Morgunblaðið - 29.04.2017, Side 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Kær vinur er fall-
inn frá langt um ald-
ur fram.
Við, lagadeildar-
systur, eins og við köllum hópinn,
kynntumst Fredda fljótt sem
kærasta hennar Berglindar á
námsárunum í lagadeild Háskóla
Íslands. Þau voru bæði að norðan
og töluðu afar skýrt íslenskt mál,
voru bæði mjög ræðin og höfðu
skoðanir á málefnum í samfélag-
inu. Þá leigðu þau einstaklega vel
staðsetta íbúð á Baldursgötunni
þar sem gott var að hittast er við
vorum að ná okkar kynnum. Frá
fyrstu tíð þegar okkar tilvonandi
eiginmenn voru með á mannfagn-
aði varð ljóst að þeir áttu vel sam-
an. Þar varð Freddi strax hrókur
alls fagnaðar og lagður var grunn-
ur að áratugavináttu og sambandi.
Okkur er efst í huga þakklæti fyr-
ir árin þrjátíu sem við fengum að
njóta samskiptanna við Fredda og
sorg yfir því að árin hafi orðið mun
færri en við hefðum óskað.
Hann var ávallt þessi strákslegi
með bros á vör og glettnislegt blik
í augum. Það var einstakur kraft-
ur í honum er hann hóf að spila á
gítarinn og syngja og hafði smit-
andi áhrif á aðra þannig að nokkr-
um árum liðnum var hann ekki
einn að spila á okkar mannamót-
um heldur var komið húsband við
undirleik eiginmannanna. Hann
kunni aragrúa af textum og hafði
sérstakt dálæti á ákveðnum ís-
lenskum dægurlögum, að eigin
sögn, sem kom mörgum skemmti-
lega á óvart. Frásagnargleðin og
húmorinn var alltaf í fyrirrúmi og
ein saga frá honum sem ég kalla
„sundlaugarafgreiðslusöguna“ er
gjörsamlega ógleymanleg. Þar sá
hann spaugilegar hliðar á sjálfum
sér og lék frásögnina með tilþrif-
um. Þeir hæfileikar fengu að njóta
sín á leiksviði og varð hópurinn
þeirrar gæfu njótandi að sjá hann
leika með Leikfélagi Kópavogs.
Er hann hóf ráðgjafarstörf
fékk ég hann til liðs að vinna með
gildi og liðsheild á vinnustað mín-
um. Þar voru stigin fyrstu skref að
árlegum starfsdegi og var ein-
stakt hversu góðan undirbúning
og metnað hann lagði í daginn,
virkjaði starfsmenn með sér við
stjórnun og fylgdi eftir vinnu
starfsmannanna þar til fyrir lágu
sameiginleg gildi vinnustaðarins
sem hafa síðan haldist í sjö ár og
gera enn.
Skemmst er að minnast síðustu
árshátíðar okkar saman 1. apríl sl.
Að venju var hún haldin í heima-
húsi með góðum vínum og veiting-
um, sem kokkur var fenginn til að
útbúa. Það var mikils virði að
Freddi var viðstaddur allt kvöldið
og nutum við saman félagsskap-
arins og veitinganna. Í lok kvölds
kvaddi hann hvert okkar einlæg-
lega.
Friðfinnur
Hermannsson
✝ FriðfinnurHermannsson
fæddist 4. júní
1963. Hann lést 17.
apríl 2017.
Útför Friðfinns
fór fram 28. apríl
2017.
Elsku Berglind
okkar, það er ekki
einfalt að finna orð á
þessum erfiðu tím-
um en við viljum all-
ar vera þér innan
handar og faðma
þig. Megi almættið
styrkja þig og ykkar
börn. Minning um
góðan dreng lifir.
Fyrir hönd laga-
deildarsystra HÍ
1989 og maka,
Margrét Hauksdóttir.
Stórt skarð er hoggið í vinahóp-
inn við fráfall Friðfinns eða
Fredda eins og við kölluðum hann
alltaf. Það er sárt að upplifa að
vinir hverfi á braut og að Freddi
skyldi vera fyrstur breytir svo
miklu enda var hann aðaldriffjöðr-
in í hópnum og sá sem mesta lífið
var í kringum. Hans er þegar sárt
saknað.
