Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 46

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 46
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@365.is Við höfum öll heyrt að til að ná árangri í lífinu sé um að gera að fara snemma á fætur. Morgunstund gefi jú gull í mund. En þó margir sem hafa náð mikilli velgengni fari snemma á fætur er það langt frá því að vera algilt og rannsóknir gefa í skyn að það sé lítið hægt að gera í því hvernig líkamsklukkan og svefnmynstrið virkar. Ólíkir eiginleikar Um helmingur fólks er hvorki sér- stakir nátthrafnar né morgunhanar, svo þetta skiptir það litlu máli. En um fjórðungur fólks er nátthrafnar og fjórðungur árrisulir morgun- hanar. Rannsóknir gefa til kynna að þessir tveir ólíku hópar hafi ólíka eiginleika. Þeir sem vakna snemma eru samvinnuþýðari og meira greinandi í hugsun á meðan þeir sem vaka fram eftir eru oftar hug- myndaríkari og sjálfstæðari. Fjöldi rannsókna bendir til að morgunhanar séu ákveðnari, hafi meiri sjálfsstjórn og séu viðkunnan- legri. Þeir setja sér hærri markmið, skipuleggja framtíðina meira og finna til meiri vellíðanar. Þeir eru líka ólíklegri til að vera þunglyndir og drekka áfengi og reykja. Á móti kemur að nátthrafnar ná yfirleitt betri árangri á prófum sem reyna á minni, hraða í hugsun og skilning, jafnvel þó þeir séu prófaðir á morgnana. Þeir eru líka opnari fyrir nýjum upplifunum og leita þær meira uppi. Þeir geta líka verið meira skapandi í hugsun og ein rannsókn sýndi að nátthrafnar væri jafn heilbrigðir og klárir en aðeins ríkari en morgunhanar. Breyting á svefnmynstrinu virðist ekki gera mikið til að breyta þessum eiginleikum. Erfitt að endurstilla líkams- klukkuna „Ef fólk fær að halda sig við þær tímasetningar sem þeim henta líður því miklu betur, það er virkara og getur hugsað skýrar,“ segir Kath arina Wulff, sem rann- sakar svefnmynstur við Oxford- háskóla. „Aftur á móti hefur það slæm áhrif ef fólki er ýtt út fyrir sínar náttúrulegu tímasetningar. Þegar nátthrafnar vakna snemma á morgnana er líkaminn enn að framleiða melatónín (hormón sem hefur mikil áhrif á svefn). Þessi framleiðsla er trufluð og líkaminn neyddur er til að fara í dagsástand. Það getur haft ýmis neikvæð áhrif á líkamann.“ Þetta rímar við niðurstöður annarra rannsókna, sem sýna að líkamsklukkan er líffræðileg. Stór hluti hennar, jafnvel helmingur, kemur frá erfðum. Tímasetningarnar sem henta ein- staklingum breytast yfirleitt með aldrinum. Börn eru meiri morgun- hanar, um tvítugt er fólk yfirleitt mestu nátthrafnarnir og svo um fimmtugt verður fólk aftur árrisulla. En þar sem þessar sveiflur eru svipaðar hjá öllum er fólk yfirleitt á sama stað á rófinu í samanburði við jafnaldra sína. Hænan eða eggið Þegar við reynum að átta okkur á leyndardómum velgengni gleymist stundum að ekki allir sem ná langt eru árrisulir og að ekki njóta allir morgunhanar velgengni. Það er ekkert víst að það sé í sjálfu sér betra að vakna snemma á morgnana. En við mætum flest til vinnu eða skóla snemma á morgn- ana, sem hentar morgunhönum vel og því eru þeir líklegri til að ná árangri í þessu mynstri. Líkamar nátthrafna sem vakna snemma eru enn í svefnástandi, sem þýðir að viðkomandi er miklu lengur í gang en morgunhani. Vísindamenn hafa líka bent á að þar sem nátthrafnar neyðast oft til að vera virkir þegar líkamar þeirra eru ekki tilbúnir til þess sé ekki skrítið að þeir séu verri í skapi og njóti lífsins minna. En það gæti líka valdið því að þeir þurfi að vera nýjungagjarnir og finna leiðir til að gera sér lífið auðveldara, sem ýtir undir sköpun og hugsun. Þannig að þegar einstaklingur annaðhvort þrífst í eða þarf að laga sig að ytri aðstæðum gæti það ýtt undir ólíka eiginleika hjá viðkomandi. Niðurstöður úr nýlegri rannsókn sýndu að þegar fólk reyndi að gerast árrisulla leiddi það ekki til betra skapferlis eða meiri lífshamingju. Aðrar rannsóknir gefa vís- bendingar um að svefnmynstur kunni að vera hluti af pakka með öðrum eiginleikum. Þannig að það gæti verið að ákveðnir