Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 63

Fréttablaðið - 09.12.2017, Page 63
WOW FRÁ UPPHAFI WOW ÞÚ! VERTU MEMM Spennandi störf í boði hjá WOW air STARFSMAÐUR Í MÓTTÖKU / MANNAUÐSFULLTRÚI GETUR ÞÚ WOW-AÐ OKKUR? WOW air leitar nú að ofurskipulögðum og skemmtilegum einstaklingi með blússandi WOW faktor til að starfa í móttöku á skrifstofu fyrirtækisins í Reykjavík. Starfið krefst mjög góðrar íslensku- og enskukunnáttu, skipulagsfærni og framúrskarandi samskiptahæfni. Auk móttökustarfa mun starfsmaðurinn sinna ýmsum tilfallandi verkefnum fyrir mannauðssvið. SÉRFRÆÐINGUR Í MANNAUÐSMÁLUM KANNTU GOTT AÐ META? WOW air leitar að þjónustuliprum og félagslyndum sérfræðingi sem finnst fólk frábært, til að starfa að œölbreyttum og skemmtilegum verkefnum á sviði mannauðsmála fyrirtækisins. Viðkomandi mun meðal annars koma að ráðningum og fræðslumálum ásamt því að hafa umsjón með starfsmannaupplýsingum og fleiru. SAMRÆMINGARSTJÓRI NEYÐARÁÆTLANA AÐDÁANDI BJÖRGUNARSVEITA ÓSKAST WOW air óskar eftir að ráða skipulagðan samræmingarstjóra neyðaráætlana í Flugverndardeild. Æskilegt er að viðkomandi hafi brennandi áhuga á björgunarmálum, viðbragðsáætlunum og fræðslu. Um œölbreytt verkefni er að ræða, m.a. skipulagning á þjálfun, æfingum og fræðslu ásamt verkefnum í flugvernd. DEILDARSTJÓRI ÞJÓNUSTUVERS SPAKT FORYSTUFÉ ÓSKAST WOW air leitar að þjónustuliprum og reynslumiklum einstaklingi til að sjá um daglega stjórnun þjónustuvers félagsins á Íslandi og samþættingu með þjónustuveri WOW air erlendis. Ef þú hefur reynslu af stjórnun, ert lipur í samskiptum, hefur náttúrulega leiðtogahæfileika og þrífst vel í lifandi umhverfi þá gæti þetta verið draumastarfið þitt. VERKEFNASTJÓRI Í FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTU FÍLAR ÞÚ STÓR SEM SMÁ FYRIRTÆKI? WOW air leitar að drífandi starfsmanni á sölu- og markaðssvið WOW air til að sjá um fyrirtækjaþjónustu flugfélagsins. Viltu veita frábæra þjónustu? Býrðu yfir framúrskarandi sölu- og samskiptahæfileikum? Ef þú vilt hafa nóg að gera í vinnunni og ert til í kreœandi verkefni á skemmtilegum vinnustað þá viljum við heyra frá þér. VAKTSTJÓRI DAGLEGRAR STARFSEMI Í IOCC ERTU LAUSNAMIÐAÐUR WOWARI? WOW air leitar að jákvæðum vaktstjóra til að taka þátt í að stýra daglegri starfsemi í IOCC í höfuðstöðvum WOW air. Rík þjónustulund með bros og festu að leiðarljósi ásamt færni í mannlegum samskiptum eru góðir eiginleikar WOW vaktstjóra. Um er ræða tímabundið starf til eins árs og unnið er á dag- og næturvöktum. SVÆÐISSTJÓRI Í SÖLU- OG MARKAÐSDEILD WOW AIR VILTU SIGRA HEIMINN MEÐ OKKUR? WOW air leitar að öflugum einstaklingi með ríka skipulagshæfileika í fullt starf svæðisstjóra á sölu- og markaðsdeild WOW air. Tilvonandi svæðisstjóri þarf að hafa framúrskarandi söluhæfileika, brennandi áhuga á sölu- og markaðsstörfum og ekki skemmir fyrir skemmtileg sýn á tilveruna, góð tungumálakunnátta og gott keppnisskap. VERKEFNASTJÓRI Í ÞJÓNUSTUMÁLUM ERTU ÞJÓNUSTUSÉNÍ? WOW air leitar að öflugum einstaklingi til að vinna að þjónustumálum félagsins og þjálfun starfsfólks. Ertu sérlega þjónustulipur? Hefur þú áhuga á öllu sem viðkemur gæðaeftirliti, þjónustuferlum og fræðsluefni? Blundar kennari í þér sem elskar að vera í kringum annað fólk? Þá er þetta mögulega framtíðarstarfið þitt. HUGBÚNAÐARSÉRFRÆÐINGUR FARÞEGA- OG FLUGREKSTRARKERFA ERTU FLUGÞENKJANDI OFURNOTANDI? Leitað er að jákvæðum og skipulögðum ofurnotendum (e. super users) í tölvukerfum sem snúa að gestum og flugrekstri WOW air. Starfsmennirnir skipuleggja og sjá um kennslu í notkun kerfanna ásamt því að sjá um rekstur þeirra frá degi til dags, veita ráðgjöf varðandi notkun og vera í samskiptum við birgja. Þeir fá einnig að öllum líkindum viðurnefnið Ofur á kaªstofunni. WOW air er brosmilt lággjaldaflugfélag með það að markmiði að bjóða ávallt upp á lægstu fargjöldin til og frá Íslandi. Flugfélagið hefur vaxið mjög ört á skömmum tíma og við hlökkum til að efla samkeppni í flugi enn frekar á komandi árum með nýjum og spennandi áfangastöðum. Við leggjum mikið upp úr því að hafa gaman af því sem við erum að gera, bæði á skrifstofunni og gagnvart gestum okkar. Hjá okkur starfa nú um 1100 hörkuduglegir starfsmenn. NÁNARI UPPLÝSINGAR Ítarlegri upplýsingar um störfin er að finna á vefnum okkar wowair.is/starf. Þar er jafnframt tekið á móti umsóknum. Frekari fyrirspurnir um störfin má senda á starf@wow.is. Umsóknarfrestur til og með 18. desember 2017 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -7 A A C 1 E 7 0 -7 9 7 0 1 E 7 0 -7 8 3 4 1 E 7 0 -7 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.