Morgunblaðið - 29.04.2017, Page 45
DÆGRADVÖL 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. APRÍL 2017
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er eitt og annað sem hvetur þig
til varfærni þótt þig langi mest sjálfan til að
láta skeika að sköpuðu. Farðu út í móa og
öskraðu hátt og snjallt.
20. apríl - 20. maí
Naut Skilaboð virðast týnast núna, hvort
sem þau eru á töflunni, í símanum eða krotuð
á miða. Vandvirkni er nauðsynleg, að öðrum
kosti getur allt farið í loft upp og árangurinn
orðið enginn.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Til þín verður leitað í sambandi við
lausn á viðkvæmu vandamáli. Allir þurfa ást
og allir eru færir um að gefa hana.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er eitthvað sem þú gerir mjög
svo rétt! Allt í lífi þínu er á sínum stað. Sumir
myndu gera sig ánægða með lausa enda sem
bærast í vindinum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er töluvert álag á þér núna bæði í
einkalífi og starfi. Samræður við nána vini og
félaga eru skemmtilegar og uppörvandi og
aldrei að vita nema þú öðlist nýja sýn á ein-
hvern af viðmælendunum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það bíða allir eftir ákvörðun þinni og
þú getur ekki endalaust hafst við í einskis
manns landi. Fjármálin ættu því að ganga vel
hjá þér auk þess sem þér ætti að ganga vel í
vinnunni.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þú ert í ójafnvægi og veist ekki í hvorn
fótinn þú átt að stíga. Heilsan batnar ef þú
einbeitir þér að því sem þér er kært, ekki því
sem þú þolir ekki.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Eitt og annað hefur þú látið reka
á reiðanum en nú verður þú að koma skikki á
öll mál. Gættu þín í fjármálum.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Farðu varlega í vinnunni í dag,
einhver reynir hugsanlega að beita þig blekk-
ingum. Hugsaðu vandlega áður en þú talar,
það er hlustað á þig.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það hafa orðið miklar breytingar í
nánustu samböndum þínum að undanförnu.
Ef þig skortir áhuga á félagslegum athöfnum,
skaltu reyna að vera hreinskilnari.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Það er engin ástæða til að stökkva
í felur, þótt andstaða kunni að koma fram við
málflutning þinn. Til þín kann að verða leitað
sem sáttasemjara og þá hefur þú þitt á tæru.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Reyndu að bíta á jaxlinn og ljúka verk-
efnum sem þér eru falin. Meðtaktu mistök
þín og reyndu að gangast við misfellunum.
Laugardagsgátan er sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Halur mikils háttar er.
Hollustuna veitir.
Af bestu lyst hann borðum vér.
Blómagarðinn skreytir.
Þessi er lausn Helga R. Ein-
arssonar:
Á sínum herðum sómann ber,
seður, andann bætir.
Ættarlauknum lýst er hér,
þeim líka’ er þykjast ætir.
Sjálfur skýrir Guðmundur gátuna
þannig:
Ættarlaukinn virðum vér.
Víst mun hollur laukurinn.
Laukur á feitum fugli er.
Fagur er laukagarðurinn
Þá er limra:
Varmenni hálfgert er Haukur,
en hann er þó skárri en Gaukur,
sem þambar vín
eins og voðalegt svín
og er sinnar ættar laukur!
Og síðan kemur ný gáta eftir Guð-
mund:
Í morgun fór á fætur strax,
furðu mikið eftir baks
einu sinni enn til taks
er nú gáta laugardags:
Milli vængjabrodda bil.
Bjarg, sem Grettir tók í fang.
Skipaleið er landa til.
Um Langasand ég þreytti gang.
Skagfirðingurinn Jón Gissurarson
skrifaði á Boðnarmjöð á fimmtudag:
„Hér er nú sunnangola og átta gráðu
hiti. Góður vordagur í vændum. Ló-
an syngur glaðlega fyrir utan
gluggann.“
Nú er liðin nóttin löng
napran kulda ekki finn.
Heyri ég fagran fuglasöng
fyrir utan gluggann minn.
