Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
DIMMALIMM
Sett 12.195 kr.
Nú 10.366 kr.
Húfa 3.195 kr.
Nú 1.866 kr.
Sendum frítt á
næsta pósthús
DimmalimmReykjavik.is
Úlpur
Buxur
Húfur
Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17
Regn og
Vindgallar
15%
AFSLÁTTUR
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta voru kornungir menn
sem teljast stofnfélagar
karlakórsins. Á fyrstu
tónleikunum, sem haldn-
ir voru í Bárubúð í
Reykjavík þann 25. mars árið 1917,
stóðu 20 ungir menn á palli og með-
alaldur þeirra var 25 ár, sá yngsti var
17 ára, sá elsti var 39 ára og söng-
stjórinn, Jón Halldórsson, var aðeins
27 ára. Sex þeirra voru fæddir Reyk-
víkingar, sjö voru af Vesturlandi,
einn Vestfirðingur, tveir Skagfirð-
ingar og fjórir Sunnlendingar. Flest-
ir þeirra gátu talist verslunarmenn
en aðrir iðnaðarmenn; tveir voru
klæðskerar, einn rakari, bólstrari,
bakari, gullsmiður, vélstjóri, prent-
ari, málari og pípari. Kórfélagar end-
urspegluðu því vel þær starfsgreinar
sem bæjarbúar skipuðu,“ segir Ar-
inbjörn Vilhjálmsson, formaður
Karlakórsins Fóstbræðra, þegar
hann rifjar upp sögu kórsins, en
Fóstbræður minnast þessara fyrstu
tónleika á vortónleikum sínum nú
hundrað árum síðar.
„Allir voru þessir ungu menn
sem stofnuðu kórinn félagar í
KFUM og því hét kórinn Karlakór
KFUM. En það var ekki fyrr en tíu
árum síðar sem söngmenn fengu inn-
göngu í kórinn án þess að vera fé-
lagar í móðurfélaginu. Tveimur ára-
tugum síðar hættu þeir að kenna sig
við KFUM og tóku upp nafnið Fóst-
bræður, eftir kvartettinum vinsæla
sem Jón Halldórsson söng í áður en
hann tók við stjórn karlakórsins.“
Skarphéðinn í brennunni lifir
Arinbjörn segir að það efni sem
kórinn hafi flutt á þessum fyrstu al-
mennu tónleikum sínum hafi verið
afrakstur fjögurra mánaða æfinga
undir stjórn Jóns Halldórssonar, en
fyrsta æfing kórsins fór fram 18.
nóvember í kjallara KFUM-
heimilisins við Amtmannsstíg.
„Á efnisskrá voru níu sönglög
en einnig léku þeir Emil Thoroddsen
og Loftur Guðmundsson þrjú lög á
píanó og harmóníum.
Fyrsta lagið sem hljómaði á
þessum fyrstu tónleikum var lag
Helga Helgasonar við texta Hann-
esar Hafstein „Skarphéðinn í brenn-
unni“ sem hefst á orðunum „Buldi
við brestur og brotnaði þekjan“, seg-
ir Arinbjörn og bætir við að Gamlir
Fóstbræður syngi einmitt þetta
fyrsta lag kórsins á vortónleikunum
núna. „Hin lögin sem ungu stofn-
félagarnir sungu fyrir hundrað ár-
um, voru „Er svellur stríð“ eftir
Grunholtzer, „Maalet“ eftir Winter-
Hjelm, sænska þjóðlagið „Þú sögu-
ríka Svíabyggð“, „Heiðstirnd bláa“
eftir Wetterling, „Æðir stormur“ eft-
Sungu fyrst í Báru-
búð fyrir 100 árum
Þeir voru verslunarmenn, klæðskerar, rakari, bólstrari, bakari, gullsmiður, vél-
stjóri, prentari, málari og pípari, sem fylltu hóp þeirra 20 ungu manna sem stofn-
uðu kór fyrir heilli öld. Í þeim hópi var Vestfirðingur, Skagfirðingar og Sunnlend-
ingar. Og enn syngur kórinn, þó úr öðrum börkum berist söngurinn.
Hátíðleg stund Arinbjörn og Frú Vigdís Finnbogadóttir að loknum
afmælistónleikum sl. haust þegar kórinn varð 100 ára. Arinbjörn færði
henni silfurnisti með Fóstbræðrahörpu sem er félagsmerki kórsins. Vigdísi
voru þakkaðar samverustundir í gegnum árin, en m.a. fylgdi kórinn henni
tvisvar vestur um haf og söng á viðburðum þar sem hún var viðstödd.
Kropið Við sama tækifæri söng kórinn fyrir nýja forsetafrú Elizu Reed, og
fóru allir á hnén. Árni Harðarson stjórnandi hafði fullt vald á körlunum.
