Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 20

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 20
 75 HEPPNIR VIÐSKIPTAVINIR FÁ VINNING DREGIÐ 23. DESEMBER Þú kaupir kippu af 4x2 l Pepsi eða Pepsi Max, skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á kassakvittun og setur í Pepsikassann í Nettó. Á Þorláksmessu fá 5 heppnir viðskiptavinir í hverri Nettó verslun gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð og er á kassakvittuninni þinni. L ALVÖRU JÓL ENGINN SYKUR JÓLALEIKUR NETTÓ OG PEPSI MAX KAUPTU KIPPU AF 4X2 L PEPSI EÐA PEPSI MAX OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GJAFABRÉF Í NETTÓ FYRIR SÖMU UPPHÆÐ OG ÞÚ VERSLAÐIR Í ÞEIRRI FERÐ Fótbolti Þótt það sé bara komið fram í 16. umferð er ekki hægt að vanmeta mikilvægi Manchester- slagsins. Tímabilið er hreinlega undir hjá Manchester United. Læri- sveinar Jose Mourinho verða að vinna til að halda lífi í titilvonum sínum. Ef Manchester City vinnur á Old Trafford nær liðið 11 stiga for- skoti. Það eru til dæmi um lið sem hafa tapað niður álíka miklu for- skoti en ekkert þeirra var eins sterkt og City-liðið er í dag. Eftir að hafa rúllað yfir hvert liðið á fætur öðru hefur City þurft að hafa aðeins meira fyrir hlutunum í síðustu þremur deildarleikjum sem enduðu allir 2-1, Manchester-liðinu í vil. Öll þrjú sigurmörkin komu á 83. mínútu eða síðar. Mikill sóknarþungi Þótt sigrarnir hafi verið naumari en fyrr á tímabilinu hefur City verið miklu sterkari aðilinn í þessum leikjum. Í síðustu þremur leikjum hefur City t.a.m. átt samtals 64 skot að marki andstæðinganna. Strák- arnir hans Peps Guardiola sækja, sækja og sækja meira og á endanum ber pressan árangur. En ef eitthvert lið getur haldið City-sókninni í skefjum er það Uni- ted sem hefur á að skipa bestu vörn og besta markverði deildarinnar. United hefur aðeins fengið á sig níu mörk og haldið níu sinnum hreinu í 15 deildarleikjum í vetur. Það veikir United þó mikið að Paul Pogba er í leikbanni og má ekki spila á morg- un. Ósigrandi á heimavelli Old Trafford hefur verið óvinnandi vígi undanfarna mánuði. United jafnaði félagsmet þegar liðið vann CSKA Moskvu, 2-1, í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn. United hefur nú leikið 40 heimaleiki í röð án þess að tapa. Síðasta tap United á Old Trafford kom einmitt gegn nágrönnunum í City í september í fyrra. Síðan þá hefur United leikið 40 heimaleiki; unnið 29, gert 11 jafntefli, skorað 85 mörk og aðeins fengið á sig 17. Það hefur ekki skipt City-menn neinu máli hvort þeir spila á heima- eða útivelli á þessu tímabili. Þeir vinna alla leiki. City hefur unnið 13 leiki í deildinni í röð og ef liðið vinnur á Old Trafford á morgun jafnar það met Arsenal frá 2002. Án sigurs á þessari öld Leikur Manchester-liðanna er ekki eini grannaslagurinn á dagskrá á morgun. Klukkan 14.15 verður flautað til leiks í leik Liverpool og Everton á Anfield. Þetta verður fyrsti Bítlaborgarslagurinn sem Gylfi Þór Sigurðsson tekur þátt í. Tölfræðin er ekki með Everton í liði en liðið hefur ekki unnið á Anfield á þessari öld. Síðasti sigur Everton á Anfield kom í septem- ber 1999. Síðan þá hafa liðin mæst í 17 deildarleikjum á Anfield. Liver- pool hefur unnið níu þeirra og átta sinnum hefur orðið jafntefli. ingvithor@365.is Allt tímabilið er undir Man.City getur náð 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri á United í borgarslagnum. Besta sóknin mætir bestu vörninni á Old Trafford. Lið fjandvinanna José Mourinho og Peps Guardiola mætast á Old Trafford í stærsta leik tímabilsins til þessa. Guardiola hefur haft betur í fleiri innbyrðisleikjum þeirra hingað til. NOrdicPhOTOs/GeTTy ENDURBÆTUR HAFNARFJARÐARVEGAR FRÁ VÍFILSSTAÐAVEGI AÐ LYNGÁSI GARDABAER.IS Forkynning - íbúafundur Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögum að breytingum á deiliskipulagi svæða við Hafnarfjarðarveg til for- kynningar. Um er að ræða kynningu í tengslum við fyrirhugaðar endurbætur á Hafnarfjarðarvegi á milli Vífilsstaðavegar og Lyngáss ásamt gatnamótum. Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, gardabaer.is, frá 11. desember. Hægt er að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið gardabaer@gardabaer.is, fyrir 2. janúar 2018. Boðað er til íbúafundar í Flataskóla, við Vífilsstaðaveg, fimmtudaginn 14. desember kl. 17.15-19.00. Þar verða tillögur kynntar og spurningum svarað. Manchester City hefur unnið 13 deildarleiki í röð og með sigri á morgun jafnar liðið met Arsenal frá 2002 yfir flesta sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni. 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r d A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sport 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -3 F 6 C 1 E 7 0 -3 E 3 0 1 E 7 0 -3 C F 4 1 E 7 0 -3 B B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.