Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 42

Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 42
Það hefur verið vaxandi virkni og kraftur í grasrótinni undanfarin misseri. Konur hafa lýst frelsi yfir eigin líkömum með brjósta- byltingunni. Druslugangan hefur stækkað ár eftir ár og þúsundum saman hafa konur mótmælt druslu- skömmun. Fjöldi kvenna og þó nokkrir karlar hafa gefið út yfirlýsing- ar um að hafa verið beitt ofbeldi með forsíðumyndum á samfélagsmiðlum og nú hefur skollið á #metoo eða Églíka byltingin. Það er eins og flóðgáttir hafi opnast. Það er nú ljóst að sterku konurnar í stjórnmálunum hafa ekki sloppið. Gáfuðu vísindakonurnar og hæfileikaríku listakonurnar ekki heldur og fleiri kvennahópar eru að kortleggja ástandið í sínum röðum. Mesta sjokkið og þarfast verður það, ef stelpur frá unga aldri fá sömu hvatningu og styrk til þess að segja frá því ofbeldi sem þær eru beittar. Það gildir að sjálfsögðu líka um stráka. Ég líka byltingin hefur leitt í ljós að ofbeldið hefur verið framið í augsýn og með vitneskju margra. Ofbeldis- mennirnir hafa notið þess að þeir sem áttu eitthvað undir þeim, sáu sér þann kost vænstan að bregðast ekki við, eða jafnvel hvetja til frekara ofbeldis. Þannig virkar samsæri þagnarinnar. Karlar eru í lykilhlutverki Afhjúpanirnar verða að leiða til þess að við tökum meiri ábyrgð. Nú verður að eiga sér stað kröftug vitundarvakning gegn meðvirkni því hlutleysi er afstaða í sjálfu sér. Við verðum öll að taka okkur tak og beita okkur gegn hvers kyns niðurlægingu og ofbeldi sem við verðum vitni að. Skiptum okkur af og segjum hátt og skýrt frá þegar okkur misbýður. Vinnustaðir, skólar, stofnanir og stjórnvöld verða að endurskoða sofandahátt gegn ofbeldi. Fyrirbyggja það, gera það ljóst að það verði ekki látið viðgangast og draga til ábyrgðar þá sem því beita. Hinn ósanngjarni samfélagssátt- máli kynjanna hefur gengið út á það að nógu margir karlar beiti ofbeldi til þess að valdamynstrið breytist ekki. Því verður ekki lengur á móti mælt að karlar í öllum stéttum hafa kerfisbundið varið valdastöðu sína með því að beita konur hvers kyns kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Það er óþægileg staðreynd að karlar almennt njóta afleiðinga þess að sumir þeirra beita ofbeldi. Það er vegna þess að ofbeldi sumra gerir því miður alla karla tortryggilega og það getur verið nóg til þess að konur leitist við að haga sér þannig að sem mestar líkur séu á að þær sleppi. Það mikilvægasta sem þarf að eiga sér stað nú er að allir karlar skilji og viðurkenni að ofbeldi byggist alltaf á valdi og að það hafi ótal birtingar- myndir. Að þeir axli ekki bara ábyrgð á sjálfum sér heldur líka á kynbræðrum sínum. Að þeir hrökkvi ekki í vörn, heldur beiti sér bæði per- sónulega og í hópum til þess að skapa með okkur konum nýjan og réttlátari samfélagssáttmála. Frá opnun Stígamóta hafa ofbeldis- menn alltaf talist mun fleiri en brota- þolar. Raunverulegur fjöldi þeirra er óþekktur, sumir eru margtaldir, en önnur ástæða fyrir þessum mikla fjölda er sú að stundum kemur fólk eftir hópnauðganir eða endurtekið ofbeldi. Á síðasta ári voru það 515 karlar og 22 konur sem beittu 372 manneskjur ofbeldi. Þessi kynjahlutföll hafa verið svipuð í fjölda ára. Ofbeldismenn byrja oft feril sinn ungir og sumir hafa langan brotaferil. Á síðasta ári voru 125 ofbeldismenn undir 18 ára aldri. Aðspurðir sögðust 100 brotaþolar vita til þess að við- komandi hefði beitt aðra ofbeldi líka. Samkvæmt rannsókn Hildigunnar Magnúsdóttur