Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.12.2017, Blaðsíða 36
Át a k i ð # k v e n n a -starf var sett af stað á árinu og vísar til flokkunar starfs-greina í karla- og kvennastörf. Að því standa Samtök atvinnulífsins og allir iðn- og verkgreinaskólar lands- ins. Átakið hefur það að markmiði að fjölga konum í iðn- og verkgrein- um. Í átakinu hefur verið reynt að ráðast að úreltum staðalímyndum sem ríkja um hlutverk kynjanna. Deila reynslusögum Ólafur Sveinn Jóhannesson, deildar- stjóri hjá Tækniskólanum, segir annað mikilvægt markmið með átakinu að gefa konum í karllægum iðngreinum vettvang til að deila reynslusögum og læra hver af ann- arri. „Þessi vettvangur kom einna helst í ljós á Facebook-síðu her- ferðarinnar, þar sem konur voru duglegar að senda inn myndir og segja reynslusögur sínar, hvort sem um var að ræða reynslu úr skóla eða atvinnulífi. Myllumerkið #kvennastarf varð líka vinsælt á Instagram þar sem margar konur deildu myndum af sér við hin ýmsu störf og hvöttu fleiri stelpur til þess að kynna sér nám í viðkomandi greinum,“ segir Ólafur Sveinn. Ekki marktækur munur „Þegar kemur að aðsókn í þær grein- ar sem voru tilteknar í herferðinni var ekki „marktækur“ munur á milli umsókna í vor, þegar litið er á hlut- fall kvenna sem sækja um í þessum karllægu greinum, á milli skólaára. Þess ber þó að geta að þó nokkur aukning var í ákveðnum greinum svo sem skipstjórn og rafiðngrein- um,“ segir Ólafur Sveinn og telur áhrif herferðarinnar líklega koma betur í ljós á næstu árum. „Konur sem velja að læra vél- stjórn, húsasmíði eða skipstjórn eru ekki aðeins fyrirmyndir yngri stelpna sem langar að gera slíkt hið sama, heldur kvenna á öllum svið- um samfélagsins. Að mörgu leyti var herferðin komin langt út fyrir iðn- og tæknigreinar, ekkert ósvipað og #meetoo byltingin sem byrjaði með konum í kvikmyndageiranum en spannar nú allar starfsgreinar, en það kom vel í ljós – á kvenrétt- indadaginn 8. mars – þegar Íslands- banki birti heilsíðuauglýsingar í dagblöðum undir fyrirsögninni „Bankastjóri er #kvennastarf“,“ segir Ólafur Sveinn. Tengja við herferðina Hann segir ungar konur sem hófu nám í Tækniskólanum á vormánuð- um tengi við herferðina – þrátt fyrir að vera ekki endilega í karllægum geira. „Þær tengja við þessa upp- lifun, þá upplifun að þurfa að sanna sig meira eða réttlæta stöðu sína. Mjög fáir vita af því að herferðin er sú eina sem allir iðn- og verk- menntaskólar á landinu – auk Samtaka iðnaðarins – vinna í sam- einingu. Það má segja að þetta hafi verið upphafið á því að vinna að sameiginlegu markmiði, sem er að fjölga nemendum sem velja iðn- og tæknigreinar að loknum grunnskóla úr 13 prósentum í 20 prósent fyrir árið 2020,“ segir Ólafur Sveinn. Marín Björk Jónasdóttir, sviðs- stjóri iðn- og starfsnáms í Borgar- holtsskóla, skynjar eins og Ólafur Sveinn mikla viðhorfsbreytingu. „Við bjóðum áttundu bekkingum til okkar og stelpurnar hafa sýnt tölu- verðan áhuga á iðnnámi. Ég held að það skipti miklu máli að kynna námið sem fyrst, það er of seint að bjóða tíundu bekkingum í heim- sókn. Þá eru hugmyndir orðnar mótaðri. Þeir eru í raun búnir að ákveða sig. Við erum að spýta í lóf- ana í kynningarstarfi,“ segir Marín. #meetoo byltingin hefur áhrif „Eitt af því sem skiptir máli er að ég er komin yfir sviðið hér í Borgar- holtsskóla. Þó að ég sé ekki iðn- menntuð. Ég er menntuð náms- og starfsráðgjafi. Fyrirmyndirnar eru nefnilega fáar en mikilvægar,“ segir Marín og segir #metoo byltinguna munu einnig hafa áhrif til góðs. „Ég er sannfærð um að þessi bylgja