eiginleikar fylgi ákveðnum svefnmynstrum og allt sé þetta byggt á erfðum. En fylgni er ekki það sama og orsaka- samband og enn um sinn vitum við ekki alveg hvernig þetta vinnur allt saman. Ekkert betra að vera árrisull Það er ekki endilega rétt að morgunstund gefi gull í mund. Rannsóknir benda til að hver og einn hafi sína líkamsklukku sem mótast út frá erfðum og því henti ólík mynstur ólíku fólki. Rannsóknir gefa til kynna að við séum öll háð líkamsklukkunni okkar og að hún byggi á erfðum. NORDICPHOTOS/GETTY Sannar gjafir eru hjálpargögn fyrir börn í neyð og eru seld í verslunum Lindex sem falleg jólakort. Kortin eru skreytt með myndum af íslensku jóla- sveinunum sem Brian Pilkington teiknaði. Hvert jólakort inniheldur hjálpargögn sem UNICEF sendir til barna í neyð. Dæmi um þær gjafir sem eru í boði er til dæmis nær- ingarmjólk Askasleikis fyrir van- nærð börn, en í hverri 1.500 króna gjöf eru 10 skammtar af orkuríkri þurrmjólk sem notuð er til að meðhöndla allra veikustu börnin á næringarmiðstöðvum og sjúkra- húsum sem UNICEF starfar með. Kertasníkir sendir barni í neyð hlýtt teppi, Stekkjastaur útvegar 20 skammta af jarðhnetumauki og Pottaskefill tryggir 7.500 lítra af hreinu vatni með vatnshreinsitöfl- um. Þessar gjafir eru allar til sölu í verslunum Lindex um allt land. Einnig er hægt að kaupa Sannar gjafir á lindex.is og sannargjafir.is. Viðskiptavinir Lindex hafa stutt dyggilega við UNICEF eða um 20 milljónir frá upphafi. Nú þegar hafa viðskiptavinir Lindex verið duglegir í baráttunni fyrir bættum hag barna og hafa um 4.000 Sannar gjafir selst hjá Lindex frá upphafi. Jafngildir það að 40.000 skömmt- um af næringarmjólk eða 80.000 skömmtum af jarðhnetumauki sem UNICEF hefur getað notað í þágu barna þar sem þörfin er mest vegna þessa einstaka samstarfs. Lindex og UNICEF fagna samstarfi um Sannar gjafir Þriðja árið í röð taka Lindex og UNICEF höndum saman og bjóða viðskiptavinum upp á Sannar gjafir sem bæta hag barna um heim allan. UNICEF verður með kynningu í dag í Lindex, Smáralind. UNICEF dreifði námsgögnum og fleiru til barna eftir að fellibylurinn Irma reið yfir Karíbahafið. Vítamínbætt jarðhnetumauk gegnir lykilhlut- verki í að lækna börn sem eru lífshættulega veik sökum van- næringar. Þakklát aðstoð „Okkur þykir rosalega vænt um þetta samstarf og erum viðskiptavinum og starfsfólki Lindex ævinlega þakklát fyrir að hjálpa okkur að útvega hjálpargögn fyrir börn sem búa nú við erfiðar aðstæður,“ segir Vala Karen Viðarsdóttir hjá UNICEF á Íslandi. „Strax eftir jólin sér UNICEF síðan til þess að koma hjálpargögnunum til þeirra barna sem á þurfa að halda,“ segir Vala enn fremur. Stolt og ánægð „Samstarf okkar við UNICEF hefur verið mikilvægur þáttur í sam- félagsverkefnum sem við látum okkur varða hér hjá Lindex og við erum sérlega stolt og ánægð með að þessi jól munum við fara kyrfi- lega yfir 20 milljóna króna markið í baráttunni fyrir bættum hag barna í heiminum,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi. Að auki hefur Lindex á Íslandi og UNICEF starfað saman að öðrum verkefnum í gegnum tíðina eins og uppbyggingu menntastarfs í sumum af fátækustu löndum heims, stuðning við dag rauða nefsins, neyðarviðbrögð við náttúruham- förum og sérstakar barnafatalínur tileinkaðar baráttu UNICEF fyrir bættum hag barna í heiminum. UNICEF dagur Lindex Til að undirstrika samstarfið fagna UNICEF og Lindex saman í Smára- lind kl. 13-16 í dag. Í boði verður kynning frá UNICEF þar sem gestum og gangandi gerist kleift að setja á sig sýndarveruleikagler- augu þar sem skyggnst er í veru- leika barna í flóttamannabúðum. Tónlistarkonan Hildur mun taka nokkur vel valin lög í anda jólanna auk þess sem jólasveinninn verður á staðnum og börnum og fjöl- skyldum þeirra boðið að taka mynd með sveinka. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . D E S E m B E R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 7 0 -7 F 9 C 1 E 7 0 -7 E 6 0 1 E 7 0 -7 D 2 4 1 E 7 0 -7 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.