Fallegar náttúrustemmningar
hreyfa alltaf við manni:
Foldin skartar blíð á brá
birtan lýði gleður.
Lindin hjalar, lóan þá
ljúfum rómi kveður.
Hallmundur Kristinsson yrkir
undir áhrifum frá gömlu stefi:
Ef veifað er vænum seðli,
veskin takast á loft.
Skrýtið hvað skítlegt eðli
skýtur upp kolli oft!
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Einn er laukur í ætt hverri
Í klípu
EKKERT GERIST AF SLYSFÖRUM. ÞAÐ
SEGIR FREDDI LÖGGA ALLAVEGANA. OF
MIKIL PAPPÍRSVINNA.
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„JÓKA, GEFÐU ÞESSUM MANNI ANNAN
KAFFIBOLLA. HANN FANN LYKLANA MÍNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... … þegar mamma
gerir bláberjamúffur.
MUN ÞESSI DAGUR
ALDREI TAKA ENDA?!
ÉG GET EKKI TEKIÐ ÖRINA ÚT
FYRR EN ÉG FINN
BÓMULLARHNOÐRANA MÍNA!
HREINSAÐU
SÁRIÐ BARA
MEÐ EINHVERJU
ÖÐRU!
HÁTTATÍMI! ÉG HEFÐI ÁTT AÐ
SPYRJA FYRR
ÉG NOTA ÞÁ
EKKI TIL ÞESS
AÐ HREINSA…
JÆJA ÞÁ,
EIGIÐ ÞIÐ GÓÐAN DAG.
…ÉG SET
ÞÁ Í EYRUN
MÍN!
Víkverji fór á skemmtilega árshátíðum síðustu helgi þar sem boðið
var upp á ýmiss konar ferðir um dag-
inn til að hita upp fyrir aðal-
árshátíðarkvöldið. Árshátíðin var
haldin á hóteli á Suðurlandi þar sem
flestir gistu tvær nætur. Ferðirnir
mörkuðust af því og var til að mynda
hægt að fara í fjallgöngu og hjólaferð
á breiðdekkjahjóli. Víkverji valdi að
fara í skógargöngu og sér ekki eftir
því.
x x x
Ferðinni var heitið í Tumastaðaskógí Fljótshlíð og var fróður leið-
sögumaður með í för. Skógrækt rík-
isins hóf rekstur gróðrarstöðvar á
Tumastöðum 1944 og hófst skógrækt
í brekkunum í Tungulandi sem er
samliggjandi Tumastöðum árið 1951.
Trén þarna eru því orðin há og falleg
og hægt er að skoða ýmsar tegundir.
Vöxturinn á sumum tegundum gefur
skógunum annars staðar á Norð-
urlöndum ekkert eftir. Í upphafi var
þó plantað heldur þétt og grisjað
seint. Það hefur líklegast verið erfitt
að sjá fyrir sér allan þennan framtíð-
arvöxt.
x x x
Nú hafa verið gerðir margir stígar ástaðnum sem gaman er að ganga
eftir. Þarna er fallegt landslag og
skjólsælt og því kjörið að fara í
nestisferð þangað en vel var gert við
gönguhóp Víkverja sem grillaði brauð
á teini og fékk góðan drykk með.
x x x
Merkilegast er hvað Ísland hefurbreytt mikið um ásýnd á síðustu
áratugum vegna skógræktar og á eft-
ir að breytast ennþá meira næstu ára-
tugi. Þessi breyting er til góðs en með
skógum kemur skjól og þar af leið-
andi betra veður.
x x x
Í Japan er skógarbað, „shinrin-yoku“, þekkt fyrirbæri en jap-
anskir vísindamenn hafa sannað að
það að vera nálægt trjám efli ónæm-
iskerfið, minnki streitu, lækki blóð-
þrýsting og auki vellíðan. Víkverji
hvetur sem flesta til að fara í skóg-
arbað og það sem oftast.
vikverji@mbl.is
Víkverji
Þá greindi hann mér svo frá: Þetta er
orð Drottins til Serúbabels: Ekki með
valdi né krafti heldur fyrir anda
minn, segir Drottinn allsherjar.
(Sakaría 4:6)