Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 16

Víkurfréttir - 22.12.2003, Qupperneq 16
VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!16 G le ð il e g a h á tí ð ! Hann söðlaði óvænt um í haust og tók við skólastjórastöðu Myllubakkaskóla þegar Vil- hjálmur Ketilsson, sem hafði stjórnað skólanum um áraraðir, lést fyrir aldur fram, en fram að því hafði Sigurður gegnt starfi aðstoðarskólastjóra. Þegar Sigurður er spurður út í nýja starfið horfir hann jákvæð- um augum fram á veginn. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við erum reyndar tvö sem gegn- um starfinu. Brynja Árnadóttir er í þessu með mér“. Þegar talið berst að aðstæðunum sem urðu til þess að hann tók við starfinu vill hann sem minnst segja. Þegar spurt er hvort erfitt hafi verið að taka við starfinu segir hann einfaldlega „Svona eru bara hlutirnir“. Þá er tekið upp léttara spjall og blaðamaður spyr Sigurð út í það hversu lengi hann hafi verið í kennslu. „Ég er búinn að kenna síðan um ‘90 sennilega eða í kringum 12 ár skulum við segja. Ég fór í Kenn- araskólann og útskrifaðist sem íþróttakennari, en var byrjaður að kenna áður en ég fór sjálfur að læra.“ Sigurður segist hafa verið í Myllubakkaskóla allan sinn feril og líki stórvel. Þá víkur sögunni að körfuboltan- um. Sigurður hætti þjálfun hjá Keflavík eftir að skyldur hans í starfi jukust, en í október var hann ráðinn þjálfari karlalands- liðsins í körfuknattleik. Hann tekur við góðu búi þar sem Frið- rik Ingi Rúnarsson hefur unnið gott starf undanfarin ár og segir að starfið leggist mjög vel í sig. „Þetta er spennandi. En það er svolítið rólegt núna og langt í næsta verkefni, þannig að við erum bara að skoða okkur um núna og undirbúa okkur vel. Það verða þó æfingaleikir á milli jóla og nýárs, en það eru ekki lands- leikir sem slíkir.“ Þar á Sigurður við leiki sem úrvalslið Íslands, sem verður væntanlega skipað strákum sem leika hér heima, mun spila við bandaríska há- skólaliðið Catawba. Landsliðs- maðurinn Helgi Magnússon leik- ur með liðinu sem spilar í annarri deild bandaríska háskólaboltans og fara leikirnir fram 28. og 29. desember hér á Íslandi. „Þessir leikir eru bara fyrsta skrefið hjá okkur, en svo förum við í það að skoða næstu mótherja.“ Munum við sjá nýjar áherslur í landsliðsmálum? „Já, það verða örugglega aðrar áherslur, en hverjar þær verða verður bara að koma í ljós. Þar sem ég er ekki byrjaður á fullu er ekki tímabært fyrir mig að vera með einhverjar yfirlýsingar. En grundvallarmarkmiðið er að vinna okkur upp í hóp A-lands- liða með góðum árangri í und- ankeppni Evrópumótsins.“ Eins og Sigurður minntist áður á er nokkuð langt í þá leiki, en þeir fara fram í september á næsta ári og september 2005. Þegar Sigurður er spurður útí það hvenær hann hafi byrjað að þjálfa fer hann að hugsa til baka og er greinilega ekki alveg með ártölin á hreinu. „Bíddu nú við... ég byrjaði að þjálfa eitthvað pínulítið í yngri flokkum en tók við þjálfun kvennaliðs Keflavík- ur um ‘90 eða ‘91. Við skulum bara reikna þetta!“ segir Sigurður og hugsar sig vandlega um. „Þar var ég í fimm ár og var svo að hefja mitt áttunda ár með karla- liðið þegar ég hætti í haust. Þá hef ég byrjað ‘91 að þjálfa meist- araflokk“. Hvernig líst þér á Keflavíkurlið- ið í dag? „Það er mjög skemmtilegt að sjá þá keppa í þessari Evrópukeppni, og spennandi fyrir strákana. Þeir eru að keppa á mörgum víg- stöðvum og eru að spila alveg ótrúlega marga leiki, sérstaklega fram að jólum. Það gerir þetta bara mjög spennandi og skemmtilegt.“ Mörgum boltaáhugamönnum sem þekkja ekki vel til hér á Suð- urnesjum finnst einkennilegt að Valur, bróðir Sigurðar, spilaði lengst af sínum glæsta ferli með Njarðvíkingum og þjálfaði þá líka um tíma, á meðan Sigurður var alla sína hunds og kattar tíð í Keflavík bæði sem þjálfari og leikmaður. Hvernig ætli hafi staðið á því? „Ég veit ekki hvað kom fyrir hann“ segir Sigurður og hlær. „Við erum nú ekki héðan að upp- lagi. Svo er hann aðeins eldri... eða miklu eldri, þú getur sagt það“, segir Sigurður kíminn, „þannig að hann byrjaði á undan mér í þessu. Við erum uppruna- lega að austan og komum hingað þegar ég er eitthvað 11 eða 12 ➤ M I K L A R B R E Y T I N G A R Á H Ö G U M S I G U R Ð A R I N G I M U N D A R S O N A R Sigurður Ingimundarson er einn far- sælasti körfuknattleiksmaður og þjálfari sem Keflavík hefur átt frá upphafi. Hann var einn af burðarás- um Keflavíkurliðsins í meira en 14 ár sem leikmaður og vann fjöldann all- an af titlum sem þjálfari kvenna- og karlaliða félagsins. Á afrekaskrá hans eru fjórir meistaratitlar og fjórir bik- arar með kvennaliðinu, þrír meist- aratitlar og tveir bikarar sem leik- maður og þrír meistaratitlar og tveir bikarar sem þjálfari. STJÓRINN LANDSLIÐS OG SKÓLA Viðtal: Þorgils Jónsson „Það er náttúrulega hellingsmunur á því að þjálfa og kenna, en vissir hlutir eru mjög líkir. Þetta er náttúrulega tengt en það er ekki verið eins mikið að hvetja nemendur við kennslu eins og gert er í íþróttum sem er svolítið merkilegt.“ Hér eru hjónin Sigurður og Halldís Jónsdóttir með soninn Nóa. Jolablad II - 64 sidur pdf2 20.12.2003 3:18 Page 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.