Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 122

Fréttablaðið - 09.12.2017, Side 122
Árið 2017 var tvímælalaust árið hans Eds Sheeran samkvæmt tölum frá Spoti fy en plötu hans Divide var streymt 3,1 milljarðs sinnum á árinu og lagið Shape of You var sömuleiðis streymt um 1,4 milljarða sinnum. Þetta eru ótrúlegar tölur – líklega er samanlagður tími þriggja milljarða streyma á plötunni Divide eitthvað í kringum aldur alheimsins (þetta er ekki vísindalegur útreikningur). Þessi árangur hjartaknúsarans Eds Sheeran var þó engan veginn nægjan­ legur til að hrinda hipphopptónlist­ inni af vagninum sem hún ferðast með á ógnarhraða um þessar mundir – en ansi margir hafa spáð dauða tónlistar­ stefnunnar ítrekað síðustu misserin, án árangurs. Samkvæmt tölum frá Spotify jókst hlustun á þessa tiltölu­ lega ungu tónlistarstefnu um 74% í heiminum frá því á síðasta ári, en þá var tónlistarstefnan einnig gríðarlega vinsæl. Það þarf ekki annað en að skoða íslenska vinsældarlistann á Spotify til að sjá birtingarmynd þessarar stefnu í heiminum, en fyrir utan Ed Sheeran eru fimm vinsælustu tónlistarmenn­ irnir á Íslandi allir rapparar – Aron Can, Jói Pé og Króli, Drake og Emmsjé Gauti. Vorkennir öllum rokkbörnunum Tekur þú eftir þessum auknu vinsæld- um? „Já, þetta breyttist helling eftir að Vagg og velta kom út og ég náði inn hitturum. Strákarnir er fyrsti hittarinn minn. Um leið og þú nærð inn einum hittara þá er auðveldara fyrir þig að fá athygli á tónlistina sem kemur eftir það,“ segir Emmsjé Gauti, sem sam­ kvæmt tölum frá Spotify er fimmti vin­ sælasti tónlistarmaður landsins – rétt á eftir Drake. Gauti útskýrir að þegar hann fylgist með Spotify Analytics, töl­ fræðilegum upplýsingum um hlustun sem listamenn hafa aðgang að, þá sjái hann að eitt vinsælt lag hækkar tölur á öllu öðru sem birtist eftir hann og eftir að hlustunum taki að fækka, fari þær samt aldrei niður í sömu hlustunar­ tölur eða niður fyrir þær aftur. Þann­ ig veldur algóritminn á Spotify því að vinsælir listamenn birtast mun oftar í lagalistum streymisveitunnar og fá því alltaf mikla spilun. „Það er líka meira að gera í spila­ mennsku. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að Emmsjé Gauti er að spila á öllum böllunum,“ bætir Gauti við. „Ég var skeptískur í fyrstu og hélt að þetta væri að fara að hafa slæm áhrif. En Spotify er í raun einu tekjurnar sem ég hef af tónlistarsölu í dag – það er í raun og veru bara streymi. Það er margfalt meira en plötusala er í dag. Þetta er 100 prósent framtíðin. Spoti­ fy á reyndar markaðinn og það væri gaman að fá einhvern annan inn svo listamennirnir fái meira greitt því að þeir mættu fá betur borgað, en ég held að það eigi eftir að lagast með tímanum.“ Áfram gakk, Spotify! „Ég hef tekið eftir miklum mun á þessu ári sem er að líða og 2016. Bæði með minni eigin notkun á Spotify og þeirra sem í kringum mig eru. Veitan er að verða viðurkenndari og leiðandi aðferð við tónlistardreifingu. Um leið erum við að fylgjast með henni þróast á ógnarhraða. Hlakka til að sjá hvaða viðbætur munu koma á næstkomandi ári og vonandi verða þær í rétta átt. Ég tel að íslenskir listamenn eigi eftir að geta nýtt sér veituna enn þá meira sér til hagsbóta á næstu misserum. Áfram gakk, Spotify,“ segir Geoffrey Þór Huntington­Williams hjá plötufyrir­ tækinu Sticky Records, en það hefur gefið út efni með Gauta og Aroni Can. stefanthor@frettabladid.is Hipphoppvagninn heldur áfram að rúlla Samkvæmt tölum frá Spotify er hipphopptónlistarstefnan hvergi nærri hætt að vera vinsæl. Í fyrra var tónlistar- stefnan gríðarlega vinsæl en í ár aukast vinsældir hennar um heil 74% og það þó að Ed Sheeran slái öll met. Emmsjé Gauti spilar meira og þénar meira í gegnum streymi en áður. Geoffrey hjá Sticky Records er spenntur fyrir framtíð Spotify. Ég vorkenni til dæmis mjög mikið rokkbörnum í grunnskóla og menntaskóla því að emmsjÉ gauti er að spila á öllum böllunum. Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferðaþjónustu. Tíu sérvalin sprotafyrirtæki fá ár hvert tækifæri til að þróa áfram viðskipta- hugmyndir sínar undir leiðsögn reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga þeim að kostnaðarlausu. Við leitum að verkefnum sem stuðla að dreifingu ferðamanna víðs vegar um landið, allan ársins hring og nýjum lausnum sem styðja innviði ferðaþjónustunnar. Hraðallinn hefst 15. janúar 2018 og fer fram í Reykjavík. Nýsköpun í ferðaþjónustu Umsóknarfrestur til 11.desember Taktu næsta skref með Startup Tourism Startuptourism.is 9 . d e s e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r d A G U r70 L í f i ð ∙ f r É T T A b L A ð i ð 0 9 -1 2 -2 0 1 7 0 4 :0 3 F B 1 2 8 s _ P 1 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 7 0 -5 8 1 C 1 E 7 0 -5 6 E 0 1 E 7 0 -5 5 A 4 1 E 7 0 -5 4 6 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 8 _ 1 2 _ 2 0 1 7 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.