Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 28

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 28
Þessir leikfangabílar eru afrakstur samstarfsverkefnis Listaháskóla Íslands og fangelsisins að Litla-Hrauni. Á námskeiði nemenda í hönnun fyrir staðbundna framleiðslu fengu nemar hugmyndir sem fóru til framleiðslu í fangelsinu. Íslenska gámafélagið hefur haft samstarf við Litla-Hraun um árabil. Pólsku fangarnir þykja langduglegastir í brotajárninu og reyndar flestu öðru. Hversdagslegur blær er yfir Litla-Hrauni þegar blaðamann og ljósmyndara Fréttablaðsins ber að garði á þriðju- dagsmorgni í byrjun desember. Kennslustjórinn Gylfi Þorkelsson kemur í hús á sama tíma. Kennsla er að hefjast, en sjö fangar stunda nám á Litla-Hrauni. Við bíðum eftir Hall- dóri Vali Pálssyni forstöðumanni sem ætlar að sýna okkur atvinnu- starfsemina í fangelsinu og röbbum við fangavörð í móttökuhúsinu á meðan við bíðum. Hann segir okkur að fangahópurinn á Litla-Hrauni hafi breyst töluvert á undanförnum árum með þróun í fangelsismálum og opnum úrræðum eins og á Sogni og Kvíabryggju. „Það fylgir því að erfiðasti hópurinn verður eftir hjá okkur. „Strákarnir okkar“ kallar hann þá rétt eins og um landsliðið í handbolta sé að ræða og segir þá vera á öllum aldri allt frá tvítugu og upp undir sjötugt. Halldór kemur og við röltum af stað. Þegar við komum inn í port hittum við fyrir tvo vörpulega fanga. Annar þeirra heilsar fangelsisstjóran- um kumpánlega og minnir á dýnuna sem hann týndi á Sogni. Halldór lofar að kanna málið. Við erum komin á Litla-Hraun til að forvitnast um atvinnustarfsemi í fangelsum en Fangelsismálastofnun auglýsti á dögunum eftir fleiri verk- efnum í fangelsin, einkum fyrir fanga á Hólmsheiði. Þar ætlum við að koma við á leið í bæinn að austan. Biðja um meiri vinnu í fangelsin Fangelsismálastofnun auglýsir eftir atvinnu fyrir fanga á Hólmsheiði. Alls konar starfsemi er á Litla-Hrauni og hug- myndirnar skortir ekki. Þó eru ljón í veginum. Forstöðumenn vilja fleira starfsfólk. Fangarnir biðja um hærri laun. ustu menn sem unnið hafi á Hraun- inu. Verkkunnátta þeirra sé betri en gengur og gerist. Vinnutíminn í fangelsunum er yfir- leitt frá níu til tólf og eitt til þrjú. „Oft- ast er unnið í fimm tíma á dag, þann- ig að þetta eru svona 25 til 30 tímar á viku,“ segir Halldór. Hann vísar í reglugerð ráðherra um þóknun fyrir nám og starf fanga. „Það er miðað við að nám og önnur vinna fanga fari að jafnaði ekki yfir 40 stundir á viku. Þetta er fyrst og fremst sett inn fyrir okkur til að við dreifum álaginu milli fanga eins og mögulegt er, þannig að við drekkjum þeim ekki sem eru duglegastir og látum aðra detta í aðgerðarleysi,“ segir Halldór. Hann segir í kringum 70 prósent fanga á Litla-Hrauni mæta til vinnu eða náms að jafnaði. Um það bil 10 prósent séu óvinnufærir vegna and- Við byrjum á númeraplötunum en á Litla-Hrauni hefur verið unnið við gerð bílnúmera í áraraðir. „Það er búin að vera mikil aukning í núm- eraplötunum á þessu ári sem helst í hendur við aukinn innflutning á bílum. Gamla metið var frá 2007, einhverjar 70 þúsund plötur, en við slógum það fyrir nokkrum vikum,“ segir Halldór. Starfsmennirnir í núm- eraplötunum vilja ekki veita viðtal en óska eftir að koma því á framfæri að launin séu ekki boðleg. „Við vinnum fyrir fjögur hundruð kall á tímann,“ segir annar þeirra. Halldór leiðréttir hann með frammíkalli. Þóknunin er 415 krónur. Við komum við í þvottahúsinu á leiðinni í skemmuna sem hýsir lang- tímaverkefni frá Íslenska gámafélag- inu. Í þvottahúsinu ganga þvotta- vélarnar allan daginn og menn grípa í tafl meðan beðið er eftir að vélarnar klári að vinda. Halldór segir okkur að auk verkefna sem koma að utan, séu alltaf nokkur stöðugildi í vinnu- tengdri starfsemi fangelsisins; þvott- ar, þrif, snjómokstur, garðsláttur og þess háttar. Svo eru einn til tveir sem vinna í versluninni Rimlakjör sem rekin er á Litla-Hrauni. „Það er bara mjög einstaklings- bundið,“ svarar Halldór aðspurður um vinsælustu störfin. „Sumir hafa mestan áhuga á númeraplötunum svo eru margir sem vilja komast í útistörfin á sumrin, garðslátt og þess háttar.“ Íslenska gámafélagið hefur sent fangelsinu raftæki til niðurrifs um nokkurra ára skeið. Varan verður verðmætari þegar búið er að rífa tækin í sundur og flokka þau í gler, plast, málm og svo framvegis. Í skemmunni eru einungis útlendir fangar að störfum. Verkstjórinn er á þeirri skoðun að Pólverjar séu dugleg- Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Framboð aF vinnu er mjög misjaFnt í Fangelsum landsins. sem stendur vantar vinnu Fyrir Fanga í Fangelsinu HólmsHeiði. Fangar í Fangelsinu geta unnið Fjölbreytta vinnu, einFalda sem Flókna. FréttabLaðið/ViLHeLm 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -4 E 3 C 1 E 7 0 -4 D 0 0 1 E 7 0 -4 B C 4 1 E 7 0 -4 A 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.