Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 31.03.2017, Blaðsíða 13
Skólafélagarnir Hjalti, Sean (t.v.) og András safna tölvubúnaði handa fátæku fólki í Kibera í Nairobí. um við væntanlega á brettum í nokkrum sendingum, en við erum akkúrat núna í samningaviðræðum við DHL um flutningana og að afla okkur tilskilinna leyfa,“ segir Hjalti. Hann er sannfærður um að net- tenging sé bæði lykillinn að því að gera fólk sjálfbjarga á ýmsum svið- um og koma því út á vinnumarkað- inn. „Vesturlandabúar taka því sem sjálfsögðum hlut að hafa aðgang að netinu og um leið að gagnlegum upplýsingum af öllu tagi. Ég var til dæmis allt í einu orðinn pípari eftir að hafa horft á YouTube í tíu mín- útur,“ segir hann býsna hróðugur og vísar í tilþrif sín við að tengja upp- þvottavél í íbúðinni, sem hann og dansk/sænska kærastan hans, Mia Linnea, festu nýverið kaup á í Nör- rebro. Með alla þræði í hendi sér Framkvæmd BA-verkefnis þeirra félaga er ekki á vegum skól- ans en þeir vonast þó til að hann styrki þá til Afríkufararinnar. „Hluti af náminu er 10 vikna starfsnám á vinnumarkaðnum en við völdum frekar að fara þessa leið; vera í starfsnámi hjá okkur sjálfum, byggja upp okkar eigin samtök og hafa þannig alla þræði í okkar hönd- um. Stefnan er líka að láta ekki stað- ar numið heldur halda starfinu áfram eftir útskrift í vor og jafnvel athuga með að hjálpa fleiri bág- stöddum ríkjum að nettengjast í framtíðinni. Mögulega göngum við síðar meir inn í önnur hjálpar- samtök, eða vinnum með þeim að ákveðnum verkefnum, tíminn verður bara að leiða það í ljós.“ Hjalti segir að þeir hafi sannar- lega ekki valið sér auðveldustu leið- ina. Í mörg horn sé að líta og í raun- inni miklu fleiri en þeir gerðu sér grein fyrir í upphafi. „Við erum að skrifa skýrslu um verkefnið í skól- anum og á kafi í að svara fyrir- spurnum í tölvupóstum og sinna alls konar skriffinnsku. Þess á milli hjól- um við út um alla borg til að sækja tækin og koma þeim í hús hjá Fair Denmark þar sem við höfum geymslupláss.“ Auk reynslunnar sem þeir fái af að stofna fyrirtæki og skipuleggja starfsemi þess segir Hjalti að hug- sjónir þeirra skólafélaganna séu fyrst og fremst drifkrafturinn. Þeir hafi óbilandi trú á að með aukinni nettengingu verði smám saman hægt að hjálpa fólki í fátækustu ríkj- um heims að brjótast úr örbirgð til bjargálna. Þeir ætla að halda áfram að leggja sitt af mörkum eftir að þeir verða komnir með bakkalárgráðuna og heim frá Kibera. Ásamt því að vinna fyrir salti í grautinn á öðrum vettvangi. Það var fyrir átta árum Strákurinn sem 17 ára fluttist frá heimabæ sínum, Akranesi, sá ekki fyrir sér að setjast að í Dan- mörku til frambúðar þegar hann hóf að læra til kokks í Reykjavík. Eftir síendurteknar 14 tíma vaktir gafst hann upp, sneri aftur heim á Skag- ann og starfaði þar í nokkur ár í mötuneyti áður en hann hóf nám í fatahönnun í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. „Ég á bara eftir að taka einn prjónaáfanga,“ segir Hjalti. Honum fannst hann ekki vera alveg á réttri hillu og hélt ásamt vini sín- um á vit ævintýranna í Kaupmanna- höfn. Það var fyrir átta árum. Síðan hefur margt drifið á dagana. Hann eignaðist til dæmis kærustuna Miu Linneu, sem er ljósmyndari, og fyrir sjö mánuðum fæddist þeim dóttirin Björk Linnea. „Þegar ég kom hingað var ég bara ákveðinn í einu og það var að vinna ekki sem kokkur í eldhúsi. Eftir rúmlega mánaðar atvinnuleit endaði ég samt sem kokkur á Cafe Promenaden, sem er nokkuð þekkt leikhúskaffihús hér í borg, en það var eina starfið sem mér bauðst. Þar vann ég í eitt og hálft ár eins og þurfti til að fá svokallaðan SU-fram- færslustyrk, sem þýddi að ég þyrfti ekki að taka námslán þegar ég hæfi nám í kvikmyndaskóla eins og ég stefndi að. Eftir kvikmyndanámið lá svo leiðin í vöruþróunar- og fram- leiðslutækninámið, en samhliða því hef ég rekið lítið myndbandsfyrir- tæki, sem ég ætla að sinna betur eft- ir að við fjölskyldan höfum tekið okkur gott sumarfrí á Íslandi.“ Hann er búinn að festa rætur í Kaupmannahöfn og unir sér ljóm- andi vel. „Borgin heillaði mig strax þeg- ar ég var smá polli og kom hingað stundum í helgarferðir. Ég var alltaf ákveðinn í að búa hérna tímabundið þegar ég yrði stór, þótt planið væri aldrei að vera hér að eilífu, eins og núna bendir margt til. Hér hjóla ég út um allt, ferðast einnig töluvert meira til annarra landa en þegar ég bjó á Íslandi, fer mikið á tónleika og nýt lífsins einfaldlega betur en heima á Íslandi. Fjarveran frá mín- um bestu vinum og minni frábæru fjölskyldu er þó oft á tíðum ótrúlega erfið, en allt hefur sína kosti og galla. Þannig er það nú bara.“ „Vesturlandabúar taka því sem sjálfsögð- um hlut að hafa aðgang að netinu og um leið að gagnlegum upplýs- ingum af öllu tagi. Ég var til dæmis allt í einu orðinn pípari eftir að hafa horft á YouTube í tíu mínútur.“ Nánar um verkefni Hjalta og fé- laga: www.rhinotivity.com. Hópfjármögnun: www.gofundme.com/ rhinotivity-connects-kibera. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. MARS 2017 hitataekni.is Smiðjuvegur 10, 200 Kópavogur - Sími 588 60 70 - hitataekni@hitataekni.is Einstaklega hljóðlát tæki fyrir t.d. kerfisloft eða á vegg Baðviftur Ein sú hljóðlátasta 17 – 25 dB(A) atnskæld kælitæki Bjóðum upp á fjölbreyttan búnað svo sem loftræsingar, hitakerfi, kælikerfi, rakakerfi sem og stjórnbúnað og stýringar. Anddyris- hitablásarar Bjóðum upp á mikið úrval loftræstikerfa fyrir heimili og fyrirtæki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.