Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 12

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 12
Það er mikilvægt að vera í góðum tengslum við fólkið sitt og náttúruna. Á fjórhjóladrifnum KODIAQ með val um sjö sæti og glerþak, getur þú sameinað þetta tvennt og notið þess að ferðast með ánægju. Endurnýjaðu tengslin við það mikilvægasta í lífinu á nýjum ŠKODA KODIAQ. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ www.skoda.is ENDURNÝJAÐU TENGSLIN VIÐ ÞAÐ MIKILVÆGA Í LÍFINU NÝR ŠKODA KODIAQ MEÐ MÖGULEIKA Á 7 SÆTUM. ŠKODA KODIAQ frá: 5.590.000 kr. PALESTÍNA Í það minnsta einn Pal- estínumaður týndi lífi og hundruð særðust í átökum við ísraelska her- menn í gær. Palestínumenn mót- mæltu í gær sendiráðstilfærslu Donalds Trump víðsvegar á Vestur- bakkanum, á Gaza-ströndinni og á götum úti í austurhluta Jerúsalem. Upphaflega hermdi palestínska heilbrigðisráðuneytið að tveir hefðu fallið í átökum en sú tala var síðar lækkuð um helming. Samkvæmt starfsfólki Rauða hálfmánans fengu rúmlega 750 manns aðstoð vegna meiðsla sem þeir hlutu í mótmæl- unum. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kom saman til neyðarfundar í gær eftir að átta þjóðir ráðsins kölluðu eftir fundi. Þar var ákvörðun forseta Bandaríkjanna, að færa sendiráð ríkisins í Ísrael frá Tel Aviv til Jerú- salem, fordæmd. Ákvörðun Trumps var algerlega einhliða og lét hann viðvaranir leiðtoga annarra ríkja, sem og samstarfsmanna sinna, sem vind um eyru þjóta. „Tilfærslan mun ekki eiga sér stað á þessu ári og sennilega ekki á því næsta. Forsetinn er hins vegar mjög staðfastur í að færa sendiráðið til Jerúsalem um leið og færi gefst,“ segir Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann var meðal þeirra sem ráðlögðu forsetanum að hafa sendiráðið áfram í Tel Aviv. Leiðtogi Hamas kallaði eftir því í fyrradag að íbúar Palestínu mót- mæltu í borgum og bæjum ríkisins. Kallaði hann eftir nýju „intifada“ en orðið er arabískt og þýðir upprisa eða „að hrista einhvern af sér“. Grjót- kasti Palestínumanna var svarað með táragasi og gúmmíkúlum. „Palestínumenn eru auðvitað reiðir og það eru mótmæli út um allan Vesturbakkann en lífið heldur auðvitað áfram hérna í Palestínu,“ segir Bryndís Silja Pálmadóttir, vara- formaður Íslands-Palestínu. Bryndís er stödd í borginni Nablus á Vesturbakkanum, rétt um 50 kíló- metra norður af Jerúsalem. Þar hefur hún dvalið undanfarna tvo mánuði en fyrirhuguð heimkoma er í næstu viku. Þetta er í þriðja sinn sem hún dvelur í landinu en hún var þar einn- ig árin 2013 og 2014 en þá í Hebron. Fyrst í þrjá mánuði en síðan í hálft ár. „Þegar þú býrð undir hernámi þá heldur lífið bara áfram, næstum sama hvað. Og eins og allt hérna þá ætlar fólk ekki að gefast upp, það er þessi staðfesta sem maður finnur fyrir á hverjum degi. Þrátt fyrir von- brigði á borð við yfirlýsingu Trumps, og auðvitað daglegt áreiti og ofbeldi sem fylgir hernámi og stækkandi landtökubyggðum, þá ætlar fólk ekki að gefast upp,“ segir Bryndís. Hún segir þó að andrúmsloftið nú minni hana á stöðuna eins og hún var þegar Bryndís var þar árið 2014. Þá stóðu árásir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu sem hæst og þúsundir týndu lífi. „Þá var auðvitað örvænting, mót- mæli og mikil reiði út um allt. Ísra- elski herinn svarar hins vegar öllu með meira ofbeldi, meiri vopnum. Hann nýtir hvert tækifæri til þess að beita hóprefsingum og auka veru sína hérna á Vesturbakkanum. Ég óttast að staðan nú gæti orðið til þess að sprengjum verði varpað á Gaza á nýjan leik,“ segir Bryndís. „Það er ekki að sjá á Ísraelum að mikið hafi breyst frá því í fyrradag. Í Tel Aviv í dag var fólk rólegt og ekki aukinn viðbúnað að sjá,“ segir Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands. Þegar Fréttablaðið náði tali af henni var hún stödd í Tel Aviv en gerði ráð fyrir að heimsækja Jerúsalem í dag. „Kollegar mínir í akademíunni hér segja þó að þessi yfirlýsing geri þá órólega, því afleiðingarnar séu algjörlega ófyrirsjáanlegar. Við- brögð þeirra eru því meira í takt við leiðtoga nágrannaríkjanna en viðbrögð Netanyahu, sem tók yfir- lýsingunni fagnandi. Það sýnir auð- vitað þennan gífurlega aðstöðumun sem er á þjóðunum tveimur, að Pal- estínumönnum finnst þeir ekki eiga annarra kosta völ en að mótmæla á götum úti, á meðan Ísraelar geta haldið áfram í hversdagsleikanum,“ segir Silja. „Þessi yfirlýsing hefur í raun gert hófsömum talsmönnum málstaðar Palestínu erfiðara um vik og er senni- lega ekkert nema olía á eld hinna öfgasinnaðri.“ johannoli@frettabladid.is Tilfærslan olía á eld hinna öfgasinnaðri Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi einhliða sendiráðstilflutning Donalds Trump á neyðarfundi. Íslendingur á Vesturbakkan- um segir íbúa ekki munu gefast upp. Stjórnmálafræðingur óttast að ákvörðunin þrengi að hófsamari talsmönnum málstaðar Palestínu. Sjúkraliðar hlúa að manni sem særðist á Gaza. Samkvæmt Rauða hálfmánanum særðust yfir 750 í gær. NORDIC PHOTOS/AFP 9 . d E S E m b E r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r12 f r é T T i r ∙ f r é T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -4 4 5 C 1 E 7 0 -4 3 2 0 1 E 7 0 -4 1 E 4 1 E 7 0 -4 0 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.