Víkurfréttir


Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 20

Víkurfréttir - 22.12.2003, Síða 20
Umsjón: Þorgils Jónsson • sími 868 7712sportið VÍKURFRÉTTIR - JÓLABLAÐ II VÍKURFRÉTTIR Á NETINU I www.vf.is I LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!20 G le ð il e g a h á tí ð ! Keflavík tapaði fyrir CAB Madeira í Bikarkeppni Evrópu á fimmtudaginn. Lokastaðan var 108-107 heimamönnum í vil. Eftir að hafa saxað á forystuna sem Madeira náði í byrjun leiks, missti Keflavík þá of langt fram úr sér undir lok fyrri hálfleiks þar sem þeir voru ekki nógu einbeitt- ir í sókninni og voru að missa boltann óþarflega oft og staðan í hálfleik var 58-46. Í seinni hálfleik komu Keflvík- ingar firna öflugir til leiks og komust yfir, 67-68 eftir 9-22 kafla. eftir það var leikurinn hníf- jafn og einkenndist af mikilli bar- áttu. Í lok 3. leikhluta höfðu Keflvíkingar nauma forystu, 77- 78. Síðasti leikhluti var í járnum all- an tímann og spennan var raf- mögnuð allt fram á síðustu sek- úndu. Magnús Þór fór af velli með f imm villur um miðjan fjórðunginn og skömmu síðar fylgdi Jón Nordal í kjölfarið og kom ekki meira við sögu. Allt var á suðupunkti og Madeiringar fimm stigum yfir, 99-94, þegar rúmar þrjár mínútur voru til leik- sloka. Þá tóku Keflvíkingar al- deilis við sér og komust yfir á ný, 99-101, þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Nick Bradford og Derrick Allen fóru hamförum á þessum kafla, og þegar 30 sek- úndur voru eftir var staðan 106- 106 og spennan í algleymingi. Á síðustu andartökum leiksins var brotið á Allen í skoti en ekkert var dæmt og Madeira vann 108- 107. Falur Harðarson sagði sína menn vera mjög svekkta með að hafa ekki fengið víti undir lokin. „Dómararnir guggnuðu bara! Þetta var ekkert annað en villa! Annars get ég ekki verið annað en ánægður með spilið hjá strák- unum, sérstaklega í seinni hálf- leik.“ Aðspurður sagði Falur að Nick Bradford hafi leikið sérlega vel í kvöld þrátt fyrir að hafa spilað í annarri stöðu en venju- lega. Bradford var stigahæstur Kefl- víkinga með 38 stig, Derrick Allen var með 28 stig og Jón Nordal með 17. Marcos var stigahæstur Madeira með 23 stig. Næstir voru Leeks með 21 stig, Termens með 19 stig og Johnston með 17 stig og 11 fráköst. Leikur Ovarense og Toulon fór 77-80 fyrir Frakkana sem ýttu Keflavík niður í 3. sæti riðilsins og munu þeir því mæta Dijon í 8- liða úrslitum. Dijon mun hafa heimavallarréttinn, en það lið sem fyrr vinnur tvo leiki kemst áfram í undanúrslit Vesturdeild- arinnar. KARLALIÐIÐ Sigurður Ingimundarson til- kynnti sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn var. Landsliðinu, sem skipað er 20 leikmönnum, er skipt í tvo hópa sem munu leika tvo leiki gegn bandaríska háskól- anum Catawba College á milli jóla og nýárs. Ekki er um eigin- lega landsleiki að ræða, enda verður lið Íslendinga samansett af leikmönnum sem leika hér heima. Lið 1 mun leika fyrri leik- inn sunnudaginn 28. desember kl. 19:15 í íþróttamiðstöðinni Dalhúsum í Grafarvogi og lið 2 hinn seinni, mánudaginn 29. des- ember kl. 19:15 í íþróttahúsinu í Þorlákshöfn. Í hópnum eru sjö leikmenn sem aldrei hafa leikið landsleik, En af þeim sem hann velur er Friðrik Stefánsson, fyrirliði Njarðvíkur reyndastur með 57 leiki að baki. Helmingur