og Katrínar Erlings- dóttur frá árinu 2006 virðast ungu kynferðisbrotamennirnir árásargjarn- ari en þeir eldri. Þannig var oftast um fullframdar nauðganir að ræða þegar þeir voru á aldrinum 16-18 ára. Þeir sem nauðguðu fullorðnum konum voru um það bil hættir um þrítugt á meðan þeir sem beittu börn kyn- ferðisofbeldi voru á öllum aldri. Meðferð kynferðisbrotamanna er almennt lítil á Íslandi, áhrifaríkasta leiðin til þess að sporna við kyn- ferðisofbeldi eru öflugar forvarnir. Ofbeldismenn Því verður ekki lengur á móti mælt að karlar í öllum stéttum hafa kerfis- bundið varið valdastöðu sína með því að beita kon- ur hvers kyns kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi eða hótunum um ofbeldi. Afhjúpanir um kerfisbundið kynferðisofbeldi Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta # et o 125 ofbeldismenn voru undir 18 ára aldri á síðasta ári. En það er ekki nóg að virkja fleiri karlmenn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, og það er ekki nóg að segja „góðir strákar nauðga ekki“. Það þarf að dýpka umræðuna. Hjálmar SigmarssonStígamót hafa alla tíð lagt mikla áherslu á umræðuna um ofbeldismenn, enda snýst allt starf Stígamóta um afleiðingar gerða þeirra. Við karlmenn erum í lykil- hlutverki til þess að takast á við nauðgunarmenningu og það hvernig þessi menning réttlætir ofbeldi og gerir ofbeldismönnum kleift að komast upp með ofbeldisverkin. Byltingar undan- farinna ára hafa sýnt að þeir sem beita ofbeldi eru venjulegir menn – þetta eru vinir, ættingjar, vinnu- félagar og áhrifavaldar. Við karl- menn komumst því ekki lengur upp með að segja að ofbeldi komi okkur ekki við og það séu bara örfá skrímsli sem fremji slíka verknaði. Við karlar erum í lykilstöðu til að takast á við þá ofbeldismenn sem við þekkjum. Þetta vekur auðvitað upp þá spurningu hvernig við nálgumst þessa umræðu og auk þess hvernig við tryggjum að umræðan sé brotaþolavæn. Hvernig tryggjum við að umræðan nái lengra í að brjóta niður nauðgunarmenn- ingu og að færri karlmenn beiti kynferðisofbeldi? Karlar eru meira áberandi í jafnréttisumræðunni í dag en áður. En það er ekki nóg að virkja fleiri karlmenn í baráttunni gegn kynferðisofbeldi, og það er ekki nóg að segja „góðir strákar nauðga ekki“. Það þarf að dýpka umræðuna. Við karlmenn þurfum að taka virkan þátt í að berjast gegn fjölbreyttum birtingar- myndum kynjamisréttis og kyn- ferðisofbeldis í okkar umhverfi. Til þess að vera raunverulegir banda- menn í þessari baráttu þurfum við að taka ábyrgð, við verðum að leggjast í sjálfskoðun og eiga erfið samtöl við karla í okkar lífi. Það er skylda okkar að bæta hlustunarskilyrðin. Til þess þurfum við að halda áfram að hlusta, læra og skilja. Námskeið fyrir áhugasama karla Stígamót munu halda nám- skeið helgina 24.-25. febrúar 2018, fyrir karla sem vilja taka virkan þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi. Mark- miðið verður að þátt- takendur öðlist dýpri skilning á mikilvægum viðfangsefnum sem varða kynferðis- ofbeldi gegn konum og öðlist verkfæri til að þróa aðferðir og aðgerðir til að ná til og virkja fleiri karlmenn í baráttunni. Til að skrá ykkur og fá nánari upplýsingar um nám- skeiðið sendið tölvupóst á hjalmar@stigamot.is. Kynferðisofbeldi gegn konum – hvað getum við karlar gert? Hjálmar Sigmarsson ráðgjafi á Stígamótum 4 StíGAmót 9 . d e S e m b e r 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -A 7 1 C 1 E 7 0 -A 5 E 0 1 E 7 0 -A 4 A 4 1 E 7 0 -A 3 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.