Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 44

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 44
Fólk er kynningarblað sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og um- fjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnar- efni. Blaðið fylgir fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@365.is, s. 512 5349 | Ragnheiður Tryggvadóttir, heida@365.is, s. 512 5367 | Sólveig Gísladóttir, solveig@365.is, s. 512 5351 Sigríður Inga Sigurðardóttir, sigriduringa@365.is, s. 512 5372 | Starri Freyr Jónsson, starri@365.is, s. 512 5358 | Vera Einarsdóttir, vera@365.is, s. 512 5357 Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumenn: Atli Bergmann, atlib@365.Is, s. 512 5457 | Jóhann Waage, johannwaage@365.Is, s. 512 5439 | Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.Is, s. 512 5429 | Ólafur H. Hákonarson, olafurh@365.Is, s. 512 5433 Í versluninni á Snorrabraut 56 má finna fjölbreytt úrval gjafavöru og einnig fallegar skinnflíkur sem er einungis hægt að fá þar. Skinnin eru vottuð og í háum gæðaflokki. Í versluninni er mikið úrval af fallegum yfirhöfnum og kápum. Selskinnsjakkar og kápur frá græn- lenska merkinu Great Greenland. Feldirnir hjá Feldi eru fjölbreyttir og fallegir. Ef skinnflíkin passar ekki er lítið mál að breyta henni á Feldi Verkstæði. Feldur Verkstæði er fjölskyldu­fyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun á skinnvörum. Hjónin Heiðar Sigurðsson og Kristín Birgisdóttir stofnuðu Feld Verk­ stæði til að auka úrvalið á skinn­ varningi sem þeim fannst tak­ markað. Þau vildu leggja áherslu á klassískar vörur úr skinni þar sem notagildi og gæði eru í hámarki, bæði í efni og framleiðslu. Kristín segir þau kaupa vottuð skinn sem keypt eru á uppboðum bæði í Dan­ mörku og Finnlandi og eru þannig í miklum gæðaflokki. Það sama á við um framleiðsluna þar sem þau eru í nánu sambandi við framleiðendur sem allir sérhæfa sig í ákveðinni skinnvinnslu. Það hefur tekið mörg ár að finna bestu framleiðendurna og eru þau sífellt að vinna í því að halda gæðum og þróa vörur sem eru klassískar og óháðar ákveðinni tískubylgju. „Klassískar skinnvörur eru fjárfesting, þær lifa lengi og endast vel. Ef þú kaupir pels getur hann gengið í arf til afkomenda, eins og gull. Fallega skinnhúfu áttu alla ævi, svo framarlega sem þú týnir henni ekki. Við erum einnig með mikið af smávöru sem er ekki óþarflega dýr og flestir geta keypt og hefur notið mikilla vinsælda.“ Vörur frá Feldi hafa í mörg ár verið til sölu í ýmsum verslunum, þar á meðal í Geysi og Ramma­ gerðinni. Heiðar og Kristín hafa byggt fyrirtækið hægt og rólega upp og smám saman aukið vöru­ úrvalið. Með tímanum ákváðu þau að opna eigin verslun sem sýnir allt það úrval af vörum sem þau hafa hannað og þróað gegnum árin. Eftir opnun verslunarinnar á Snorrabraut 56 bættu þau við sig úrvali af pelsum, mokkakápum sérgerðum krögum og vestum. Auk þess hafa þau verið að þróa skinn­ fóðraða úlpu sem er mjög vinsæl í dag að sögn Kristínar. Heiðar útskrifaðist sem feld­ skeri frá skóla í Tranos í Svíþjóð árið 1983 og hefur unnið við fagið síðan, þó með hléum. Nú hefur dóttir þeirra Marta sem er lærður fatahönnuður byrjað að vinna með þeim í þróun og hönnun á vörunum. „Það sem er á döfinni hjá okkur á næsta ári er að hanna nýjar vörur úr íslensku lambskinni. Við viljum endurvekja klassísku íslensku mokkavöruna sem einu sinni var svo vinsæl, eins og gæru­ kerrupokann, mokkaskóna og jafnvel mokkakápuna.“ Samhliða versluninni á Snorra­ braut eru þau með verkstæði þar sem þau taka við gömlum pelsum í viðgerðir og breytingar. „Það er svo gaman þegar konur koma með pelsa sem þær hafa erft eða fengið að gjöf og við breytum þeim til að passa á nýja eigandann. Fólk er oft tilfinningalega tengt pelsinum sem oftar en ekki er frá móður eða ömmu en ef hann passar ekki á neinn þá endar hann hangandi inni í skáp árum saman. Það er oft lítið mál að breyta skinnflíkum og það er gaman að sjá konur labba út, alsælar í gamla pelsinum sem hefur öðlast nýtt líf.“ Kristín bendir enn fremur á að öllum vörum frá Feldi fylgi viðgerðarþjónusta. „Við fylgjum vörunum okkar eftir og ef eitt­ hvað bilar þá lögum við það að kostnaðarlausu. Það er algengur misskilningur að pelsar og skinn þurfi einhverja sérstaka meðferð. Á Íslandi er ekki eins mikill raki og víða erlendis svo það þarf ekki að geyma pelsinn á neinn sérstakan hátt. Og svo segjum við alltaf: Það þarf bara að nota flíkina, þó það komi aðeins rigning eða slydda á pelsinn er það ekkert mál, jafnvel bara gott fyrir flíkina að vera viðr­ uð. Það fer miklu betur með pels að nota hann en ef hann hangir alltaf inni í skáp.“ Kristín hlakkar til aðventunnar. „Núna er að renna í fjórðu jólin hjá okkur hér á Snorrabraut en það eru samt ansi margir sem vita ekki af okkur hér og eru hissa yfir því að hér sé verslun,“ segir Kristín. „Það er gaman að vita að fólki líkar verslunin og oftar en ekki gengur fólk héðan út með bros á vör og jafnvel með orðunum: Ég á eftir að koma hingað aftur! Það er alltaf skemmtileg stemming hjá okkur í búðinni á þessum árstíma og við viljum nota tækifærið til að bjóða öllum að líta við hjá okkur á Snorrabrautinni.“ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . d E S E m B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -9 3 5 C 1 E 7 0 -9 2 2 0 1 E 7 0 -9 0 E 4 1 E 7 0 -8 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.