hópsins eru leikmenn Suðurnesjastórveldanna. Gunnar Einarsson, Jón Nordal Hafsteins- son, Halldór Örn Halldórsson og Magnús Þór Gunnarsson leika með Keflavík. Brenton Birming- ham, Friðrik Stefánsson, Guð- mundur Jónsson, Páll Kristinsson og Egill Jónasson eru úr Njarð- vík og síðastur en alls ekki sístur er Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík. KVENNALIÐIÐ Ívar Ásgrímsson, nýráðinn lands- liðsþjálfari kvenna, hefur valið sinn fyrsta landsliðshóp. Hópur- inn, sem skipaður er 22 leik- mönnum, mun æfa á milli jóla og nýárs, en næsta sumar mun liðið taka þátt í Promotion Cup í And- orra í júlí og Norðurlandamótinu sem haldið verður í Svíðþjóð í ágúst. Einnig er stefnt er æfinga- leikjum fyrir þessi verkefni. Níu stúlknanna eru frá Keflavík, en þær eru Erla Reynisdóttir, Marín Karlsdóttir, Rannveig Randversdóttir, Birna Valgarðs- dóttir, Svava Stefánsdóttir, Kefla- vík Bryndís Guðmundsdóttir, Anna María Sveinsdóttir, Erla Þor- steinsdóttir og María Erlingsdótt- ir. Auður Jónsdóttir og Ingibjörg Vilbergsdóttir koma frá Njarðvík og Petrúnella Skúladóttir og Sól- veig Gunnlaugsdóttir frá Grinda- vík. NJARÐVÍK-TINDASTÓLL Njarðvík tapaði óvænt fyrir Tindastóli í Ljónagryfjunni á fimmtudagskvöld, 87-91. Njarð- víkingar byrjuðu ágætlega og voru með 10 stiga forystu eftir en í öðrum leikhluta var farið að bera á andleysi og einbeitingar- leysi sem leiddi til þess að gest- irnir sóttu í sig veðrið og í hálf- leik var staðan 48-44. Leikur Njarðvíkinga batnaði ekkert í seinni hálfleik og fyrir síðasta leikhluta höfðu gestirnir eins stigs forystu, 67-68. Ekki stóð steinn yfir steini í leik heima- manna undir lokin og unnu Stól- arnir loks sanngjarnan fjögurra stiga sigur. Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var öskuillur í leiks- lok og vandaði sínum mönnum ekki tóninn. „Þetta var bara öm- urlegt. Maður uppsker eins og maður sáir í þessu, og þeir lögðu lítið í þennan leik og uppskáru ekkert. Friðrik Stefánsson var sá eini sem kom til að spila í kvöld en hinir voru ekki að spila sem lið. Svona gerist þegar menn halda að þeir séu betri en þeir eru í raun. Við getum unnið hvaða lið sem er, en við höfum sýnt það í kvöld að við getum líka tapað fyrir hverjum sem er.“ Brandon Woudstra var stigahæst- ur Njarðvíkinga með 28 stig, Brenton skoraði 19, Páll Krist- insson setti 13 stig og tók jafn- mörg fráköst. Friðrik skoraði 12 stig og tók 10 fráköst. Clifton Cook skoraði 29 stig fyrir Stólana, Nick Boyd skoraði 22 og tók 13 fráköst. L A N D S L I Ð S H Ó P A R T I L N E F N D I R Í K Ö R F U N N I Suðurnesjaúrval í landsliðum Intersport-deildin: Bikarkeppni Evrópu: „Þetta var bara ömurlegt“ „Dómararnir guggnuðu“ - segir Falur Harðarson, sem segir sína menn svekkta! Sjö ný aldursflokkamet litu dagsins ljós á metamóti ÍRB sem fram fór í sundmiðstöðinni í Keflavík þann 17. des. Metin sem vaskir liðsmenn ÍRB bættu voru í 4 x100m flugsundi, sveina, meyja, drengja, telpna og stúlkna. Einnig bættu þau metin í 4 x 100m fjórsundi meyja og 10 x 50m skriðsundi sveina. Gríð- arlegur gangur er nú í öllu starfi ÍRB sem er orðið algengt nafn í metaskrám SSÍ. Góður árangur á metamóti ÍRB Jolablad II - 64 sidur pdf 20.12.2003 1:44 Page 20

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.