Kynni okkar ná yfir marga ára-
tugi. Við kynntumst við leik í
hverfinu, Dynheimum, skátunum
eða Menntaskólanum. Vináttan
efldist og þroskaðist með árunum
og fékk okkur til að trúa því að
hún yrði eilíf. Í fyrstu voru tjaldú-
tilegur gjarnan vettvangur sam-
veru hópsins og voru þá skátarnir
að sjálfsögðu best útbúnir og
ávallt viðbúnir. Þar kom brúna og
gula dúnúlpan hans Fredda í góð-
ar þarfir og hélt hún jafnan hita á
okkar manni, jafnvel löngu eftir að
dúnninn var horfinn úr henni og
úlpan orðin einlit – brún. Það er
okkar trú að hann hafi ekki enn
verið orðinn sáttur við Berglind að
hafa komið henni í lóg.
Það þurftu ekki alltaf að vera
tilefni til hittast og eiga góðar
stundir. En ef tilefnin voru til
staðar, svo sem eins og stóraf-
mæli, var slegið upp ógleymanleg-
um veislum – þeir sem svo á annað
borð muna þær. Hin síðari ár stóð
Freddi fyrir því að hóa hópnum
saman í frábærar villibráðarveisl-
ur í Mývatnssveit. Þar var hann á
heimavelli og hrókur alls fagnaðar
enda einn af stofnendum sveitar-
innar að eigin sögn. Einn af eft-
irminnilegri viðburðum er sam-
eiginleg fimmtugsafmælisveisla
okkar vinkvennanna í Mývatns-
sveit. Þar var Freddi helsti hvata-
maðurinn og dró ekki af sér við að
skipuleggja og raunar leggja alla
sveitina undir gleðskapinn.
Það er á engan hallað þegar við
segjum að Freddi hafi verið sá
skemmtilegasti af öllum og höfð-
ingi heim að sækja. Hann kunni
þá list öðrum fremur að segja sög-
ur, var bæði orðheppinn og hug-
myndaríkur. Öll eigum við minn-
ingu um kvöldstund á Húsavík,
gjarnan búið að grilla heilt lamb,
éta það hálft og setið úti. Sólin er
sest, jafnvel komin upp aftur. Enn
situr Freddi með gítarinn, stjórn-
ar söng og segir sögur á milli laga.
Í sögum sínum gerði hann góðlát-
legt grín bæði að sjálfum sér og
öðrum. Þær fjölluðu meðal annars
um eigin tungumálafærni, sam-
skipti hans við Berglind eða ýmis
afrek hans sem handlaginn heim-
ilisfaðir. Það var sama hversu oft
sögurnar voru sagðar, alltaf hlóg-
um við jafn dátt enda sagnamaður
á ferð sem engum var líkur.
Bjartsýnismaðurinn Freddi
varð heldur ekki kveðinn í kútinn
og á ferðalögum var alveg sama
hverslags suddaveður var, það var
alltaf bjart framundan. Þetta kom
ekki síst fram í veikindum hans
þar sem alltaf var bjartara fram-
undan og aldrei neitt annað en
möguleikar í stöðunni. Aðdáun
okkar er ólýsanleg á því hugarfari
og ákveðni að lifa lífinu áfram,
njóta stundarinnar. Þetta á að
sjálfsögðu við um fjölskylduna í
heild sinni þar sem öllu var tekið
af æðruleysi og það besta gert úr
hverri stund.
Elsku Berglind, Freyr, Ari og
Sólveig Birna, megi allar þær góðu
minningar sem Freddi skilur eftir
vera ykkur huggun og styrkur.
Við erum þakklát fyrir að hafa
fengið að eiga hlutdeild í mörgum
þeirra.
Steinunn, Lára og Erlingur,
Valgerður og Ormarr,
Erla og Stefán,
Elva og Bernharð,
Ingibjörg og Ulrik,
Eyrún og Hólmar.
Samband við góðan dreng hefur
rofnað, það var ótímabært, gerðist
alltof snemma. Leiðir okkar Frið-
finns lágu fyrst saman í starfi laust
fyrir miðjan tíunda áratug liðinnar
aldar. Við höfðum þá nýlega tekið
við starfi í heilbrigðisþjónustu,
hann fyrir austan og ég fyrir vest-
an. Við vorum báðir dálítið ærsla-
fengnir og það var glatt á hjalla á
fundum okkar og ég kunni vel við
þennan eiginleika hans, þótti afar
vænt um Friðfinn. Hann var fé-
lagslyndur og virkur, það bera
honum allir sömu sögu. Þeim sem
kynntust Fredda var hlýtt til hans.
