mikið en gera
minna. Gaspra um góðverk sín.
Ýkja þau, ef þau eru ekki hreinlega
uppspuni frá rótum. Aðrir tala
minna en gera meira. Rétta hjálp-
arhönd án orða. Án þess að berja
sér á brjóst, án þess að láta um-
heiminn vita. Eru eins konar lág-
vært en mikilvægt mótstöðuafl við
hégómann í heiminum, hræsnina
og sjálfshólið, sjálfsmyndirnar og
falsmyndirnar. Of fáir eru í hópi
hinna síðarnefndu. Þeim mann-
eskjum fækkaði því miður um eina
á dögunum við andlát tengdaföður
míns, Grétars Haraldssonar.
Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi
að kynnast Grétari fyrir ellefu ár-
um, sem ekki er langur tími í stóra
samhenginu. En út frá okkar stund-
um saman, og lýsingum ástvina
hans sem fengu mun lengri tíma
með karli, hef ég undanfarna daga
reynt að átta mig á hvernig mann-
eskja hann var. Margt kemur upp í
hugann en á einn eða annan hátt
sameinast það í þessum skurð-
punkti; að Grétar var manneskja
sem lét verkin tala. Sem dæmi
finnst mér tilhneiging hans til að
forðast ræðuhöld segja meira en
margt. Ætli þeir séu margir hæsta-
réttarlögmennirnir, sem afþakka að
halda ræður á mannamótum? Meira
að segja í brúðkaupum barna sinna?
Hann vildi ekki svið og sal af áheyr-
endum til að tjá væntumþykju sína.
Hann „gerði“ væntumþykju. Af
þessum sökum og mögulega fleirum
kom kappinn án efa einhverjum fyr-
ir sjónir sem kassalaga karakter,
jafnvel kaldur frá sjónarhóli þeirra
sem ekki þekktu hann. Á bak við
grófa andlitið og pírðu augun var
gagnrýninn hugur sem hafði litla
þolinmæði fyrir moðreyk og innan-
tómt hjal, sem örugglega flestir sem
kynntust lögmanninum í honum
vita mætavel. En þeir sem höfðu
kynni af Grétari á öðrum og per-
sónulegri vettvangi vita að inni í
skrokknum stóra var enn stærra
hjarta. Fullt af gæsku og falslausri
gjafmildi og kærleika sem hann var
óspar á allt fram á síðasta dag.
Grétar lifði tíma gríðarlegra
breytinga á íslensku samfélagi,
ólst upp í þjóðfélagi sem var að
ýmsu leyti einfaldara, og ef ég ætti
að nefna eitthvað eitt sem ég lærði
af honum væri það sá kostur að
flækja ekki hlutina ef hjá því væri
komist. Hann var fæddur sama ár
og Elvis, þar með er líklega upp-
talið það sem þeir áttu sameigin-
legt því tengdapabbi greindi ekki
nokkurn mun á rokki, raftónlist
eða ryksuguhljóði. Og þó; á meðan
jafnaldrinn í vestri eignaðist stað í
hjörtum fólks með söng eignaðist
Grétar stað í hjörtum fólks með
aðgerðum. Og þar mun hann lifa
áfram, eins og sá ameríski.
Eflaust finnst einhverjum óvið-
eigandi að nefna hér stóra löst
tengdapabba. Hann var nefnilega
Valsari. En þó kannski einmitt við
hæfi að það sé hér með skráð,
svart á hvítu, í eilífðarbókina að
hann var góður Valsari.
Kristján Hrafn Guðmundsson.
Mig langar að minnast tengda-
föður míns, Grétars Haraldsson-
ar, hrl., með nokkrum orðum.
Leiðir okkar lágu fyrst saman fyr-
ir ellefu árum er ég kynntist Þóru
dóttur hans. Allt frá því var hann
stór hluti af lífi mínu vegna þess
hversu mikla rækt Grétar lagði
við fjölskyldu sína. Hann hafði ein-
stakt lag á að búa til tilefni og
hefðir sem gerðu það að verkum
að fólk kom saman á þægilegan og
fjölskylduvænan hátt. Á slíkum
stundum þurfti Grétar ekki að
vera miðpunkturinn, því þótt hann
gæti vel sagt skemmtilegar sögur
leyfði hann öðrum alltaf að njóta
sín. Hann vildi bara vera innan um
sína því hann vissi að það var það
sem skipti máli og hann hafði ein-
lægan áhuga á því sem fólkið hans
tók sér fyrir hendur. Eins og flest-
ir fór hann í gegnum dimma dali á
lífsins vegferð og gerði mistök
eins og við öll. En af því að hann
var svo heill í sýn sinni á lífið og
hvað skipti máli urðu sögur af mis-
tökum hans – sérstaklega á yngri
árum – yfirleitt að gamansögum.
Þessi natni hans við fjölskyldu
sína og samferðamenn alla skilaði
sér ríkulega til baka. Síðustu mán-
uðina, er hann lá á sjúkrabeði, var
stöðugur straumur til hans af fjöl-
skyldumeðlimum, vinum og kunn-
ingjum, eins og gestabækurnar
eru til vitnis um. Hann var líka
sáttur maður í lokin, þótt fjármun-
ir og efnisleg gæði hafi kannski
verið horfin. Menn taka heldur
ekki peninga með sér yfir í næsta
heim en eitt er víst; Grétar Har-
aldsson er með ríkari mönnum
sem hafa lagt í þá för.
Jón Óttar Ólafsson.
Grétar Haraldsson
Fleiri minningargreinar
um Grétar Haraldsson bíða
birtingar og munu birtast í
blaðinu næstu daga.