Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 120

Fréttablaðið - 09.12.2017, Síða 120
Ég hef ekki mikinn tíma til að hafa mig til á daginn, það tekur tíma að koma fjórum börnum út á morgnana. Ég er í mesta lagi tíu mínútur með andlitið, það lærist með tímanum, ég nenni sjaldnast að blása á mér hárið svona hversdags, þá tekur rútínan 40 mínútur og ég hef ekki alltaf tíma til þess.“ Íris Björk hefur í miklu að snúast því að auk þess að vera með stórt heimili starfar hún fyrir Securitas en hún sér um að þjónusta þá sem eru með öryggishnapp frá fyrirtækinu og í sumar vann hún sem flugfreyja á vegum Icelandair. Íris Björk gat sér gott orð í fegurðarsamkeppnum hér og erlendis á sínum tíma og var meðal annars kjörin ungfrú Norður­ lönd árið 2001. „Það eru margir sem halda að ég hafi mikið fyrir því að hafa mig til og noti dýr merki, en hjá mér er þetta tiltölulega einfalt. Ég hef aldrei notað sérstök krem, er með góða húð og hef alltaf verið. Ég á fjögur börn og er ekki með eitt slit og það er ekki neinum kremum að þakka, bara erfðum. Ég hef oft verið spurð hvað ég noti á húðina, þegar ég var yngri þá notaði ég Johnson’s baby lotion, mér fannst svo góð lykt af því, og svo makaði ég á mig vaselíni. Ég fór ekki að nota neitt sérstakt krem fyrr en í sumar í fluginu. Ég nota Æskugaldur frá Villimey, ég tók eftir því að það rokseldist í Saga Shop og Asíubúarnir sem ferðuðust með okkur voru alveg vitlausir í þetta. Ég ákvað að kynna mér málið og sá að þetta er alveg hrein vara. Nú get ég ekki án þess verið. Ég setti það undir farðann þegar að ég var að fljúga í sumar, þá varð ég ekki eins þurr. Ég þvæ farðann ekki af mér á kvöldin, tek þetta bara í morg­ unsturtunni, ég set Æskugaldur­ inn á fyrir svefninn og dagsdag­ lega nota ég litað dagkrem því ég vil ekki þekja of mikið og enga sérstaka týpu, bara það sem ég fíla hverju sinni. En ég nota bara meik þegar ég fer í flug, mér finnst gott að spreyja yfir með NYX spreyi, þannig helst farðinn betur yfir daginn.“ Laxerolía á auga­ brúnirnar „Mér finnst skipta máli hvað ég set á mig, maður á helst að geta borðað það sem fer á húðina. Ég spái töluvert í innihaldið og vil helst hafa allt sem náttúrulegast. Í sumar þegar ég var stödd í verslun CVS í Boston og var eitthvað að skoða þá kemur afgreiðslukonan alveg upp að mér, og segir að ég líti út fyrir að vera heilbrigð og að ég sé með svo góða húð. Hún var mjög fyndin, minnti á norn úr teiknimyndum og meira að segja með vörtu á hökunni. Alla vega benti hún mér á heimasíðu, Skin deep, en þar er að finna innhaldslýsingar á næstum því öllum snyrtivörum sem eru framleiddar í heiminum. Henni fannst að ég ætti endilega að kynna mér hana. Núna bendi ég öllum á þessa síðu.“ En skyldi Íris eiga eitthvert fegr- unarráð sem er óvenjulegt? „Ég set laxerolíu á augabrúnirnar. Það vant­ aði heilmikið inn í þær, ég er með Addisson’s og þetta er fylgifiskur þess og lyfjanna sem ég þarf að taka. Ég get sko vel mælt með þessu, þetta virkar hjá mér. En helsta förðunar­ trixið mitt er Max Factor stifti sem er í rauninni hyljari, ég set hann undir augun og á andlitið og það er oft það eina sem að ég þarf, og svo maskari. Íris segist vera útsjónarsöm og eyða ekki miklu fé í snyrtivörukaup, hún nýtir sér Tax Free dagana í Hag­ kaupum og kaupir erlendis þegar færi gefst. „Ég eltist ekki við merkja­ vöru, ef ég sé eitthvað sem mér finnst flott, augnskugga og annað, þá kaupi ég það. Ég nýtti tækifærið í sumar þegar ég komst í verslanir í stopp­ unum, það er bara himinn og haf á milli þess sem snyrtivörur kosta hér og erlendis. Svo hverfur þetta ansi hratt á heimilinu, ég á tvær unglings­ dætur sem komast stundum í dótið mitt“, segir Íris Björk og skellihlær. Fellur fyrir Íris er útsjónarsöm og eyðir ekki miklu fé í snyrtivörur. FréttabLaðið/Ernir „Það eru margir sem halda að ég hafi mikið fyrir því að hafa mig til og noti dýr merki,“ segir Íris. FréttabLaðið/Ernir náttúrulegum vörum Íris Björk Árnadóttir flugfreyja, öryggis- vörður og fjögurra barna móðir, er fljót að taka sig til á morgnana enda nóg að gera hjá henni. Rútínan er í mesta lagi 40 mínútur. Fu l l búð af ný jum vörum fyr ir jó l in Toppur 7590 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r68 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -5 D 0 C 1 E 7 0 -5 B D 0 1 E 7 0 -5 A 9 4 1 E 7 0 -5 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.