Hann var vinsamleg persóna og
var eiginlegt að skapa liðsheild og
naut þess að starfa með öðrum,
var ávallt glaðari en flestir, sagði
gamansögur og fór með vísur.
Hann söng og lék á gítar í góðum
hópi en okkur bar þó saman um að
fallegri söngrödd hefðu margir.
Það vissi hann auðvitað manna
best sjálfur en það var ekki málið,
heldur hitt að gleðjast með glöðum
og leggja sitt af mörkum. Hann
sýndi samhug og var mannúðar-
sinni.
Friðfinnur var ekki meðalmað-
ur eins og við hinir. Hann var stór-
huga, hann fékk stærri hugmyndir
en við flestir, hann horfði einhvern
veginn lengra og sá fleiri fleti á til-
verunni, var víðsýnn og góður
greinandi, sá hið frumlega í um-
hverfinu. Hann var sannur frum-
kvöðull og frumherji í mínum
huga. Það kom því svo sem ekkert
sérstaklega á óvart að hann undi
sér ekki í starfi í opinbera geir-
anum sem hefðbundinn embættis-
maður. Hann var heill og heiðar-
legur í afstöðu sinni, þoldi ekki
þumbarahátt og yfirlæti, hætti
með kurt og pí. Þröngsýni og ýms-
ir kerfislægir þættir voru honum
ekki að skapi og hann gat ekki set-
ið undir yfirborðskenndum boðum
sem honum og okkur mörgum
embættismönnum var gert ill-
mögulegt að standa við eða fram-
kvæma. Þótt Friðfinnur yfirgæfi
hefðbundinn starfsvettvang innan
heilbrigðisþjónustunnar, þá var
hann tengdur heilbrigðismálum
alla tíð, fylgdist afar vel með þróun
mála og viðhélt sambandinu. Hann
jók við menntun sína, stofnaði eig-
ið ráðgjafafyrirtæki með góðu
fólki og starfaði með fjölmörgum
atvinnugreinum að umbótastarfi
og stefnumótun, m.a. heilbrigðis-
stofnunum. Það var mér sérstakt
ánægjuefni að fá að sitja með Frið-
finni nokkur seinni árin í stjórn
Alzheimersamtakanna þar sem
hans góðu eiginleikar og jákvæðu
viðhorf fengu að njóta sín.
Glíman við miskunnarlausan
sjúkdóm var erfitt tímabil síðustu
misserin en hann hvikaði hvergi
og hélt sínu striki svo lengi sem
verða mátti og barðist hetjulega.
Hann átti vini að sem studdu hann
af alúð í raunum og þrautagöngu
sem lauk mánudaginn 20. apríl síð-
astliðinn. Dýrmætust var honum
auðvitað fjölskyldan og hugur okk-
ar Dýrfinnu er hjá Berglindi og
börnum þeirra þremur sem við
samhryggjumst svo sannarlega. Á
tímamótum sem þessum kvikna
ætíð sömu spurningarnar um til-
gang lífsins, upphafið og endinn,
hvernig gistinóttum er úthlutað á
Hótel Jörð og svörin eru smá sem
fyrr. Ferskur maður í miðju verki
er horfinn sjónum okkar. Mér
finnst eins og hann sé að pæla í
nýjum verkefnum á nýjum stað.
Minningin lifir um góðan dreng.
Guðjón Svarfdal Brjánsson.
Látinn er langt um aldur fram
kær félagi okkar, Friðfinnur
Hermannsson. Leiðir okkar sem
þetta ritum og Fredda, eins og
hann var kallaður, lágu saman í
Háskólanum í Reykjavík þar sem
við stunduðum meistaranám í
stjórnun heilbrigðisþjónustu og
lýðheilsu á árunum 2008-2010.
Þetta var á stundum krefjandi
nám og mikið um verkefna- og
hópavinnu. Þar kynntumst við
eiginleikum Fredda vel en hann
var ekki bara einstaklega jákvæð-
ur og skemmtilegur félagi heldur
einnig góðhjartaður og hjálpsam-
ur svo af bar. Hann var einstak-
lega ljúfur maður og hlýr, tók öll-
um opnum örmum, átti auðvelt
með að fá fólk með sér og hafði
sérstakt lag á að láta fólki líða vel í
návist sinni. Alltaf var stutt í bros-
ið og smitandi hláturinn, sem ein-
kenndi hann svo mjög, hljómaði
oft. Hann Friðfinnur var einstak-
ur.
