Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 18
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Einar Þór Sverrisson forStjóri: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kjartan Hreinn Njálssson kjaranh@frettabladid.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Gunnar Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Mín skoðun Guðmundur SteingrímssonÞótt sam- komulagið frá því í gær sé kannski stærsti sigur May í embætti, þá er þyrnum stráð leið fram undan. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, átti ágætan dag í gær þegar tilkynnt var að samn-ingar hefðu náðst milli Bretlands og Evrópusam-bandsins um tiltekna þætti er varða útgöngu Breta úr sambandinu – hið svokallaða Brexit. Þetta er nokkur nýlunda fyrir May sem hefur átt erfiða daga í starfi. Meira að segja sterlingspundið styrktist gagnvart helstu samanburðargjaldmiðlum, en það hefur iðulega veikst þegar May hefur tjáð sig opinberlega. Samningar sem náðst hafa lúta að þeim þáttum Brexit sem hingað til hefur verið talið raunhæft að ná saman um. Samningaviðræður um efnahagslegt samband Evrópusam- bandsins og Bretlands eru enn ekki hafnar fyrir alvöru, og sama má segja um viðræður um öryggismál. Stærstu ásteytingarsteinarnir sem nú hefur tekist að sneiða hjá voru hvort hörð landamæri þyrfti milli Írlands og Norður-Írlands og hversu háar fjárhæðir Bretland ætti að leggja til Evrópusambandsins meðan á aðlögunarferlinu að útgöngu stendur. Niðurstaðan liggur fyrir, engin landa- mæri verða á Írlandi og reikningur Breta verður tæplega 40 milljarðar punda. Einhugur virðist ríkja um að breskir borgarar og evrópskir haldi sínum réttindum óbreyttum á meðan á aðlögunarferlinu stendur. Með öðrum orðum þá virðist samkomulagið snúast um að hlutirnir standi nokkurn veginn óhreyfðir frá því sem nú er. Landamærum á Írlandi verður ekki breytt, og sama gildir um gagnkvæm réttindi Breta og annarra íbúa Evrópusambandsríkjanna. Kannski er þetta fyrirboði um það sem koma skal. Bretar fari út úr Evrópusambandinu að nafninu til, en að öðru leyti verði farin sú leið að hrófla við sem fæstu. Einhver kynni að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum að hefja þessa vegferð ef áhersla breskra samningamanna virðist vera að halda sem flestu óbreyttu? Við þekkjum þá sögu, sambland af popúlisma og leiðtogaerjum í Íhalds- flokknum leiddi Breta í þessa stöðu. May stóð svo eftir með þann eitraða kaleik að leiða útgöngu Breta, og halda á sama tíma andliti heima við. Þótt samkomulagið frá því í gær sé kannski stærsti sigur May í embætti, þá er þyrnum stráð leið fram undan. Bretar vilja auðvitað halda öllum þeim efnahagslega ávinningi sem fylgir verunni í Evrópusambandinu – þeir vilja ekki að tollmúrar rísi að nýju og að viðskiptahömlur taki aftur gildi. Afstaða Evrópusambandsins er hins vegar ósveigjan- leg að þessu leyti – það verður ekki bæði sleppt og haldið. Bretar geta ekki notið ávinningsins án þess að taka ábyrgð á því sem til þarf að kosta. Michael Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambands- ins, lét raunar hafa eftir sér að besta mögulega niðurstaðan fyrir Breta væri viðskiptasamningur á borð við þann sem gerður var við Kanada árið 2016. Ljóst er þó að í slíkum samningi fælist mikil afturför fyrir Breta. Theresa May er því hvergi nærri komin í höfn, og ríkis- stjórn hennar hefur ekki tekist að eyða grunsemdum um að betur sé heima setið en af stað farið. Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, er einn þeirra sem gert hafa það að mark- miði sínu að stöðva útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Hætt er við að slíkar raddir verði háværari eftir því sem leikar fara að æsast. Stundarsigur Nýja ríkisstjórnin gerir mig svolítið ringlaðan í hausnum. Mér liggur við pólitísku aðsvifi. Fyrir viku sat ég í Silfrinu þar sem Björn Valur Gísla- son og Ragnheiður Elín Árnadóttir voru saman í liði. Hvernig gerðist það? Af hverju missti ég? Hin svokallaða Æ-er-þetta-ekki-bara-fínt-stjórnin er tekin við. Það er allur vindur úr fólki. Það er enginn að nenna þessu siðvæðingardóti og hvað það nú heitir allt saman. ESB. Krónan. Kvótinn. Landbúnaðarkerfið. Stjórnarskráin. Spillingin. Það er enginn að fara að rífast um þetta núna. Núna ætlum við aðeins bara að fá að hafa það svoldið kósí hérna í smástund á eyjunni okkar. Snilldin ein Ok, gerum það. En maður er samt ringlaður. Af hverju voru allir svona reiðir hér í næstum áratug? Var ekki verið að henda eggjum og brenna jeppa og hvaðeina? Hver er niðurstaðan af því öllu saman? Þetta blasir svona við mér: Sjálfstæðisflokkurinn stendur svo ótrú- lega mikið uppi með pálmann í höndunum að maður getur eiginlega ekki annað en fórnað höndum og sett upp þann mesta WTF?! svip sem maður mögu- lega kann. Bjarni Ben er svo mikið brosandi á öllum myndum að hann er eiginlega hlæjandi. Hann bjóst ekki við þessu. Hvílík snilld. Áttatíu prósent stuðningur við nýja ríkisstjórn og allir glaðir. Enginn að rífast. Vinstrið sundrað. ESB-sinnar í sárum. Og flokkurinn kominn með heilbrigðisvottorð frá sjálfri Kötu Jak. Hugsað upphátt Hvað getur farið úrskeiðis? Hvað getur gert það að verkum að þessi ríkisstjórn springur? Vissulega má ímynda sér hefðbundnar atburðarásir eins og að fjárlög standi ekki undir væntingum eða VG splundri sér í innanflokkserjum. Hér eru líka nokkrar kringum- stæður sem gætu komið upp og leiddu kannski til atburðarásar sem felldi ríkisstjórnina. Nú er ég bara að ímynda mér eitthvað út í loftið: 1) Bjarni fattar að hann á hundrað milljónir á eyju sem hann var búinn að gleyma. 2) Pabbi hans Bjarna fær óvart afhent ríkis- fyrirtæki. 3) Pabbi hans Bjarna reynist óvart flæktur í alþjóðlegt peningaþvætti. 4) Sigríður Andersen leynir smá upplýsingum. 5) Brynjar Níelsson segir eitthvað um konur. 6) Ásmundur Einar mætir í þingið með derhúfu merkta Kaupfélagi Skagfirðinga. 7) Ásmundur Einar fer í flugvél. 8) Jón Gunnarsson segir eitthvað um virkjanir. 9) Ási Friðriks segir eitthvað um útlendinga. En allt er þetta mjög ólíklegt. Ný staða Ég er viss um að djúpt þenkjandi aðilar í flokkunum eru búnir að átta sig á því að eina leiðin til þess að þetta gangi er að vissir menn haldi aftur af sér í fjögur ár. Þeir verða beinlínis að haga sér eins og englabossar. Ekki segja múkk. Annars er þetta búið. Ég þori að veðja að það eru haldnir reglulegir fundir eins og í AA, einhvers staðar í bakhúsi, þar sem þessir menn er látnir sitja í hring, kreista litla gúmmíbolta og tala út um langanir sínar til þess að sleppa skrímslinu lausu. Bara smá. Kannski tekst það. Þó svo þessi ríkisstjórn endur- spegli ekki beinlínis mínar hugsjónir, þá óska ég henni velfarnaðar. Ef henni tekst að byggja upp innviðina, loksins, þá er það alla vega fínt. En svo er það hitt sem mér finnst ekki síður áhuga- vert: Er sýnin um aðeins opnara þjóðfélag, annan, traustari gjaldmiðil, betri stjórnarskrá og alls kyns aðrar framsæknar umbætur dáin? Eða ætlar áhugafólk um þær hugsjónir, hin frjálslyndu öfl, að nýta tækifærið nú þegar íhaldsstjórn ræður ríkjum og endurskipu- leggja sig? Væri það ekki sniðugt? Er þetta ekki bara fínt? 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r18 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð i ð SKOÐUN 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -2 B A C 1 E 7 0 -2 A 7 0 1 E 7 0 -2 9 3 4 1 E 7 0 -2 7 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.