Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.12.2017, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 09.12.2017, Qupperneq 38
Afar fáar stelpur í iðnnámi Í Borgarholtsskóla eru 315 nem- endur í verknámi. Þar af eru 29 stelpur og 286 karlar. Flestir stunda nám á bíltækni- braut, þar eru 185 strákar og 23 stelpur. Á málm- og véltæknibraut er 101 strákur við nám á móti sex stelpum. Í Véltækniskólanum stunda 225 nemendur nám. Þar af eru þrettán stelpur. Hlutfallið er lágt. En þó hafa fleiri konur skráð sig til náms undanfarið. Haustið 2015 voru stelpurnar til dæmis aðeins sex. Í Skipstjórnarskólanum stunda 58 nemendur nám, þar af eru fimm stelpur. Tveimur fleiri en vorið 2015. Í Raftækniskólanum stunda 233 nemendur nám, þar af eru sextán stelpur. Tvöfalt fleiri en vorið 2015 þegar þær voru aðeins átta talsins. Hlutföllin snúast við í handverks- skólanum þar sem 174 nem- endur stunda nám. Þar stunda 148 stelpur nám en 26 strákar. Í Byggingartækniskólanum eru 324 nemendur, 44 þeirra eru stelpur eða 14%. Hlutfallið hefur lækkað en vorið 2015 var það 26%. Málm- og véltæknibraut Bíltæknibraut Véltækniskólinn Raftækniskólinn6% NemeNda í véltækNi- skólaNum eru stelpur. 11 % 89% 6% 6% 94% 94% Handverksskólinn 15% 85% 93% 7% Skipstjórnarskólinn 9% 91% n K on ur n k ar la r Kamile Morkute, nemandi í Raftækniskólanum Kamile situr og vinnur að verkefni í Tækniskólanum í fullum kennslusal. Hún er eina stelpan í hópnum en segist vön því að skera sig úr vegna áhugasviðs síns. „Það er ein önnur stelpa sem er með mér í náminu en við erum ekki í öllum tímum saman. Allir krakk- arnir hér eru opnir hér fyrir mér. Mér líður vel í skólanum og mér líður ekkert eins og ég sé öðruvísi. Ég hef unnið í raflögnum og það var pínu skrýtið. Ég var eina stelpan. Ég var að vinna við að tengja, þá eru aðallega eldri karlar að vinna með mér. Ég er vön að gera það sem er ekki hefðbundið svo það er ekki stórmál. Ég sætti mig við að vera ein af fáum konum í bransanum. Ég hugsa að ég velji mér starfsvett- vang hjá stóru fyrirtæki frekar en annan vettvang. Þar eru meiri líkur á spennandi verkefnum og fjölbreytt- ari vinnustað,“ segir Kamile. Díana Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir, nemendur í Skipstjórnarskólanum Díana Rós Del Negro er aðeins fimmtán ára gömul og skráði sig í Skipstjórnar- skólann strax eftir grunnskóla. Högna Álfgeirsdóttir er alin upp við sjómennsku. Hún hefur starfað í útgerð og á sjó frá sextán ára aldri og er frá sjávarplássi á Suðurlandi. „Ég var ákveðin í því að læra það sem ég hef áhuga á. Og það er allra helst þetta. Ég sé ævintýri í þessu og ýmsa möguleika,“ segir Díana Rós. Högna segist vilja bæta við sig námi til að auka möguleika sína á hærri launum og betri stöðu í útgerð. „Það er nú ástæðan fyrir því að ég er hér. Ég vil auðvitað fá hærri laun og er að styrkja stöðu mína í nánustu framtíð. Annars þá hefur mér alltaf verið vel tekið í vinnu og ég er alveg örugg með að fá vinnu eftir nám,“ segir hún. Þegar blaðamaður heimsækir þær á venjulegum skóladegi sitja þær í skólastofu sem er annars full af strákum. Þeir spyrja blaða- mann strax af hverju þeir séu ekki líka