Friðfinnur kom með ferskan
andblæ inn í þennan annars nokk-
uð einsleita hóp nemenda sem
flestir höfðu menntun á sviði heil-
brigðismála. Bæði var að hann
hafði oft aðra sýn á málin enda
með viðskiptafræðimenntun og
fjölbreyttan starfsvettvang að
baki sem skýrðist meðal annars af
víðsýni hans, sköpunarkrafti og
fróðleiksfýsn. Sömuleiðis þá smit-
aði lífsgleði hans út frá sér og var
hann hrókur alls fagnaðar, hvort
sem var í skólastofunni eða utan.
Þegar hópurinn hittist til að
skemmta sér saman greip hann í
gítarinn og hélt uppi miklu fjöri.
Hann gerði lagið „Ferðalok“ að
laginu okkar löngu áður en það
varð vinsælt hjá alþjóð. Freddi
var einnig húmoristi og grallari
mikill. Í heimsókn hópsins til Col-
umbia-háskólans í New York var
margt brallað og eigum við öll afar
skemmtilegar minningar um
Friðfinn frá þeirri frábæru ferð.
Þrátt fyrir að síðustu árin hafi
verið lituð af veikindum lét Frið-
finnur það ekki aftra sér frá því að
sinna fjölþættum verkefnum.
Hann var fjölhæfur og léku verk-
efni í höndum hans, hvort sem þau
voru ráðgjöf á sviði jarðvarma,
ferðaþjónustu eða heilbrigðis-
þjónustu. Þá lét hann að sér kveða
í „Krafti“, félagi ungra einstak-
linga sem greinst hafa með
krabbamein. Þar var hann ráð-
gjafi í stefnumótun sem félagið
starfar eftir í dag. Síðustu mán-
uðina höfum við fylgst með Frið-
finni takast á við þessi erfiðu veik-
indi með einstakri jákvæðni, reisn
og æðruleysi. Þar studdu Berg-
lind, börnin, fjölskyldan öll og
nánir vinir við hann með aðdáun-
arverðum hætti. Þeim vottum við
virðingu og okkar dýpstu samúð.
Við erum Friðfinni þakklát fyr-
ir samfylgdina og fyrir stundirnar
sem við áttum saman nýverið þar
sem Gyða skólasystir gerði okkur
kleift að eiga saman fallegar sam-
verustundir sem meðal annars
byggðust á hugleiðslu. Þrátt fyrir
sorgina minnumst við Friðfinns
með gleði í hjarta og erum þess
fullviss að hann er þegar farinn að
láta að sér kveða á æðri stöðum.
Lofuð sé minning þín kæri vin-
ur, hvíl í friði.
Er líkminn undan álagi lætur,
sálina lokka æðri máttarvöld.
En minningarnar lifa um ár og öld
og sefa þann sem grætur.
(Ingibjörg Loftsdóttir)
Fyrir hönd EMPH-nemenda
við HR 2008-2010,
Alma D. Möller
Það er ein mín fyrsta bernsku-
minning þegar Systa og Hermann
fluttu í Mývatnssveit, á upphafs-
árum Kísiliðjunnar og fóru að
vinna þar, pabbi vann líka þar og
með þeim og foreldrum mínum
tókst djúpstæð vinátta sem ennþá
varir. Með þeim var þessi ljós-
hærði fjörkálfur, tilvalinn litli
bróðir fyrir mig. Mig vantaði ná-
kvæmlega einn svoleiðis á þessum
tíma. Það er lognbjartur sólskins-
morgunn í júní sumarið 1967,
Hermann kom og bauð pabba í
bíltúr um sveitina. Við Friðfinnur
fengum að fara með og taka með
okkur appelsín í nesti. Það var far-
ið í Höfða, sem var ekki opinn al-
menningi þá og síðan að Sand-
vatni, pabbi tók fallegar
náttúrumyndir sem voru sýndar í
fjölskylduboðum í mörg ár. Það
var gaman þegar Friðfinnur síðan
notaði eina af þessum myndum
sem skjámynd á tölvunni sinni.
Hann varð strax þarna eins og eitt
af okkur systkinunum og var við-
loðandi okkur næstu 10 sumrin
meira og minna, með einum eða
öðrum hætti. Það var ýmislegt
brallað og upp á mörgu fundið,
okkar maður lét ekki sitt liggja
eftir í því. Hann var strax þarna
snillingur í samskiptum og
mannasættir í krakkahópnum,
það var alla tíð hans aðalsmerki,
maður sátta, árangurs og gleði.