skilar sér í bættri menningu og sam- skiptum. Það er búið að vera að taka til í hinum ýmsu greinum. Nektar- dagatölin eru farin af bílaverkstæð- unum og fleira. Það er viðhorfið í dag að komi svona mál upp, áreitni, ofbeldi eða kvenfyrirlitning, sé tekið á því strax. Byltingin vekur stráka og karla til umhugsunar um talsmáta. Það er mikilvægt, því athugasemdir sem eru stundum látnar flakka og eru óviðeigandi hafa mikil áhrif á ungar stúlkur sem eru fáar í þessum iðngreinum og staða þeirra því við- kvæmari,“ segir Marín. Á móti straumnum Auður Linda Sonjudóttir bifvélavirki við vinnu hjá Bernhard. FréTTABLAðið/AnTon Brink Konur sem velja að læra karllægar iðngrein- ar eru fyrirmyndir yngri stelpna og annarra kvenna í samfélaginu. Það er ein niðurstaða átaksins #kvennastarf sem hófst í vor fyrir tilstilli allra iðn- og verkmenntaskóla lands- ins. Stúlkur í iðnnámi og aðrar sem hafa nýlokið slíku námi ræddu um stöðuna við blaðamann. Þær eru bjartsýnar á atvinnu- möguleika sína og ánægðar með námið. Auður Linda Sonjudóttir, bifvélavirki hjá Bernhard. Auður Linda útskrifaðist sem bifvélavirki frá Borgarholts-skóla í vor og stefnir á að klára samning á verkstæði til sveins- prófs. Örfáar konur stunduðu nám með henni. „Auðvitað hefði ég viljað sjá fleiri konur í þessu námi. Með fleiri konum breytist vinnumenn- ingin. Konur geta vel unnið störf á borð við að vera bifvélavirki. Þetta hefur ekki verið í fjölskyldunni. Ég er ekki alin upp við þetta. Pabbi var ekki með bíla eða mamma, en ég vildi geta gert þetta sjálf.“ Auður Linda ákvað að fara í nám í bifvélavirkjun í Borgarholtsskóla. Í skólanum er starfsnám í bíliðn- greinum, bifreiðasmíði, bifvéla- virkjun og bílamálum. Námið er hagnýtt og miðar að því að undirbúa nemendur undir töku sveinsprófs. Nemendur geta líka stundað nám til stúdentsprófs samhliða námi á bíl- tæknibrautum og ættu því að geta stundað háskólanám ef vilji stendur til. „Mér finnst iðnnám bjóða upp á fleiri möguleika á vinnumarkaði en ungt fólk gerir sér grein fyrir. Tæknin hefur breyst og gert það að verkum að þetta eru ekki eins þung störf. Þau reyna ekki jafn mikið á líkamlegan styrk og áður. Það er stundum sagt að störfin séu ekki aðlaðandi fyrir stelpur, vinnustaðirnir séu skítugir og svo framvegis. Og vissulega kem ég heim skítug og með skrámur en það er þess virði. Þetta starf er skemmti- legt, vinnustaðurinn lifandi. Mér finnst gaman að leysa málin fyrir fólk. Fólk hefur orðið hissa á náms- valinu og kannski viljað benda mér á eitthvað annað í staðinn. Eða efast um að ég hafi lært þetta í alvörunni og svona. Það breytist vonandi með enn meiri tækniframförum og fleiri stelpum í námi. Það eru allavega nóg atvinnutækifæri,“ segir Auður sem vinnur bara með karlmönnum. „Það er mjög skemmtilegt og lengir lífið þótt þeir séu stundum skrýtnir,“ segir hún og hlær. Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjana@frettabladid.is Aðrir efuðust um námið og starfsvalið Fólk heFur orðið hissa á námsvalinu og kannski viljað benda mér á eitthvað annað í staðinn. eða eFast um að ég haFi lært þetta í alvörunni. nektardagatölin eru Farin úr bílaverkstæð- unum og Fleira. það er viðhorFið í dag að komi svona mál upp, áreitni, oFbeldi eða kvenFyrir- litning, að það sé tekið á því strax. byltingin vekur stráka og karla til umhugsunar. Marín Björk 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r36 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -8 4 8 C 1 E 7 0 -8 3 5 0 1 E 7 0 -8 2 1 4 1 E 7 0 -8 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.