Hannesarholt í miðbæ Reykjavíkur
er vel með á nótunum á barna-
menningarhátíðinni. Í dag, laug-
ardag, kl. 14 geta börn komið
þangað til að læra að rappa. Hann-
es Hafstein sem byggði Hann-
esarholt árið 1915 var skáld og
hann hefði kunnað að meta skap-
andi og rappandi börn í sínu húsi.
„Rapp er rím, rapp er ryþmi, rapp
er tjáning, rapp er dans, rapp er
tónlist – rapp er sköpun.“
Um rappkennsluna sjá ungir og
hæfileikaríkir rapparar, þeir Kol-
beinn Sveinsson og Daníel Ósk-
arsson, en meðal þess skemmti-
lega sem þeir hafa gert með
fleirum er hið vinsæla lag og
myndband Dimmalimm með Rjóm-
anum sem flest börn þekkja. Þeir
gera myndbönd, spila í hljómsveit,
taka þátt í leiklist og hafa verið
með rapp- og leiklistarnámskeið
fyrir börn.
Á morgun, sunnudag, verður í
Hannesarholti boðið í spuna-
ferðalag um heima og geima kl. 14.
Háfleyga-Hraðskreiða er æv-
intýralegt faratæki sem ferðast um
allan heim, kafar í höfin og svífur
um geiminn og lendir nú í Hann-
esarholti til að taka börnin með í
ferðalag.
Háfleyga-Hraðskreyða og frúin í
Hamborg er bók eftir Svandísi
Guðrúnu Ívarsdóttur sem hún
skrifaði sérstaklega til að dreifa
huga veikra barna. Þegar Svandís
var sjálf barn veiktist hún alvar-
lega og síðar veiktist hennar eigin
dóttir og var rúmföst á sjúkrahúsi.
Þannig varð sagan um farartækið
Háfleyga-Hraðskreiða og Frúnni í
Hamborg til. Svandís gaf bókina út
í einungis 200 eintökum og gaf
börnum sem lágu á Barnaspítala
Hringsins. Börnin stíga um borð í
Hannesarholti og spinna saman
ævintýralegt ferðalag um heima og
geima. Þórdís Lilja Samsonardóttir
mun sitja við stýrið á spunafarar-
tækinu.
Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis. Barnabröns, vöfflur og
fleira á hátíðartilboði á veit-
ingastað Hannesarholts.
Stuð á Barnamenningarhátíð í Hannesarholti um helgina
Rapparar Kolbeinn Sveinsson og Daníel Óskar sjá um rappkennsluna.
Börnin læra að rappa og spinna
með Háfleyga-Hraðskreiða
Haldið hefur verið upp á 50 ára af-
mæli íþróttafélagsins Gróttu á Sel-
tjarnarnesi með ýmsum viðburðum
alla vikuna, frá afmælisdeginum sem
var 24. apríl. Í dag, laugardag, verður
afmælis-Zumbatími í Hertz-höllinni
kl. 14 þar sem Jói, Thea, Davíð Gísla
og Brynhildur munu stjórna. Einnig
verður Gróttudagurinn á Seltjarnar-
nesi í dag þar sem opið verður út í
Gróttu og hátíð þar á milli kl 13:30 og
15:30 og opið upp i Gróttuvitann. Af-
mælishátíðinni lýkur með risaballi í
Hertz-höllinni í kvöld þar sem Páll
Óskar mun halda upp fjörinu frá kl.
23:30 til 3:00.
Endilega …
…farið út í Gróttu og á Pallaball
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Páll Óskar Alltaf í stuði.
Íslenska stríðsárasafnið á Reyðar-
firði hefur verið útbúið með sjálf-
virkri hljóðleiðsögn í snjallsímum
sem fyrirtækið Locatify setti upp.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá
Locatify. Safnalausnin veitir líflega
viðbót við sýningu safnsins en gest-
ir geta hlustað á frásagnir um
hvernig stríðið horfði við íbúum
Reyðarfjarðar og hermönnum í setu-
liðinu, sem virkjast á þeim svæðum
á sýningunni sem þeir eru staddir á.
Safnalausn Locatify er byggð á ís-
lensku hugviti en fyrirtækið sérhæf-
ir sig í hugbúnaðarlausnum tengd-
um staðsetningu.
Gestir sýningarinnar sogast inn
í sögur af stríðinu
Þegar gestir koma inn á safnið
eru þeim rétt heyrnartól og snjall-
sími. Gesturinn skoðar safnið og
hlustar á sögur um leið, sem til-
heyra sérhverju sýningarsvæði.
Sjálfvirka smáforritið tengist blá-
tannasendum, sem settir voru upp á
vettvangi, og kveikir sjálfkrafa á
Sjálfvirk hljóðleiðsögn í snjallsímum á íslenska stríðsárasafninu
Tæknin gæðir
safn nýju lífi
Stríðsárin Þau voru fyrir margt merkileg á Íslandi og gaman að kynna sér.