En svo skilja leiðir eins og gengur
á unglings- og þroskaárum fólks
og hver fer í sína áttina, alltaf
héldum við þó sambandi. Hann
kynntist Berglindi sinni og héldu
þau á vit ævintýranna, hann var
alltaf maður ævintýranna. Og ef
hann var ekki að upplifa þau, bjó
hann þau til í sögum og söngvum
eins og honum lét svo vel. Þau
stofnuðu fjölskyldu, eignuðust
börn og buru og fluttust til Húsa-
víkur en þá var ég því miður ný-
fluttur þaðan með mína fjöl-
skyldu. Það var bara eins og við
ættum ekki að ná saman á ný. En
svo gerðist það fyrir nokkrum ár-
um síðan að ég fékk hann til að
koma í stjórn hjá okkur í Reyni-
hlíð. Þetta var líkt og um árið að
mig sárvantaði náinn ráðgjafa og
samstarfsmann í daglegu arga-
þrasi hótelrekstrarins, þá kom
þessi fóstbróðir minn sterkur inn.
Hann var sko til í það og tók það
alla leið. Þetta var mikið heilla-
spor fyrir mig og mér fannst hann
hafa gaman af verkefninu sem var
fjölbreytt og margslungið. Ótal
símtöl eru að baki um alla skapaða
hluti, ekkert var okkur óviðkom-
andi, og lausnir á öllu, maður
minn. Næg voru verkefnin og
fæstum þeirra lokið þegar þessi
máttarstólpi er skyndilega kallað-
ur út af vellinum. Vissulega var
búið að veifa spjöldum og gefa að-
varanir í hvað stefndi en það kom
aldrei annað til greina en að spila
leikinn til enda. Við áttum síðast
saman góðan dag fyrir fimm vik-
um síðan, þá kvöddum við Erna
hann. Hann kvaddi með orðunum
„ég þarf að fara að komast norð-
ur“. Það var honum líkt því ég
held að Mývatnssveit hafi alltaf
verið honum ákaflega hjartfólgin.
Í Sólskríkjukvæði Þorsteins Erl-
ingssonar segir:
En fjarri er nú söngur þinn, sólskríkjan
mín,
og sumur þíns vinar hin fegurstu liðin.
Elsku Berglind, Freyr, Ari,
Sólveig Birna og fjölskyldan öll,
ykkar missir er mestur. En minn-
ingin lifir um góðan dreng sem
kunni að njóta augabliksins, ger-
um það.
Pétur Snæbjörnsson.
„Peningar eru ekki vandamál,
en peningaleysi er vandamál“ og
ráðalausir ráðherrar og þjóðkunn-
ir þingmenn klóruðu sér í skall-
anum og kinkuðu kolli … Frið-
finnur hafði einn ganginn enn
bjargað rekstri Heilbrigðisstofn-
unar Húsavíkur frá blóðugum nið-
urskurðarhníf Alþingis. Með
hnyttinni rökvísi.
Þannig var Friðfinnur. Hnytt-
inn, orðheppinn, fylginn sér. Ekki
vafðist fyrir honum að sameina
vinstri menn á Húsavík á einn
lista en taka svo sjálfur fyrsta
sætið á lista sjálfstæðismanna.
Kreddur og klyfjar úreltra stjórn-
málaflokka héldu ekki Friðfinni í
gíslingu. Hann gat vissulega verið
draumóramaður og sveimhugi en
hvar værum við ef slíkir væru ekki
á meðal oss? Þá værum við ofur-
seld reglugerðarfurstum og laga-
refum. Draumalaus þjóð á ver-
gangi. Nei, Friðfinnur hafði
drauma og hann barðist fyrir að
sjá drauma sína verða að veru-
leika. Við nutum góðs af. Eins og
fleiri.
Um leið og við kveðjum vin og
félaga þökkum við samfylgdina.
Við sendum Berglindi og börnum
þeirra okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Fyrir hönd sjálfstæðismanna á
Húsavík og nágrenni,
Sigurjón Benediktsson.
Hversvegna er leiknum lokið?
Ég leita en finn ekki svar.
Ég finn hjá mér þörf til að þakka
þetta sem eitt sinn var.