til viðtals. „Við erum þó tvær í dag allavega, það er fínt. Strákarnir taka okkur ágætlega,“ segir Högna. Hekla Karen Pálsdóttir, matreiðslumaður á Jamie Oliver Ég hef starfað í faginu í sex ár og hef alltaf verið heppin með samstarfsfélaga,“ segir Hekla Karen Pálsdóttir matreiðslumaður aðspurð um viðhorf til hennar í faginu. „Ég var soldið mikið spurð um það hvort ég ætlaði að verða ólétt þegar ég var í náminu og hve- nær ég ætlaði að eiga börn. Kokkar vinna langan vinnudag og það gerir það erfiðara að vera með ungbörn, ég man ekki eftir því að strákarnir væru spurðir að þessu. Það var ein stelpa sem hætti í náminu árinu áður en ég byrjaði vegna þess að hún var ólétt, það hefur vakið upp þessar pælingar hjá fólki. En ég held að viðhorfið sé að breytast hratt.“ En var Hekla Karen alltaf viss um hvað hún vildi gera? „Nei, ég get ekki sagt það, ég elti hjörðina eftir 10. bekk og fór í nokkra áfanga í fatahönnun áður en ég ákvað að fara í matreiðsluna í MK. Skemmti- legustu tímarnir í grunnskóla voru heimilisfræði og textíll og bóknám reyndist mér erfitt því að ég glími við námserfiðleika. Matreiðslu- áhugann fékk ég frá foreldrum mínum, þau eru bæði flink í eld- húsinu. Ég man að ég var ekki nema fjögurra ára þegar að ég var farin að slá saman egg og elda með pabba.“ Konum fjölgar jafnt og þétt í stétt- inni og er hún ekki lengur eins mikil karlastétt og áður. „Ég horfði á alla þættina hennar Hrefnu Sætran, hún var mín fyrirmynd þegar ég byrjaði. Ég hringdi bara í hana og óskaði eftir því að komast á samning hjá henni. Ég byrjaði að vinna á Fisk- markaðnum undir hennar leið- sögn og ég var fyrsta stelpan sem lauk námi með hana sem meistara. Hrefna Sætran er ótrúlega góð og sterk fyrirmynd, ég á henni mikið að þakka.“ Í dag starfar Hekla Karen á veitingastaðnum Jamie Oliver sem var nýverið opnaður á Íslandi. „Ég ákvað að breyta til og sótti um hérna, ég hef mikinn áhuga á ítalskri matargerð, andinn í eldhúsinu er góður og fyrst þegar ég byrjaði að vinna hér voru fleiri stelpur á vaktinni en strákar. Sem er vísbending um breytta tíma.“ – áhg Hrefna Sætran var sterk fyrirmynd Hekla Karen við störf í eldhúsinu. FRéttaBlaðið/aNtoN BRiNK Vilja ævintýri og hærri laun Vön því að skera sig úr Díana Rós Del Negro og Högna Álfgeirsdóttir. FRéttaBlaðið/aNtoNBRiNK ég horfði á alla þætt- iNa heNNar hrefNu sætraN, húN var míN fyrirmyNd. Kamile Morkute stundar nám í Raftækniskólanum. Henni líður vel í skólanum og er bjartsýn á atvinnumöguleika sína. FRéttaBlaðið/aNtoN BRiNK ég hef uNNið í raf- lögNum og það var píNu skrýtið. ég var eiNa stelpaN. Fyrir þá sem gera kröfur um gæði og árangur Bókið frían tíma í skoðun/viðtal Hlíðasmára 9 • Kópavogi • S. 893 0098 • snyrt@snyrt.is • www.snyrt.is Snyrtistofan Hafblik Supreme Hollywood-meðferðarpakki – einfaldlega frábær ! Náttúruleg og tær uppbygging á húð. Gjöf sem gefur margfalt ! Hin fullkomna jólagjöf handa þeim sem þér þykir vænst um ! 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r38 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -9 8 4 C 1 E 7 0 -9 7 1 0 1 E 7 0 -9 5 D 4 1 E 7 0 -9 4 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.