Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 10

Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 10
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is Straumhvörf Audi A3 e-tron sameinar tvo heima Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP. 50 kílómetra drægni á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar er samanlögð heildardrægni allt að 940 km. Verð frá 4.270.000 kr. NýsköpuN Sprotafyrirtækið Hefr- ing hefur sótt um einkaleyfi á byltingarkenndri tækni sem getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdir á búnaði um borð í bátum. Um er að ræða búnað sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs; býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upp- lýsingar um það sem fram undan er. Segja má að með óbeinum hætti mildi hann höggin og tjónið sem kann að hljótast af því þegar bátur skellur á úfnum sjó. Viðskiptafræðingurinn Björn Jónsson er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en að því standa þrír starfsmenn Rafnars ehf., fyrirtækis sem í rúman áratug hefur unnið að þróun, hönnun og smíði á bátum. Auk Björns eru það Karl Birgir Björnsson og Kári Logason sem að Hefringu standa, en nafnið merkir rísandi alda og á rætur í norrænni goðafræði. Björn segir að hugmyndin hafi verið að gerjast í þeim undan- farin ár, enda hafi reglulega borist fréttir af slysum, jafnvel hrygg- brotum, sem orðið hafa um borð í bátum á sjó. Nú sé vinnan komin á þann stað að búið sé að leggja inn einkaleyfis umsókn og hanna fyrstu frumtýpur. Búnaðurinn virkar þannig að mælar í skrokki bátsins fylgjast með framgangi siglingarinnar og birta skipstjóranum leiðbeinandi upplýsingar um sjólag og líkur á því að komið sé að hættumörkum hvað varðar meiðsli vegna högga. Búnaðurinn safnar upplýsing- unum þannig að hægt er að skoða hvernig sá sem stýrði skipinu brást við í aðstæðunum sem uppi voru. „Markmiðið með þessu er að draga úr tíðni og alvarleika slysa. Þá er þetta til þess fallið að draga úr álagi á vélbúnað báta,“ segir hann en til lengri tíma mætti þannig draga úr viðhaldskostnaði. Fyrst um sinn er markmiðið að leggja áherslu á að hanna búnaðinn fyrir farþegabáta, enda séu slys í slíkum ferðum tíðari en ætla mætti. Hann segir að evrópskar rannsókn- ir sýni að innan við helmingur slysa um borð í bátum sé tilkynntur. Björn segir að búið sé að prófa búnaðinn og að ljóst sé að hann virki. Hann gefi skipstjórnanda skýrar upplýsingar um það hve- nær rétt sé að slá af. Tæknin verður kynnt næsta vor en Björn vonast til að hægt verði að koma á samstarfi, við háskóla, um þróun á búnað- inum. Tæknin verður kynnt Sam- göngustofu, sjóslysanefnd, trygg- ingafélögum og rekstraraðilum báta á næstunni. Björn bindur vonir við að á síðari stigum málsins, þegar alþjóðlegt einkaleyfi liggi fyrir, muni Hefring leita að fjárfestum til að starfa með. Hann segir að fyrirtækið sé lítið dæmi um hvernig nýsköpun getur sprottið af annarri nýsköpun, sem er Rafnar í þessu tilviki. Hann lofar Össur Kristinsson, eiganda Rafnars, og segir hann hafa skapað hvetjandi umhverfi fyrir sprotastarfsemi. Hann kallar jafnframt á að ný ríkis- stjórn sinni nýsköpun og geri Ísland að ákjósanlegum stað fyrir starf- semi slíkra fyrirtækja. Björn segir að viðtökurnar hafi verið góðar. „Öllum líst vel á þetta. Það er verið að taka á stóru vanda- máli sem þessi slys eru,“ segir hann og bendir á að slysatíðni meðal starfsfólks í skipum í strandgæslu og öðrum greinum sé margföld á við slysatíðni meðal starfsfólks í landi. „Rafnar gæti dregið úr slysa- hættu með því að framleiða báta sem búnir eru þessum búnaði,“ segir hann. baldurg@frettabladid.is Nýr búnaður fyrirbyggir meiðsli á sjó Íslenskt sprotafyrirtæki hannar búnað sem fyrirbyggir meiðsli á fólki og skemmdir á skipum. Með honum er hægt að spá fyrir um högg vegna öldugangs og halda skráningu um aðgerðir skipstjóra. Búið er að prófa búnaðinn og sótt hefur verið um alþjóðlegt einkaleyfi. Stofnendur Hefringar ehf. Frá vinstri: Kári Logason þróunarstjóri, Björn Jónsson framkvæmdastjóri og Karl Birgir Björnsson, sölu- og markaðsstjóri. Þeir ætla að leita eftir fjárfestum til að starfa með. Mynd/ÞorSteinn SigurBJörnSSon 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A u G A r d A G u r10 f r é t t i r ∙ f r é t t A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -5 8 1 C 1 E 7 0 -5 6 E 0 1 E 7 0 -5 5 A 4 1 E 7 0 -5 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.