(Starri í Garði)
Friðfinnur Hermannsson var
góður vinur. Kynni okkar hófust
þegar hann var ráðinn fram-
kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnun-
ar Þingeyinga. Í fyrstu leist mér
ekki allskostar á þennan unga
mann - fyrst og fremst fannst mér
hann vanta alla þekkingu á rekstri
heilbrigðisstofnana og einhvern
veginn alls ekki nógu forstjóraleg-
ur. Fljótlega áttaði ég mig á að þar
hafði ég misreiknað mig: betri
mann til starfans hefði verið erfitt
að finna. Hann var sannur leið-
togi, skemmtilegur samstarfs-
maður og með eindæmum já-
kvæður, enda voru einkunnarorð
hans „Bjartsýni er skylda“ og þau
hafði hann að leiðarljósi uns yfir
lauk. Hann kenndi mér svo ótal
margt - fyrst og fremst að viðra
skoðanir annarra og setja mig í
þeirra spor - og leggja mig fram
um að lesa aðstæður fordóma-
laust. Hann hvatti mig og studdi í
námi, starfi og leik, fyrir það er ég
honum eilíflega þakklát.
Við vorum ekki alltaf sammála
en bárum gæfu til að virða skoð-
anir hvors annars, sennilega var
það þessi gagnkvæma virðing sem
var rót þeirrar vináttu sem við
eignuðumst í sameiningu og mun
aldrei verða frá okkur tekin.
Ég votta Berglindi, börnum
þeirra Friðfinns og fjölskyldunni
allri mína dýpstu samúð. Því mið-
ur get ég ekki verið viðstödd jarð-
arför þessa vinar míns, þess í stað
ætla ég að finna fallegan veitinga-
stað í París, kaupa eðal rauðvín og
skála fyrir góðum vini og félaga.
Regína Sigurðardóttir.
Breiðablik gegn KA á Akureyr-
arvelli 1985 í byrjun ágúst að
kvöldi. Fallegasta vallarstæði
landsins og fullt af áhorfendum.
Blankalogn, góður hiti og grasið
eins gott það gat verið. Bæði lið í
efstu sætum næstefstu deildar og
veðrið eins og fegurst það verður í
Eyjafirðinum. Þjálfari okkar
Blika var með einfalt plan.
„Vinstri bakvörðurinn þeirra -
hann Friðfinnur stelst alltaf með í
sóknina. Hann er fjandi flinkur en
hann getur ekki bæði verið í vörn
og sókn.“ Planið var að senda á
mig hægra megin þar sem ég lék
og það hafði gengið ágætlega
þetta sumar - en þarna gerðist það
ekki. Þegar ég fékk boltann var
Friðfinnur alltaf mættur í vörn og
vann boltann. Friðfinnur var
þarna eins og svo oft á undan sam-
tíð sinni. Í nútíma fótbolta sinna
bakverðir sóknarskyldum en í þá
daga var þetta ekki algengt. Frið-
finnur hafði líka þá sýn í ráðgjöf
hjá einkafyrirtækjum að þau ættu
að sýna samfélagslega ábyrgð - en
líka að skila góðum rekstri. Nokk-
uð sem nú er að verða almennur
skilningur - en var alls ekki hér
áður. Ég fékk hann til að ganga til
liðs við Capacent 2006 sem ráð-
gjafi á sviði stefnumótunar.
Það var stór ákvörðun fyrir
hann og Berglindi að taka það
skref að flytja suður. Þegar þang-
að var komið eftir farsælan feril á
Húsavík ávann hann sér traust
samstarfsfélaga, viðskiptavina og
aðila í stjórnkerfi með sinni fag-
legu nálgun og persónutöfrum.
Ég fór eitt sinn með honum í
heimsókn á Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga sem lengst af var hans
starfsvettvangur. Þar var honum
tekið þannig að hann faðmaði og
kyssti örugglega 50 konur á ein-
um klukkutíma. 2011 hóf hann síð-
an störf hjá okkur í Gekon og vann
þar m.a. afar merkilegt frum-
kvöðlastarf á sviði heilbrigðismála
- allt þar til hann gekk til liðs við
sína góðu félaga í Nolta.
Fredda þekkti ég allt frá 1981
Ljóð var afbakað
Í Morgunblaðinu 27. apríl síð-
astliðinn birtist ljóðið Föð-
urminning í minningargrein
um Baldvin Jónsson. Rangt
var farið með ljóðið þar sem
því var snúið og fært í stílinn
svo það ætti við afa. Þetta var
gert í óþökk höfundar, Guð-
rúnar Sigurbjörnsdóttur, og
fór framhjá starfsfólki blaðs-
ins. Eru hlutaðeigandi beðnir
afsökunar á að þetta hafi
komist án athugasemda á
síðu.
LEIÐRÉTT