Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 20
75 HEPPNIR
VIÐSKIPTAVINIR
FÁ VINNING
DREGIÐ 23. DESEMBER
Þú kaupir kippu af 4x2 l Pepsi eða Pepsi Max,
skrifar nafn, símanúmer og netfang aftan á
kassakvittun og setur í Pepsikassann í Nettó.
Á Þorláksmessu fá 5 heppnir viðskiptavinir í hverri
Nettó verslun gjafabréf í Nettó fyrir sömu upphæð
og er á kassakvittuninni þinni.
L
ALVÖRU JÓL
ENGINN SYKUR
JÓLALEIKUR
NETTÓ OG PEPSI MAX
KAUPTU KIPPU AF 4X2 L
PEPSI EÐA PEPSI MAX
OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ GJAFABRÉF Í NETTÓ FYRIR
SÖMU UPPHÆÐ OG ÞÚ VERSLAÐIR Í ÞEIRRI FERÐ
Fótbolti Þótt það sé bara komið
fram í 16. umferð er ekki hægt að
vanmeta mikilvægi Manchester-
slagsins. Tímabilið er hreinlega
undir hjá Manchester United. Læri-
sveinar Jose Mourinho verða að
vinna til að halda lífi í titilvonum
sínum. Ef Manchester City vinnur á
Old Trafford nær liðið 11 stiga for-
skoti. Það eru til dæmi um lið sem
hafa tapað niður álíka miklu for-
skoti en ekkert þeirra var eins sterkt
og City-liðið er í dag.
Eftir að hafa rúllað yfir hvert liðið
á fætur öðru hefur City þurft að
hafa aðeins meira fyrir hlutunum í
síðustu þremur deildarleikjum sem
enduðu allir 2-1, Manchester-liðinu
í vil. Öll þrjú sigurmörkin komu á
83. mínútu eða síðar.
Mikill sóknarþungi
Þótt sigrarnir hafi verið naumari en
fyrr á tímabilinu hefur City verið
miklu sterkari aðilinn í þessum
leikjum. Í síðustu þremur leikjum
hefur City t.a.m. átt samtals 64 skot
að marki andstæðinganna. Strák-
arnir hans Peps Guardiola sækja,
sækja og sækja meira og á endanum
ber pressan árangur.
En ef eitthvert lið getur haldið
City-sókninni í skefjum er það Uni-
ted sem hefur á að skipa bestu vörn
og besta markverði deildarinnar.
United hefur aðeins fengið á sig níu
mörk og haldið níu sinnum hreinu í
15 deildarleikjum í vetur. Það veikir
United þó mikið að Paul Pogba er í
leikbanni og má ekki spila á morg-
un.
Ósigrandi á heimavelli
Old Trafford hefur verið óvinnandi
vígi undanfarna mánuði. United
jafnaði félagsmet þegar liðið vann
CSKA Moskvu, 2-1, í Meistaradeild
Evrópu á þriðjudaginn. United
hefur nú leikið 40 heimaleiki í
röð án þess að tapa.
Síðasta tap United á Old Trafford
kom einmitt gegn nágrönnunum í
City í september í fyrra. Síðan þá
hefur United leikið 40 heimaleiki;
unnið 29, gert 11 jafntefli, skorað
85 mörk og aðeins fengið á sig 17.
Það hefur ekki skipt City-menn
neinu máli hvort þeir spila á heima-
eða útivelli á þessu tímabili. Þeir
vinna alla leiki. City hefur unnið
13 leiki í deildinni í röð og ef liðið
vinnur á Old Trafford á morgun
jafnar það met Arsenal frá 2002.
Án sigurs á þessari öld
Leikur Manchester-liðanna er ekki
eini grannaslagurinn á dagskrá
á morgun. Klukkan 14.15 verður
flautað til leiks í leik Liverpool og
Everton á Anfield. Þetta verður fyrsti
Bítlaborgarslagurinn sem Gylfi Þór
Sigurðsson tekur þátt í.
Tölfræðin er ekki með Everton
í liði en liðið hefur ekki unnið á
Anfield á þessari öld. Síðasti sigur
Everton á Anfield kom í septem-
ber 1999. Síðan þá hafa liðin mæst
í 17 deildarleikjum á Anfield. Liver-
pool hefur unnið níu þeirra og
átta sinnum hefur orðið jafntefli.
ingvithor@365.is
Allt tímabilið er undir
Man.City getur náð 11 stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með sigri
á United í borgarslagnum. Besta sóknin mætir bestu vörninni á Old Trafford.
Lið fjandvinanna José Mourinho og Peps Guardiola mætast á Old Trafford í stærsta leik tímabilsins til þessa. Guardiola hefur haft betur í fleiri innbyrðisleikjum þeirra hingað til. NOrdicPhOTOs/GeTTy
ENDURBÆTUR
HAFNARFJARÐARVEGAR
FRÁ VÍFILSSTAÐAVEGI
AÐ LYNGÁSI
GARDABAER.IS
Forkynning - íbúafundur
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur samþykkt að vísa tillögum að
breytingum á deiliskipulagi svæða við Hafnarfjarðarveg til for-
kynningar. Um er að ræða kynningu í tengslum við fyrirhugaðar
endurbætur á Hafnarfjarðarvegi á milli Vífilsstaðavegar og
Lyngáss ásamt gatnamótum.
Tillögurnar eru aðgengilegar á vef Garðabæjar, gardabaer.is,
frá 11. desember.
Hægt er að senda inn ábendingar um tillögurnar á netfangið
gardabaer@gardabaer.is, fyrir 2. janúar 2018.
Boðað er til íbúafundar í Flataskóla, við Vífilsstaðaveg,
fimmtudaginn 14. desember kl. 17.15-19.00. Þar verða
tillögur kynntar og spurningum svarað.
Manchester City hefur
unnið 13 deildarleiki í röð og
með sigri á morgun jafnar
liðið met Arsenal frá 2002
yfir flesta sigurleiki í röð í
ensku úrvalsdeildinni.
9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 l A U G A r d A G U r20 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð
sport
0
9
-1
2
-2
0
1
7
0
4
:0
3
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
7
0
-3
F
6
C
1
E
7
0
-3
E
3
0
1
E
7
0
-3
C
F
4
1
E
7
0
-3
B
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
8
_
1
2
_
2
0
1
7
C
M
Y
K