Freyr - 01.10.2005, Síða 31
FERÐAÞJÓNUSTA
Hvað finnst ferðamönnum eftirsóknarvert?
Skoða þarf landslag, náttúrufar, jarðfræði,
veðurfar og fleira til að átta sig á sérein-
kennum umhverfisins. Ert.d. áhugavert að
bjóða upp á gönguferðir og ef svo er; hvað
er hægt að skoða á þeirri gönguferð?
huga að sýn gestsins og skoða hvað ferða-
mönnum finnst sérstakt, því glöggt er
gestsaugað. Það er mikilvægt að íhuga
hvaða markhópur ferðamanna (erlendra
sem innlendra) er líklegur til að sækja í það
sem hvert svæði hefur upp á að bjóða.
Skoða þarf landslag, náttúrufar, jarðfræði,
veðurfar og fleira til að átta sig á sérein-
kennum umhverfisins. Er t.d. áhugavert að
bjóða upp á gönguferðir og ef svo er; hvað
er hægt að skoða á þeirri gönguferð?
Kannski seli við ströndina á vorin og haust-
in, eða haustlitina á lynginu, e.t.v. áhuga-
verða jarðfræði eða kannski landslagið?
Núna er kyrrðin jafnvel eftirsótt vara og ekki
allstaðar hægt að finna því manngerð hljóð
er I æ ríkara mæli að finna langt frá manna-
bústöðum.
VÖRUÞRÓUN
Fyrirtæki, sem vilja bjóða upp á náttúru-
tengda ferðaþjónustu, þurfa að stunda
vöruþróun til að ná til sín þeim ferðamönn-
um sem vilja upplifa náttúruna. Þau þurfa
að tilreiða vöru, sem felur í sér einhverskon-
ar afþreyingu tengdri upplifun á náttúrunni.
Slík vara þarf að innhalda áðurnefnd grunn-
atriði og til þess að svo verði þarf hún að
innihalda fræðslu. Fræðslan þarf þó að vera
áhugaverð og hjálpleg fólki við upplifun á
náttúrunni. Á þann hátt nýtur ferðamaður-
inn hennar betur. Þetta snýst oft um að að-
stoða fólk við að lesa I náttúruna, því nú til
dags eru ekki allir færir um slíkt þó áhugi sé
fyrir hendi. Við slíka vöruþróun þarf að hafa
sérstöðuna í huga, en hvað þýðir það t.d.
þegar við hugsum um veðrið, sem er oft
ansi fjölbreytilegt!
DÆMI UM VÖRUÞRÓUN:
VEÐURFAR OG ÁRSTÍÐIR
Við getum til að byrja með íhugað hvort
það sé íslenska veðrið sem lokkar ferða-
manninn til íslands? Hvað með þá ferða-
menn sem koma til íslands yfir sumarið, bú-
ast þeir ávallt við góðu veðri? Hvernig upp-
Betra veður?
lýsingar fá þeir? Skyldu þeir fá upplýsingar
úr ferðahandbókum um að veðrið á Islandi
sé fjölbreytilegt? Er íslenskt veðurfar hindr-
un eða áskorun fyrir náttúrutengda ferða-
þjónustu? Færa má rök fyrir að frekar megi
llta á veðrið sem áskorun og við ættum ekki
að gleyma því að veðrið hefur mótað land
og náttúrufar og er því hluti af íslenskri
náttúru. Hvernig geta fyrirtæki í náttúru-
tengdri ferðaþjónustu brugðist við til að
tryggja að ferðamaðurinn hverfi ekki frá
þegar kemur slagveðursrigning eða slydda
um miðbik sumars?
Fyrirbyggjandi aðgerðir er eitt af þvl sem
grlpa má til, þ.e. að upplýsa ferðamanninn
fyrirfram um hverju megi búast við af veðr-
inu I hverri árstíð. Flestöll fyrirtæki eru með
heimasíður eða bæklinga þar sem vörunni
er lýst. Þar er mikilvægt að komi fram upp-
lýsingar um að t.d. á haustin megi búast við
að blási en á móti komi fallegir haustlitir og
tært loft. Á vorin er hálendið yfirleitt lokað
og það getur verið kalt, en daginn er farið
að lengja töluvert og sjóbjörg fyllast af fugl-
um. Á vetrum megi búast við snjó, slyddu,
rigningu og ísingu, oft á sama deginum. En
vetrarveður eru margbreytileg og þá má sjá
norðurljósin, upplifa myrkrið, ýlfrandi vinda
og virkilega draugalega stemmingu!
Það er því mikilvægt að spyrja sig við
Dæmi um hvernig þjóðgarðurinn á Þing-
völlum tekst á við veðrið.
hverju ferðamaðurinn búist og hvort upplif-
unin sé í samræmi við væntingar? Einnig er
nauðsynlegt að hafa klæðnað til staðar til
að hægt sé að njóta afþreyingar í hvaða
veðri sem er. Fyrirtæki sem bjóða upp á
hvalaskoðun þurfa t.d. að vera við öllu bú-
Verra veður?
inn varðandi veðurfar. Varan þarf að taka
mið af hverri árstíð, enda býður hver árstíð
upp á mismunandi upplifun. Það vill t.d. oft
gleymast að haustið er æði fagurt til útivist-
ar, bæði vegna litadýrðar en ekki síður
vegna tærleika loftsins og nálægðar við far-
fugla sem æfa sig og fljúga síðan af stað til
landanna í suðri.
FRAMTÍÐARTÆKIFÆRI
Náttúrutengd ferðaþjónusta er sú grein sem
vex hvað hraðast nú um stundir (Ben Mart-
in 2004). Þeir ferðamenn sem sækjast eftir
náttúrutengdri upplifun eru vel menntaðir
og með tekjur yfir meðallagi. Þeir sækjast
eftir fjölbreyttri afþreyingu (gönguferðum,
klifri, veiðum, skotveiði, fuglaskoðun, land-
búnaðartengdri ferðaþjónustu o.fl). Til að
lokka að slíka ferðamenn og til að varðveita
gæði vörunnar er sjálfbærni lykilatriði. Þetta
þýðir að meta þarf þolmörk ferðamanna-
staða og leggja áherslu á að sameina upp-
lifun og menntun (Ben Martin 2004).
Menntun og fagmennska eru hér lykilatriði
sé tilgangurinn að þróa gæðavöru, sem
veiti bæði ferðamanninum ánægju og
heimafólki ávinning og aðstoðar um leið við
að vernda íslenska náttúru.
Náttúrutengd ferðaþjónusta hefur það að
markmiði að fara eftir þessum grundvallar-
atriðum. Hún snýst um að þróa afþreyingu
sem inniheldur fræðslu, sem aftur eykur
þekkingu og vitund okkar á náttúrunni.
Þetta er ferðamennska sem tengir ferða-
langinn við náttúruna. Ferðalangurinn er
virkur þátttakandi, ekki einungis áhorfandi.
Þannig lærir ferðalangurinn að sýna landinu
virðingu og hlýju.
HEIMILDIR
Ben Martin. 2004. Market Trends. Erindi á vef-
slóðinni: http://www.naturebasedtourism.net/
index.php?option=com_content&task=view&
id=55<emid=27 skoðað september, 2005
Vefsíða þjóðgarðsins á Þingvöllum, www.thing-
vellir.is, skoðað september, 2005
FREYR 10 2005